Morgunblaðið - 13.07.2008, Side 48

Morgunblaðið - 13.07.2008, Side 48
… leikandi létt og loftkennt virðist vera það sem konur eiga að klæðast … 55 » reykjavíkreykjavík DAVÍÐ Örn Halldórsson tilkynnir glottandi að hann sé búinn að ræða við alnafna sinn, þegar blaðamann ber að garði á vinnustofu hans sem er í gömlu timburhúsi við Skólastræti í Reykja- vík. Þar á Davíð við manninn sem tekur við öll- um símtölum sem ætluð eru myndlistarmann- inum. Það er aðeins einn Davíð Örn Halldórsson skráður í símaskrána og sá er ekki listamaður og heldur þreyttur á því að svara fyrir bóhemið. Davíð glottir yfir þessu, prakk- aralegur og úfinn og að því er virðist nývakn- aður. Þannig eiga listamenn að vera. Vinnustofan er í býsna merkilegu bakhúsi sem Davíð telur að hafi verið búið til úr afgöng- um, svo skakkt er það og undarlegt í laginu. Espressóvélin kraumar á hellunni í dvergvöxnu eldhúsi og við göngum upp snarbrattan stiga, upp í vinnustofuna sem er sannarlega eins og vinnustofur eiga að vera. Allt úti um allt. Það eina sem í fljótu bragði virðist skipulagt er geisladiskasafn Davíðs. Hann hreykir sér af því að það sé í stafrófsröð og kveikir sér í sígarettu. Óreiða að hætti Bacon Við setjumst við vinnuborð sem við nánari at- hugun reynist vera listaverk, þ.e. málverk á tré- plötu eftir Davíð sem liggur á búkkum. Ofan á verkinu eru tómar bjórdósir, öskubakki, vinnu- vélalakkdósir og annað tilheyrandi. Francis Ba- con hefði sjálfsagt getað gert betur hvað óreiðu varðar en vissulega stendur Davíð sig vel. Í bókahillu er ein hæð tileinkuð listaverka- og listamannabókum, önnur teiknimyndasögum eftir meistara á borð við Franquin, sú neðsta skáldsögum. Gylfi Gíslason, teiknari og mynd- listarmaður, vann áður að list sinni í þessu húsi og Davíð er hæstánægður með að feta í fótspor hans. Nágrannarnir sem þekktu Gylfa eru það líka, að sögn Davíðs. Á borði til hliðar má sjá fjölda málningarúðabrúsa og dósir með vinnu- vélalakki í öllum regnbogans litum. Fyrsta spurningin sem kviknar í kolli blaðamanns er hvort Davíð noti ekki örugglega öndunargrímu. Davíð kímir og segist ekki alltaf gera það. Davíð getur unnið svo til óáreittur að list sinni því hann hlaut listamannalaun til eins árs við síðustu úthlutun og hálfrar milljónar króna styrk úr Listasjóði Dungals í janúar sl. Þá seld- ist sýning hans í Gallerí Ágúst upp, þar af fjög- ur verk keypt af Listasafni Íslands. Heimskuleg umgjörð Davíð getur ekki kvartað, honum hefur geng- ið vel undanfarið en hann hefur jafnframt unnið fyrir því, verið iðinn við listsköpun sína. Verk hans eru afar litskrúðug og lífleg, hafa þokast sífellt meir í átt að abstrakti á undanförnum ár- um og sum hver minna á graffití-verk. Það er erfitt að negla verk hans niður hvað innihald varðar, líklega best að kalla þau draumkennd. Hvað tæknina varðar þá beitir hann teikn- ingu, hann úðar og notar ýmis tæki og tól við gerð tvívíðra verka sem sum hver hafa verið unnin beint á veggi sem innsetningar. Það má eiginlega segja að Davíð búi yfir sköpunargleði leikskólabarns, hann notar þau verkfæri og þá liti sem honum sýnist eða dettur í hug, sem hon- um er eðlilegast að nota. Enda fyrrum leik- skólakennari. Í Gallerí Ágúst hélt hann sýn- inguna Absolút gamall kastale fyrr á árinu. Hvað í ósköpunum á það að þýða? „Það er svo heimskuleg þessi umgjörð sem maður er að búa sér til og titlar þá sérstaklega. Þeir geta verið litlir einkabrandarar og það er það sem þessi titill var,“ segir Davíð. Hann hafi fundið litla mynd af kastala, langaði að setja hana upp á vegg og gera eitthvað skraut í kringum hana með úðabrúsa. Í framhaldi sá hann óljósar vísanir í myndunum sem áttu að vera á sýningunni í miðaldastemningu, ofin teppi og annað þess háttar. „Ég fór að horfa á einhverjar lélegar Holly- wood-myndir um miðaldir og byrjaði þá að vinna titla á myndirnar eins og „Burtreiðar“, sem vísuðu í þetta. Ég veit ekki neitt um mið- aldir, það er engin rannsókn eða neitt að baki,“ segir Davíð hálfglottandi. „Kastale“, með e-i í endann, var einfaldlega flottara en „kastali“. „Það verður að vera titill á verkinu…“ – Finnst þér það? „ … Já, það er algjörlega nauðsynlegt til að koma áhorfendum af stað, fara nálægt einhverri pælingu í verkinu. Þetta getur líka ruglað og ekki meikað neitt sens en það eru einhverjar til- vísanir í eitthvað eitt element eða einhverja heildarmynd.“ – Svo er auðvitað sígilt að skíra verkin sín hálftíma fyrir opnun, með bjórinn í annarri? Davíð tekur undir það og nær í ólgandi kaffi fyrir tvo. Grafík og málun Davíð nam grafík við Myndlistar- og hand- íðaskóla Íslands en lauk námi frá háskóla árið 2002, þ.e. Listaháskóla Íslands. Hann nýtti sér það að geta flakkað milli deilda undir lok náms- ins, fór m.a. í málunarkúrsa hjá Einari Gari- baldi. Davíð hefur haldið tíu einkasýningar á níu árum og tekið þátt í ótalmörgum samsýningum. Lagskiptra áhrifa grafíklistarinnar gætir í verk- um hans og hann telur grafík og málun alls ekki svo ólíka miðla. Í báðum þurfi að hugsa lagskipt, þó svo að grafíkin krefjist þess að vissu leyti meir að menn sjái endanlega útkomu fyrir sér í upphafi. Skoði endann í upphafi. Verk Davíðs virðast graffití-skotin en hann segist þó ekki vera graffití-listamaður þó að hann hafi áhuga á götulist, hafi runnið um á hjólabretti á unglings- árum sínum og hlustað á Public Enemy. – Varstu undir áhrifum af graffití í myndlist- arnáminu? „Já, að vissu leyti en ég bara þoldi ekki að HIRTI MYND AF MÖMMU EINN FORVITNILEGASTI OG EFNILEGASTI MYNDLISTARMAÐUR ÍSLANDS MÁLAR LITRÍK VERK Á VIÐARPLÖTUR EÐA MDF MEÐ ÚÐABRÚSUM OG VINNUVÉLAMÁLNINGU. HELGI SNÆR SIG- URÐSSON HEIMSÓTTI HANN Á VINNUSTOFUNA. Morgunblaðið/Valdís ThorÍ skökku húsi Davíð Örn veltir fyrir sér eigin verkum sem hanga uppi á vegg í skakkri vinnustofunni við Skólastræti.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.