Morgunblaðið - 29.08.2008, Blaðsíða 8
Dr. Sigurbjörn Einarsson biskup
andaðist á Landspítalanum í gær-
morgun, eftir tæplega mán-
aðarlöng veikindi, 97 ára að aldri.
Hann fæddist 30. júní 1911 á Efri-
Steinsmýri í Meðallandi, sonur
Magnúsar Kristins Einars Sig-
urfinnssonar bónda og Gíslrúnar
Sigurbergsdóttur húsfreyju.
Sigurbjörn varð stúdent frá
Menntaskólanum í Reykjavík
1931, nam almenn trúar-
bragðavísindi, klassísk fornfræði
og sögu við Uppsalaháskóla og
lauk þaðan prófi 1936. Hann lauk
cand. fil.-gráðu frá Stokkhólmshá-
skóla árið 1937 og kandídatsprófi í
guðfræði frá Háskóla Íslands árið eftir. Sigurbjörn stundaði fram-
haldsnám við Uppsalaháskóla 1939, Háskólann í Cambridge sum-
arið 1945 og framhaldsnám veturinn 1947-48, m.a. í Basel.
Sigurbjörn vígðist 11. september 1938 til Breiðbólstaðar-
prestakalls á Skógarströnd. Hann þjónaði í Hallgrímsprestakalli
1941-1944 og varð þá dósent í guðfræði við Háskóla Íslands. Hann
var skipaður prófessor í guðfræði 1949 og gegndi því starfi til
1959. Þá var hann vígður biskup Íslands og þjónaði sem slíkur til
1981. Sigurbjörn var kjörinn heiðursdoktor í guðfræði við Háskóla
Íslands 1961 og Háskólann í Winnipeg 1975. Hann var m.a. heið-
ursfélagi Prestafélags Íslands, Félags íslenskra rithöfunda og Hins
íslenska Biblíufélags.
Sigurbjörn kvæntist Magneu Þorkelsdóttur 1933. Hún lést 10.
apríl 2006. Börn þeirra eru Gíslrún kennari, Rannveig hjúkr-
unarfræðingur, Þorkell tónskáld, Árni Bergur sóknarprestur, d.
2005, Einar prófessor, Karl biskup, Björn, prestur í Danmörku, d.
2003, og Gunnar, hagfræðingur í Svíþjóð.
8 FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
DR. SIGURBJÖRN Einarsson biskup var
brautryðjandi og boðberi breytinga í íslensku
kirkjulífi, að mati guðfræðinga. Í námi sínu
erlendis kynntist hann nýjum straumum í
guðfræði og helgihaldi og flutti þá með sér
heim. Hann tengdi íslensku kirkjuna við hina
alþjóðlegu kirkju og færði þjóðkirkjuna jafn-
framt inn í nútímann, að mati dr. Hjalta
Hugasonar. Kirkjan varð virk í alþjóðlegu
samstarfi og hluti af heimskristninni. Einn
liður í því var mikil efling hjálparstarfs á veg-
um kirkjunnar.
Sigurbjörn var áhrifamikill guðfræðingur
og kennimaður sem miðlaði af fróðleik sínum
og persónulegri trú í ræðu og riti. Hann var
uppalinn í gamla bændasamfélaginu við rót-
gróna trúarhefð. Dr. Pétur Pétursson benti á
að Sigurbirni hefði tekist að gæða barnatrú
fólks nýju lífi og tengja hana við tilvist-
arspurningar mannsins. Þegar Sigurbjörn tal-
aði hlustaði þjóðin og áhrif hans náðu langt
út fyrir hóp hinna kirkjuræknu. Dæmi um
það eru hugvekjur hans í Morgunblaðinu, nú
síðast í vor, og vöktu mikla athygli.
Sigurbjörn lét af biskupsembætti 1981 og
sinnti eftir það margvíslegum störfum. Hann
fékkst m.a. við kennslu auk þess sem hann
var eftirsóttur predikari og sinnti þeirri köll-
un sinni til æviloka. Þá var Sigurbjörn af-
kastamikill á ritvellinum og liggur eftir hann
fjöldi bóka, bæði fræðibóka, þýðinga, trúar-
rita og sálma. Þá komu út margar bækur
með greinum, hugvekjum og predikunum
Sigurbjörns.
Boðberi breytinga
Kom með nýja strauma og viðhorf í guðfræði og helgihaldi Rauf einangrun kirkjunnar og efldi
tengsl hennar við umheiminn Áhrifamikill kennimaður í ræðu og riti sem glæddi trú fólks
„SIGURBJÖRN vildi kirkjunni allt hið besta og var vak-
inn og sofinn yfir hugsjón hennar og möguleikum til
þess að hafa áhrif á samfélagið. Þetta einkenndi hann,“
sagði dr. Pétur Pétursson, forseti guðfræði- og trúar-
bragðafræðideildar Háskóla Íslands og prófessor.
„Það voru átakalínur í kirkjunni þegar Sigurbjörn
kom ferskur frá námi í útlöndum. Þar fylgdist hann með
sænskri guðfræði og hafði tengsl víðar. Hann kom með
ný sjónarmið, braut upp átakafylkingar í kirkjunni,
skapaði nýjan grundvöll og laðaði til sín unga menn úr
báðum fylkingum.“ Pétur sagði að Sigurbirni hefði tekist að gæða
barnatrú fólks og gömlu lúthersku trúarhefðina nýju lífi. „Hann gaf nýja
kjölfestu í hina sígildu kristnu hefð og endurlífgaði hana eftir átökin, rótið
og ruglið sem varð í kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar.“
Kom með ný sjónarmið
„Í FYRSTA lagi var hann pabbi Rannveigar vinkonu
minnar sem var með mér í barnaskóla og ég mat hann
alltaf eftir því,“ sagði séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir sem
Sigurbjörn vígði til prests 1974, fyrsta íslenskra kvenna.
„Í öðru lagi var hann kennari minn í guðfræðideildinni
sem alltaf lét renna saman skýra útskýringu í kennslu
sinni á guðfræðilegum hugtökum og djúpa og hlýja um-
fjöllun um persónulega trú og áhuga og vinsemd á okkur
stúdentunum. Í þriðja lagi vígði hann mig til prests og
það tók okkur langan tíma, nokkur ár með mörgum sam-
tölum um guðfræði, að ná þessari niðurstöðu sem bæði skipti sköpum fyrir
okkur og alla kirkjuna.“ Auður kvaðst meta mest við Sigurbjörn þá guð-
fræði sem hann boðaði. „Ég tel að það sé það mikilvægasta sem þjóðin þarf
á að halda – skýr og heit guðfræði.“
Skýr og heit guðfræði
DR. Hjalti Hugason, prófessor í kirkjusögu við guðfræði-
og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands, telur að nám
Sigurbjörns Einarssonar í útlöndum hafi ráðið miklu um
áherslur hans í boðun og starfi. Hann hafi öðrum fremur
eflt alþjóðleg tengsl íslensku kirkjunnar á sínum tíma og
rofið ákveðna einangrun sem kirkjan hafði búið við.
Hjalti sagði að Sigurbjörn hefði unnið að því sem guð-
fræðingur, prestur og síðar biskup að veita nýjum
straumum inn í kirkjulífið. „Það sem kemur sérstaklega
í hugann í því sambandi eru störf hans á sviði helgisiða
og messuforms. Hann lagði grunn að því að messuform íslensku kirkjunnar
var endurskoðað og fært til upprunalegs og samkirkjulegs forms.“
Rauf einangrun kirkjunnar
„MEÐ herra Sigurbirni Einarssyni biskupi er genginn
mikilhæfur trúarleiðtogi og djúpvitur hugsuður, sem
hafði með orðræðu sinni og framgöngu meiri og var-
anlegri áhrif á íslenskt trúarlíf og þjóðfélag en flestir Ís-
lendingar fyrr og síðar,“ segir í yfirlýsingu sem Geir H.
Haarde forsætisráðherra gaf út í gær. „Allt til hinstu
stundar var hann einlægur og virkur í þeirri köllun sinni
að efla trúarvitund Íslendinga og mikilvægi kristinnar
trúar í daglegu lífi. Prédikanir herra Sigurbjörns bera
vott um innsæi hans og sálmar hans og bænir snerta
streng í hjarta sérhvers kristins manns. Við andlát hans er Íslendingum
efst í huga þakklæti fyrir það sem hann veitti þjóð sinni. Hans er minnst
sem ástsælasta andlega leiðtoga þjóðarinnar á síðari tímum.
Ég færi ástvinum herra Sigurbjörns einlægar samúðarkveðjur rík-
isstjórnar Íslands og þjóðarinnar allrar.“
Mikilhæfur trúarleiðtogi
REYKJAVÍKURBORG mun taka yfir verkefni
Straumhvarfa, átaksverkefnis við geðfatlaða á
vegum ríkisins, um uppbyggingu þjónustu og hús-
næðis í borginni. Þjónustusamningur þess efnis
var undirritaður í Þjóðmenningarhúsi í gærdag.
Samhliða skrifuðu Hanna Birna Kristjánsdóttir
borgarstjóri og Jóhanna Sigurðardóttir félags- og
tryggingamálaráðherra undir viljayfirlýsingu um
að borgin taki að sér framkvæmd allrar þjónustu
við geðfatlaða í byrjun næsta árs.
„Þetta er viðamesta verkefni sem ríkið flytur
yfir til sveitarfélaga á sviði þjónustu við geðfatl-
aða,“ sagði Jóhanna í ávarpi sínu og einnig að með
því væri undirstrikaður vilji og áform ríkisstjórn-
arinnar um flutning málefna fatlaðra frá ríki til
sveitarfélaga, með áherslu á að færa þjónustuna
nær notendunum, færa sveitarfélögum aukin
verkefni og efla sveitarstjórnarstigið.
Reykjavíkurborg yfirtekur m.a. verkefni
Straumhvarfa um uppbyggingu húsnæðis og
þjónustu og verður framkvæmdum flýtt um eitt
ár og lýkur á næsta ári í stað ársins 2010. Með því
leysist vandi 44 geðfatlaðra einstaklinga sem
hingað til hafa m.a. búið á stofnunum eða hjá að-
standendum.
Ráðherrann tók ennfremur fram að það sem
mestu máli skipti væri að þjónustan væri á einni
hendi, samþætt og þar með aðgenilegri fyrir not-
endur. „Þannig sé unnt að rjúfa einangrun, efla
sjálfstæði fólksins og virkja reynslu þeirra og
þekkingu til batahvetjandi viðfangsefna.“
Félags- og tryggingamálaráðuneytið mun á
samningstímanum verja 850 milljónum króna í
stofnkostnað og rekstur vegna þeirra verkefna
sem borgin mun sinna samkvæmt þjónustusamn-
ingnum. andri@mbl.is
Borgin yfirtekur verkefni
Reykjavíkurborg byggir upp húsnæði og þjónustu fyrir geðfatlaða í borginni
Borgin tekur að sér framkvæmd allrar þjónustu við geðfatlaða í byrjun næsta árs
Morgunblaðið/Ómar
Undirritun Jóhanna Sigurðardóttir og Hanna Birna
Kristjándóttir skrifa undir samninga í gærdag.
„ÞETTA gerir okkur vonandi lífið
léttara, nú þurfum við ekki að beina
spjótum okkar í allar áttir, heldur
að einum aðila,“ segir Sveinn
Magnússon, framkvæmdastjóri
Geðhjálpar. Hann fagnar færslu
verkefna frá ríki til sveitarfélaga,
enda baráttumál félagsins í lengri
tíma.
Sveinn segir greinilegt að við-
horfsbreyting sé að verða í sam-
félaginu til geðsjúkra, en það er
hópur sem setið hefur á hakanum
um langa hríð. „Og við vonumst
raunar til þess að geta lagt niður
spjótin áður en langt um líður, en
það segi ég vegna þess að í bígerð
er að koma á formlegu samstarfi
milli velferðarsviðs Reykjavík-
urborgar og hagsmunaaðila, líkt og
Geðhjálpar, sem starfa með geð-
sjúkum á hverjum degi. Það verður
gríðarleg breyting frá því sem ver-
ið hefur.“
Spjótum beint
að einum aðila
Morgunblaðið/RAX
Sigurbjörn Einarsson
Hjónin Sigurbjörn Einarsson
og Magnea Þorkelsdóttir.
Morgunblaðið/Sverrir