Morgunblaðið - 19.08.2008, Blaðsíða 17
spyrja hvað sé eiginlega svona grípandi við
þetta sport?
„Maður kemst í svo brjálæðislega gott form,“
segir Karen og hlær. „Það er ótrúlega gaman að
geta hlaupið upp á Esjuna hvenær sem er. Þeg-
ar maður er búinn að kynnast því að vera í
svona ástandi er mjög erfitt að fara til baka.“
Hún segir stuðning annarra einnig skipta
miklu máli. „Ég á mjög skilningsríkan eig-
inmann sem stendur alltaf við bakið á mér en
stuðningur heima fyrir er að mínu mati lyk-
ilatriði fyrir keppnisfólk.
Svo er fólkið í þessu almennt kraftmikið og
með mikla ævintýraþrá og hvetur mann óspart
áfram. Þríþrautin er líka svo fjölbreytt – þegar
maður er orðinn leiður á að synda skiptir maður
yfir í hjólið eða hlaupin.“
Hún viðurkennir fúslega að vera mikil keppn-
ismanneskja. „Að sjálfsögðu – ég er með óbil-
andi keppnisskap í þessu. Og ef ég veit að ég er
góð í einhverju, þá þoli ég ekki að tapa.“
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 2008 17
Þríþraut getur verið mislöng. Svokölluð ólympísk þríþraut er
sett saman úr 1.500 metra sundi, 40 kílómetra hjólreiðum
og 10 kílómetra hlaupi en nafnið er dregið af því að í henni er
keppt á ólympíuleikum. „Svo er hægt að reyna sig á hálf-
ólympískri þríþraut, sem kallast sprint, en í henni eru allar
vegalengdirnar styttar um helming. Frægastur er hins vegar
Járnkarlinn (Iron man) sem allt þetta er sprottið af en þá
synda menn 3,8 kílómetra, hjóla 180 kílómetra og hlaupa
maraþon eftir það,“ segir Karen.
Mismunandi lengd
þríþrautar
Til að hætta ekki við daginn eftir
fór ég strax út í búð og keypti mér
byrjendapakka sem kostaði um
140 þúsund íslenskar krónur...
Ljósmynd /Kristinn R. Kristinsson
Sigrún Haraldsdóttir las frétt ámbl.is með fyrirsögninni: „Guð
býr í götuvitanum“. Henni varð að
orði:
Til allra þeirra sem vilja vita
um veraldarundur slík:
Hann Guð er að flytja í götuvita
við gangbraut í Reykjavík.
Jón Drangeyjarjarl lenti í utan-
borðsævintýri við Drangey. Rúnar
Kristjánsson á Skagaströnd orti:
Út um landið fréttin fló,
flaug við hæstu tinda.
Frækinn maður féll í sjó,
fékk um stund að synda.
Eftir skarpa skvettu önn
skreið að landi karlinn.
Vafalítið hefur Hrönn
hert þar gamla jarlinn!
Rúnar Kristjánsson orti í fallegu
veðri á Skagaströnd:
Nú er hér við Húnaflóa
hlýtt og bjart um svið.
Sólar ljúfir geislar glóa
glatt um mannlífið.
Fjallið okkar fegurð bjarta
færir hverri sál.
Við það berst um hug og hjarta
heilagt tryggðamál.
Þá er eins og holt og hólar
hefjist upp á tind.
Skagaströnd í skini sólar
skapar slíka mynd.
Hreiðar Karlsson finnur þó að
breytingar eru í aðsigi:
Þótt við naumast gætur gefum
grunar okkur framhaldið.
Haustið nálgast hljóðum skrefum
hratt og ákveðið.
VÍSNAHORNIÐ
pebl@mbl.is
Af Guði og götuvita flísar
Stórhöfða 21, við Gullinbrú,
sími 545 5500.
www.flis.is ● netfang: flis@flis.is
Allt fyrir baðherbergið
www.sjofnhar.is
Allar vinsælu skólavörurnar fást í IÐU
Lækjargata 2a 101 R. sími 511-5001 opið 9.00-22.00 alla daga
komdu og gerðu góð kaup
Only 20 lots left to build your new dream
Orlando Vacation Home!
Choose a 4 ,5 or 6 bedroom home, low down payment and
financing available!
Hurry and call your Orlando home experts today...
LAST CHANCE
Windsor Hills Resort
Thorhallur Gudjonsson at
Gardatorg - 896 8232
Meredith Mahn in Orlando at
(321) 438 5566
www.LIVINFL.com