Morgunblaðið - 13.07.2008, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 13.07.2008, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 2008 33 mínum í skilning um að það stæði ekki í mér heldur væri ég með hvítlauk ofan í lunganu. Þeir horfðu ráðþrota á mig. Ljóst var orðið að ekki dugði að berja aðskotahlutinn upp úr lung- anu. Skotið var á ráðstefnu í eld- húsinu. Búið var að loka lækna- vaktinni og því ákvað ég að taka hitalækkandi lyf og reyna að sofna og vita hvort líkaminn gæti sjálfur með þessum ákafa hósta losað upp hvítlaukinn. Þegar ég lagðist út af heyrðist við hvern andardrátt minn suðandi hljóð og stundum mjög uggvænlegt blísturshljóð. Næsta morgun hafði ég vaxandi verk í hægra lunga, suðið og blístr- ið hafði ágerst og ég var miklu lasnari en daginn áður. Ég fór til læknis síðar þennan dag. Hann hlustaði mig. „Þú ert með talsverða lungnabólgu, þú þarft að fá sýklalyf,“ sagði lækn- irinn. Það kom á hann furðusvipur þegar ég sagði honum frá hvítlauk- num og hann gaf mér hornauga um leið og hann skrifaði upp á sýkla- lyfið. Með tilliti til sögu minnar ráðlagði læknirinn mér að liggja á vinstri hliðinni svo hvítlaukurinn ætti hægara með að komast upp úr lunganu. Ég fór heim með sýklalyfið og lagðist á vinstri hliðina. Morguninn eftir var andardráttur minn orðinn eins og nútímatónlist – leikin á lungnapípur, eins og einn aðstand- andi minn orðaði það svo fag- urlega. Sá áleit að ég ætti heima á bráðavaktinni. Þangað komin sat ég síhóstandi með takverk í gegn- um mig og horfði á fjölda manns fara inn og koma svo út. Ég kvart- aði um súrefnisskort vegna hvít- lauksins í lunganu og áræddi tvisv- Um daginn var hálft hvít-lauksrif veitt upp úrhægra lunganu á mér. „Hvernig má þetta vera?“ spyr kannski einhver í forundran – það er nú saga að segja frá því. Þannig var að ég fór til útlanda í sumarfrí. Eftir rösklega viku suð- rænt sólbað breiddu sumarleyfis- dagarnir heima úr sér eins og perluband í huga mér. En það fer ekki allt eins og ætl- að er. Ég veiktist í flugvélinni, fékk hitavott, ræmu fyrir brjóstið, byrj- andi bronkítis samkvæmt reynsl- unni. Ég ákvað að reyna að kæfa þessi veikindi án þess að fá pens- ilín og taka hvítlauk sem stundum drepur veirusýkingar. Ég dróst því að áliðnu kvöldi fram í eldhús og hóf að skera niður hvítlauk. En af því að ég var lasin og slæpt þá urðu bitarnir sem ég skar nokkuð stórir. Ég setti þá í matskeið og fékk mér appels- ínudjús með. Til allrar ógæfu fékk ég ákaft hóstakast áður en mér tókst að renna þessu sómasamlega niður. Einn bitinn barst upp með djúsn- um upp í nefholið en villtist af leið og fór niður í lunga í staðinn fyrir maga. Ég fann strax að eitthvað mjög óvenjulegt hafði gerst. Ég kallaði á hjálp og fljótlega komu heimilismenn og börðu á bakið á mér þar sem ég lá kveinandi fram á eldhúsborðið. Loks gat ég milli hóstakasta komið hjálparmönnum ar að spyrja hvort ekki færi að koma að mér – svo var ekki. En það var hlaupin í mig þrjóska og ég beið og beið. Svo mjög var loks af mér dregið að ég var farin að hugsa um himnaríki – þar áttu þó alla vega þeir síðustu að verða fyrstir. En áður en ég kæmist nú þangað var kallað á mig inn. Þá voru liðnar fjórar klukkustundir frá því ég kom á staðinn og komið framundir miðnætti. Því miður var lungnalæknirinn nýfarinn en annar læknir sendi mig í röntgenmynd og síðan í CD-mynd. Þá varð ljóst að hálfa hvítlauksrifið sæti nokkuð langt niðri í hægra lunganu og þar væri vaxandi bólga. Svo borgaði ég 12.500 kr. og var send heim. Meðaumkvunarfulllur læknir Árla morguns daginn eftir var hins vegar hringt og mér sagt að ég ætti að mæta fastandi í lungna- speglun morguninn þar á eftir. Ég þakkaði fyrir milli hóstakastanna. Um kvöldið leið mér orðið svo illa að ég taldi hættu á að ég myndi ekki lifa það að komast í lungna- speglunina fyrirhuguðu og ákvað því að fara aftur upp á bráðavakt- ina. Þá brá svo við að mér var hleypt strax inn og við mér tók yndislega hlýlegur hjúkrunarfræð- ingur sem ég rakti raunir mínar fyrir, lágri röddu. Mér var orðið tregt tungu að hræra fyrir hósta, suði og blístri. Hjúkrunarfræðing- urinn fullvissaði mig um að ég myndi lifa það að komast í spegl- unina og hana myndi ég líka lifa af. Um það efaðist ég hins vegar mjög. Síðan lá ég á vinstri hliðinni og hóstaði í sífellu þar til klukkan þrjú um nóttina að inn kom læknir. „Við höldum að þú sért nú ekki í bráðri lífshættu svo við erum að hugsa um að senda þig heim,“ sagði sá hressilegi maður glaðlegri röddu. En þá var mér allri lokið. Ég fór að gráta og bauðst til að liggja inni í þvotthúsi og þess vegna á klósettinu – bara ef ég fengi að vera í námunda við hjúkr- unarlið þangað til ég kæmist í lungnaspeglunina morguninn eftir. „Ef þetta snýst um að ég borgi aðgerðina þá geri ég það auðvitað, en mig langar svo til að lifa að ég bið þig að leyfa mér að vera hérna svo ég geti kallað á ykkur ef mér finnst ég var að kafna,“ hvíslaði ég lágum bænarrómi. Læknirinn hressilegi hrærðist til meðaumkv- unar og leyfði mér að vera. Hann meira að segja sá til þess að ég komst í rúm með góðri geimfara- dýnu og inn í stórt rými, stúkað af með hvítum lökum. Örþreytt sofn- aði ég í þessu öryggi. Morguninn eftir fór ég að tygja mig til brottferðar. Svo fór ég fram og þakkaði hátíðlega fyrir að hafa fengið að liggja þarna um nóttina og kvaddi. „Hvert ertu þú eiginlega að fara?“ sagði hjúkrunarfræðing- urinn. „Nú, upp í aðgerðina, ég samdi við lækninn í nótt um að borga hana sjálf,“ svaraði ég. „Þetta er er nú eitthvað skrítið,“ sagði hjúkrunarfræðingurinn og bannaði mér að yfirgefa svæðið meðan hún færi inn í vakt- herbergið til að hringja. Svo kom hún fram: „Farðu aftur úr föt- unum og í spítalafötin, þú ferð auð- vitað upp í rúmi, þér verða gefin sterk lyf og svo þarftu sennilega að fá sýklalyf í æð á eftir,“ sagði hún. „Ég set fötin hennar inn í skápinn hennar,“ bætti hjúkr- unarfræðingurinn við, talandi við dóttur mína sem mætt var mér til halds og trausts. Aðgerðina var ekki beint þægi- leg en lungnalækninum tókst fim- lega að veiða með breiðri slöngu hvítlauksrifið upp úr lunganu á mér og líka bólguþrymla sem fest höfðu sig neðar í lunganu. Þessar aðgerðir sáust á skjá sem við- staddir störðu áhugasamir á, en ég lokaði augunum uppdópuð og hugsaði um lygnt stöðuvatn langt upp í landi. Það var satt að segja næstum ofurmannleg raun að hósta ekki meðan á öllu þessu stóð, en það mátti ég alls ekki gera. Loks var þetta afstaðið. Hvít- lauksrifið var með trefjum á end- anum og hefði aldrei farið úr lung- anu af sjálfsdáðun. Læknirinn sagði mér að hann hefði fengist við lungnaspeglanir frá árinu 1982. Á þeim tíma hefði hann aðeins fjar- lægt innan við tíu aðskotahluti úr lungum – og aldrei fyrr hvítlauk. Mér var ekið niður til fata minna og haldið inni í sólarhring og fékk sýklalyf í æð þrisvar sinn- um áður en ég fékk að fara heim með lyfseðil upp á frekari sýkla- lyfjagjöf. Almennt gerir fólk sér, held ég, enga grein fyrir hve mikil forrétt- indi það eru að geta andað al- mennilega. Ég þandi út lungun og það kom enginn verkur og ekkert blísturshljóð heyrðist. Þetta var ekki aðeins eins og kraftaverk – það er í raun kraftaverk að hægt skuli vera að hjálpa fólki sem fær aðskotahluti í lungu. Óskaplega margir hafa dáið úr lungnabólgu á Íslandi – það hefði áreiðanlega orðið hlutskipti mitt hefði ekki góð lækniskunnátta og lyf komið til skjalanna. Hvítlaukurinn í lunganu Guðrún Guðlaugsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.