Morgunblaðið - 29.08.2008, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.08.2008, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 2008 17 Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Norð- urlands, í samstarfi við Leikfélag Akureyrar, flytur leikhúsverkið Sögu dátans eftir Igor Stravinsky á Akureyrarvöku á morgun. Guðmundur Óli Gunnarsson er stjórnandi hljómsveitarinnar. Hann segir verkið samið á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar, en Stravinsky bjó þá Sviss. „Stravinsky skrifar verkið fyrir sjö manna hljómsveit,“ segir Guð- mundur Óli. „Hann var snillingur í að skrifa fyrir hljóðfæri og hljóm- sveitir og útkoman er þannig að maður gæti haldið að hljóðfærin væru miklu fleiri. Verkið er krefjandi fyrir hljóð- færaleikarana en er samt býsna áheyrilegt, þótt það hafi verið nýjabragur á því þegar það var frumflutt árið 1918.“ Saga dátans er skrifað fyrir þrjá leikara og ballerínu en er oft flutt með sögumanni, eins og á morgun, þar sem Aðalsteinn Berg- dal leikles. Fyrir nokkrum árum flutti Guð- mundur Óli verkið ásamt Caput fyrir skólabörn í Kópavogi. Hann þekkir það því vel. „Þetta er ádeiluverk um græðgi,“ segir hann. „Sagt er frá dátanum Jósef sem er á leið heim í frí, með fiðlu í farteskinu. Hann hittir mann sem fær hann til að selja sér fiðluna, í skiptum fyrir bókarskruddu. Í bókinni sést hvað gerist í nánustu framtíð. Dátinn fer í þrjá daga heim til mannsins, sem kennir honum hvernig hann geti notað bókina til að efnast. Þetta er vitaskuld Kölski sjálfur og þegar dátinn fer heim hafa 30 ár liðið. Jósef græðir á tá og fingri en tapar líka. Þetta er saga um mann sem sel- ur djöflinum sál sína fyrir pen- inga. Ég tel að þetta verk eigi mikið erindi við okkur í dag, þar sem græðgisvæðingin hefur farið hamförum og ýmsir sitja eftir með sárt ennið.“ Saga dátans er flutt á Marínu, Strandgötu 53, klukkan 17 á morgun, laugardag, og er aðgang- ur ókeypis. „Komi sem allra flest- ir. Þetta er ekki langt, tæpur klukkutími eða eins og einþátt- ungur í leikhúsi,“ segir Guð- mundur Óli. Verk sem á erindi við okkur Stjórnandinn „Útkoman er þannig að maður gæti haldið að hljóðfærin væru miklu fleiri,“ segir Guðmundur Óli Gunnarsson um verk Stravinskys. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands flytur Sögu dátans á Akureyrarvöku LJÓSMYNDIN hefur á síðustu áratugum fest sig í sessi sem sjálfstætt listform innan samtímamyndlistar. Ljós- myndarar eiga þó enn stundum erfitt uppdráttar því oft notar fólk viðmið annarra greina innan ljósmyndunar til að nálgast verk þeirra, eða skoðar þær á tæknilegum for- sendum sem listamaðurinn hefur etv. ekki einu sinni áhuga á. Katrín Elvarsdóttir er ein þeirra ungu listljósmyndara sem fram hafa komið á síðustu árum hérlendis. Myndir hennar eru gjarnan af frásagnarlegum toga og svo er um sýningu hennar í Galleríi Ágústi, Margsaga. Litljós- myndirnar hér minna á kyrrmyndir úr kvikmyndum. Þær sýna td. gluggatjöld, innanstokksmuni sem erfitt er að henda reiður á, baksvip persóna og innviði húsa. Ein saga eða margar sögur og litrófið og birtan kalla sterkt á kvikmyndir David Lynch. Baksvipur gráhærðrar konu minnir á mömmu Norman Bates í kvikmyndinni Psycho, þó hún sé ekkert lík henni, en það er einhver undirliggj- andi óhugnaður í loftinu. Baksvipirnir minna líka á ljós- myndir eftir finnska ljósmyndarann Marjaana Kella og frásögn myndanna á myndir eftir Elinu Brotherus sem sýndi í Gerðarsafni fyrir ekki mjög löngu. Þannig skipar Katrín sér í hóp ungra, norrænna kvenna sem leitast við að birta eigin hugarsýn í gegnum ljósmyndamiðilinn en minnir líka á eldri verk í víðara samhengi eins og mál- verk René Magritte frá árinu 1937 „La Reproduction Interdit“ sem sýnir mann sjá baksvip sinn í spegli, það má greina í verkum Katrínar súrrealíska undirtóna. Sýning Katrínar er heilsteypt og vandlega unnin á lág- stemmdum nótum, hún lætur áhorfandanum það eftir að skapa tengsl milli mynda og þá frásögn sem gefin er í skyn. Nálgun hennar eða sú frásagnaraðferð sem hún notar í myndum sínum er ekki ný af nálinni en hún nálg- ast viðfangsefni sitt engu að síður á persónulegan hátt. Bak við tjöldin MYNDLIST Gallerí Ágúst Til 27. september. Opið mið. til lau. frá kl. 12–17. Aðgangur ókeypis. Margsaga, ljósmyndir, Katrín Elvarsdóttir bbbnn Morgunblaðið/hag Margsaga Nokkur verka sýningarinnar. Ragna Sigurðardóttir INNSETNING Jónu Hlífar Hall- dórsdóttur í Lista- sal Mosfellsbæjar minnir á ævintýra- leikmynd þar sem notast er við ódýr iðnaðarefni til að skapa náttúrueft- irlíkingu. Einhvers konar heimili, hellir, tjald eða hrófald er búið til úr hænsn- aneti og plasti sem lýst er upp með eilít- ið óhugnanlegu fjólubláu ljósi. Meðfram veggjum standa tvö mekanísk verk, eins kon- ar fossarúllubretti sem snúa bak- hliðinni að áhorfandanum en varpa óljósu iðandi ljósaspili á veggina undir upptöku á fuglasöng. Innsetningin í Mosfellsbæ felur í sér viðteknar og víðtækar spurn- ingar um upplifun okkar og fram- setningu á náttúrunni. Gervilegur náttúrutilbúningur sýningarinnar er þó augljóslega ekki tilraun til að líkja eftir hinni ytri náttúru heldur mun frekar að nýta ákveðin minni tengd henni til að skapa menning- arlegt sálrænt rými. Kaldhæðni fossavél- anna vísar í ímynda- tilbúning myndlist- arinnar jafnt og markaðssamfélags- ins, þar sem afhjúpun gervileikans og mek- anismans er mik- ilvægur hluti hug- myndafræði verksins. Þetta dugar ekki til að gera innsetn- inguna eftirminnilega þrátt fyrir að hún sé skemmtileg heim að sækja. Jóna Hlíf er meðal þeirra ungu myndlistarmanna sem hafa vakið athygli fyrir frum- leika og fagmennsku í verkum sínum og er skemmst að minnast síðustu sýningar hennar í 101 gallerí. Lítið ævintýr MYNDLIST Listasalur Mosfellsbæjar Sýningin stendur til 6. september. Opið virka daga kl. 12-19 og laugardaga kl. 12-15. Aðgangur ókeypis. Jóna Hlíf Halldórsdóttir HOLE UP innsetning bbmnn Þóra Þórisdóttir TVÆR fyrri tríóplötur Agnars Más, 01 og Láð, eru með því besta sem gert hefur verið í íslenskum djassi. Á þeirri fyrstu voru alþjóðleg djass- áhrif sterkust, þó hinn íslenski tónn skini víða í gegn, en sú síðari var heimkoma Agnars. Rímnastef og annar þjóðlegur fróðleikur grand- skoðaður. Nú hefur Agnar fengið vini sína frá New York, Ben Street og Bill Stewart, sem léku á 01, til að skapa með sér nýja tónaveröld. Ben er einstaklega tónfagur og rytm- ískur bassaleikari og Bill slíkur galdramaður á trommur að fáir eru hans jafnokar. Það er styrkur Agn- ars að hann gjörþekkir þessa menn þegar á hólminn er komið; ólíkt því sem oft gerist er menn æða út í heim og leika með frægum stjörnum og bakgrunninn vantar. Þetta skilaði sér líka með sóma og sanni á tónleik- unum. Öll lögin voru eftir Agnar og það fyrsta „Greit“ byggt á „There Is No Greater love“ og trúlega hefði Isham Jones lítt kannast við framlag sitt. „Djúpið“ var næsta verk og dimm laglínan rökrétt framhald af þjóð- legum hugleiðingum Agnars á liðn- um árum. Það var alþjólegri svipur á „Jukka frá Jótlandi“ og þessi sam- stiga leikur hægri og vinstri handar, sem hefur heillað mig allt frá því ég heyrði Eddie Costa leika á þann veg, var boppaður þó spennan sem Agn- ar byggði upp væri oft myrk. Það var klassískur bragur á upphafi „Achmus“ og í næsta ópus, ballöðu, mátti enn greina klassíkt bergmál; en nær því sem íslensk tónskáld voru að semja þegar hinn þjóðlegi tónn ýtti þýska skandínavismanum til hliðar hérlendis. Sóló Agnars var tær og hreinn og burstaleikur Bills töfrandi. Það var ágætt að fá að slaka á í Tune Up/Count Down eða „Niðurhali“ þar sem fjórskipt blúsuð sveifla gældi við hlustirnar. Svo komu Lína Bína, Yugo og Veðkall, sem var tileinkað þeim sem misst hafa Porsche-jeppana sína und- anfarið. Upphafið var eilítið ell- ingtonískt, ekki síst bassalínan. Sterkir hljómar Agnars er á leið kórónuðu kvöldið. Þessir tónleikar verða lengi í há- vegum hafðir af þeim sem viðstaddir voru – og voru endurteknir seinna um kvöldið en um það er ekki skrifað hér. Draumatríóið TÓNLIST Jazzhátíð Reykjavíkur í Vonarsal Agnar Már Magnússon píanó, Ben Street bassa og Bill Stewart trommur. Þriðjudaginn 26.8. kl. 18. Tríó Agnars Más Magnússonarbbbbm Vernharður Linnet UNGUR nikkari að norðan kom fram á sunnudag við góða aðsókn miðað við frábært útivistarveður. Líklega í fyrsta sinn hér syðra á op- inberum tónleikum, þótt hvorki stæði neitt um það frekar en hver umritaði klassísku verkin fyrir dragspil. Í Mbl-viðtali daginn áður varð Jón Þorsteinn Reynisson þó uppvís að að hafa gert það sjálfur, og má kalla það framtak eftirtekt- arverðara hjá 19 ára unglingi en þurfi að liggja í þagnargildi. Varla hefði poppari á sama reki farið í launkofa með slíkt, færi rokkið á annað borð að sækja í sjóð gömlu meistaranna. Annars vantaði helzt eitthvað um tónlistarmenntun Jóns – og um hljóð- færi hans, úr því fá- ir nema sér- áhugamenn um klassískan akkor- deonleik kunna skil á þeim tóntólum er ku með skiptibúnað í bassa til melódíu- leiks. Allir gátu menn þó séð hnappahljómborðið í hægri hendi. Það hefur margsannað tækniyfirburði sína umfram píanólyklaborðið, þó að Paul von Janko hafi því miður orðið of seinn til að innleiða svipað kerfi fyrir slaghörpuna á ofanverðri 19. öld. Það er hins vegar leynivopn hnappadragspilsins, enda má efast um að píanólyklar næðu mörgu því er hér gat að heyra. T.a.m. þrem sjálfstæðum röddum úr orgelfúgu Bachs BWV 553 (raunar talin eftir Krebs) í einni og sömu hendi. Jón lék allt blað- laust að kalla, því aðeins sást eitt liggja á gólfi og var aldrei skipt um. Um- ritanir hans báru stöku sinni svolítinn einföldunarsvip enda illhjákvæmilegt ann- að, en voru samt furðusannfærandi og lausar við „busking“-einkenni götumúsíkanta. Mátti merkilegt heita hvað náðist mikið af innröddum og kontralínum frumgerða, og ugglaust vandaðri yf- irlegu að þakka. Þrátt fyrir fáein slys á stangli – einna verst í I. þætti Litlu næturlokku Mozarts (öðrum þáttum var sleppt) – glitti víða í virtúóstilþrif, og mótunin var oft lygilega músíkölsk og þroskuð. Chopin–Noktúrnan Op. 9,2 hljómaði á köflum sem frumsamin fyrir nikku, en þó að tokkötuleg Scar- latti–sembalsónatan K427 gerði það síður, var heilmikið flug yfir 24. Caprísu Paganinis, og seiðandi 7/8 rachenitsa-hrynur Balkan dance (Motion Trio) kitlaði mann um iljar sem suðrænn Rammislagur. Nokk- uð var göslað í Intro og Tokkötu úr Gotnesku orgelsvítu Boëllmanns, en frægur II. þátturinn úr Pathétique– píanósónötu Beethovens rann afar ljúft niður, sem og Prestóið úr Sumri Vivaldis. Þrátt fyrir nokkra hnökra og feil- nótur þar sem stundum annars staðar var leikur Jóns í heild hinn skemmtilegasti og bar vott um bráðefnilegan hljómlistarmann á ríf- andi uppleið. Þó konsertrútínan eigi enn talsvert í land, má því alveg verja 3½ stjörnu. Bráðefnilegur nikkari að norðan TÓNLIST Fríkirkjan Umritanir á verkum og þáttum eftir Mozart, Chopin, D. Scarlatti, Paganini, Motion Trio, Boëllmann, Beethoven, J.S. Bach og Vivaldi. Jón Þorsteinn Reynisson harmónika. Sunnudaginn 10. ágúst kl. 17. Harmónikutónleikar bbbmn Ríkarður Ö. Pálsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.