Morgunblaðið - 29.08.2008, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.08.2008, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Ég hef augu mín til fjallanna, hvaðan kemur mér hjálp? Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar. (Sálmarnir 121) Sigurbjörn Einarssonkleif hæstu tinda í leitað svörum við áleitnum spurningum, sem leita á alla menn, um tilganginn með líf- inu og tilverunni. Og af þessum víða sjónar- hóli miðlaði hann til annarra þekkingu, vizku og trú – og ófáum svörum við hinum stóru alvöruspurningum. Samt var hann þeirrar skoð- unar að leitin væri endalaus og hin endanlegu svör í raun ekki til. Sú afstaða kom vel fram í síð- ustu hugvekjunum sem hann skrifaði hér í Morgunblaðið síð- astliðinn vetur og vor: „Vitnisburðirnir um svörin, sem sú leit hefur fengið, eru miklir að vöxtum og margir mikilfenglegir. En samhljóða eru þeir ekki. Nema í því eru allir athyglis- verðustu trúarvitnisburðir einróma, að leitin samkvæmt innsta hugboði að æðsta svari sé út af fyrir sig ómetanleg reynsla, sem veiti heilnæma fullnægju og stuðli áþreifan- lega að innri heilsu og þroska.“ Sigurbjörn Einarsson var biskup í 22 ár, einna lengst manna á tuttugustu öldinni og kom miklu í verk. Hann opnaði kirkjuna fyrir alþjóðlegum áhrifum, endurnýjaði messu- formið, beitti sér fyrir endur- reisn Skálholtsstaðar og var aðalhvatamaður að Hjálpar- stofnun kirkjunnar svo nokkur verk séu nefnd. Hann var mikilvirkt sálma- skáld, rithöfundur og þýðandi. Með ritstörfum sínum opnaði hann Íslendingum margar dyr að nýrri þekkingu, ekki aðeins á kristindómnum heldur ekki síður á öðrum trúarbrögðum. Sigurbjörn beitti sér fyrir því að setja niður deilur um kenningu kirkjunnar og sætta ólík sjónarmið. Í hirðisbréfi sínu, sem hann ritaði prestum stuttu eftir að hann tók við biskupsembætti, skrifaði hann: „Og það er bæði vitur- legra og kristilegra að sjá skoðanaandstæðing í því ljósi, að hann eigi að hjálpa manni til þess að þroskast í trú og trúarlegum skilningi, en að ganga fyrirfram út frá því, að hans sjónarmið eigi ekkert er- indi í heildarsamfélagi kirkj- unnar.“ Stjórn hans á kirkjunni var þó svo styrk og kennivald hans svo óumdeilt, að fáar slíkar deilur urðu í kirkjunni á hans tíð, miðað við það sem áður hafði verið. Í biskupstíð sinni nýtti Sig- urbjörn Einarsson sér nútíma- fjölmiðlun til að ná til þjóð- arinnar með nýjum hætti. Íslendingar misstu helzt ekki af sjónvarpsprédikun hans á aðfangadagskvöld eftir að sjónvarpið kom til sögunnar. Hann hafði þann hæfileika að hlustandanum fannst hann tala beint við sig, persónulega. Á þessu byggðust ekki sízt vinsældir Sigurbjörns eftir að hann lét af embætti biskups og settist á friðarstól. Meðferð hans á íslenzku máli var frábær og tímabært að hann fengi í fyrra verðlaun Jónasar Hallgrímssonar fyrir orðsnilld sína. Frá honum streymdu allt fram á síðustu vikur hugleið- ingar, ljóð, prédikanir og hug- vekjur, sem munu lifa með þjóðinni. Skrif hans eru bæði hluti af okkar sameiginlega menningararfi og uppspretta persónulegrar trúarreynslu margra. Morgunblaðið og Sigur- björn Einarsson áttu ekki allt- af samleið. Hann var kallaður „hinn smurði Moskvuagent“ hér í blaðinu árið 1948 vegna afstöðu sinnar til vestræns varnarsamstarfs. Afstaða Sig- urbjörns í því máli byggðist þó ekki á kommúnisma, heldur föðurlandsást og þeirri ein- lægu sannfæringu að Ísland ætti að vera vopn- og herlaust land. Seinna tókst náin vinátta með Sigurbirni og Morg- unblaðinu og eftir hann birtust margar hugvekjur og greinar í blaðinu, sú síðasta í júní síð- astliðnum. Blaðið sendir að- standendum hans innilegustu samúðarkveðjur við fráfall hans. Í áðurnefndu hirðisbréfi skrifaði Sigurbjörn Ein- arsson: „Hér er kirkja í landi vegna þess, að góður Guð elsk- ar þessa þjóð og vill að hún eigi hlutdeild í lífi hinnar kom- andi veraldar, í sigri uppris- unnar, ríki kærleikans. Kirkjan hjarir ekki af mann- legri náð. Hún lifir sakir Guðs náðar við þjóð og heim. Og lífsstarf vort á að verða gjöf þeirrar náðar handa kirkju og þjóð.“ Sigurbjörn biskup var and- legur fjallgöngumaður, gnæfði yfir aðra kristna kennimenn á Íslandi. Hann var virtasti og elskaðasti trúarleiðtogi sem Íslendingar hafa átt um lang- an aldur. Lífsstarf hans varð svo sannarlega náðargjöf handa Íslendingum og þjóð- kirkju þeirra. Andlegur fjallgöngumaður S igurvíma er flott orð og nær vel þessu sjaldgæfa ölvunarástandi sem velgengni skapar. Þegar orðin fá vængi og halda áfram að flögra löngu eftir að þau hafa verið mælt af munni fram. Bergnumin hlustaði þjóðin á boðskap Ólafs Stefánssonar í fréttaviðtali eftir að Íslendingar höfðu lagt Pólverja að velli og voru komnir í undanúrslit. Eitt af því sem fyr- irliðinn lét í ljós var þakklæti fyrir að hafa fengið að vera lifandi í 60 mínútur. Og hefði þess vegna verið reiðubúinn að deyja að þeim loknum. Þau orð hefðu ekki hlotið sama hljómgrunn ef þau hefðu verið mælt, segjum af manni sem hefði verið tekinn af lögreglunni fyrir ölvunar- akstur og eltingarleik sem hefði varað í heila klukkustund. Að fá að vera lifandi í 60 mín- útur. Nú eru lífslíkur Íslendings eitthvað í kringum 77 ár. Það eru æði margar klukkustundir. Og spurningin vaknar: hve margar af þeim klukkustundum lifum við í raun, hve margar fara fyrir ofan garð og neðan, og hve oft bíðum við hreinlega eftir því að þær líði, stöndum þær af okkur eins og hverja aðra skunu. Freud gamli kenndi að hver einstaklingur lifði í sjálfs- blekkingu um að vera ódauðlegur. Að mönnum væri áskapað að gera ekki ráð fyrir endalokum sínum. Sem væri jafnframt forsenda fyrir því að menn tækjust á ann- að borð ferðina á hendur. En breytir ekki því að fyrri ald- ir gengust einmitt upp í hinu öndverða: skammæi lífsins. Og þá í áróðursskyni fyrir annað líf sem mönnum var ætlað að einblína á í væntingu þess sem biði fyrir handan, eftir brösótt gengi hér. Hallgrímur Pétursson líkir lífinu gjarnan við reyk eða bólu sem á næsta andartaki geti hjaðnað. Og samtímamaður hans og okkar, Shakespeare, líkir lífinu við fífl sem fettir sig og brettir stundarkorn, en er síðan gleymt. Það er í raun og veru stutt síðan almenn- ingur fékk svigrúm til að haga lífi sínu. Menn töldust góðir ef lífsandinn staldraði við í nös- unum á þeim og þurftu síðan að hafa sig alla við til að hafa í sig og á. Hugsa sér allar ald- irnar þegar íslensk heimili snerust um þetta eitt: að skrimta á því sem örfáar skjátur og umlykjandi gróðurræma gaf af sér. Á okkar dögum hefur þetta mögulega snú- ist við, annað líf hefur skroppið saman jafn- framt því sem jarðlífið hefur þanist út. Stundum hvarflar að manni að lífsmátinn núna geri einmitt ráð fyrir lífi sem sé endalaust. Fræg er setning höfð eftir rómverska fyrirliðanum Pompejusi: Navigare necesse est, non vivere (Það er nauðsynlegt að sigla, ekki að lifa …). Og freistandi að snúa út úr henni og snúa henni um leið upp á okkur sjálf: „Það er nauðsynlegt að neyta …“. En til þess þarf vissulega líf sem er utan enda. Sem auðvitað endar. Það er meira að segja haft fyrir satt að á dauða- stundinni sjái menn líf sitt líða hjá eins og á filmu. Von- andi eru það ekki hlutirnir sem þá dúkka upp, heldur það sem menn í raun og veru upplifðu. peturgun@centrum.is Pétur Gunnarsson Pistill 60 mínútur Heimild til hergagna- flutninga á Íslandi FRÉTTASKÝRING Eftir Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is F lugmálastjórn Íslands veitir flutningsaðilum leyfi fyrir hergagna- flutningum á flugstjórn- arsvæði Íslands. Í 78. grein laga númer 60 frá árinu 1998 um loftferðir segir að hergögn megi ekki flytja um íslenskt yfirráðasvæði án leyfis frá samgönguráðherra eða þeim sem hann felur leyfisveitinguna samkvæmt reglum. Í reglugerð er valdið svo framselt til Flugmála- stjórnar Íslands. Ekki er hægt að fá almennt leyfi til slíkra flutninga heldur þarf sérstakt leyfi í hverju tilfelli. Þegar til stendur að flytja hergögn eða önnur eðlislík fyrirbrigði yfir íslenskt flugstjórn- arsvæði eru upplýsingar sendar til Flugmálastjórnar um flugleiðina sem áætluð er, hvað til stendur að flytja og í hvaða magni. Flugmálastjórn tekur í kjölfarið ákvörðun um hvort leyfi skal veitt. Þetta gildir þó ekki um svonefnd „ríkisflug“. Hafi til dæmis erlent ríki áhuga á að flytja herbúnað í eigin herflugvél yfir íslenskt flugstjórn- arsvæði mun leyfisveiting fyrir slíku flugi heyra undir utanríkisráðu- neytið. Eigin flutningar „ógeðfelldir“? Það vakti nokkra athygli þegar í ljós kom að Icelandair Cargo hafði nýlega tvívegis flutt hergögn: riffla nánar tiltekið, fyrir Bandaríkjastjórn til Georgíu, enda eru margir við- kvæmir fyrir að heyra minnst á her eða hergögn og land og þjóð í sömu andrá. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utan- ríkisráðherra lýsti yfir í Kastljósinu á miðvikudag að henni þætti sú til- hugsun „ógeðfelld“ að Íslendingar kæmu nálægt hergagnaflutningum. Í fjárlögum Íslands er þó gert ráð fyrir að ríkið kosti loftflutninga á her- og hjálpargögnum fyrir NATO fyrir um 200 milljónir árin 2007 og 2008. Ekki er vitað hvort ráðherranum geðjast betur að þeim flutningum. Icelandair tók fram að fyrirtækið réðist aldrei í slíka flutninga nema öll tilskilin leyfi væru til staðar og fyr- irtækið flytti jafnframt ekki varning sem teldist hættulegur. Rifflarnir hefðu til að mynda verið skotfæralausir (enda öldungis fráleitt að hafa vopn hlaðin í flutningum). Þá vöknuðu spurningar um hvers kyns leyfi þyrfti til slíkra flutninga. Valdís Ásta Aðalsteinsdóttir, upp- lýsingafulltrúi hjá Flugmálastjórn Ís- lands, segir leyfisveitingu fyrir vopnaflutninga á borð við þá sem Ice- landair stóð fyrir oft og tíðum ekki tímafreka. „Ef allar upplýsingar fylgja með umsókninni tekur ferlið yfirleitt ekki langan tíma en stundum getur til dæmis vantað betri lýsingu á farmi og þá getur það tekið lengri tíma.“ Leyfisveiting Flugmálastjórnar Ís- lands er ekki borin undir aðra aðila eða stofnanir. Þó er þar viðhöfð sú vinnuregla að ef um mikið magn her- gagna er að ræða eða mikinn fjölda flugferða er ekki veitt leyfi nema í samráði við samgönguráðuneytið. Það er einnig gert ef til stendur að fljúga inn á hættusvæði enda er þá málið af pólitískum toga. Byssur ekki hættulegar Flugrekendur þurfa einnig að hafa sérstakt leyfi ef ætlunin er að flytja „hættulegan varning“. Farmur sem getur verið hættulegur til flutnings, eins og til dæmis sprengjur eða eld- fim efni, flokkast undir slíkan varn- ing. Byssur eru ekki þar á meðal, enda ekki hættulegar sem slíkar til flutn- ings. Það eru hins vegar fyrirbrigði á borð við klór, súrefni, sprengiefni og sjálfan ólympíueldinn. Reuters Loftflutningar Bandarískir flugliðar afferma fragtflugvél, sem flutti hjálpargögn fyrr í mánuðinum til Tbilisi, höfuðborgar Georgíu. „Það hafa ekki mörg leyfi verið veitt á undanförnum árum til ís- lenskra flugrekenda. En við höfum auðvitað oft heimilað erlendum flugrekendum að fljúga hérna yfir. Þeir þurfa samt alltaf að sækja um leyfi ef þeir eru með hergögn um borð. Við gefum í heildina út leyfi svona tvisvar í mánuði kannski,“ segir Valdís Ásta Aðalsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Flugmála- stjórnar Íslands. Það er þó ljóst að hergagnaflutn- ingar á vegum íslenskra flugrek- enda eru ekki daglegt brauð, þó að þeir séu til staðar. „Við höfum gefið út fjórar heimildir til íslenskra flugrekenda á síðustu 12 mánuðum. Þetta er ekki svo mikið.“ Hún segir ávallt athugað hvort flugrekandi ætlar sér að flytja hættulegan varning. „Ef þetta er í raun bara eðlilegur flugrekandi með öll fullgild réttindi og flug- rekstrarleyfi og hann ætlar ekki að flytja hættulegan varning þá fæst leyfið yfirleitt auðveldlega.“ „ER EKKI SVO MIKIГ››

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.