Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 2008næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Morgunblaðið - 29.08.2008, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 29.08.2008, Blaðsíða 37
Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 2008 37 FÖSTUDAGUR 29.ÁGÚST Budvar kynnir dagskrána i dag • kL 12.15 Ingólfsnaust – Hádegisjazz í Ingólfsnausti. Frítt • kL 18 Iðnó /uppi – JAZZ QUIZ! Frítt Hvenær veit maður eitthvað um jazz og hvenær veit maður ekkert um jazz? Er nauðsynlegt að vita eitthvað um jazz? Vernharður Linnet og Pétur Grétarsson hafa sett saman spurningalista sem lið jazzleikara og jazzáhugamanna spreyta sig á. Ótrúleg verðlaun í boði. • KL 20 Fríkirkjan – Mógil / Theo Bleckman solo Kr2500 Söngkonan Heiða Árnadóttir og félagar hennar hafa sérstök tengsl við timburkirkjur stórar sem smáar og þess vegna er Fríkirkjan tilvalin fyrir tónleika þeirra. Plata Mógil kemur út á Radical Duke merkinu í sumar. Heiða Árnadottir söngur, Ananta Roosens fiðla og söngur, Hilmar Jensson gítar og Joachim Badenhorst klarinettur og saxófónar. Theo Bleckman er samkvæmt erlendu pressunni nýfallinn af himnum ofan.Tónlist hans er allt í senn viðkvæm og ágeng, á gömlum merg og utan úr óravíddum, en umfram allt: “ávallt í tengslum við hlustandann.” • KL 22 Organ – Jóel Pálsson Varp, Tríó Ómars Guðjónssonar: Fram af Kr2200 Tveir glæsilegustu (og best klæddu) fulltrúrar íslenskrar jazztónlistar leiða hljómsveitir sínar í gegnum skemmtileg lög og ófyrirsjáanlegan spuna. Jóel vann Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir plötu sína Varp 2006 og nýjasta plata Ómars var að koma út, en þar fer hann fram af brúninni með tríói sínu. Nokkrir af bestu jazztónlistarmönnum landsins skipa hljómsveitir þessarra heiðursmanna. Hilmar Jensson, Davíð Þór Jónsson,Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson, Matthías Hemstock, Þorgrímur Jónsson. • KL 23 Bítbox á Glaumbar. Jam Session Frítt N O R R Æ N A H Ú S I Ð V O N A R S A L U R IÐ N Ó F R ÍK IR K J A N H Á S K Ó L A B ÍÓ N A S A F R ÍK IR K J A N REYKJAVÍK G L A U M B A R G L A U M B A R V O N A R S A L U R IN G Ó L F S N A U S T H Á S K Ó L A B ÍÓ w w w .m id i.i s PO RT hö nn un Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is ■ Fimmtudag. 4. september kl. 19.30 Upphafstónleikar - Vadim Repin Starfsár Sinfóníuhljómsveitar Íslands byrjar með glæsibrag. Einhver skærasta einleikaraheimsins sækir hljómveitina heim og leikur einn dáðasta fiðlukonsert allra tíma. Stjórnandi: Rumon Gamba Einleikari: Vadim Repin Pjotr Tsjajkovskíj: Fiðlukonsert Pjotr Tsjajkovskíj: Rómeó og Júlía, forleikur Vincent d'Indy: Sinfónía nr. 2 Endurnýjun áskriftarkorta stendur nú yfir. Áskrifendur síðasta árs hafa forkaupsrétt á sætum sínum til 5. september. Sala á stökum miðum, nýjum áskriftum og Regnbogaskírteinum hefst 1. september. Stormasöm ævi MICHAEL lak sjálfur til fjölmiðla þeirri lygasögu að hann svæfi í súr- efnishylki. Þetta gerði hann til að vekja athygli á stuttu söngvamyndinni Captain EO sem hann lék í undir leikstjórn Francis Ford Coppola. Hann lak því einnig til fjölmiðla um miðjan 9. áratuginn að hann hefði keypt bein Fílamannsins. Fljótlega fór það að festast við Michael að hann væri stórskrítinn. Mich- ael áttaði sig á mistökunum sem hann hafði gert og hætti að búa til lygasög- ur til að komast í blöðin, en slúðurmyllan var farin af stað og fjölmiðlarnir fóru að búa til sínar eigin sögur um uppátæki söngvarans. Michael Joseph Jackson kom í þennan heim 29. ágúst 1958. Poppkonungurinn fíngerði er fimmtugur í dag. Ekki hafa borist fréttir af neinum meiri háttar hátíðahöldum en síðast sást til hans í Las Vegas í gær. Á þessum merku tímamótum er ekki úr vegi að líta yfir skrautlegan og á köflum sorglegan feril söngvarans sem meðal annars hefur unnið það afrek að eiga söluhæstu plötu í heimi, en Thriller seldist árið 1982 í 108 milljónum eintaka, en til samanburðar seldist Sergant Pepper’s Lonely Hearts Club band „aðeins“ í 32 milljónum eintaka. Umdeildur poppsnillingur Michael Jackson 50 ára Í dag Jackson árið 2008. Thriller Mest selda plata allra tíma. Ungur og flottur Í Jackson 5. Tónlistin  Michael var sá sjöundi í hópi níu systkina. Hann hefur sagt frá lík- amlegu og andlegu harðræði sem hann varð fyrir af hálfu föður síns.  Árið 1979 braut Jackson á sér nef- ið í flóknu dansatriði og fór í aðgerð á nefi sem bar takmarkaðan árangur og olli honum öndunarvandræðum.  Michael slasaðist alvarlega við tökur á Pepsi-auglýsingu árið 1984. Fyrir slysni kviknaði í hárinu á hon- um út frá skrauteldum og hann fékk annars stigs bruna á hársverðinum. Eftir sjúkrameðferð við brunanum fór Michael í sína þriðju nefaðgerð.  Árið 1986 fór Michael í enn eina nefaðgerðina og lét einnig gera á sig hökuskarð til að gera sig karlmann- legri.  Húðin á Michael fór að lýsast á fyrri hluta 9. áratugarins. Að eigin sögn greindist hann um miðjan 9. áratuginn með sjúkdóma sem höfðu áhrif á litarfrumur auk þess sem meðferð við sjúkdómunum á að hafa gert húðina enn ljósari.  Þrettán ára drengur ásakaði Michael um kynferðislega misnotk- un árið 1993. Ásakanirnar komu Michael verulega úr jafnvægi, hann batt enda á tónleikaferðalag og varð háður lyfjum. Hann fór í afvötnun og hóf síðar samband við Lísu Marie Presley.  Michael náði sátt við drenginn og fjölskyldu hans og greiddi þeim og lögfræðingum þeirra 22 milljónir bandaríkjadala í janúar 1994.  Michael og Lisa Marie Presley höfðu gifst í leyni 1993 en skildu tveimur árum síðar, í góðu.  Árið 1997 giftist Michael hjúkr- unarfræðingnum Deborah Jeanne Rowe og eignaðist með henni soninn Michael Joseph Jackson Jr., sem fékk gælunafnið Prince, og dótt- urina Paris Michael Katherine Jack- son. Þau Deborah skildu 1999 og Michael fékk fullt forræði yfir börn- unum.  Michael eignaðist soninn Prince Michael Jackson II, sem fékk gælu- nafnið Blanket, árið 2002. Enn er ekki ljóst hver er móðir drengsins. Í nóvember sama ár gerði Michael allt vitlaust í fjölmiðlum þegar hann hélt kornabarninu í skamma stund fram af svölum á hótelherbergi sínu.  Árið 2003 var Michael aftur kærð- ur fyrir kynferðislega misnotkun á dreng. Réttarhöldum lauk loks árið 2005 og var Michael sýknaður af öll- um ákæruliðum. Skapaði sjálfur ímynd sérvitringsins 1965 Michael er 11 ára þegar hann gengur til liðs við fjölskylduhljómsveit- ina Jackson Brothers Group sem eft- irleiðis hét Jackson 5. 1969 Smáskífan „I Want You Back“ fer í fyrsta sæti. „ABC“, „The Love you Save“ og „I’ll Be There“ fylgja á eftir og gera allt vitlaust. 1971-1975 Michael gefur út fjórar sóló- plötur. Tvær fyrstu ganga ágætlega en seinni tvær lentu í 92. og 101. sæti vest- anhafs. 1979 Platan Off the Wall slær í gegn með fjórum lögum sem komast í topp-10. 1982 Thriller skellur á heimsbyggðinni. Platan var 80 vikur í topp-10 og 37 vik- ur í efsta sæti Billboard-listans. 1985 Michael tekur þátt í að semja lag- ið „We are the World“. 1987 Platan Bad kemur út. Fimm lög komast í topp-10. 1988 Sjálfsævisaga Michaels, Moon- walk, kemur út. 1991 Platan Dangerous kemur út 1995 HIStory platan kemur út með blöndu af nýju og gömlu efni. 1997 Blood on the Dance Floor platan kemur út. 2001 Platan Invincible kemur út.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 235. tölublað (29.08.2008)
https://timarit.is/issue/286907

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

235. tölublað (29.08.2008)

Aðgerðir: