Morgunblaðið - 13.07.2008, Qupperneq 6
6 SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
KJARTAN L. Pálsson skrifaði
fyrstu greinina um Henson í
dagblaðið Tímann 1970 og
með fylgdi mynd af Jimmy
Greaves, sem var nýlega
genginn til liðs við West Ham
frá Tottenham, í Henson-
peysu.
„Ég var í viðskiptum á Eng-
landi og Greaves bjó í næsta
húsi við viðskiptamann minn,“
segir Halldór Einarsson. „Því
var kjörið að láta hann fara í
fyrstu flíkina.“
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
T
ÆKNIVÆDDASTA
fataframleiðslufyrirtæki
á Íslandi,“ stendur í
glugga hjá Henson í
Brautarholtinu ásamt
nokkrum öðrum upplýsingum um
starfsemina, en þess er ekki getið að
innan um framleiðsluna er eitt merk-
asta knattspyrnusafn landsins.
„Þetta er svona áhugamál sem byrj-
aði smátt en hefur orðið að góðum
bolta,“ segir Halldór Einarsson, eig-
andi Henson.
Um leið og inn í fyrirtækið er kom-
ið blasa við myndir úr knatt-
spyrnuheiminum. Í fyrra var Halldór
sæmdur heiðurskrossi Knattspyrnu-
sambands Íslands og við það tæki-
færi var tekin mynd af honum með
Michael Platini, forseta Knattspyrnu-
sambands Evrópu, UEFA, og Geir
Þorsteinssyni, formanni KSÍ. Hún
skipar veglegan sess á skrifstofunni
ásamt árituðum myndum, sem Hall-
dór teiknaði af annars vegar bras-
ilíska snillingnum Pele og hins vegar
goðunum Ásgeiri Sigurvinssyni og
Argentínumanninum Maradona.
Síminn hringir stöðugt, „geturðu
bjargað þessu fyrir helgi,“ og svarið
er alltaf það sama og það hefur verið í
nær 40 ár: „Ég redda þessu,“ segir
maðurinn, sem ætíð er í vinnunni en
hefur samt tíma til að gera ótrúleg-
ustu hluti. „Ég teikna og mála í frí-
stundum en svo fer ég líka í veiði og
golf auk þess sem ég reyni að fara á
alla leiki Vals og landsliðsins,“ segir
hann. „Svo er það söfnunaráráttan.“
Enn í mótun
Myndirnar á jarðhæðinni gefa tón-
inn og á efri hæðinni er safnið í rúm-
góðu herbergi. Ekki tilbúið og ekki
eins og Halldór hugsaði það í fyrstu
og þar sem farið er að þrengja að því
vegna aukinnar starfsemi í fram-
leiðslunni er það farið að dreifa úr sér
fram á lager. „Það er svo mikið að
gera í merkingunum og mottufram-
leiðslunni að ég get ekki réttlætt að
taka allt þetta rými undir áhuga-
málið. Því verð ég að láta minnka her-
bergið en þá verð ég bara að nota
veggplássið hinum megin.“
Halldór lék fótbolta um árabil með
Val og hefur tengst íþróttinni sterk-
um böndum. Hann hefur framleitt
íþróttabúninga á flesta íþróttamenn
landsins og erlend knattspyrnulið
hafa leikið í búningum frá Henson.
Hitt og þetta
„Þessi árátta, að halda upp á gaml-
ar minjar, hefur alltaf fylgt mér,“
segir hann og bætir við að fyrir um
það bil áratug hafi hann séð fyrir sér
safn sem tengdist fyrirtækinu. Hann
bendir á að á íþróttasafninu á Akra-
nesi séu margar flíkur sem Henson
hafi gert og segi mikla sögu, en þetta
safn sé persónulegra. Fyrst um sinn
verði það ekki opnað almenningi,
hvað sem síðar verði, en sem formað-
ur fulltrúaráðs Vals sé hann að vinna
að því að koma upp minjasafni félags-
ins með veglegum hætti að Hlíð-
arenda. „Þetta eru tvö óskyld mál en
af sama meiði,“ segir Halldór og vísar
til þess að í Valsheimilinu séu t.d.
hlutir sem tengjast Evrópuleikjum
Vals og Benfica, aðgöngumiðar, vegg-
spjöld, blaðaúrklippur, peningaseðlar
frá þeim tíma og skeyti. „Íslendingar
hafa farið mjög illa með minjar í
gegnum tíðina og til dæmis hefði
mátt geyma eins og einn miða-
söluskúr frá Melavellinum.“
Í safni Halldórs er fjöldi mynda,
úrklippur úr blöðum, viðurkenningar,
gamlir skór og boltar, eftirlíking af
Evrópubikarnum, fyrsta saumavél
Henson og fleira. Og saga á bak við
hvern einasta hlut.
Á einum veggnum er gjöf frá
Knattspyrnusambandi Ungverja-
lands til sir Stanley Matthew á 80 ára
afmæli hans. „Ég keypti þennan
platta af manni í Stoke. Stanley var
ein fyrsta súperstjarnan í enska bolt-
anum,“ segir Halldór dreyminn á svip
og bætir við að hann hafi víða leitað
fanga.
Stundum hafa frægir menn verið
fengnir til að afhenda verðlaun á
lokahófi íslenskra knattspyrnumanna
og segja sögur. Vera skemmtilegir.
„Einu sinni hafði ég milligöngu um að
fá Bobby Moore, fyrirliða heims-
meistaraliðs Englands 1966, í þetta
hlutverk. Hann var mjög reffilegur,
þakkaði mér fyrir boðið og afhenti
verðlaunin. En sagði engar sögur.“
Háðugleg útreið
Á einu horninu eru úrklippur sem
tengjast landsleik Íslands og Dan-
merkur 1955. Á einni segir að áhorf-
endur hafi verið 10.286 og íbúafjöldi
Reykjavíkur 57.865. Leikurinn tap-
aðist 4:0 og lítil athugasemd segir hug
eins áhorfanda:
„Herra ritstjóri. Fyrir alla muni
stuðlið að því að þessar knattspyrnu-
mannaheimsóknir hætti. Allt sem við
græðum á þeim er háðugleg útreið í
aðalleikjunum og ausandi rigning.
Knattspyrnufélögin eiga að bjóða
tveimur liðum heim á haustin – ensku
og ungversku – og láta þau eigast við.
Þá verður gaman, engin rigning og
engin háðung.“
Morgunblaðið/RAX
Gamalt og nýtt Fyrir skömmu hóf Henson framleiðslu á gúmmímottum með prentaðri áletrun á annarri hliðinni. Fyrsta mottan var gerð í tilefni mál-
verkasýningar Halldórs og þriggja annarra myndlistarmanna í tilefni goslokahátíðar í Eyjum, en framleiðslan tekur rými frá safninu.
Henson alltaf í boltanum
Árið 1997 Hópur þekktra knattspyrnumanna og stjóra á Englandi. Þar á meðal eru t.d. David Beckham, David
Platt, Alan Shearer og Dwight York. Á myndinni er Halldór í treyju númer 15. „Tony Stevens átti 50 ára afmæli og
15 þýðir að við höfðum þekkst í 15 ár,“ segir Halldór sem er þriðji frá hægri í efstu röð.
Vinur Mynd af Þóri Jónssyni, for-
manni Knattspyrnudeildar FH,
skipar sérstakan sess í safninu, en
Þórir lést í bílslysi 19. maí 2004.
„Þórir var einstakur maður, bjart-
sýnn og jákvæður, og mikill og góð-
ur félagi í knattspyrnunni.“
Eitt merkasta knattspyrnusafn Íslands uppi um alla veggi í fataframleiðslu-
fyrirtæki Halldórs Einarssonar Árátta að halda upp á gamlar minjar
„HÉRNA eru til dæmis fót-
spor George Best,“ segir
Halldór og hreyfir um 60 kg
steypustykki með áletrun
þess efnis að írski snilling-
urinn hafi opnað verslun í
Belfast 1993.
„Ég fékk hann til að leika
með Val á móti Manchester
United 1982 í Reykjavík og á
Akureyri og í kjölfarið sendi
hann mér bókina sína. Þessar
minningar sýna ágrip af hans
ferli.“
HALLDÓR Einarsson var beð-
inn um að útvega treyjur
vegna fyrsta fótboltaleiksins í
Írak eftir innrásina 2003 og
svaraði kallinu eins og öðru,
en myndir frá leiknum eru á
einum veggnum í húsnæði
Henson.
„Mér brá þegar ég sá mynd-
irnar,“ segir Halldór og vísar
til skriðdreka í baksýn.
HALLDÓR Einarsson hefur
komið víða við á löngum ferli
og fyrir rúmlega aldarfjórð-
ungi eða 1982 var hann heið-
ursgestur á leik West Ham og
Liverpool í London. Sérstakt
skjal er til vitnis um það og
áritaðar myndir leikmanna.
„Þetta er svolítið sérstakt,
eitt af þessum skemmtilegu
momentum,“ segir hann og
bendir á að tengingin sé ekki
síður skemmtileg nú með
Björgólf Guðmundsson sem
eiganda West Ham.
Jimmy Greaves
í fyrstu flíkinni
Í fótspor Írans
George Best
Henson í miðju
Íraksstríðinu
Skemmtilegar
minningar