Morgunblaðið - 19.08.2008, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.08.2008, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Pervez Mus-harrafákvað í gær að láta undan þrýstingi og sagði af sér embætti forseta Pakist- ans. Musharraf rændi völdum fyrir tæpum níu árum og gegndi allt þar til á síðasta ári bæði stöðu forseta og yf- irmanns hersins og boðaði stöðugleika í efnahagsmálum og opnara samfélag. Musharraf studdi og aðstoð- aði í upphafi stjórn talibana í Afganistan, en eftir hryðju- verkin 11. september 2001 sneri hann við blaðinu og gerð- ist einn helsti bandamaður George W. Bush Bandaríkja- forseta í baráttunni gegn hryðjuverkum. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að Musharraf hefði verið „einn ötulasti bandamaðurinn í heiminum í stríðinu gegn hryðjuverkum og öfgum“. En var það svo? Pakistanar léku tveimur skjöldum. Þetta vissu Bandaríkjamenn þótt þeir kysu að horfa fram hjá því. Gömlu tengslin sem eink- um og sér í lagi voru milli pak- istönsku leyniþjónustunnar, ISI, og talibana voru aldrei rofin og uppgang talibana í Afganistan á síðustu misserum má að stórum hluta rekja til stuðnings Pakistana. Talib- anar hafa átt athvarf í landa- mærahéruðum Pakistans og Afganistans. Samhliða stuðn- ingnum við Bush lét Mushar- raf bókstafstrúar- og öfga- mönnum lausan tauminn. Sú stefna fór úr böndum. Musharraf hefur lagt mikið á sig til að halda völdum. Hann vék forseta hæstaréttar frá og er hann óttaðist að dómstólar myndu kosta hann völdin rak hann 60 dómara á einu bretti. Óöldin í Pakistan var af- drifarík fyrir Musharraf. Öfgamönnum hefur vaxið ás- megin og sprengjuárásir hryðjuverkamanna, sem áður þekktust vart, eru nú tíðar. Í Pakistan rekur almenningur óöldina til stuðnings Mushar- rafs við Bush. Musharraf gerði Ashfaq Parvez Kayani að yfirmanni hersins í sinn stað, en hann launaði ekki forsetanum, sem kvaddi í gær, framganginn, heldur hélt sig til hlés. Það er ef til vill kaldhæðnislegt að Musharraf steypti á sínum tíma af stóli Nawaz Sharif, sem hafði skipað hann yf- irmann hersins. Nú leiðir Sha- rif annan stjórnarflokkinn. Hinn leiðir Asif Ali Zardari, ekkill Benazir Bhutto, sem ráðin var af dögum í fyrra. Þá greinir á um flest en samein- uðust þó um að svipta forset- ann embætti. Musharraf hafði vit á að draga sig í hlé áður en til þess kæmi. Hver er svo arfleifð valda- ræningjans? Óvissa og glund- roði ríkir í kjarnorkuveldinu. Musharrafs verður ekki sakn- að, en þar með er ekki sagt að betra taki við. Pervez Musharrafs verður ekki saknað}Óvissa í Pakistan Mál ElvarsGuðjóns- sonar viðskipta- fræðings, sem sagt var frá í Morgunblaðinu í gær, hlýtur að vekja fólk til umhugsunar um hvernig okkar rómaða heil- brigðiskerfi hjálpar fólki að fá heilsuna á nýjan leik. Elvar var draghaltur og lífsgæði hans skert vegna slits í mjöðm. Læknirinn hans neit- aði að setja hann á biðlista eft- ir mjaðmaskiptaaðgerð, sem hann hefði engu að síður þurft að bíða eftir mánuðum saman. Tryggingastofnun neitaði að greiða fyrir Elvar aðgerð í Finnlandi, sem byggist á því að laga mjöðmina í stað þess að skipta um. Ástæðan var sú að læknir á Akureyri var sagður gera slíkar aðgerðir. Sá sagðist hafa litla reynslu og biðtíminn væri 8-10 mán- uðir. Elvar pantaði sér þá aðgerð hjá einkasjúkrahúsi í Finn- landi og beið í tvær vikur eftir aðgerðinni. Hann hyggst nú stefna íslenzka ríkinu, neiti TR að greiða aðgerðina, og láta reyna á EES- reglur sem kveða á um að sjúkratryggðir eigi rétt á að aðgerðir í öðrum EES-löndum séu greiddar, fá- ist þær ekki gerðar í heima- landinu á skikkanlegum tíma. Full ástæða er til að láta reyna á þessar reglur hér á landi. Að jafnaði er auðvitað dýrara að fara utan í slíka að- gerð en að hún sé gerð hér heima. Reglurnar um frjálsan og opinn markað fyrir heil- brigðisþjónustu þjóna ekki sízt þeim tilgangi að veita heilbrigðisþjónustunni í hverju EES-landi fyrir sig hæfilegt aðhald. Íslenzkir ráðamenn hafa nefnt að tækifæri felist í þess- um reglum fyrir íslenzka heil- brigðisþjónustu til að gera að- gerðir á útlendingum. En er þá ekki ráð að hreinsa fyrst upp biðlistana heima fyrir? Reglurnar veita heil- brigðisþjónustunni í hverju EES-landi fyr- ir sig aðhald} Á biðlista eftir heilsunni Á kvennafrídaginn 1975 fannst mér, þá 15 ára gamalli, áhugavert að fara niður í miðbæ og fylgjast með útifundinum. En ég var sannfærð um að þetta tilstand væri nánast óþarft. Var ekki alveg ljóst að allt yrði þetta úr sögunni þegar ég færi á vinnumarkaðinn? Varla væri launamunurinn verjandi lengur, fyrst búið var að benda á hann með óyggjandi hætti og allir virtust sammála um að hann væri óréttlátur? Varla taldi nokkur að konan ætti að sjá ein um heimilisstörfin fyrst hún starfaði líka utan heimilis? Auðvitað lýsti þessi trú mín einfeldnings- hætti unglingsins. Á tímabili virtist okkur reyndar miða ágætlega. Launamunurinn er þó enn fyrir hendi og við rekumst sífellt á dæmi um að jafn- rétti kynjanna hafi ekki verið komið á í raun. Samt virðist oft sem aðeins vanti herslumuninn. En alltaf, einmitt þegar bjartsýnin ætlar að taka völdin, slær í bakseglin. Við náum til dæmis ekki að útrýma niðurlægjandi og kvenfjand- samlegu orðbragði. Ungt fólk hefur kannski sér til afsök- unar, að vera ekki búið að átta sig á að orð eru til alls fyrst. Þess vegna þykir jafnvel sniðugt að segja hina undarleg- ustu hluti. Allt í nafni gríns og gamans og án þess að leiða nokkurn tímann hugann að því hvað sagt er, hversu öm- urleg mynd er dregin upp. Mynd af kvenfólki sem hefur aðeins það hlutverk að vera karlmönnum þóknanlegt. Og ungar konur taka sumar undir og halda að jafnrétti felist í að gera lítið úr kvenfólki, svo fremi sem þeim finnst það sjálfum í fínu lagi. Rétt eins og þær gangi inn í gamaldags hugmyndaheim með augum opin og taki meðvitaða ákvörðun um að láta hæða sig. Hann er þó ekki svo ungur að hann hafi þá afsökun, bankamaðurinn sem var spurður í Viðskiptablaðinu á dögunum um áhuga ann- arra „aðila á bankamarkaði“ á að sameinast fyrirtæki hans. Hann var drjúgur með sig, við- urkenndi vinsældirnar og kaus að taka mynd- líkingu, sem hann var augljóslega mjög ánægður með, a.m.k. teygði hann lopann þar til aulahrollurinn hafði læst sig um allan líkam- ann á meðan lesið var. Þetta sagði maðurinn á besta aldri, með fjölda fólks í vinnu: „Við erum svolítið eins og síðasta óspjallaða meyjan á útihátíð og þriðji dagur útihátíðarinnar er runninn upp, þannig að margir vilja inn í tjaldið. Það fara að verða fáir uppistandandi sem vert er að fá í svefnpokann en við erum hins vegar í þeirri stöðu að geta valið vel fyrir hverjum við myndum opna tjaldið, ef við gerum það yfirhöfuð.“ Hvað kemur manni til að taka slíka samlíkingu? Ætli þær hlæi að gríninu, ungu konurnar í höfuðstöðvum bank- ans á Akureyri? Eða var brandarinn bara ætlaður strákun- um, sem vita að þetta er bara grín? Kannski hefur bankastjórinn gert sér grein fyrir að þessi ummæli yrðu hent á lofti, en hugsað með sér að illt umtal væri skárra en ekkert. Af því bankarnir fá ekki nóg af illu umtali þessa dagana. rsv@mbl.is Ragnhildur Sverrisdóttir Pistill Óspjölluð mey á útihátíð Hlið í sandrifi gerir höfnina mögulega FRÉTTASKÝRING Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is L andeyjahöfn, hin nýja ferjuhöfn Vest- mannaeyinga, er hönn- uð út frá glufu eða hliði í sandrifinu sem liggur neðansjávar fyrir utan Landeyjas- and. Þótt Vestmannaeyjar séu ellefu kílómetrum frá ströndinni mynda þær skjól til þess að þetta hlið helst á sama stað. Engin alvöruhöfn er á suðurströnd landsins milli Þorlákshafnar og Hornafjarðar. Ástæðan er vitaskuld sú að á söndunum eru ekki hafnir frá náttúrunnar hendi. Árni Johnsen alþingismaður sagði frá því við athöfn í Bakkafjöru sl. fimmtudag, þegar skrifað var undir verksamninga um gerð Landeyja- hafnar, að hugmynd sín um ferjuhöfn í Landeyjum hafi ekki fengið miklar undirtektir þegar hann setti hana fram fyrir tíu árum. Eftir að Alþingi samþykkti þingsályktunartillögu hans fóru Gísli Viggósson og sam- starfsmenn hans hjá Siglingastofnun að skoða málið og fundu lausnina. Ekki þarf að rifja upp að Landeyja- höfn er niðurstaða margra ára um- ræðu og deilna um bót á samgöngum milli lands og Eyja og er alls ekki óumdeild framkvæmd. Fundu hliðið fljótlega Hér á landi hafa ekki áður verið gerðar hafnir á hreinum sandfjörum eins og Bakkafjöru. Þó er reynsla í að vinna með sandburð í höfnunum í Hornafirði og Grindavík. Vísindalegur undirbúningur hafn- argerðar í Bakkafjöru hefur staðið frá árinu 2000. Miklum upplýsingum hefur verið safnað um sjólag og aðrar aðstæður á þessari átta kílómetra strönd. Gísli Viggósson, forstöðu- maður rannsókna- og þróunarsviðs Siglingastofnunar, segir að fljótlega hafi þeir séð hlið í sandrifinu sem ekki breytti sér. Síðar var danska straum- mælingastofnunin fengin til ráðgjafar og aðrir sérfræðingar og eftir miklar rannsóknir, meðal annars á því hvernig hægt sé að fara með ferju í gegn um brotin og inn til hafnar og á sandburði, hafi niðurstaðan orðið sú að gera höfn nákvæmlega á þessum sama stað. Sandrifin eru einn kílómetra frá fjörunni og innan við þau er áll. Hlið eru í þessum sandrifjum með reglu- legu millibili en þau færast til og frá eftir veðri og öðrum aðstæðum. Flók- ið samspil krafta náttúrunnar veldur því að hliðið sem Gísli og félagar fundu hefur lengi haldist opið. Þar ræður miklu að Vestmannaeyjar veita skjól í ríkjandi átt. Þegar mikið brim er í suðvestanátt hækkar brim- garðurinn og botnstraumur myndast innan við hann og leitar út um hliðið. Opið er að meðaltali 6 metra djúpt en getur við vissar veðuraðstæður lækk- að í 5 metra en síðan getur dýptin orðið 7 til 8 metrar í aftaka suðvest- anbrimi sem að meðaltali kemur á 8 til 10 ára fresti. Ferjan mun rista 3,3 metra. Fylgst með sandburði Við hönnun hafnarinnar var reynt að vinna með kröftum náttúrunnar en ekki á móti þeim. Þannig eru hafn- argarðarnir látnir ná 600 metra út, en ekki alla leið út í sandrifið. Mark- arfljót er rétt austan við fyrirhugaða höfn og dælir sandi með ströndinni. Áætlað er að það flytji fram um 150 þúsund rúmmetra af efni á ári. Sand- urinn mun setjast að hafnargarð- inum. Vitað er að sandur mun berast inn í höfnina og talið víst að nauðsyn- legt reynist að dýpka höfnina þegar fram líða stundir. Hermann Guð- jónsson siglingamálastjóri segir að þótt Siglingastofnun hafi það hlut- verk að gera höfnina muni hún fylgj- ast áfram með sandburði og grípa inn í ef innsiglingin fer að grynnka.   "11A ! " +  C "A C                 RÁÐAST þarf í gríðarlega efn- isflutninga við gerð Landeyjahafnar og tilheyrandi veg. Fluttir verða rúmlega 500 þúsund rúmmetrar af grjóti í hafnargarðanna og alls lið- lega 1100 þúsund rúmmetrar af fyll- ingarefni. Samsvarar þetta því að þekkt kennileiti af þessum slóðum, fjallið Stóri-Dímon, verði flutt í heilu lagi niður í Bakkafjöru. Verktakinn, Suðurverk hf. í Hafn- arfirði, tekur grjótið úr Seljalands- heiði en annað efni af Mark- arfljótsaurum. Hlaðnir verða tveir um 600 metra langir brimvarnargarðir, út á 7 metra dýpi. Við hafnarmynnið verð- ur um 450 metra löng, um 70 metra breið og 7 metra djúp innsigling- arrenna og þrengist hún í 50 metra um 300 metrum innar. Inni í höfn- inni verður ferjubryggja og þjón- ustuhús. Vegna mikils foksands á Land- eyjasandi hefur verið unnið að um- fangsmikilli uppgræðslu á þessu svæði. FLYTJA FJÖLL ››

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.