Morgunblaðið - 13.07.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.07.2008, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, ben@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gud- laug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is FRÉTTASKÝRING Eftir Andra Karl andri@mbl.is BORGARBÚAR þurfa enn að bíða eftir sýnilegri uppbyggingu í miðborg Reykjavíkur eftir bruna húsanna í Austurstræti 22 og Lækjargötu 2. Borgarráð samþykkti á fundi sínum sl. fimmtudag að leggja 60 milljónir til undirbúnings framkvæmdanna og reiknað er með að þær standi út árið. Eiginleg uppbygging á reitnum hefst því ekki fyrr en á nýju ári. Skemmst er að minnast orða þá- verandi borgarstjóra, Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, á degi brunans 18. apríl 2007, en þá sagði hann að upp- byggingu yrði hraðað sem kostur væri. Hanna Birna Kristjánsdóttir, verð- andi borgarstjóri, lét einnig hafa eftir sér, hinn 6. september 2007, þegar hún kynnti úrslit í hugmynda- samkeppni vegna reitsins, að vonast væri til að arkitektar gætu lokið vinnu fyrir [síðustu] jól og fram- kvæmdir hæfust áður en langur tími liði. Dagur B. Eggertsson, þáverandi borgarstjóri, sagði þá, 1. nóvember 2007, þegar borgarráð samþykkti kaupin á fasteigninni Austurstræti 22, að [þá] hillti undir endurnýjun Lækjartorgs og að sárið yrði grætt. Aldrei voru nefndar neinar tíma- setningar, en víst er að borgarbúar bjuggust vart við því að bíða þyrfti fram til ársins 2009 eftir að hreyft yrði við spýtu. Hrólfur Jónsson, sviðsstjóri fram- kvæmda- og eignasviðs, segir að eftir sé að gera fornleifarannsóknir, mæla húsin upp og taka þau niður. Sér- staklega taki langan tíma að taka Lækjargötu 2 niður sem þurfi því sem næst að gera spýtu fyrir spýtu. „En við vonumst til að vera komin af stað með uppbyggingu einhvern tíma í byrjun næsta árs. Þá verður þessum fornleifarannsóknum lokið og búið að teikna nýju húsin.“ Uppbygging hefst á næsta ári Borgarráð samþykkti að veita 60 millj- ónir til undirbúnings framkvæmda Morgunblaðið/Júlíus Rústir Austurstræti 22 verður fært nær upphaflegri mynd. Lækjargata 2 verður hækkuð um eina hæð og horft til útlits hússins um aldamótin 1900. Í HNOTSKURN »Eldsvoðinn í húsunumAusturstræti 22 og Lækj- argötu 2 varð 18. apríl 2007. Það var mesti eldsvoði í mið- borginni í 40 ár. »Næstu mánuði var unniðað því að hreinsa bruna- rústirnar og hinn 6. sept- ember var niðurstaða hug- myndaleitar vegna undirbúnings deiliskipulags kynnt. »1. nóvember samþykktiborgarráð að kaupa Aust- urstræti 22 en 22. maí sl. Lækjargötu 2. »Borgarráð lagði framtillögu um nýtt deiliskipu- lag fyrir miðborgina en hún er byggð á hugmyndaleitinni 3. júlí sl. „TÍMI stóryrða og gífuryrða er lið- inn. Menn verða að horfa fram á veginn og skynsamt fólk þarf að setjast niður og leysa þessi vanda- mál,“ segir Ólafur Jóhann Ólafsson, nýr stjórnarformaður Geysis Green, spurður um REI-málið. Í viðtali við Morgunblaðið lýsir Ólafur Jóhann því meðal annars hvernig REI-málið horfi við honum. „Menn benda hver á annan og kenna öðrum um en ég held að mál sé að linni því þannig leysum við engan vanda,“ segir Ólafur Jóhann. „Mjög agressívir fjármálamenn komu inn í þennan geira og verklag þeirra var kannski ekki það ákjós- anlegasta miðað við aðstæður. Síð- an blandaðist pólitík saman við og úr þessu varð sprengja. Ég held að menn hafi gert hluti í fljótfærni og eftir það komst málið í hnút sem hefur hingað til virst erfitt að leysa. Einhverjir þurfa að toga í spottann til að leysa hnútinn en sumir hafa kannski forðast það því óneitanlega hafa þeir sem hafa komið nálægt málinu lent í ýmiss konar kröggum. Þess vegna hefur allt setið fast mánuðum saman og þessi orkugeiri lítið þróast,“ segir Ólafur Jóhann. Ólafur Jóhann segir að menn verði að hætta að finna blóraböggla og láta af því að velta sér upp úr því sem orðið er því fortíðinni breyti enginn. | 18 Morgunblaðið/Ómar Hætti Ólafur Jóhann segir að menn verði að hætta að finna blóraböggla. Tími gífuryrða er liðinn LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð- inu handtók á sjöunda tímanum í morgun karlmann eftir að hann lagði til annars manns með hnífi í miðborginni. Fórnarlambið særðist á hálsi en er ekki lífshættulega slas- að, að sögn lögreglu, og var flutt til aðhlynningar á slysadeild Landspít- ala. Hnífamaðurinn ógnaði fleira fólki úti á miðri götu og var þá og þegar kallað eftir aðstoð lögreglu. Maðurinn svaf úr sér vímuna í fangaklefa og beið yfirheyrslu þeg- ar Morgunblaðið fór í prentun. Annars var nóttin tíðindalítil að sögn lögreglu, aðeins um hefð- bundin verkefni að ræða, tengd skemmtunum og drykkjulátum. Ógnaði fólki með hnífi SAMTÖKIN Saving Iceland hafa komið upp mót- mælabúðum á Hellisheiði, skammt frá Hellis- heiðarvirkjun. Að sögn Miriam Rose, eins tals- manna samtakanna, hafa um 50 manns þegar komið sér fyrir í búðunum. Mótmælendurnir koma hvaðanæva úr heiminum, til að mynda frá Evrópu og Bandaríkjunum. Miriam segir margvíslegar mótmælaaðgerðir fyrirhugaðar og meðal annars verði stækkun Hellisheiðarvirkjunar tekin fyrir. Hún kveðst þó ekki geta tjáð sig um hvenær eða hvar mótmælin muni fara fram. Það eigi eftir að koma betur í ljós. Hún segir jafnframt að von sé á fleiri mótmæl- endum hingað til lands á næstunni. Náttúruverndarsinnar búa sig undir að mótmæla stóriðju í sumar Morgunblaðið/Frikki Mótmælabúðir Saving Iceland á Hellisheiði LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð- inu handtók tvo unglingspilta á föstu- dagskvöld sem grunaðir eru um að hafa ráðist á leigubílstjóra í Garðabæ aðfaranótt föstudags. Piltarnir, sem ekki hafa náð sjálfræðisaldri, börðu leigubílstjórann í andlitið og komust undan með þúsund krónur og farsíma bílstjórans. Eftir skýrslutöku var öðrum pilt- inum sleppt. Hann beið ekki boðanna heldur hélt þegar af stað niður í mið- borgina. Í verslun 10-11 í Austur- stræti veittu lögreglumenn honum at- hygli en að sögn varðstjóra var hann flóttalegur að sjá. Þegar pilturinn sá að lögreglumenn fylgdust með honum henti hann frá sér vörum sem hann hafði stungið inn á sig og reyndi að flýja. Lögreglumenn voru fljótir að ná honum en pilturinn veitti töluverða mótspyrnu og skallaði m.a. annan lög- reglumanninn í andlitið. Sá þurfti að leita aðhlynningar á slysadeild. Pilt- urinn er enn í haldi. andrikarl@mblis Látinn laus en hand- tekinn skömmu síðar Unglingspiltur grunaður um árás skallaði lögreglumann Í HNOTSKURN »Á innan við sólarhring hef-ur annar piltanna átt aðild að árás á leigubílstjóra, verið staðinn að búðarhnupli og ráð- ist á lögreglumann. »Að sögn lögreglu höf-uðborgarsvæðisins hafa piltarnir ekki náð 18 ára aldri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.