Morgunblaðið - 29.08.2008, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 29.08.2008, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 2008 39 Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum 50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á Þú færð 5 % endurgreitt í SmárabíóSími 564 0000 www.laugarasbio.isSÝND HÁSKÓLABÍÓI Steve Carell fer hamförum í frábærri gamanmynd sem fór beint á toppinn í USA. Ekki missa af skemmtilegustu gamanmynd sumarsins - Get Smart. "ÓBORGANLEG SKEMMTUN SEM ÆTTI AÐ HALDA ÞÉR BROSANDI ALLANTÍMANN." -TOMMI - KVIKMYNDIR.IS "EIN BESTA GRÍNMYNDIN Í LANGANTÍMA" -GUÐRÚN HELGA - RÚV Sýnd kl. 5:40, 8 og 10:15 eeee - Ó.H.T, Rás 2 eee - L.I.B, Topp5.is/FBL Stærsta mynd ársins 2008 84.000 manns. Sýnd kl. 6 og 9 -Kvikmyndir.is “Fínasta skemmtun. Myndin er skemmtileg og notaleg.” - Mannlíf Tropic Thunder kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 16 ára Tropic Thunder kl. 5:30 - 8 - 10:30 LÚXUS Make it Happen kl. 4 - 6 - 8 - 10:10 LEYFÐ Rocker kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 7 ára Mamma Mia kl. 5:30D - 8D - 10:30D LEYFÐ ar bíómiðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum! -bara lúxus Sími 553 2075 Sýnd kl. 5:40, 8 og 10:15 VINSÆLASTA MYNDIN Í BANDARÍKJUNUM Í DAG - 2 VIKUR Á TOPPNUM FRÁ BEN STILLER KEMUR EIN KLIKKAÐASTA GRÍNMYND ÁRSINS! VINSÆLASTA MYNDIN Í BANDARÍKJUNUM Í DAG - 2 VIKUR Á TOPPNUM FRÁ BEN STILLER KEMUR EIN KLIKKAÐASTA GRÍNMYND ÁRSINS! SÝND SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI -L.I.B.TOPP5.IS/FBL -DV -L.I.B.TOPP5.IS/FBL -DV SÝND SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI Geggjuð gamanmynd Frá leikstjóra Full Monty -Empire Ámorgun segir sá lati yfir-leitt, en nú er það sá árvök-uli sem segir: á morgun. Það er nefnilega nauðsynlegt að plana morgundaginn vel og vand- lega ef maður ætlar sér að komast klakklaust í gegnum Akureyrar- vökuna. Hér eru þrjú hollráð:    1 Taka daginn snemma. Njótalífsins og rölta miðsvæðis. Verslanir eru með tilboð og tónlist- armenn á hverju götuhorni, þannig að allar líkur eru á að maður rambi á eitthvað gott í morgunsárið.    2 Vera hreyfanlegur. Menninginnær allt frá Brekkunni, niður í Listagil upp að Brekkugötu og frá Ráðhústorgi og niður á Marína. Það er því viðbúið að maður verði að labba þvers og kruss um bæinn. Af myndlist verður t.d. af nógu að taka. Í öllum galleríunum í Lista- gilinu verða opnaðar spennandi nýjar sýningar sem vert er að staldra við og skoða. Þar að auki sýna Tóti Blöndal og Hanna Hlíf í Gallerí Víðáttu og Baltasar og Kristjana Samper í Dalí gallerí og í Amtsbókasafninu er sýning. Þannig að til þess að komast yfir allt sýningaflóðið þarf að færa sig frá Gilinu upp í Brekkugötu. Þá er t.d. ágætt að staldra við á Ráðhús- torgi um kl. 14 og smakka á skyr- drykkjum sem þar eru í boði á sama tíma og þar fer fram samkirkjuleg guðsþjónusta.    3Mjög mikilvægt: Lúslesa bækl-inginn sem allir hafa fengið inn um lúguna heima hjá sér og finna eitthvað við sitt hæfi. Setja saman sína eigin dagskrá. T.d. mun mín snúast um peninga og ást. Aurapúkinn í mér mun hanga all-an liðlangan daginn fyrir utan Frúna í Hamborg og bíða eftir að frúin gefi peninga. Þó mun ég ná að skreppa og hlusta á boðskapinn í erindi Jóns Björnssonar, rithöf- undar og sálfræðings: Hvert fara þeir ríku? Stutt kynning á helvíti. Eftir það mun ég líka storma inn á ókeypis tónleika með Sinfóníu Norðurlands á Marínu á Sögu dát- ans. Svo ætla ég að bruna í öllum fansinum upp í Listagilið og hirða upp allar ókeypis kræsingarnar í boði Rub 23 í Gilinu. Aurapúkinn í mér endar svo að sjálfsögðu á tón- leikum Bubba Morthens, einnig í boði Rub 23.    Til að jafna út peningadrýldninayfir daginn enda ég á að skoða Ástarsafnið fyrir framan Sam- komuhúsið ofan í kjölinn eftir kl. 22. Þar ætla ég að drekkja mér í ást Akureyringa sem hefur verið safn- að í allt sumar og háma í mig Ást- arkökuna sem MS gefur bæj- arbúum. Rétt áður en ég hleyp niður að Hofi til að sjá Önnu Rich- ards verpa afurð ástarinnar.    Ég reikna svo með því að í kjöl-farið endi ég í brjálaðri ást- arkarnívalstemningu í miðbænum, þar sem allir tónlistarmenn hátíð- arinnar slá saman í eina risastóra kjötkveðjuhátíð á meðan þekktir broddborgarar dansa inn í nóttina í sambabúningum. Svo fljúga svín.    Óekkí. Morgundagurinn verðurskrautlegur. En því miður engin leið að komast yfir allt á ein- um degi. Akureyrarvakan í ár er allt of stór kokteill til að hægt sé að gleypa hann í heilu lagi, en jafn- framt of spengilegur til að maður vilji missa af nokkru sem þar er í boði. Fólk verður því að velja, hafna og stundum bara taka því sem að höndum ber. Best er að játa það fyrir sjálfum sér á setningarhá- tíðinni í Lystigarðinum í kvöld yfir rjúkandi heitu kakói og rúnalestri, á meðan Retro Stefson og D. Rang- ers leika af fingrum fram. hsb@mbl.is Ást, peningar og Akureyrarkarníval AF LISTUM Hjálmar Stefán Brynjólfsson »Ég reikna svo meðþví að í kjölfarið endi maður í brjálaðri ástar- karnívalstemningu í miðbænum. Morgunblaðið/Hjálmar S. Brynjólfsson Frúin í Hamborg Dansar sólarsamba og gefur vegfarendum peninga í ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.