Morgunblaðið - 13.07.2008, Síða 10

Morgunblaðið - 13.07.2008, Síða 10
Eftir Oddnýju Helgadóttur oddnyh@mbl.is V ersnandi efnahagsástand, hækkandi eldsneytisverð og yfirvofandi atvinnuleysi eru á allra vörum. Enn er ekki útséð um hversu mikil áhrif þessa verða hér á landi, en væntingar al- mennings hafa breyst með afgerandi hætti undanfarna mánuði. Væntinga- vísitala Gallup sýnir að fyrir réttu ári horfðu nærri þrír af hverjum fjórum Íslendingum björt- um augum til framtíðar. Nú eru umtalsvert fleiri neikvæðir en jákvæðir. Þótt ástandið sé ef til vill ekki jafn slæmt og neikvæðustu raddir ætla, er ljóst að blikur eru á lofti og nokkrir erfiðleikar og breytingar fram- undan. Sumir þykjast þó sjá glitta í viss tækifæri í niðursveiflunni. Þannig hefur því verið haldið fram að samdráttur geri það að verkum að fólk tileinki sér umhverfisvænni ferðamáta, dragi úr óhóflegri neyslu og setjist aftur á skólabekk. Þá er stundum sagt að listir og menning séu upp á sitt besta þegar sverfur að. Eiga þessi sjónarmið rétt á sér eða eru þau órökstuddar klisjur? Umhverfisvænni ferðmáti? Fulltrúar frá öllum olíufyrirtækjum segja að sala á bensíni hafi annað hvort dregist saman, eða að árstíðabundin söluhækkun hafi ekki orðið eins og undanfarin ár. „Fólk virðist vanda sig betur við að nota bíl- ana sína,“ segir Hrönn Ingólfsdóttir, fram- kvæmdastjóri Orkunnar. „Það hefur dregið úr daglegri notkun bíla innanbæjar, en fólk ferðast áfram um landið,“ segir Már Erlingsson, rekstr- arstjóri Skeljungs. Magnús Ásgeirsson, inn- kaupastjóri eldsneytis hjá N1, segir sölu hafa dregist saman hjá sínu fyrirtæki eins og öllum öðrum. „Samdráttur í sölu einskorðast þó ekki við bensín, heldur speglar hann alla neyslu í samfélaginu.“ Ætla mætti að fólk nýtti sér frekar almenn- ingssamgöngur við þessar aðstæður. Svo virðist þó ekki vera, a.m.k ekki ennþá. „Við höfum ekki orðið vör við að farþegum hjá okkur fjölgi, því miður. En við hvetjum alla til að taka strætó,“ segir Reynir Jónsson, fram- kvæmdastjóri Strætó. „Við höfum getið okkur þess til að fólk sem hefur þegar fjárfest í dýrum bílum breyti ekki venjum sínum svo glatt. Marg- ir vonuðu að bensínverð lækkaði aftur. Enn bendir fátt til þess og nú er farið að reyna á þol- rifin. Það kemur í ljós á næstunni hvort það skil- ar sér í fjölgun hjá okkur. Yfirleitt tekur þó lengri tíma en nokkra mánuði að breyta hegð- unarmynstri fólks.“ Aðrir kostir en strætó virðast frekar eiga upp á pallborðið hjá fólki. Bragi Þór Valsson, fram- kvæmdastjóri Perlukafarans, sem flytur inn raf- magnsbíla, segist finna fyrir miklum áhuga. „Í hvert sinn sem bensínverð hækkar fjölgar fyr- irspurnum hjá okkur. Það er fyrst og fremst hækkandi rekstrarkostnaður við venjulega bíla sem ýtir fólki af stað að skoða aðra möguleika, en umhverfissjónarmið hafa líka sitt að segja.“ Gunnar Hansson leikari, sem flytur inn vesp- ur, tekur í sama streng. „Það er ekkert lát á sölu hjá mér. Flestir viðskiptavinir mínir tala um að eldsneytiskostnaður sé orðinn þungur baggi og vilja þess vegna skipta út einkabílnum.“ Birgir Þór Halldórsson hefur í þrjú ár haldið úti heimasíðunni Samferða, þar sem fólk getur leitað að farþegum eða fari á ákveðna staði, og deilt bensínkostnaði. „Þetta gekk hægt fyrst um sinn en síðustu mánuði hefur gengið glimrandi vel,“ segir hann. „Ég held að aukningin tengist fyrst og fremst bensínverði, þótt vitund um um- hverfið spili líka inn í.“ Hóflegri neysla? Ellý Katrín Guðmundsdóttir, sviðstýra um- hverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar, Með kreppuna í kollinum Stundum er sagt að ekkert sé svo með öllu illt að ekki að ekki boði nokkuð gott. Á það líka við um samdrátt og efna- hagsörðugleika, sem valda flestum áhyggjum? Sumir sjá samdráttartímabil sem tæki- færi til að endurskoða lífs- hætti og draga úr óhóflegri neyslu. sóknarseturs verslunarinnar á Bifröst að Ís- lendingar virðast vera að spara og halda í við sig, a.m.k. miðað við sama tíma í fyrra. Nokkur samdráttur hefur orðið á flestum sviðum smá- vöruverslunar. Efnahagsörðugleikar leiða ekki sjálfkrafa til breyttra lifnaðarhátta. Kanadískar kannanir sýna t.d. að þótt fólk sé svartsýnt og óttaslegið sparar það ekki meira en áður. Þvert á móti hef- ur umframeyðsla enn aukist. Þarlendir sérfræð- ingar velta því fyrir sér hvort þær kynslóðir sem nú eru upp á sitt besta kunni einfaldlega ekki að spara. Umhverfissinnar, sem leggja mikið upp úr nýtni og sparneytni, og eldri borg- arar sem muna tímana tvenna virðast vera helst undantekningin frá þessu. Fleiri á skólabekk? Í gegnum tíðina hefur fólk gjarnan sest á skólabekk þegar kreppa ríður yfir. Mennt- unarstig þjóðarinnar hefur því hækkað þegar hart er í ári. Háskóli Íslands hefur enn ekki lokið við að fara yfir umsóknir fyrir næsta ár, en Jón Örn Guðbjartsson, markaðs- og samskiptastjóri skólans, segir umsóknir fleiri en nokkru sinni. Sama gildi í öðrum skólum. Hann fer þó varlega í að álykta um hvað valdi þessum mikla áhuga. „Það er erfitt að meta hvort efnahagur hefur áhrif á aðsókn hjá okkur, a.m.k. enn sem komið er. Samkeppni og auglýsingar frá skólunum gætu líka haft nokkuð að segja.“ Hann bendir á að háskólar á Íslandi hafi aug- lýst svo mikið undanfarna mánuði að athygli hafi vakið. „Það má líka gera sér í hugarlund að áhrif samdráttar á háskólanám sé ekki bara á einn veg. Sumir fara kannski frekar í framhaldsnám en beint út á vinnumarkað. Eins má þó ímynda sér að þeir sem komnir eru á vinnumarkaðinn séu tregari til að hverfa frá starfi og hefja nám,“ segir Jón Örn. Samdráttur og efnahagsörðugleikareru nú viðfangsefni fjölmargra frétta og fyrirsagnir dagblaðanna eru fæstar uppörvandi. Við þessar aðstæður læðist ótti að flest- um, jafnvel þeim sem ekki hafa sérstaka ástæðu til að skelfast. Þá getur verið gott að hafa það hugfast að fjölmiðlar halda því gjarnan á lofti sem verst og neikvæðast er hverju sinni; því það er oftast fréttnæmast líka. Í nýlegri grein í tímaritinu Time er sagt frá rannsóknum sagnfræðingsins Lendol Calder. Hann hefur farið yfir fyr- irsagnir bandarískra dagblaða um árabil og komist að því að þær slá yfirleitt mjög Vondar fréttir og verri fréttir neikvæðan tónn, umfram það sem tilefni er til. Vonandi á það sama við á Íslandi núna. Eftirfarandi fyrirsagnir hafa t.d. birst í dagblöðum undanfarnar vikur:  Erfiðara að selja fiskinn  Fara kennarar í haust?  Öryggi barna ógnað af fíklum  Kvíða kreppu og finnst allt hækka nema launin  Verðbólgan stærsti vandinn víða um heim  Spyrja um öryggi sparifjár  Erfiðara að tryggja og verkin tefjast  Þúsundir án atvinnu  Lyfin hækkað mikið í verði 10 SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ tekur undir að sparnaður og umhverfisvernd fari vel saman. „Það er iðulega svo að það sem er gott fyrir umhverfið er líka gott fyrir budd- una og heilsuna. T.d. hafa stórir bensínhákar minna aðdráttarafl nú þegar eldsneytisverð hækkar. Fólk kaupir þá frekar neyslugrennri bíla, gengur eða hjólar. Það er hagkvæmara fyr- ir alla þegar til lengri tíma er litið.“ Ellý bendir einnig á að kannski gefi samdrátt- artímabil tilefni til að endurskoða neyslu, sem ekki er sjálfbær þegar til lengri tíma er litið. Mikil sóun tíðkast í flestum vestrænum sam- félögum, t.d. á mat. Bresk stjórnvöld gáfu ný- verið út skýrslu þar sem kemur fram að Bretar henda meira en fjórum milljónum tonna af neysluhæfum mat ár hvert. Áætlaður er að þetta kosti hvert breskt heimili nær 63.000 kr. á hverju ári. Fátt speglar neyslu betur en rusl og úrgang- ur. Magn bylgjupappa gefur t.d. góða vísbend- ingu um hreyfingu vöru á lagerum. Miðað við upplýsingar frá Sorpu virðast neysluvenjur Ís- lendinga enn ekki hafa breyst mikið. „Við fylgjumst náið með þessu, og þegar við fórum yfir tölur frá júní þessa árs kom í ljós að það hefur lítið sem ekkert breyst,“ segir Ragna Halldórsdóttir, deildarstjóri gæða og þjónustu hjá Sorpu. „Við áttum von á einhverjum breyt- ingum, en það var enginn samdráttur sem vakti athygli.“ Sömu sögu er að segja af Góða hirðinum, nytjamarkaði Sorpu. „Við bjuggumst hálft í hvoru við því að fólk losaði sig síður við nothæfa hluti núna, en það virðist ekki vera,“ segir Anna Jakobsdóttir, verslunarstjóri Góða hirðisins. „Það er helst að við höfum tekið eftir því að við- skiptavinum fjölgi, og ef til vill er það vísbend- ing um að fólk vilji spara og endurnýta,“ segir hún. Þótt sorp minnki ekki sýna kannanir Rann-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.