Morgunblaðið - 29.08.2008, Blaðsíða 19
matur
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 2008 19
Swopper vinnustóllinn
www.eirberg.is 569 3100 Stórhöfða 25
Laxahrogn eru mjög falleg á diski, afþví að þau eru stór og gaman aðhafa þau sem skraut með fiski-réttum. Þau lyfta upp diskinum,“
segir Hrafnkell Sigríðarson, kokkur á veit-
ingahúsinu Við tjörnina.
„Hingað til hefur ekki verið litið mikið á
laxahrogn sem fæðu, en það er hægt að gera
heilmikið með þau. Við höfum til dæmis bundið
laxahrogn inn í heitreykta laxamús og það
kemur viðskiptavinunum skemmtilega á óvart
þegar hrogn leynast inni í músinni.
Það sem skiptir mestu máli er að það þarf
fyrst og fremst að læra að verka hrognin. Hér
Við tjörnina vinnum við laxahrognin til dæmis
í saltlegi eða pækli, sem gerir það að verkum
að þau eru sölt og springa uppi í munninum.
Við vinnslu á einum sekk af laxahrognum
skal hafa um 250 grömm af salti og þrjá lítra af
vatni við stofuhita. Saltið er leyst upp í vatninu
í stórri skál, þannig er búinn til saltpækill.
Sekkurinn er síðan hreinsaður undir köldu
vatni, allt blóð og annað skolað af og það þarf
að passa að rjúfa ekki himnuna. Hrognin eru
síðan lögð í saltpækilinn og látin liggja í hálf-
tíma. Sekkurinn er tekinn úr pæklinum, en
geyma skal pækilinn þar til síðar. Hrognin eru
skoluð undir volgu vatni. Himnan er toguð af
hrognunum og þau síðan skoluð í sigti undir
köldu vatni til að leysa þau hvert frá öðru og til
að ná allri himnunni af. Hrognin eru síðan lögð
aftur í saltpækilinn í 10–15 mínútur, eða þar til
að þau verða glær. Svo eru þau skoluð aftur og
síðan lögð í ílát fyrir geymslu og geymd í kæli í
1–2 vikur.“
Sítruslax með hrognum
Góður biti af lax
hrogn
safi úr sítrónu
kóríander til skrauts
Laxinn skorinn í þunnar sneiðar og bleyttur
í sítrónusafa. Laxasneiðin vafin um hrognin og
skreytt með kóríander. Gott er að væta rúll-
una með sojasósu áður en neytt er.
Reykt laxamús og laxahrogn
200 g reyktur lax, roðlaus og án beina
50 g laxahrogn
100 g sýrður rjómi
1 matarlímsblað
100 g rjómi
salt og pipar eftir smekk
Matarlímsblaðið er mýkt í köldu vatni og
síðan leyst upp í svolitlu heitu vatni. Laxinn er
settur í matvinnsluvél ásamt sýrða rjómanum
og blandað vel saman. Rjóminn er hálfþeyttur
eða þar til að hann myndar mjúka toppa.
Rjómanum og laxablöndunni er blandað var-
lega saman og smakkað til með salti og pipar.
Hrognunum blandað saman við og einnig not-
uð til skreytingar. Gott er að bera músina fram
með eða á ristuðu brauði.
Stökksteiktur lax með sítrónu,
dill og laxahrognasmjörsósu
Lax (u.þ.b. 200 g á mann)
smjör til steikingar
Sósa miðuð við einn:
20 g hrogn
40 ml hvítvín
10 g ferskt dill
safi úr ¼ sítrónu
30 g kalt smjör
Laxinn er skorinn í hæfilega skammta og
kryddaður með salti og pipar. Pannan er hituð
með smjöri og laxinn steiktur upp úr smjörinu
í u.þ.b. 2 mínútur á hvorri hlið, en fer þó eftir
stærð. Laxinn er því næst færður af pönnunni
og hvítvínið sett út á og suðan látin koma upp.
Sítrónusafanum og dillinu bætt í. Pannan er þá
tekin af hitanum og köldu smjörinu hrært út í,
þá er hrognunum bætt saman við og rétturinn
borinn fram.
khk@mbl.is
Morgunblaðið/G. Rúnar
Vandar sig Hrafnkell nostrar við laxahrognin sem gleðja augað ekki síður en bragðlaukana.
Leynir á sér Reykt laxamús og laxahrogn
koma skemmtilega á óvart.
Laxahrogn eru herramannsmatur
Í sumar hafa veiðimenn verið
að moka upp laxi í stórum stíl og
víst er að mörgum finnst hann
gómsætur. En laxahrogn eru
ekki síður herramannsmatur og
full ástæða til að nýta þau til
matar. Hrafnkell Sigríðarson
sem vinnur á veitingastaðnum
Við tjörnina, er manna
flinkastur að töfra fram laxa-
hrognaljúfmeti.
Fyrir sælkera Stökksteiktur lax með sítrónu, dill og laxa-
hrognasmjörsósu, bráðnar í munni þeirra sem hann smakka.
Freistandi Sítruslax með hrognum kann að vera einfaldur í framreiðslu,
en er samt sannkallað hnossgæti fyrir bæði augu og bragðlauka.
VÍSINDAMENN við háskólann í
Bristol hafa nú sannað að ölaugun
svonefndu eru ekki bara mýta. Eft-
ir að hafa neytt áfengis finnst okk-
ur annað fólk meira aðlaðandi en ef
við hefðum sleppt vínsopanum. Það
eru þá ekki einungis einstaklingar
af gagnstæðu kyni sem fá mildari
dóm eftir áfengisneysluna heldur
líka fólk af sama kyni.
Rannsóknin var gerð á 84 gagn-
kynhneigðum háskólanemum sem
ýmist voru látnir drekka óáfengan
sítrusdrykk eða sams konar drykk
blandaðan með vodka sem jafngilti
að styrkleika stóru hvítvínsglasi.
Korteri eftir drykkjuna voru
þátttakendur látnir skoða myndir
af 40 háskólanemum af báðum
kynjum. Þeir karlar, jafnt sem þær
konur, sem höfðu neytt áfengis,
mátu fólkið á myndunum laglegra
en áfengislausi samanburðarhóp-
urinn gerði. „Myndarleikinn jókst
um rúmlega 10%,“ hefur vefmiðill
MSNBC eftir sálfræðingnum
Marcus Mufano við háskólann í
Bristol. Þátttakendur í rannsókn-
inni voru einnig látnir leggja mat á
í hvernig skapi þeir væru og við þá
mælingu var enginn munur á hóp-
unum. „Það bendir til þess að áhrif-
in hafi ekki verið til komin vegna
skapbreytinga.“
Það kom vísindamönnunum veru-
lega á óvart að fegurðarmat þeirra
sem neytt höfðu áfengisins virtist í
engu tengt kynhneigð þeirra. „Það
hafa allir heyrt um ölaugun, sagði
Mufanu. En sumar niðurstöður
okkar benda til þess að hér sé eitt-
hvað meira á seyði.“
Næsta skref vísindamannanna
verður því að kanna hvort áfengi
hafi þau áhrif að láta allt í umhverfi
okkar virka fallegra.
Reuters
Bjórsopa? Neysla áfengis fær okk-
ur til meta fólk laglegra en ella.
Mjöðurinn fegrar ókunnuga