Morgunblaðið - 13.07.2008, Qupperneq 20
20 SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Guðný Ég og Halldór,maðurinn minn,
kynntumst þegar við komum bæði að
gerð myndar Ágústs Guðmunds-
sonar, Gullsandi. Þá sá hann um leik-
myndina og ég var framleiðandi. Við
tókum saman og eignuðumst síðan
Dóra. Það fyrsta sem ég sá við hann
er, að hann yrði áhyggjufullur mað-
ur. Hann hafði djúpar og miklar
áhyggjuhrukkur á andlitinu og í dag
er hann áhyggjufullur, eins og flestir
ungir menn.
Það fór alltaf lítið fyrir honum og
hann var þægilegt og rólegt barn.
Hann ólst upp í Mosfellsdalnum, rétt
hjá bæði ömmu sinni og afa og systur
minni, umlukinn fjölskyldu. Systir
mín á þrjú börn og voru þau fjögur
alveg eins og systkini. Hann var líka
mikið heima hjá ömmu sinni og afa
þegar hann var lítill. Ég tók þá
ákvörðun að vinna heima, til að geta
haft hann hjá mér, en honum tók að
leiðast það að vera einn í sveitinni
með mér þegar á leið, svo þá lét ég
það eftir honum að senda hann hálf-
an daginn á leikskóla.
Ekki týpískt sveitabarn
Hann var ekki mikill sveitastrákur
í sér. Þegar ég ólst upp, þá var ég
alltaf úti að leika mér, á hestbaki eða
að dunda mér við eitthvað. Ég reyndi
mikið að fá Dóra til að byggja kofa og
fara að veiða með honum, ég sendi
hann líka á reiðnámskeið, en hann
var bara pirraður á því. Ég veit ekki
hvort það var heyofnæminu að
kenna, en hann hafði bara engan
áhuga á því að vera íslenskt sveita-
barn.
Hann las heldur ekki voðalega
mikið, alveg eins og mörg önnur börn
af sömu kynslóð, heldur horfði hann
á sjónvarpið. Og í dag nýtist mér það
ágætlega, að hann er miklu meira
inni í kvikmyndaheiminum en ég.
Hann veit hverjir allir leikarar eru og
er eins konar uppflettirit.
Við héldum bókum afa hans ekkert
sérstaklega að honum, heldur gerði
hann það sem hann sjálfur vildi. Við
höfum ekkert verið að ota því, sem
einn fjölskyldumeðlimur hefur gert,
að öllum hinum. Núna held ég að
hann lesi aðeins meira, alla vega
helstu núlifandi, íslensku rithöfund-
ana og líka bækur afa síns. Ég var
hins vegar áfram um að hann færi í
tónlistarnám og hann var í skóla-
hljómsveit í um átta ár. Fyrst lærði
hann á blokkflautu, svo klarinett og í
lokin á saxófón. Það gat verið heil-
mikill barningur að fá hann til að æfa
sig, en hann hafði bara gott af því.
Handjárnaður á leið til Írlands
Við ferðuðumst mikið saman, bæði
innan lands og utan, þar til hann var
um þrettán ára. Þá var ekki lengur
jafnspennandi að fara út á land með
mömmu og pabba. Eitt sinn, þegar
hann var átta eða níu ára, fórum við
til Írlands að sækja heim gamlan
kennara minn, sem ætlaði að lesa fyr-
ir mig handrit. Við komum við í
London og þar keypti Dóri sér hand-
járn, sem voru mjög raunveruleg og
ekki beinlínis það sem maður myndi
kalla leikfang. Á leiðinni til Írlands
handjárnaði hann svo sjálfan sig.
Eftir skamma stund kom svo í ljós að
honum hafði tekist að týna lyklinum
að þeim og þá voru góð ráð dýr, svo
harðger voru handjárnin. Það fór svo
að hann þurfti að vera handjárnaður
í heilan sólarhring, en þá komumst
við loksins í járnklippur hjá ná-
granna kennarans míns. En hann lét
sig hafa það og lék sér handjárnaður
við hundana á bænum. Ég held samt
að hann hafi aldrei aftur langað í
handjárn, svo það var ágætt að hann
öðlaðist þessa reynslu snemma.
Ég sá snemma að það var vel hægt
að treysta honum, án þess að það
endaði í einhverri vitleysu. Því urð-
um við snemma góðir félagar, frekar
en strangir uppalendur. Og það virð-
ist hafa tekist vel til, hann hefur alla
vega haldið sig frá öllu rugli hingað
til. Hann er líka mjög líkur for-
eldrum sínum. Fljótur að hugsa eins
og pabbi hans og ég og hann höfum
mjög svipaðan húmor. Dóri er líka
skapmikill, en fær það líklegast frá
okkur báðum. Helsti gallinn hans er
að alltaf þegar ég bið hann um eitt-
hvað segir hann nei og að það sé ekki
hægt. Samt er það vel hægt og hann
gerir það líka á endanum. Reyndar
er hann auðvitað tímabundinn, eins
og er með flest ungt fólk í dag og
hann getur ekki alltaf verið að snúast
í kringum mömmu sína. Hann er
rosalega góður vinur og það gleður
mig hvað hann er ljúfur við báðar
ömmur sínar og ræðinn við eldra
fólk.
Mér datt aldrei í hug að hann
myndi fara að skrifa. Hann sýndi
enga tilburði til þess, fyrr en hann
Ég er enginn Emil í K
Mæðginin Guðný og Dóri eru lík, bæði í útliti og að
innræti. Þau eru ekki alltaf sammála um hlutina, en
skemmta sér samt vel saman og eru góðir félagar.
Guðný Hrafnkelsdóttir ræddi við þau.
Guðný Halldórsdóttir fæddist 23. janúar árið 1954, dóttir Auðar Sveins-
dóttur og Halldórs Laxness. Hún gekk í Menntaskólann við Tjörnina og
lærði síðan kvikmyndagerð við London International Film School. Því
námi lauk hún 1981. Guðný hefur fengist við framleiðslu og handritagerð
auk leikstjórnar. Kvikmynd hennar Ungfrúin góða og húsið, eftir sam-
nefndri smásögu föður hennar, Halldórs Laxness, hlaut Edduverðlaun sem
besta kvikmynd ársins 1999. Nýjasta mynd hennar, Veðramót, var tilnefnd
til ellefu Edduverðlauna í fyrra en hlaut þó aðeins ein, fyrir besta leikara í
aukahlutverki. Skömmu síðar hlaut hún Íslensku bjartsýnisverðlaunin.
Auk kvikmynda hefur hún tvisvar leikstýrt Áramótaskaupinu.
Halldór Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA, fæddist 16. maí árið
1985. Foreldrar hans eru kvikmyndagerðarfólkið Guðný Halldórsdóttir og
Halldór Þorgeirsson. Hann útskrifaðist frá Menntaskólanum í Hamrahlíð
og hefur komið víða við síðan þá. Hann var meðlimur í rappsveitinni Bæj-
arins bestu og hefur verið gestarappari hjá ýmsum listamönnum. Hann var
einn umsjónarmanna þáttarins Tívolí á sjónvarpsstöðinni Sirkús, var með
útvarpsþáttinn Blautt malbik á X-inu og starfaði sem blaðamaður hjá DV.
Þrátt fyrir miklar annir hefur hann þó haft tíma fyrir háskólanám og var
um tíma í bókmenntafræði við Háskóla Íslands og næsta haust hyggur
hann á fræði og framkvæmd við Listaháskóla Íslands.