Morgunblaðið - 29.08.2008, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 2008 11
FRÉTTIR
„ÞETTA er þriðja árið mitt,“ segir
Sigrún Gunnlaugsdóttir, kennari á
eftirlaunum, sem starfar á frí-
stundaheimilinu Selinu við Mela-
skóla í Vesturbænum. „Ég byrjaði í
Sæmundarskóla því langömmu-
barnið mitt, sem var í skóla þar,
komst ekki að á frístundaheimilinu.
Þá fengum við í fjölskyldunni þá
góðu hugmynd að ég byrjaði að
vinna þarna svo hún kæmist að,“
segir Sigrún brosandi.
„Mér finnst alltaf jafn skemmti-
legt að umgangast krakka,“ segir
Sigrún og bætir við að aldur og
reynslan af kennarastarfinu komi
að góðum notum á frístundaheim-
ilinu. Það sem helst sé hægt að setja
út á sé aðstaðan, en Selið er til húsa
í bráðabirgðakennslustofum á lóð
Melaskóla.
Svanhildur Helgadóttir, nemi í
japönsku við Háskóla Íslands og
menntaður kennari, starfar einnig í
Selinu. „Þetta er rosalega fínt, sér-
staklega með skóla,“ segir hún en
viðurkennir að ákveðin hugsjóna-
mennska ráði líklega för hjá mörg-
um sem ráða sig í störf á frístunda-
heimilunum. Svanhildi finnst
skemmtilegast að vera úti með
börnunum, en þar fara þau gjarnan
í ýmsa leiki. „Dimmalimm er vin-
sælust. Ég fór í þann leik á hverjum
degi í fyrravetur,“ segir hún hlæj-
andi.
Skemmti-
legt starf
Langömmur og
háskólanemar á
frístundaheimilum
„ÞETTA eru tvö aðskilin fyrirtæki
og því óheppilegt að fjallað sé um
gjaldþrot Edens,“ segir Arnþór Jón
Egilsson, rekstrarstjóri Edens í
Hveragerði. Morgunblaðið greindi
frá því í gær að Eden ehf. hefði ver-
ið tekið til gjaldþrotaskipta.
Arnþór Jón segir að fyrirtækið
sem varð gjaldþrota hafi aðeins átt
húsnæðið og lóðina og hafi raunar
skipt um nafn fyrir nokkrum mán-
uðum. Rekstrarfélagið beri hins
vegar nafnið Eden – rekstur.
Arnþór Jón vonar að umfjöllun
um gjaldþrot Edens verði ekki til
þess að Íslendingar hætti við að aka
austur „því reksturinn er í fullum
gangi og við hvergi nærri því að
leggja árar í bát“. Hann segir
rekstur Edens í sumar hafa gengið
afar vel og staðurinn verið vel sótt-
ur. Í vetur verði svo gert enn betur,
meðal annars er stefnt að því að
efla vöruúrval. andri@mbl.is
Áfram rekst-
ur í Eden
FRÉTTASKÝRING
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur
elva@mbl.is
„MINNA skutl og fleiri gæðastund-
ir er það sem stefna Sjálfstæð-
isflokksins skilar reykvískum fjöl-
skyldum,“ sagði Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson, þáverandi leiðtogi
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík,
um fjölskyldumál á kosningafundi
með fréttamönnum fyrir borgar-
stjórnarkosningarnar 2006. Í þenn-
an streng tók líka Hanna Birna
Kristjánsdóttir borgarstjóri í grein
í Morgunblaðinu í apríl 2006.
„Reykjavíkurborg verður að koma
til móts við óskir fjölskyldna um
aukna samfellu í skólastarfi og tóm-
stundum,“ segir í greininni. Fjöl-
skyldur verði að hafa tækifæri til
þess að ljúka skóla- og tómstunda-
starfi innan hefðbundins vinnutíma
og geti akstursþjónusta fyrir börn
innan hverfis leyst vanda margra.
Framsóknarmenn settu fjölskyld-
una líka á oddinn í kosningabarátt-
unni og lögðu áherslu á „samþætt-
ingu bóknáms, íþrótta, listnáms og
tómstunda í samfelldum skóladegi“.
Ánægja með starfið
Nú tveimur og hálfu ári síðar
virðast þessi háleitu markmið langt
undan. Nokkuð er í land með að
takist að fella saman tómstunda- og
skólastarf og mestu vandræði eru
víða með að manna í störf á frí-
stundaheimilum borgarinnar. Sam-
kvæmt upplýsingum íþrótta- og
tómstundaráðs, sem rekur frí-
stundaheimili borgarinnar bíða um
1.700 börn í borginni þess að fá
pláss á heimilunum, en um 1.200
börn hafa þegar hafið dvöl.
Víst er að sprenging hefur orðið í
eftirspurn eftir þjónustu frístunda-
heimila undanfarin ár. Soffía Páls-
dóttir, skrifstofustjóri tómstunda-
mála hjá ÍTR, bendir á að
árið 2004 hafi verið sótt um pláss
á frístundaheimili fyrir að meðaltali
30% barna í 1-4. bekk. Árið 2007
hafi hlutfallið verið komið upp í
50%.
Spurð um skýringar á þessu seg-
ir Soffía að þar ráði sennilega ým-
islegt, m.a. aðstæður fólks og sam-
félagsþróunin. Efnahagsástandið
undanfarin ár kunni að hafa leitt til
aukinnar vinnu fólks. „En svo tel ég
líka að við bjóðum góða þjónustu.
Börnunum líður vel hjá okkur, það
sýna kannanir,“ segir hún.
Soffía segir að undanfarið ár hafi
verið unnið að því reyna að sam-
þætta betur tómstundastarf barna
þannig að hægt sé að ljúka því inn-
an hefðbundins vinnutíma. „Við eig-
um heilmikið verk eftir þarna,“ seg-
ir hún. Verkefnið sé hins vegar
ótrúlega flókið. Nefna megi að tóm-
stundafélögin glími mörg hver við
manneklu og eigi í sumum tilfellum
erfitt með að fá fólk til starfa fyrr á
daginn. Þá hafi vegalengdir milli
staða í Reykjavík áhrif og geri
þetta þyngra í vöfum. „Því miður
finnst okkur þetta vinnast hægar
heldur en við vonuðumst til,“ segir
Soffía.
Aukin ásókn foreldra í pláss á frí-
stundaheimilum og tómstundastarf
á dagtíma leiðir hugann að skil-
greiningu skóladags barnanna. Í
vor lagði Oddný Sturludóttir, borg-
arfulltrúi Samfylkingar, fram til-
lögu í borgarstjórn þess efnis að
skóla- og frístundastarf yngstu
barnanna yrði fléttað saman og frí-
stundastarfið yrði hluti af stunda-
skrá barnanna. Litið yrði þannig á
að skóladagur yngstu barnanna
stæði frá morgni og til klukkan 17.
Lenging skóladagsins skoðuð
Spurður um mönnunarvandanna
á frístundaheimilum borgarinnar,
segir Kjartan Magnússon, formað-
ur ÍTR, að unnið sé að því hörðum
höndum hjá borginni að leysa hann.
Samþykkt hafi verið að skipa hóp
embættismanna sem eigi að fara yf-
ir þessi mál og það verði gert á
næstunni í nánu samráði við kjörna
fulltrúa. M.a. eigi að skoða hvernig
samnýta megi betur starfsfólk
grunnskóla og frístundaheimila.
Kjartan segir jafnframt að leng-
ing skóladagsins sé ein af þeim hug-
myndum sem séu til skoðunar.
Skutlið ekki úr sögunni
Stefna um samþætt skóla- og tómstundastarf barna enn ekki náð fram að ganga
Skýrir meiri vinna foreldra aukna eftirspurn eftir plássum á frístundaheimilum?
Morgunblaðið/Ásdís
Bið Um 1.700 börn í borginni hafa enn ekki fengið pláss á frístundaheimili, en um 1.200 börn hafa komist að. Margir foreldrar eru áhyggjufullir.
Hvað eru frístundaheimili?
Þau eru starfrækt við alla grunn-
skóla Reykjavíkur. Frístundaheimilin
bjóða upp á ýmiss konar tómstunda-
starf þegar hefðbundnum skóladegi
6-9 ára barna lýkur. Fólk sem hefur
barn sitt á frístundaheimili fimm
daga vikunnar greiðir 8.365 krónur á
mánuði fyrir dvölina. Síðdegishress-
ing kostar 2.150 krónur á mánuði.
Hverjir starfa þar?
Starfsfólkið kemur úr ýmsum áttum.
Sumir hafa lokið háskólaprófi, en
einnig starfa á heimilunum fram-
halds- og háskólanemar og fólk á
eftirlaunaaldri. Flest störfin á frí-
stundaheimilunum eru hlutastörf og
hefur því verið haldið fram að það
skýri að hluta hversu illa hefur geng-
ið undanfarin ár að manna störfin.
Hvar eru frístundaheimilin?
Gert er ráð fyrir að frístundaheimilin
séu staðsett í skólahúsnæðinu og
hafi eina heimastöð, svokallað
„hjarta“ frístundaheimilisins. Einnig
er leitast við að hafa samráð í hverj-
um skóla fyrir sig um samnýtingu á
húsnæði sem ekki er í notkun hverju
sinni, s.s. sérgreinastofur, íþróttasal,
hátíðarsal o.s.frv.
S&S
Á ÍSLANDI þarf
að efla umræðu
um gildi þess
starfs sem börn
sinna eftir að
hefðbundnum
skóladegi lýkur.
Þetta segir
Vanda Sigur-
geirsdóttir, lekt-
or í tómstunda-
og félagsmála-
fræðum hjá Háskóla Íslands –
menntavísindasviði. Núorðið dvelst
meirihluti íslenskra skólabarna á
yngsta skólastiginu á frístunda-
heimili eftir skóla, en þar eyða börn-
in gjarnan um 3-4 klukkustundum á
dag. Vanda segir að spyrja þurfi
hvert eigi að vera eðli starfsins, til
dæmis hversu stór hluti tímans eigi
að fara í frjálsan leik og hversu mik-
ill hluti í skipulagt starf. Svo virðist
sem ekki ríki sami metnaður þegar
kemur að skipulagningu tíma
barnanna eftir að hefðbundnu
skólastarfi er lokið. „Hvers vegna
gerum við ekki betur og höfum jafn
mikinn metnað fyrir tímanum á frí-
stundaheimilunum?“ spyr Vanda.
Meðal þeirra sem koma til starfa
á frístundaheimilum eru tómstunda-
fræðingar, en nám í greininni hefur
verið í boði á Íslandi í sjö ár og
áhuginn verið mikill. Nú er það
bæði kennt á BA-stigi og á meist-
arastigi. Námið veitir sérþekkingu
til starfa á sviði tómstunda- og fé-
lagsmála, en markmiðið er að nem-
endur fái heildarsýn á þá starfsemi
sem fer fram í frítíma fólks á öllum
aldri. Einkum er sjónum beint að
starfi með börnum og ungu fólki.
Margir nemar í tómstundafræð-
um vinna í hlutastarfi á frístunda-
heimilum. Vanda segir að reynsla af
starfi á frístundaheimilum auðveldi
fólki að komast inn í námið.
Frjáls leikur eða
stíft skipulag?
Vanda
Sigurgeirsdóttir
Eftir Júlíus G. Ingason
Vestmannaeyjar | Slökkvilið Vest-
mannaeyja var kallað út í gærmorg-
un að einbýlishúsi við Höfðaveg. Til-
kynnt hafði verið að reykur kæmi út
um glugga í kjallara hússins. Blað-
burðarfólk Morgunblaðsins tilkynnti
reykinn og gerði gott betur því Sig-
urður Guðmundsson blaðberi fór inn
í húsið og bar brennandi pott út úr
því til að forðast frekari skemmdir.
Sigurður ber út í hverfinu ásamt
unnustu sinni, Sigrúnu Sigmarsdótt-
ur. Hún segist hafa orðið vör við
reykinn áður en þau komu að hús-
inu. „Ég var að klára húsin hérna of-
ar í götunni þegar ég sá reykinn og
fór að kanna málið. Þá mættumst við
Siggi enda hafði hann líka séð reyk-
inn og við hringdum strax í Neyðar-
línuna.“
Segir ekki upp áskriftinni
Sigurður segist hafa reynt að
opna dyrnar en þær voru læstar.
„Ég vissi að það væru framkvæmdir
við húsið og þegar ég sá reykinn
datt mér fyrst í hug að það væri ver-
ið að saga eitthvað við húsið. En
þegar ég kom að húsinu sá ég að
þetta var eitthvað alvarlegra og í því
kemur dóttir húseigandans og opnar
dyrnar fyrir mig. Ég sá pottinn, reif
eldahelluna úr sambandi og fór með
logandi pottinn út,“ sagði Sigurður
en lögreglan kom og slökkti í pott-
inum áður en slökkviliðið kom og
reykræsti húsið.
Litlar skemmdir urðu á húsinu,
aðallega reykskemmdir í kjallaran-
um, en eigandi hússins, Eyjólfur
Guðjónsson, var blaðberunum þakk-
látur. Eyjólfur hefur verið áskrif-
andi Morgunblaðsins í fjölmörg ár
og þótt ekki hafi staðið til að breyta
því segist hann ekki ætla að segja
upp áskriftinni eftir þetta.
Blaðberar Morg-
unblaðsins komu í
veg fyrir stórtjón
Morgunblaðið/Júlíus G. Ingason
Í Eyjum Sigrún og Sigurður eru útsjónarsamir blaðberar Morgunblaðsins.
NEYTENDASTOFA hefur bannað
fyrirtækinu Celsus ehf. að nota þá
fullyrðingu í auglýsingum sínum á
sólarvörninni Proderm, að hún
veiti sex klukkustunda vörn óháð
svita, sandi, sjó, leik og hand-
klæðaþurrkun. Telur Neyt-
endastofa að umrætt fullyrðing
brjóti gegn ákvæðum laga um eft-
irlit með óréttmætum við-
skiptaháttum og gagnsæi mark-
aðarins.
Fyrirtækið Beiersdorf ehf., sem
er í samkeppni við Celsus, kvartaði
til Neytendastofu. Í erindi fyrirtæk-
isins segir m.a. að það sé beinlínis
hættulegt að fullyrða að varan veiti
sex klukkustunda vörn. Celsus vís-
aði hins vegar í rannsóknir máli
sínu til stuðnings.
Neytendastofa tók fram í úr-
skurði sínum að fullyrðing Celsus
væri villandi enda haldist ekki sami
varnarstuðull í sex klukkustundir,
s.s. eftir sjóböð.
Falskt öryggi
auglýsingar