Morgunblaðið - 13.07.2008, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 2008 15
»Ég leit á þessi gögn sem mínpersónulegu skjöl.
Guðmundur Þóroddsson , fyrrverandi for-
stjóri Orkuveitu Reykjavíkur, fjarlægði
skömmu áður en hann lét af störfum sem
forstjóri gögn tíu ár aftur í tímann Guð-
mundur kveðst ætla að skila gögnunum
eftir helgi.
»Bíllinn varð ekki stöðvaður ítæka tíð enda lyfti hann öll-
um hjólum og lék jafnvægis-
kúnstir á ávölum steininum eins
og drukkinn trúður.
Dagur Gunnarsson gerði Bílaleigu Húsa-
víkur þann greiða að flytja nýyfirfarinn
Daihatsu til Reykjavíkur.
»Góðu heilli eigum við vel tilmögru áranna.
Atvinnuleysistryggingarsjóður fitnaði vel
í góðærinu, að sögn Gissurar Péturs-
sonar , forstjóra Vinnumálastofnunar.
» Þetta þýðir það að þetta málmun flækjast fyrir í sam-
skiptum Íslands við Evrópusam-
bandið og skapa óþarfa vinnu
fyrir íslenska diplómata.
Árni Finnson , formaður Náttúruvernd-
arsamtaka Íslands, sagði þetta um and-
stöðu Evrópusambandsins við hvalveiðar
Íslendinga í samtali við mbl.is.
»Ég missti alla trú á verðlaun-unum yfirleitt.
Safnastjóri Safnasafnsins á Svalbarðs-
strönd, Níels Hafstein , hefur afþakkað að
safnið verið tilnefnt til Íslensku safn-
averðlaunanna.
»Fegursta rósin vex oft ímesta skítnum.
Guðmundur Oddur „Goddur“ Magnússon ,
um veggjakrot í miðborginni.
» Þetta er ekki spurning umhvort ég yrði drepinn, heldur
hvernig.
Paul Ramses , aðspurður hvað bíði hans
fari það svo að hann verði sendur aftur til
Kenýa.
» Þarna er þetta gert í bútumtil að það þurfi ekki að fara í
umhverfismat.
Stefán Sigurðsson , íbúi á Kársnesinu í
Kópavogi, er síður en svo sáttur við tillögu
að nýju skipulagi á nesinu.
Ummæli vikunnar
Gómaður Kvíga nælir sér í ungan hlaupara í lok fimmta nautahlaups San
Fermin hátíðarinnar í Pamplona á Spáni, sem fram fór í vikunni.
á væntanlegt gengi frambjóðenda.
Og líklegt er að McCain eigi auðveld-
ara en Obama með að ná til sumra
fjölmennra samfélagshópa, ekki síst
hvítra, tekjulágra verkamanna,
mörgum þeirra finnst að Obama sé
yfirlætislegur menntamaður sem
skilji þá ekki.
Eitt getur orðið McCain að falli:
aldurinn, hann verður 72 ára í ágúst.
En hann virðist vera við góða heilsu,
ber þess að vísu enn merki að hann
var pyntaður þegar hann var fangi
Norður-Víetnama, síðan getur hann
ekki lyft handleggjunum upp fyrir
axlir. Hann var skorinn upp við húð-
krabbameini fyrir nokkrum árum en
segist hafa náð sér að fullu. Einnig
minnir McCain á að hann sé af seigu
fólki kominn. Móðir hans er rösklega
níræð og hefur komið fram á kosn-
ingafundum hans, hún er svo spræk
að nýlega var hún tekin fyrir of hrað-
an akstur.
Áhyggjur af varaforsetaefni
En mörgum finnst þó blasa við að
val frambjóðandans á varafor-
setaefni geti skipt miklu; McCain
gæti dáið í embætti. Stundum hafa
forsetaefni þótt sýna ábyrgðarleysi
við þetta val. Spiro Agnew, varafor-
seti Nixons, varð að hrökklast úr
embætti vegna fjársvika. George
H.W. Bush, faðir núverandi forseta,
valdi Dan Quayle sem var aðhláturs-
efni allan sinn feril í Hvíta húsinu
vegna einfeldningsháttar.
Fari svo að efnahagsumrót og
jafnvel kreppa verði mál málanna í
nóvember, eins og margir spá nú, er
erfitt að sjá fyrir hver viðbrögð kjós-
enda verða. Margir munu vafalaust
fyllast hefndarþorsta og kenna repú-
blikunum um ástandið, tími sé kom-
inn til að leyfa öðrum flokki að kom-
ast að. En þá verður að hafa í huga að
Bandaríkjamenn eru fyrst og fremst
að kjósa einstakling þegar þeir kjósa
forseta, ekki flokk. Og verði óvissan
og angistin mikil gætu einhverjir velt
fyrir sér hvort rétt sé að taka áhætt-
una og láta nær óreyndan mann eins
og Obama stýra skútunni í gegnum
brimskaflana. Þeir gætu farið að
íhuga hvort heppilegra sé að skip-
stjórinn sé reyndur jaxl sem flestir
vita hvar þeir hafa, nefnilega McCa-
in. Ellin og silfurhárin gætu þá eftir
allt komið honum að gagni.
Obama er að mörgu leyti óþekkt
stærð í augum margra Bandaríkja-
manna, ferill hans í landsmálum
spannar aðeins nokkur ár en McCain
hefur í reynd verið landsþekktur í
meira en aldarfjórðung. Talið var til
skamms tíma að repúblikanar myndu
einkum beita þeirri aðferð að reyna
að koma því inn hjá kjósendum að
Obama væri stórhættulegur vinstri-
maður enda öflugt vopn í forsetaslag,
vopn sem gæti bitið þegar barist er
um miðjufylgið. Þótt mun fleiri kjós-
endur segist nú styðja demókrata en
repúblikana eru vinstrimenn [libe-
rals á amerískri ensku] aðeins liðlega
fimmtungur kjósenda. Mun fleiri
kalla sig íhaldsmenn.
Skiptir hörundslitur máli?
Pólitískir loftfimleikar Obama síð-
ustu vikurnar í sókninni inn á miðju
gætu reynst honum varasamir, repú-
blikanar gætu sagt að enginn viti
hvaða skoðun maðurinn hafi í reynd.
Hann sé eins og vindhani. En þá má
ekki gleyma að McCain hefur líka
breytt mjög ýmsum áherslum sínum,
vafalaust til að tryggja sér stuðning
kjarnans í flokknum sem hann óttast
að muni sitja heima. Og sumir kjós-
endur gætu líka sagt að þeir séu bún-
ir að fá nóg af leiðtogum eins og Bush
sem aldrei skipti um skoðun þótt
staðreyndir breytist. Meiri sveigj-
anleiki og jafnvel slatti af hentistefnu
séu ef til vill betra veganesti inn í
Hvíta húsið.
Nýtur McCain þess að vera hvít-
ur? Hann er ekki líklegur til beita læ-
víslegum brögðum, nota t.d. sakleys-
islegt orðalag sem kveikir á
ósjálfráðum kenndum og fordómum
meðal hvítra gagnvart svörtum. En
ekkert getur breytt því að hann er
hvítur karl. Hann er þess vegna auð-
veldari kostur en Obama fyrir marga
hvíta þótt þeir viðurkenni ekki op-
inberlega fordóma sína. Kynþátta-
fordómar leika nú minna hlutverk í
bandarískum stjórnmálum en
nokkru sinni fyrr. En þeir eru ekki
horfnir þótt þeir séu vafalaust mun
áhrifaminni vestra en í mörgum Evr-
ópuríkjum.
Stangarhyl 5, sími 567 0765
Ítarlegar upplýsingar um
eignirnar á www.motas.is
Skipalón 16-20 á Hvaleyrarholti
2ja, 3ja og 4ra herbergja íbúðir
á frábærum stað.
www.motas.is
Sími 565 5522 | www.fasteignastofan.is
Bókið skoðun hjá Ívari í síma 861 2928ÍSL
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
M
O
T
42
82
6
07
.2
00
8
Söluaðili:
Glæsilegar íbúðir
HvaleyrarholtiSkipalón
• Tvennar svalir, bæði út úr eldhúsi og stofu.
Ótrúlegt útsýni.
• Stórar stofur.Tvö baðherbergi, baðherbergi
inn af hjónaherbergi.
• Amerískur ísskápur, kvörn í vaski og
uppþvottavél fylgja.
• Granít á borðum og sólbekkjum.
• Arinn og 2 stæði í bílageymslu með stærstu
íbúðunum.
• 80 m2 salur í sameign fylgir (afmæli og
minniháttar tilefni).
• Þvottastæði í bílageymslu.
• Golfvöllur í göngufæri.
Verðdæmi:
• 2ja herb. m/ bílskýli
frá 18.500.000 kr.
• 3ja herb. m/ bílskýli
frá 24.500.000 kr.
• 4ra herb. m/ bílskýli
frá 29.000.000 kr.
Berið saman verð og gæði
fyrir 50 ára og eldri