Morgunblaðið - 19.08.2008, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.08.2008, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 2008 21 MINNINGAR ✝ Rósa Eiríks-dóttir fæddist í Egilsseli í Fellum 19. janúar 1920. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Sól- túni aðfaranótt mánudagsins 11. ágúst síðastliðins. Foreldrar hennar voru Sigríður Brynj- ólfsdóttir, f. 2.3. 1888, d. 26.5. 1954, og Eiríkur Pét- ursson, f. 13.6. 1883, d. 28.8. 1953. Systk- ini Rósu eru Þorbjörg, f. 1916, d. 1997, Ragnheiður, f. 1918, d. 2002, Bryndís, f. 1922, Pétur, f. 1924, d. 2001, Björgheiður, f. 1928, Þórey, f. 1929, og Sölvi, f. 1932, d. 2006. Hinn 30.4. 1949 giftist Rósa Dav- íð Guðmundssyni, bónda í Miðdal í Kjós, f. 30.12. 1914. Foreldrar hans voru Guðmundur Brynjólfsson og Guðbjörg Jónsdóttir. Dóttir Davíðs og stjúpdóttir Rósu er Fanney Þuríður, f. 1945, maki Sigurður Ingi Gíslason, f. 1947. Þau skildu. Dætur þeirra eru a) Margrét Björg, f. 1969, maki Hörður Hermannsson, þau eiga dæturnar Thelmu Dögg, Fanneyju Lilju og Agnesi Línu, og b) Inga Rósa, f. 1976, maki Halldór Hrann- ar Halldórsson, þau eiga börnin Sunnevu Hrönn, Hafdísi Rut og Sigurð Inga. Dóttir Rósu og stjúpdóttir Dav- íðs er Hulda Þorsteinsdóttir, f. 1946, maki Aðalsteinn Grímsson, f. 1941. Dætur þeirra eru a) Erla, f. 1969, maki Ólafur Þór Júlíusson, þau eiga dæturnar Snædísi, Sól- eyju og Írisi, b) Lilja, f. 1973, maki Þór Hauksson, þau eiga börnin Borgþór Örn, Huldu Kristínu og Jóhönnu Melkorku, c) Heiða, f. 1981, unnusti Guðmundur Ingi Þorvaldsson. Börn Rósu og Davíðs eru: 1) Kristín, f. 1949, maki Gunnar Rún- ar Magnússon, f. 1947. Börn þeirra eru a) Davíð Rúnar, f. 1973, maki Alda Davíðsdóttir, synir þeirra Birkir og Jökull. Dóttir Öldu er Saga Hrönn Aðalsteinsdóttir. b) Ragnheiður, f. 1978, maki Einar Bragason, dóttir þeirra Helena, c) Hilmar, f. 1982. 2) Guðbjörg, f. 1951. Sonur hennar er Ró- bert Stefánsson, f. 1977 5) Katrín, f. 1953, maki Sigurður Ingi Geirsson, f. 1953 Synir þeirra eru Sigurþór Ingi, f. 1984, unnusta Helga Hermannsdóttir, og Davíð Þór, f. 1989. 6) Sigríður, f. 1956, maki Gunnar Guðnason, f. 1952. Börn þeirra eru a) Guðni Rafn, f. 1975, maki Rúna Dögg Cortez, dætur þeirra Saga og Sara, b) Svanþór, f. 1979, börn hans Gunnar Snorri og Rebekka Líf, og c) Rósa Dögg, f. 1985. 7) Guðmundur Halldór, f. 1959 maki Svanborg Anna Magnúsdóttir, f. 1956. Börn þeirra eru Hjalti Freyr, f. 1985, Ólöf Ósk, f. 1988, og Andr- ea, f. 1990. 8) Eiríkur Þórarinn, f. 1964, maki Solveig Unnur Ey- steinsdóttir, f. 1964. Börn þeirra eru Rósa, f. 1988, unnusti Almarr Erlingsson, Eysteinn, f. 1991, og Eyþór, f. 1995. Rósa ólst upp í Egilsseli og lauk barnaskólaprófi og stundaði nám í Eiðaskóla. Síðan lá leið hennar í Húsmæðraskólann að Hverabökk- um í Hveragerði. Rósa kom að Miðdal árið 1948 ásamt dóttur sinni Huldu til Davíðs, sem tekið hafði við búi af foreldrum sínum og var með dóttur sína Fanney. Bjuggu Rósa og Davíð í Miðdal ásamt börnum sínum, þar til þau brugðu búi og fluttu til Reykjavík- ur 1987. Rósa starfaði alla tíð við húsmóður- og sveitastörf og hafði gaman af félagsstörfum. Tók hún meðal annars virkan þátt í starfi Kvenfélags Kjósarhrepps. Rósa hafði um langan tíma kennt sér meins, sem síðar reyndist vera MS- sjúkdómurinn. Hún naut um tíma dagvistar hjá MS-félagi Íslands. Frá janúar 2006 hefur hún dvalið á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni. Útför Rósu fer fram frá Bú- staðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Jarðsett verður í Gufu- neskirkjugarði. Dauðinn er líkn þeim sem þjást og það var hann sannarlega móður minni sem lést eftir erfið veikindi þann 11. þessa mánaðar. Söknuður- inn er sár, þó sárar hafi verið að horfa á sterka sál berjast í veikum líkama. Þá er gott að hugsa til þess hve vel var annast um hana á Hjúkr- unarheimilinu Sóltúni þar sem hún dvaldi frá janúar 2006. Það var ekki síst Davíð mikils virði sem kom dag- lega til hennar, enda sagði hann allt- af þegar veikindi mömmu voru rædd að hún gæti ekki fengið betri umönnun. Umgjörðin í kringum andlátið var einstaklega hlý og fal- leg. Fyrir þetta er ég afskaplega þakklát. Mamma var mikið náttúrubarn, ólst upp í faðmi fjalla Fljótsdalshér- aðs og markaði það djúp spor í líf hennar. Okkur fannst að alltaf skini sól fyrir austan. Þannig talaði hún um sína sveit og þrátt fyrir að fætur hennar kæmust ekki hratt yfir var sem hún fengi vængi, svo mikill var hugurinn þegar hún hafði tök á að heimsækja bernskustöðvarnar. Í Miðdal stofnaði hún heimili með eignmanni sínum Davíð sem áður hafði tekið við búrekstri þar. Þar ól- umst við upp átta systkin og fengum að njóta þess að hafa Guðbjörgu föð- urömmu með okkur til 100 ára ald- urs. Góðvild mömmu og umhyggja í garð annarra kom best í ljós í því hversu vel hún hugsaði um ömmu seinustu árin. Mamma var fé- lagslynd og studdi okkur í að taka þátt í því sem í boði var, hvort sem það voru íþróttir, fara á hestbak eða í hverju því sem var að gerast í sveit- inni. Dansinn var henni kær þó ekki gæti hún stundað hann frekar en aðra hreyfingu en hvatti okkur þeim mun meira. Mamma var einnig mikill dýravin- ur. Í minningunni sé ég Val, uppá- haldshestinn, fá volga mjólk úr vaskafati og litlu köldu lömbin vafin í ullarlagða hituð í ofninum. Ég heyri kallað að nú skulum við fara með þau og koma þeim á spena. Í sömu andrá sé ég kettlingana skríða inn í sokka- pokann undir rúminu. Að öllu var hlúð. Minningarnar eru svo ótal margar, en upp úr stendur glaðværð þín og umhyggja í garð annarra. Velferð okkar var sett framar þínum og aldrei kvartað. Elsku mamma, allar þær góðu hugsanir og velvild sem þú hefur sáð í sálu mína mun ég leitast við að framrækta. Þú varst falleg fyrir- mynd. Þín dóttir, Hulda. Ég man þegar kom ég í Miðdalinn fyrst. Þá margt var á bænum að gera. Velkominn sértu. Á vangann var kysst. Og vinurinn kom til að vera. Þannig hófust fyrstu kynni okkar Rósu tengdamóður minnar þegar ég kom fyrst í Miðdal, á höttunum eftir yngstu dótturinni á bænum, fyrir 35 árum. Þannig orðaði ég þessi fyrstu kynni við Rósu á sjötugsafmæli hennar fyrir rúmum 18 árum. Hún geymdi kveðjuna alla tíð í huga sér og minnti mig á hana nýverið, orð- rétta. Léttur koss á vanga og þar með velkominn í fjölskylduna. Ein- falt upphaf kynna sem ekki hefur borið skugga á. Rósu var sérstaklega umhugað um fjölskyldu sína og fylgdist vel með því hvað hver og einn hafði fyrir stafni. Það var aðdáunarvert. Hún var fámál um eigin hagi og tryggur vinur. Mótlæti í hennar lífi var ekki til umræðu. Andleg málefni skiptu hana máli. Má þar nefna drauma og tilveru álfa. Oft var minnst á Dans- gjána heima í Egilsseli. Þar lék Rósa sér, ung stelpa með sína drauma og þrár. Nú er lífi hennar lokið. Ég votta Davíð, tengdaföður mín- um, og fjölskyldunni allri samúð mína. Rósa er kvödd með virðingu og léttum kossi á vanga. Hafi hún þökk fyrir allt og allt. Gunnar Guðnason. Elsku amma Rósa Við systkinin viljum þakka þér fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum með þér. Margar góðar minn- ingar eigum við um þig og afa í sveit- inni. Allt frá því þú söngst fyrir okk- ur Ó, Jesú bróðir besti og svæfðir þegar mamma og pabbi fóru á hest- bak á kvöldin. Það var alltaf jafn gaman að koma inn í ilmandi eldhús- ið til þín og fá nýbakaðar kleinur og kalda mjólk og þá sérstaklega að fá kvöldkaffi eftir skemmtilegan dag í heyskap, það var best. Þú tókst okk- ur alltaf opnum örmum og fylgdist vel með hvað við, makar okkar og börn væru að gera í lífinu. Okkur langar með þessum orðum að kveðja þig, elsku amma. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði. Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Megi guð blessa minningu þína. Davíð Rúnar, Ragnheiður og Hilmar. Undanfarna daga hefur hugurinn kallað fram hverja minninguna á fætur annarri. Myndir af ömmu birt- ast okkur þar sem hún situr í eldhús- inu. Það er kveikt á útvarpinu, enda fréttir og Morgunblaðið liggur opið á eldhúsborðinu. Andrúmsloftið er notalegt og tíminn er nægur þegar hún spyr okkur frétta. Þrátt fyrir að barnabörnin væru fjölmörg var amma alltaf ákaflega vel inni í öllu sem við tókum okkur fyrir hendur. Við systurnar urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að alast upp á næsta bæ við Rósu ömmu og Davíð afa í Mið- dal þar sem þau bjuggu og ráku myndarlegt bú til margra ára. Að alast upp í slíkri nálægð við þau voru ómetanleg forréttindi. Í minningunni vorum við alltaf að skreppa út í Miðdal. Þar var iðulega margt um manninn. Fjölskyldan var stór og barnabörnunum fjölgaði sí- fellt. Miðdalur var miðpunktur fjöl- skyldunnar en auk hennar lögðu margir leið sína í sveitina og þurfti þá ekki að gera boð á undan sér eins og nú tíðkast. Öllum var tekið fagn- andi. Á sumrin og haustin færðist fjör í leikinn. Þá komu allir sem vett- lingi gátu valdið og lögðu sitt af mörkum hvort sem það var að hlaupa á eftir kindum, rýja, sauma vambir eða svíða hausa. Mitt í öllum erlinum stóð Rósa amma og lét eng- an bilbug á sér finna þótt oft gengi mikið á. Þvert á móti naut hún sín best með eldhúsið fullt af fólki við sláturgerð og annan eins hóp spil- andi í stofunni. Þar var mikið spjall- að og hlegið og enginn hafði roð við ömmu í saumaskapnum á vömbun- um, sama hvað keppst var við. Þarna var hún í essinu sínu. Okkur er einnig minnisstætt þeg- ar grænlenskir vinnumenn, sem ekki kunnu stakt orð í íslensku, voru í Miðdal. Þá fékk amma okkur syst- urnar, hálflæsar, til að stauta okkur fram úr bókum með þeim til að kenna þeim nokkur orð. Drifkraftur hennar og ákveðni hefur vafalaust orðið til þess að vinnumennirnir bættu orðaforða sinn og við lestr- argetu okkar. Um leið og við kveðj- um elskulega ömmu okkar þökkum við henni þær fallegu minningar sem við eigum um hana og þá umhyggju og ást sem hún sýndi okkur og fjöl- skyldum okkar alla tíð. Erla, Lilja og Heiða frá Eilífsdal. Elsku amma mín, nú ertu horfin á braut til betri hvílu hjá hinu almátt- uga. Eftir langa og stranga baráttu er komið að leiðarlokum þar sem þú vakir yfir okkur sem söknum þín. Þegar horft er til baka getur mað- ur einungis munað eftir þínu milda brosi og kærleik þar sem þú settir ekkert í veg fyrir ómælda umhyggju og jákvæðni gagnvart þeim sem voru þér nær. Maður fann fyrir því í hvert sinn sem maður kom til þín í heimsókn og í seinni tíma þegar þrekið var af skornum skammti og lítið um ferðir til vandamanna þá spurðir þú alltaf hvað maður var að gera þá stundina og vildir vita hvað maður fékkst við. Með því vissi mað- ur að þú varst að hugsa til manns, sama hvað gekk á. Þú hafðir alltaf gaman að því að vita hvað fór fram á þínum heima- slóðum, í Miðdal, en einnig í bú- staðnum Ási, þar sem þú varðir heil- miklum tíma með okkur barnabörnunum að spila á spil og kenna okkur kapla, sem við höfðum mikla ánægju af. Aldrei fann maður fyrir að sjúkdómur þjakaði þig þar sem þú brostir þínu breiðasta þegar þú horfðir á mann eftir langa fjar- veru frá þér. Þinnar jarðnesku dval- ar verður minnst sem jákvæðrar baráttu við þær hindranir sem lífið hefur að geyma. Þrátt fyrir erfiðleik- ana var og er hjartað í ömmu okkar svo mjög sterkt að hún leyfði okkur að njóta viðveru sinnar lengur en þrautir hennar hefðu gefið til kynna. Maður fann að það var alltaf staður í sterka hjartanu hjá þér og þú veist að þú átt einnig stað í hjarta okkar. Hvíl í friði. Sigurþór Ingi Sigurðsson og Davíð Þór Sigurðsson. Elsku amma. Það er sárt þegar komið er að kveðjustund en nú eru þjáningar þínar á burt og friðurinn kominn. Þú varst svo lánsöm að eignast fríðan barnahóp sem gaf þér 20 barnabörn og nú eru barnabarna- börnin líka orðin 20, þannig að barnalánið hefur leikið við afkom- endur þína. Við systurnar eigum góðar minn- ingar af veru okkar í Miðdal. Þar var alltaf nóg um að vera enda margt um manninn og mörg verk sem þurfti að sinna. Eitt af þeim verkum sem sitja svo fast í minningunni hjá okkur systrum er að fá þann heiður að setja sykurinn á pönnukökurnar sem þú bakaðir af stakri snilld. Að sjálfsögðu voru pönnukökurnar tald- ar í tugum því það þurfti að metta marga maga og því mikilvægt verk- efni sem við fengum að sinna. Elsku amma, okkur langar að kveðja þig með þessu fallega ljóði eftir Þórunni Sigurðardóttur og þökkum góðar samverustundir. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. Elsku afi, okkar innilegustu sam- úð, guð veri með þér. Margrét Björg Sigurð- ardóttir og Inga Rósa Sigurðardóttir. Nú er komið að kaflaskiptum. Rósa móðursystir okkur fékk að sofna hinum hinsta svefni. Þessi síðasta ferð hennar var löng og erfið, en með æðruleysi og einstökum per- sónuleika fór hún með reisn. Davíð, börn og aðrir afkomendur hafa sinnt henni af einstakri natni. Margs er að minnast. Miðdalur, Rósa og Davíð voru í órjúfanlegum tengslum við okkur á Freyjugötu 5. Það eru forréttindi að eiga þessar ljúfu minningar. Rósa kvartaði aldrei, hún var kraftaverk, full af orku og lífsgleði. Rósa vildi alltaf vera með þó svo að heilsa hennar væri henni ekki hliðholl. Í þá daga var hún ekki greind með MS-sjúkdóminn, hún var bara veik í fætinum. Oft þurfti Rósa að dvelja í bænum vegna læknaheimsókna og var hún þá oft hjá okkur. Ekki leiddist mömmu það, pabbi úti að keyra og þær systur talandi saman uppi í rúmi fram eftir nóttu. Rósa frænka hafði gaman af því að kíkja í búðir þegar hún dvaldi á Freyjugötunni. Við studdum hana niður í bæ, t.d. í Hamborg, Liver- pool, Fatabúðina og Vouge. Við systkinin fengum oft að dvelja í sveitinni til lengri aða skemmri tíma. Þar var stór og skemmtilegur systk- inahópur, mikil gleði. Pabbi spilandi við Davíð og Völu, við á hestbaki inni á dal, bara gaman. Alltaf sólskin! Ekki má gleyma haustverkunum, sláturgerð og tilheyrandi. Ætíð var tekið vel á móti okkur þótt það væri fullt hús, alltaf nóg pláss og rúm fyrir einn í viðbót. Hver og einn hafði sitt hlutverk, þannig gekk allt upp. Skipst var á að ná í kýrnar, leggja á borð, taka af borðum, vaska upp. Engin læti en öllu stjórnað af mikilli kostgæfni. Matur settur á borðið, bornar fram „ömmukökur“ og oftar en ekki glæný soðin egg í ábót, ekki þótti okkur það verra. Eiríkur bróðir naut þeirra forréttinda að dvelja í Miðdal á sumrin frá 6 ára aldri til 16 ára. Í skólafríum sner- ist allt um það hjá Eiríki hvernig hægt væri að komast upp eftir, með mjólkubílnum eða einhverjum. Þegar við fjölskyldan fórum í ferða- lög norður eða austur á land var oft komið við í Miðdal og drukkið kaffi áður en lengra var haldið og oftar en ekki endaði ferðin líka þar. Fyrir jólin útbjuggu mamma og pabbi kassa af góðgæti til að senda upp í Miðdal. Í kassanum voru m.a. vel póleruð jólaepli vafin inn í bréf, ýmiskonar góðgæti í dósum, nammi og fleira sem beðið var eft- ir með spenningi. Ullarbolir sem Rósa hafði prjónað tiheyrðu jól- unum okkar. Við systkinin þökkum fyrir sam- fylgd Rósu í gegnum lífið og vottum Davíð og stórfjölskyldunni allri okkar dýpstu samúð. Minning um einstaka konu lifir. „Einstakur“ er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. „Einstakur“ er orð sem best lýsir þér. (Terri Fernandez.) Sigríður, Eiríkur, Erla, Svanhvít og Ástrós Sverr- isbörn. Elsku amma. Okkur systkinin langar til að þakka þér fyrir allar góðu minning- arnar sem við eigum með þér. Til dæmis þegar þú og afi hjálpuðuð okkur að leysa mömmu og pabba af þegar þau skruppu í frí, þú eldaðir ofan í okkur dýrindis mat á meðan við hjálpuðum til í gegningum. Yf- irleitt voru hjá okkur ein eða tvær vinnukonur sem lærðu aldrei meiri íslensku en á þessum tímum því þið afi voruð ekki mjög sleip í ensku. Við systur munum líka vel eftir að sitja heila daga hjá þér og Björg- heiði að sauma keppi í sláturtíð og hlusta á ykkur segja skemmtilegar sögur, þær voru það eina sem hélt okkur við vinnu. Okkur eru ekki síst minnisstæðar gómsætu pönnukök- urnar þínar sem þú bakaðir við hin ýmsu tækifæri og gladdir maga okk- ar með. Án þín hefðu fjölskylduboðin ekki verið söm. Hvíl í friði, elsku amma, við skul- um passa sveitina þína. Barnabörnin þín frá Miðdal, Hjalti Freyr, Ólöf Ósk og Andrea. Rósa Eiríksdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.