Morgunblaðið - 29.08.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.08.2008, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÞVÍ miður er sviðin jörð eftir marga sem kom- ið hafa beint inn af götunni til að starfa við fast- eignasölu án þess að hafa til þess neina kunn- áttu, segir Ingi- björg Þórðar- dóttir, formaður Félags fasteignasala. Ingibjörg segir að það sé mikið skref aftur á bak þegar löggiltir fasteignasalar séu farnir að leggja inn leyfi vegna kostnaðar sem því fylgir að halda þeim. Óréttlátt sé að þeir séu að borga fyrir eftirlit með sjálfum sér. Það sé réttlætismál að opinber aðili, t.d. Fjármálaeftirlitið, annist þetta eftirlit. Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is ÞAÐ sem af er þessu ári hafa 32 lög- giltir fasteignasalar skilað inn leyf- um sínum til sýslumannsins í Hafn- arfirði, sem gefur leyfin út. Ætla mætti að helsta ástæðan sé samdráttur í fasteignasölu en svo er ekki, að sögn talsmanna Félags fast- eignasala. Segja þeir aðalástæðuna þá að löggiltir fasteignasalar sjái ekki ástæðu til þess að greiða 100 þúsund krónur á ári hver í eftirlits- gjald þegar sumar fasteignasölur komist upp með að hafa aðeins einn löggiltan fasteignasala en allt að 40 ófaglærða sölufulltrúa. Grétar Jón- asson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala, segir að lögum sam- kvæmt eigi löggiltir fasteignasalar að annast fasteignasölu, enda sé í flestum tilfellum um að ræða stærstu viðskipti sem einstaklingar geri á lífsleiðinni. Stórar og öflugar fasteignasölur hafi kosið að hafa 10- 12 löggilta fasteignasala saman í vinnu. Þessar fasteignasölur séu að borga meira en milljón á ári til eft- irlitsnefndar með fasteignasölum. Stofur með einum löggiltum fast- eignasala og kannski 20–30 sölu- fulltrúum séu að borga 100 þúsund krónur á ári. Stóru stofurnar séu því í raun að borga fyrir eftirlitið með hinum stofunum. Grétar segir að á fasteignamark- aðinum séu mál ekki í því horfi sem gera má kröfur um og Félag fast- eignasala hafi af því miklar áhyggj- ur. Það gangi hreinlega ekki upp að fólk starfi við fasteignasölu, sem viti jafnvel minna um fasteignir en kúnninn sem leitar til stofunnar. Dæmi séu um að fasteignasölur hafi haft 20–30 sölumenn sem starfa mjög sjálfstætt og þetta fólk borgi háar fjárhæðir mánaðarlega fyrir að fá að vinna við fasteignasölu. Einn löggiltur fasteignasali hafi svo eft- irlit með öllum viðskiptunum og því sem fram fer milli sölumannanna og neytendanna. Það segi sig sjálft, að hann geti ekki með nokkrum hætti haft yfirsýn yfir allt sem gerist. Nýtt frumvarp um fasteignasölu er til meðferðar í þinginu og segir Grétar að mikilvægt sé að styrkja stöðu fasteignasalans. Hann segir Björgvin G. Sigurðsson viðskipta- ráðherra hafa tekið vel í ábendingar Félags fasteignasala. Fasteignasalar leggja inn leyfin Finnst dýrt að borga 100 þúsund krónur fyrir eftirlit þegar aðrir sleppa við það Morgunblaðið/Árni Torfason VILJI er innan allsherjar- nefndar Alþingis til að gera meiri breytingar á lög- um um nálg- unarbann en fel- ast í laga- frumvarpi dómsmálaráð- herra. Þetta seg- ir Birgir Ár- mannsson, formaður nefndarinnar, en hún ræddi frumvarpið á fundi sínum í gær. Tilgangur þess er ekki að ná fram miklum efnislegum breytingum heldur liggja að sögn Birgis lagatæknilegar ástæður að baki því. Felur frumvarpið meðal annars í sér að ákvæði um nálg- unarbann hverfa úr lögum um með- ferð opinberra mála og verða að sjálfstæðum lagabálki. Auk þess inniheldur það breyttar málsmeð- ferðarreglur. Hugmyndir um að færa heimild til að leggja á nálgunarbann frá dómstólum til lögreglu eða ákær- enda hafa verið ræddar en nefnd- inni hafa borist fjöldamargar at- hugasemdir í þá veru. Eins er til skoðunar hvort þurfi að endur- skoða skilyrði nálgunarbanns. Að sögn Birgis þurfa lög um nálgunarbann að taka gildi ekki síðar en um áramót. Þá falla nú- gildandi ákvæði í lögum um op- inber mál úr gildi. Hann segir of snemmt að segja til um hvort frum- varpið verði að lögum áður en þingi lýkur um miðjan september næst- komandi. skulias@mbl.is Vilji til breytinga Birgir Ármannsson FIMM manna starfshópi verður gert að ljúka gerð siðareglna fyrir kjörna fulltrúa Reykjavíkur- borgar. Borgarráð samþykkti í gær tillögu borgarstjóra þess efn- is. Síðastliðið haust var skipuð rit- stjórn um starfs- og siðareglur en hún náði ekki að klára vinnu sína. Fyrir liggja þó drög að siða- reglum, auk ýmissa undirbúnings- gagna. Í tilkynningu frá skrifstofu borgarstjóra kemur fram að sam- staða hafi ríkt um mikilvægi siða- reglna fyrir kjörna fulltrúa á kjör- tímabilinu. Ekki náðist í Regínu Ásvaldsdóttur, skrifstofustjóra borgarstjóra, vegna málsins en telja má víst að tekið verði á ýms- um álitamálum með reglunum. Hópurinn á að skila niðurstöðu sinni fyrir 1. desember nk. Siðareglur að veruleika FLAGGAÐ var í hálfa stöng við opinberar byggingar í gær vegna andláts dr. Sigurbjörns Einarssonar biskups, meðal annars við Þjóð- menningarhúsið á Hverfisgötu. Þar voru menn staddir að mála húsið og hlífa það þannig fyrir veðrum og vindum. Morgunblaðið/Ómar Flaggað í hálfa stöng BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sínum í gær að fela framkvæmda- og eignasviði að endurskoða reglur um lóðaúthlutanir, í ljósi núverandi efnahagsástands. Samkvæmt til- lögu borgarstjóra verður miðað að því að létta greiðslubyrði hús- byggjenda. Unnið verður hratt og endurskoðaðar reglur á að leggja fyrir borgarráð ekki síðar en 1. október nk. Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna komu að auki með tillögu um að sérstaklega yrði hug- að að lóðaúthlutunum fyrir leigu- íbúðir, og var tillagan samþykkt. Fleiri mál voru tekin fyrir, m.a. niðurskurður hjá Strætó bs. Fulltrúar Samfylkingar og VG lögðu fram tillögu um að ráðið samþykkti að námsmenn sem ættu lögheimili utan Reykjavíkur fengju einnig frítt í strætó, auk þess að fara fram á að fulltrúi Reykjavíkur í stjórn Strætó beitti sér fyrir að skipt yrði um formann stjórnar. Þeim tillögum var frestað. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks bókuðu að eftir umræðu í borgarstjórn yrði und- irbúinn sérstakur vinnufundur allr- ar borgarstjórnar. andri@mbl.is Greiðslubyrði hús- byggjenda verði létt Reglur um lóðaúthluanir verða endurskoðaðar fyrir 1. okt. Í HNOTSKURN »Ólafur F. Magnússon,fyrrverandi borgarstjóri, óskaði eftir upplýsingum um ferða- og dagpeninga, veislu- og risnukostnað sérhvers borgarstjóra árin 2005-2008. »Hann vill auk þess aðgerð verði grein fyrir símakostnaði borgarfulltrúa og varaborgarfulltrúa sömu ár. Ingibjörg Þórðardóttir Sviðin jörð eftir marga LÖGREGLUNNI á höfuðborgar- svæðinu barst tilkynning um innbrot í einbýlishús í Seljahverfi laust eftir hádegið í gærdag. Húsráðendur voru við vinnu þegar brotist var inn og að sögn lögreglunnar voru mikil verðmæti tekin, aðallega rafmagns- tæki og skartgripir. Enginn hafði verið handtekinn í gærkvöldi en mál- ið er í rannsókn. Segja má að innbrotahrina hafi gengið yfir höfuðborgarsvæðið í fyrrinótt en þá var brotist inn í fjög- ur fyrirtæki, tvö í Kópavogi og tvö í Hafnarfirði. Fyrirtækin sem um ræðir eru skyndibitastaðir og ein vídeóleiga. Einhverjum fjármunum var stolið á öllum stöðunum og taldi lögregla í gær ekki útilokað að málin tengdust. andri@mbl.is Innbrot í Seljahverfi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.