Morgunblaðið - 29.08.2008, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.08.2008, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 2008 23 MINNINGAR ✝ Þóra AbigaelÞorvarð- ardóttir fæddist í Hafnarfirði 20. ágúst 1922. Hún lést á St. Jósefsspít- ala 22. ágúst síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Þor- varður Þorvarð- arson, f. á Jófríð- arstöðum 31. október 1893, d. 1. júlí 1963 og Geir- þrúður Þórð- ardóttir, f. á Sveins- eyri í Dýrafirði 31. janúar 1893, d. 10. febrúar 1967. Systkini Þóru eru Elín, f. 1921, Kristín, f. 1924, Júlíönnu Jónsdóttur, þau eiga einn son. Þóra giftist 26. desember 1962 Gunnari Kristni Jósteinssyni frá Stokkseyri, f. 21. nóvember 1927. Dóttir þeirra er Hafdís Abigael, f. 18. október 1961, gift Garðari S. Gunnarssyni, f. 4. apríl 1959. Börn þeirra eru 1) Kristinn Þór, f. 31. júlí 1983, sambýliskona Sandra Karen Káradóttir, 2) Ágúst Bjarni, f. 29. september 1987, unnusta Sunna Árnadóttir, og 3) Þóra Björg Abigael, f. 10. nóvember 1994. Þóra vann lengst af á dagheim- ilum og gæsluvöllum Hafn- arfjarðarbæjar, ýmist sem mat- ráðskona eða við gæslu barna. Síðustu starfsárin var hún mat- ráðskona á leikskólanum Smára- lundi til ársins 1988. Útför Þóru Abigael fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Þorgerður, f. 1925, d. 1981, Þorvarður, f. 1927, og Þórður Jón, f. 1933, d. 1991. Sonur Þóru og Halldórs Sigurðs- sonar er Hafsteinn Viðar, f. 9. nóvember 1948, kvæntur Erlu S. Engilbertsdóttur, f. 22. október 1948, þau eiga þrjú börn 1) Önnu Maríu, f. 8. apríl 1966, gift Ein- ari Aðalsteinssyni, þau eiga þrjú börn, 2) Halldór Viðar, f. 4. janúar 1973, hann 2 börn og 3) Eng- ilbert, f. 12. maí 1976, kvæntur Nú er tengdamóðir mín, Þóra Þor- varðar, látin 86 ára að aldri. Það er af mörgu að taka þegar litið er yfir ævi konu eins og Þóru. Heimili Þóru og Gunnars var lengst af á Hringbraut 70 og þangað kom ég fyrst í heim- sókn á sunnudagseftirmiðdegi haustið 1982 þegar ég hafði kynnst dóttur þeirra hjóna, Hafdísi. Mér var vel tekið af þeim hjónum og mynd- aðist vinátta sem aldrei bar skugga á. Mér var að sjálfsögðu boðið í kaffi og tertur en þannig var það alltaf á heimili þeirra á sunnudögum, nánast kaffihlaðborð fyrir ættingja og vini. Þóru þótti gaman að fá fólk í heim- sókn og hafði lítið fyrir því að töfra fram tertur, brauðrétti og annað góðgæti. Á jóladag var alltaf þéttsetið af frændfólki og vinum á Hringbraut- inni í jólakaffi en Þóru þótti það stór partur af hátíðinni að fá alla þá sem næst henni stóðu í heimsókn. Þóra hafði gaman af því að ferðast og kom hún með okkur Hafdísi og börnunum í nokkrar ógleymanlegar ferðir til sólarlanda. Í borgarferðum sem hún hafði einnig gaman af var hún ótrúlega klók að finna flottan fatnað enda konan alltaf hreint ótrú- lega smart til fara. Þóra var mjög hreinskiptin kona, sagði hlutina umbúðalaust. Stundum fannst mér hún óþægilega hreinskil- in og er ekki viss um að allir hafi kunnað að meta þennan eiginleika þó svo að ég hafi gert það. Fyrir okkur Hafdísi voru Gunnar og Þóra einstök afi og amma sem fylgdust vel með öllu sem börn okkar tóku sér fyrir hendur og ávallt komin til að styrkja og styðja hvort heldur var í námi eða leik. Síðustu ár meðan heilsan leyfði var Þóra í dagvistun á Hrafnistu þar sem hún naut sín vel við handavinnu, dans og annað félagsstarf. Þóra flutti í þjónustuíbúð á Höfn á Sólvangsveginum fyrir réttum tveimur árum en fékk því miður ekki notið þess sem skyldi sökum veik- inda. Það má segja að síðastliðin tíu ár hafi verið Þóru á margan hátt erfið, fyrst vegna veikinda Gunnars og síð- ar hennar sjálfrar. Það rofaði þó til á milli og fór hún með okkur Hafdísi, Þóru nöfnu sinni, Hafsteini syni sín- um og Erlu tengdadóttur sinni til Tenerife fyrir tveimur árum og var sú ferð ógleymanleg fyrir okkur öll. Síðastliðið ár var Þóru mjög erfitt, nánast lega á sjúkrahúsi allan tím- ann. Þá sást best hversu sterkan persónuleika hún hafði að geyma, aldrei brast hana kjark heldur var stefnan alltaf sú að ná heilsu og fara heim á Sólvangsveginn. Hafdís dóttir hennar stóð þétt við hlið móður sinnar í þessum erfiðleik- um og annaðist hana af slíkri alúð að eftir var tekið. Þóra mín, það er svo margs að minnast sem ekki er hægt að telja upp hér, þú varst mér ekki aðeins tengdamóðir heldur einstakur vinur. Það verður seint þakkað fyrir allan þann velvilja og öll þau elskulegheit sem þú sýndir mér. Ég mun alltaf minnast þín með hlýhug og þakklæti. Guð geymi þig kæra tengdamamma. Þinn tengdasonur Garðar Smári. Elsku amma. Það er svo ótrúlega skrýtið að þú sért farin frá okkur. Við eigum svo margar góðar minningar saman sem upp koma þegar ég hugsa um þig. Það er ekki pláss fyrir þær allar hér. Í meira en ár hefurðu barist við erf- iðan sjúkdóm en gafst samt aldrei upp. Þú stóðst þig eins og hetja og aldrei var neinn bilbug að finna á þér þó svo að þú hafir eðlilega verið orðin mjög þreytt á þessu undir það síð- asta. Þú komst yfir ótrúlegustu hindranir í veikindunum og varst alltaf að bíða eftir að fá heilsu til þess að geta komist aftur heim. Heilsuna fékkstu því miður ekki aftur. Þú þoldir ekki að vera veik og geta ekk- ert gert. Ólíkt mörgum gerðirðu ótrúlega margt þrátt fyrir heilsuleysið. Alltaf tókstu á móti okkur á spítalanum sí- brosandi og stutt í grínið. Þú lofaðir að ef þú kæmist heim myndirðu bjóða mér í uppáhaldsmatinn minn sem er kjötsúpan þín. Þó svo að það hafi verið ljóst að þú myndir ekki búa aftur heima sveikstu ekki loforð- ið. Fyrir tveimur vikum fórstu heim með snúrurnar í eftirdragi eldaðir kjötsúpu með hjálp mömmu og bauðst okkur í mat. Sú minning er dýrmæt. Sem betur fer er mamma alveg eins og þú, dugleg, hjálpsöm, sterk og hlý. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn, og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði er frá. Nú héðan lík skal hefja, ei hér má lengur tefja í dauðans dimmum val. Úr inni harms og hryggða til helgra ljóssins byggða far vel í Guðs þíns gleðisal. (Valdimar Briem.) Amma, þú sagðir alltaf við mig: „Ágúst, ekki sofna á verðinum.“ Þessa setningu mun ég alltaf hafa til hliðsjónar, hvort sem það á við fót- boltann, námið eða annað sem ég tek mér fyrir hendur í lífinu. Takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig í tuttugu og eitt ár og okkur Sunnu í þau þrjú ár sem við höfum verið saman, þú varst svo ánægð með hana. Hún saknar þín mikið. Ég mun alltaf sakna þín og aldrei gleyma þér. Þinn Ágúst Bjarni og Sunna. Elsku amma. Þetta eru erfið orð að skrifa og ég veit ekki hvernig ég á að byrja. Ég sakna þín sárt og söknuðurinn virð- ist verða meiri og meiri með hverjum deginum sem líður. Eftir standa ótal minningar, minningarnar okkar. Stærsta minningin mín verður þó ávallt um konu sem gaf mér 25 ár af ævi sinni, alltaf boðin og búin að hjálpa og leiðbeina. Mér líður eins og ég hafi glatað einhverju af sjálfum mér. Elsku amma, þú átt stóran hluta af mér og ég vona að ég nái að tileinka mér alla þá góðu eiginleika sem þú hafðir, ég vona að ég sé á réttri leið. Ég er þakklátur fyrir allt sem þú gafst mér, ég er þakklátur fyrir þig og ber stoltur nafnið þitt. Ég veit að Sandra Karen saknar þín líka. Hún minnist þess hversu fjörug þú varst þegar hún var að kynnast mér. Við erum einstaklega hamingjusöm með að þú gast komið og séð heimilið okkar áður en heilsan hvarf, það skiptir okkur miklu máli. Það tekur stór fjölskylda á móti þér núna og þar efast ég ekki um að hann afi sé fremstur í flokki. Þangað til við hittumst á ný vil ég kveðja þig með sálmi sem ég veit að okkur báð- um finnst fallegur. Ég held ég hafi einmitt heyrt hann fyrst þegar ég var lítill í heimsókn á Hringbraut- inni. Takk fyrir allt elsku amma. Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig, og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér. Því veit mér feta veginn þinn og verðir þú æ Drottinn minn. (Pétur Þórarinsson.) Kristinn Þór. Elsku amma mín, ég bara get ekki trúað því að þú sért farin frá okkur. Svo skrítin tilfinning sem er alveg ólýsanleg, að heyra ekki í þér á hverjum degi. Við eigum svo margar minningaperlur saman. Þegar ég var 5 ára að ráðskast, þegar afi var svo veikur og klæddi sig vitlaust í fötin og ég var alltaf að hjálpa þér að klæða hann í þau rétt. Ég saknaði hans svo rosalega þegar hann lést 2002 og sakna hans enn. Þú og afi studduð okkur krakkana í öllu sem við tókum okkur fyrir hendur, ég get bara ekki lýst því hversu mikið ég sakna þín. Svo þegar við fórum til Tenerife haustið 2006 ásamt mömmu, pabba, Hafsteini og Erlu, þér fannst það nú ekki leiðinlegt að fara í búðir með henni mömmu og baða þig í sólinni. Ég hélt bara að þú mundir lifa miklu lengur og ná heilsu og þú áttir þér alltaf takmark, ætlaðir að kom- ast í stúdentaveisluna hans Ágústs bróður um jólin, en það gastu ekki gert. Við komum bara til þín með fiðlu- og flautuleik, ég spilaði fyrir þig jólalög á þverflautuna mína. Þér fannst það svo fallegt. Mér fannst samt svo frábært að þú komst í ferm- inguna mína nú í vor. Amma mín, ég sakna þín svo. Ég get bara ekki sett meira á blað. Ég ylja mér bara við allar þessar minn- ingaperlur, stórar sem smáar. Ég elska þig, Guð geymi þig, amma mín besta. Þín Þóra Björg Abigael. Amma Þóra, nú ertu farin frá okk- ur. Þegar svona tímar koma fer mað- ur að hugsa til þeirra góðu stunda sem við áttum saman. Þegar ég sit hér og rifja upp fyrstu minningar mínar með þér fer ég að hugsa um þá tíma sem við áttum saman á róló sem þú vannst á þegar ég var smápolli. Man ég þá að þú sendir okkur krakkana út að mála. En í raun vorum við ekki að mála, heldur settir þú vatn í fötu og sann- færðir okkur um að við værum að mála svæði. Lögðum við mikið kapp á að mála eins og við ættum lífið að leysa. Alltaf tókst þér að sannfæra okkur um að byrja aftur og aftur. Amma mín, ætíð stóðst þú vaktina á jóladag. Fastir liðir eins og venju- lega, allir mættu í kaffi á jóladag. Man ég alltaf hve mikið ég hlakkaði til að fá horn hjá þér, heitu hornin í jólakaffinu með heimalöguðu kakó- inu þínu komu mér alltaf í jólaskap. Þegar ég sit hér og hugsa um tíma okkar er það mér ofarlega í huga að þeir hefðu mátt vera fleiri og var maður ekki nógu duglegur að heim- sækja þig en því getur maður ekki breytt núna. Ég er samt ánægður að við náðum að fagna saman afmæli þínu áður en þú fórst frá okkur og veit ég að Brynjar sonur minn er glaður að hafa kíkt á þig þar og kvatt þig. Amma mín, þegar þú varst á spít- alanum ákváðum við að ég myndi bjóða þér í hreindýr þegar þú næðir þér en því miður náðum við þeim tíma ekki. Man ég eftir síðasta sam- tali okkar en þá sagðir þú að ég mætti endilega sækja þig á mótor- hjóli mínu í matarboðið, það hefði ef- laust verið gaman. Ætla ég ekki að hafa þetta lengra, amma mín, og vona ég að þér líði vel þar sem þú ert núna. Hvíl í friði, elsku amma mín. Engilbert Hafsteinsson (Betti.) Nú er sú stund runnin upp hjá Þóru sem bíður okkar allra. En samt þegar þessi stund rennur upp þá gerist það eitthvað svo óvænt og slær okkur öll. Í nokkurn tíma viss- um við hvert stefndi en samt voru viðbrögðin við setningunni „Hún Þóra er dáin“ slík að okkur setti hljóð og töldum að andlát hennar myndi ekki bera að svo fljótt. Á þess- ari stundu rifjast minningarnar upp þar sem í bernsku minni voru heim- sóknir tíðar í Hafnarfjörð, á heimili Þóru við Hringbrautina, og þær voru heldur ekki fáar heimsóknir Þóru, Gunnars og Hafdísar í foreldrahús mín. Einnig sitja eftir í huganum kaffiboðin hjá Þóru á jóladag í mörg ár þar sem boðið var upp á heitt súkkulaði og kökur. Þóra var mikið fyrir bakstur og hjá henni var gott meðlæti. Þegar ég sagði norskri vin- konu frá andláti Þóru, þá svaraði hún um hæl „Ég heimsótti Þóru þegar ég kom með mömmu til Íslands og hún bakaði svo góðar pönnukökur. Hún var góð kona“. Þessi orð frá Noregi segja margt um Þóru. Það er líka þannig að ýmislegt úr bernskuminn- ingum mínum mun ætíð tengjast Þóru og má þar meðal annars nefna að þegar ég var settur í leikskóla þá var það í leikskóla sem mágkona Þóru rak. Þannig að ekki get ég hugsað til leikskólaára minna án þess að tengja Þóru við það tímabil. Eftir að við Karitas stofnuðum heim- ili hefur heimsóknunum í erli dags- ins farið fækkandi. En alltaf fannst okkur Þóra þurfa að vera meðal okk- ar þegar eitthvað sérstakt stóð til. Má þá nefna brúðkaup okkar og skírnir dætra okkar. Við hittum Þóru síðast í fermingarveislu nöfnu sinnar og dótturdóttur, hinn 30. mars síðastliðinn. Okkur fannst Þóra bera sig vel þrátt fyrir veikindin og tók hún fullan þátt í veisluhöldunum. Ekki óraði okkur fyrir því þá að það yrði okkar síðasta stund saman á þessu tilverustigi. En við lifum í þeirri trú að á síðari tímum liggi leið- ir okkar saman á ný. Elsku Hafdís, Garðar, Hafsteinn, Erla, barnabörn og barnabarnabörn, við vottum ykk- ur okkar dýpstu samúð og drúpum höfði í minningu góðrar konu. Við vitum að söknuður ykkar er mikill en með tímanum mun söknuðurinn breytast í ljúfa minningu um góða konu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Örn og Karitas. Þóra Abigael Þorvarðardóttir Elsku ömm- umamman mín, elsku hjartagullið mitt. Í dag hefðirðu átt af- mæli og er það átakanlega erfitt að halda upp á daginn án aðalmann- eskjunnar í lífi okkar hinna. Ég sagði eitt sinn að þegar dagur þinn rynni upp þá færi ég með. Þú hlóst og sagðir hvaða vitleysa, þú yrðir hvíldinni fegin, það dæju allir ein- hvern tímann. En þegar sá dagur rann upp, þvílíkt högg. Eitt get ég sagt þér, kelli mín, að ég sakna þín er ég geng fram hjá gamalli konu og svip þinn í henni í hvert skipti ég finn. Ég sakna þín er ég græt mig í svefn, slæðan þín með lyktinni þinni enga huggun ég finn. Ég saknaði þín er Hannes litli sparkaði í maga mínum en á sama tíma líf þitt fjaraði út. Ég sakna þín er ég geng í inni- skónum þínum og reyni að finna þig mér við hlið. Ég sakna þín er ég hlusta á gömlu lögin þín og mér finnst ég heyra þig syngja með hátt og skýrt. Ég sakna þín er ég horfi á fjöl- skyldumyndir á veggjum, þú blasir mér við á annarri hvorri mynd. Svava Sigurrós Hannesdóttir ✝ Svava SigurrósHannesdóttir fæddist í Keflavík 29. ágúst 1914. Hún lést á St. Jósefsspít- ala 17. janúar síð- astliðinn og var út- för hennar gerð frá Bústaðakirkju 28. janúar. Ég sakna þín er ég baka ömmupönnukök- ur á sunnudögum og uppskriftirnar þínar í öllum hillum mér blasa við. Ég sakna að hlæja með þér með girnileg- an rjómaís á sætum sumardegi, þú brostir mér við. Ég sakna þess að finna hlýjar hendur þínar, alla þína ást fann ég hjá þér. Ég sakna þess að heyra þig skynja að mig vantaði þig. Ég sakna að heyra rödd þína blíðu kalla á mig. Ég sakna að taka utan um þig og finna góðu lyktina af þér. Ég sakna þín er við keyrðum þingvallarhringinn og minningarnar blítt snertu þér við. Ég sakna að horfa á þig taka síð- degislúrinn, á þig anda og hrjóta, ég vissi að þú varst til fyrir mig. Ég sakna að vera saman, bara vera með þér. Ég sakna að búa ekki saman með afa, Trygg og þér. Ég sakna þín á tyllidögum að gefa þér ekki hlýja flík eða konfekt- mola, þá gladdistu og hjartað tók kipp. Elsku amma, ég mun gera mér dagamun og baka pönnukökurnar þínar rétt eins og þú værir mér við hlið. Ég mun ávallt minnast þín á vörum mínum og í hjarta mínu og ég vonast eftir að sjá þig í draumum mínum, því ég mun alltaf leita að þér. Þín að eilífu, Hulda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.