Morgunblaðið - 13.07.2008, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 2008 47
Lögga, læknir og lögfræðingur
Kippan
VERÐUR ÞÚ
EINHVERN
TÍMANN
EINMANA?
NEI, ÉG HEF
ALLTAF ÁTT MJÖG
AUÐVELT MEÐ
AÐ SKEMMTA
SJÁLFUM MÉR
MÉR HEFUR ALLTAF
ÞÓTT ÞAÐ MAGNAÐUR
HÆFILEIKI, ROBBI
TAKK KÆRLEGA
FYRIR ÞAÐ, ROBBI
NÚNA
TÓKST HONUM
ALVEG AÐ
RUGLA MIG
ÉG ER BÚINN AÐ KAUPA SVO
MARGA LOTTÓMIÐA UM ÆVINA AÐ
ÉG ÞARF AÐ VINNA Í ÞETTA SKIPTIÐ
SVO ÉG KOMI ÚT Á SLÉTTU
ÉG ER B
ÚINN
AÐ GLEY
MA ÞVÍ
HVAÐ ÞE
TTA
ÁTTI AÐ
VERA
MÉR TEKST ALDREI
AÐ HAFA SVONA
HAUG Í GARÐINUM
MÍNUM... ÉG BORÐA
HANN ALLTAF
ÞVÍ MIÐUR SÁU LEIKARARNIR OKKAR
SÉR EKKI FÆRT AÐ KOMA Í KVÖLD...
MIG VANTAR NOKKRA SJÁLFBOÐALIÐA
ÚR SALNUM TIL AÐ SKEMMTA
OKKUR Í STAÐINN
EINS GOTT AÐ ÞÚ VARST MEÐ MÉR Í BÍLNUM!
Velvakandi
MIKILL afturkippur hefur orðið í bílasölu eins og í annarri verslun og
óseldir bílar eru eins og hafsjór yfir að líta á geymslusvæðum skipafélag-
anna. Þessi bílabreiða er meðfram Sundahöfn, skammt frá Kleppi.
Morgunblaðið/Ómar
Bílabreiður
Týndur hundur
Föstudaginn 11. júlí
var auglýst eftir hundi
sem fannst við sum-
arbústað, er villtur en
hefur nú fengið húsa-
skjól. Hann fannst á
þjóðvegi 1 rétt hjá
Hvammstanga. Hann
er svartur og hvítur
með mikið af doppum á
sér, kannski einhver
dalmatíublendingur
eða labrador. Hann var
mjög svangur og
þreyttur og búinn að
flakka um svæðið í ein-
hverja daga.
Hann er greinilega borgarbarn og
kann ekkert að umgangast hross eða
kindur. Hann var mjög glaður að sjá
mig og leikur sér mikið, hann kann
að sitja, sækja og heilsa, t.d. (hann
heilsar alltaf með vinstri loppu)
Hann hlýðir nafninu Depill, svo
kannski heitir hann það.
Hann er örmerktur og nr hans er:
208224000153439. Ef einhver hefur
upplýsingar um hann er hann eða
hún vinsamlegast beðin um að hafa
samband í síma 865-8174.
Týndi vagninn á Teigunum
INNI á vef Reykjavíkurborgar sá ég
frásögnina um týnda vagninn á
Teigunum. Kona nokkur skrifaði að
hún hefði notað strætisvagn frá
barnsaldri og þó hún ætti bíl vildi
hún halda því áfram. En fyrir þrem-
ur árum þegar nýtt leiðakerfi kom
hvarf strætisvagninn og eldra fólkið
í hverfinu þurfti að taka leigubíla.
Við þessa færslu konunnar stóð af-
greitt, svo kannski hefur týndi vagn-
inn komið fram eftir þrjú ár. Ég ótt-
ast að þeir séu margir týndu
vagnarnir í úthverfunum, og að það
hafi kostað marga, einkum eldra
fólk, tugi þúsunda í leigubíla.
Á meðan ekki er ráðin bót á þessu
er vonlaust að laða fólk að almenn-
ingssamgöngum. Þessi saga sýnir
aðeins að það þarf að færa stræt-
isvagnaþjónustu í úthverfum í það
horf, sem hún var fyrir leiðakerf-
isbreytinguna. Það nægir ekki að
einblína eingöngu á stofnæðar. Víða
mætti nota minni vagna og það þarf
að taka upp stefnu í almennings-
samgöngum sem er ekki beinlínis
mannfjandsamleg.
Leiðakerfisbreytingin
fólst meðal annars í því
að láta fólk ganga sem
lengst til að ná í vagn
og ráðgefandi um-
hverfisverkfræðingur
skrifaði blaðagreinar
og dásamaði þetta
kerfi. Auglýs-
ingaskrumið hefur ver-
ið yfirgengilegt. En svo
fór að fólkið kunni ekki
að meta þessa köldu
fagmennsku, fannst
það ekki aðlaðandi að
þvælast gangandi sem
lengst í rigningu, roki
og frosti til að leita uppi strætisvagn.
Þess vegna þarf að endurbæta þetta
leiðakerfi, taka mið af því eldra og
finna týndu vagnana í úthverfunum.
Þuríður Guðmundsdóttir.
Athugasemdir til lögreglunnar
ÞAÐ sem okkur íbúa á öllu land-
inu vantar er aukinn löggæsla á veg-
unum. Lögreglan mætti vera miklu
sýnilegri á vegnum, í gamla daga var
lögreglan sýnilegri. Hvar er lög-
reglan? Við viljum sjá lögregluna
eins og var í gamla daga.
Ingi Hrafn Stefánsson.
Ekki nógu gott
ÉG hef verið að hlusta á Útvarp
Sögu og það gengur svo fram af mér
hvað útvarpstjóri hefur sífellt verið
að setja út á RÚV á allan mögulegan
hátt.
Meðal annars hefur RÚV verið
gagnrýnt fyrir að eyða peningum í
Evrópumótið í fótbolta og Evr-
óvisjón-söngvakeppnina. Ég skil
ekki hver meining er með þessu. Ég
hef ekki efni á að kaupa aðrar sjón-
varpstöðvar og nýt góðs af RÚV.
Einngi langar mig að lýsa því yfir
hvað mér finnst þeir sem hringja inn
á símatíma milli kl. 11-12 á morgn-
anna oft ruddalegir í tali, þeir tala
ílla um annað fólk sem mér finnst
ekki við hæfi í útvarpi.
Hlustandi.
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og
13–15 | velvakandi@mbl.is
Félagsstarfeldriborgara
Ferðaklúbburinn Flækjufótur | Skrán-
ing í Þýskalandsferð 22.-29. sept. er haf-
in. Uppl. í síma 898-2468.
Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrif-
stofan er lokuð v/sumarleyfa til 5. ágúst.
Uppl. gefa: Kristjana, s. 897-4566, og
Kristmundur, s. 895-0200. Félagsvist í
Gjábakka og Gullsmára.
Félag eldri borgara Kópavogi, ferða-
nefnd | Fá sæti eftir í ferð á Strandir
dagana 2.-4. ágúst. Skrifstofan er lokuð í
júlí. Skráning og uppl. eru í Gjábakka og
Gullsmára og hjá ferðanefnd FEBK í s.
554-0999 Þráinn / s. 554-0191 Stefnir /
s. 565-6353 Bjarni. Greiða þarf f. 18. júlí.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Dans-
að í Stangarhyl 4, kl. 20. Dans-
hljómsveitin Klassík leikur. Síðasti dans-
leikur fyrir sumarleyfi.
Félagsstarf eldri borgara í Mosfellsbæ
| Skoðunarferð í Hellisheiðarvirkjun 15.
júlí. Farið frá Hlaðhömrum kl. 13. Skrán-
ing í s. 586-8014 e. hádegi og 692-0814.
Hraunbær 105 | Óvissuferð verður 16.
júlí, lagt af stað frá Hraunbæ kl. 13.
Skráning á skrifstofu eða í síma 411-
2730. Verð 1.500.
Hæðargarður 31 | Félagsvist á mánu-
dögum kl. 13.30. Matur og kaffi og lista-
smiðjan opin. Uppl. 568-3132.
Íþróttafélagið Glóð | Ringó og pútt á
flötinni við Gerðarsafn miðvikud. kl. 12
og laugard. kl. 13. Línudans í Húnabúð,
Skeifunni 11, Rv. á miðvikud. kl. 17. Uppl.
í síma 564-1490 og 554-5330.
Kirkjustarf
Akureyrarkirkja | Söng- og helgistund
kl. 20.30. Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir,
Inga Eydal syngur og leiðir söng.
Fríkirkjan Kefas | Almenn samkoma
kl. 20. Sveinbjörn Björnsson prédikar
og tónlistarhópurinn leiðir lofgjörð.
Boðið upp á fyrirbænir. Á eftir sam-
komu er kaffi og samvera og verslun
kirkjunnar opin.