Morgunblaðið - 29.08.2008, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.08.2008, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ferðamálaskóli Íslands • www.menntun.is • Sími 567 1466 Meðal námsefnis: • Mannleg samskipti. • Helstu áfangastaðir erlendis í máli og myndum. • Mismunandi trúarbrögð. • Saga landsins, menning og listir. • Frumbyggjar og saga staðarins. • Þjóðlegir siðir og hefðir. • Leiðsögutækni og ræðumennska. Ferðalandafræði: Evrópa, Asía, Africa, Ameríka og Eyjaálfan. Námið fer fram í formi fyrirlestra og reynslu fararstjóra í leiðsögn á erlendri grund. Leiðbeinendur eru: Kjartan Trausti Sigurðsson, Pétur Björnsson, Jóhanna Kristjónsdóttir, Höskuldur Frímannsson, Sigurður A. Magnússon, Magnús Björnsson, Pétur Óli Pétursson, Bjarni Randver Sigurvinsson, Bjarni Karlsson. Fararstjórn erlendis FRÉTTASKÝRING Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is VELFERÐARRÁÐ Reykjavíkur- borgar hefur samþykkt að slíta við- ræðum við Heilsuverndarstöðina/ Alhjúkrun (HA) um rekstur búsetu- úrræðis með félagslegum stuðningi. Var sviðsstjóra velferðarsviðs falið að skoða málið frá grunni, þar með talið að ræða á ný við þá fjóra aðila sem sóttust eftir samstarfi. Auk HA eru þetta SÁÁ, Ekron og Samhjálp. Að sögn Jórunnar Frímannsdóttur, formanns velferðarráðs, er vonast eftir nýrri tillögu á næsta fundi ráðsins, 10. sept. Hún telur ekki óeðlilegt að rætt sé aftur við HA, jafnræðis verði að gæta í málinu. Jórunn segir það vissulega slæmt að ekki sé þegar búið að opna þetta bú- setuúrræði. Brýn þörf sé fyrir áfangaheimili á borð við þetta. Vel- ferðarráð hafi á sínum tíma enga vitneskju haft um greiðsluerfiðleika eigenda húsnæðisins og talið að HA gæti útvegað húsnæði, enda hafi það verið einn af mörgum þáttum sem hafði áhrif á ákvörðun velferðarráðs um að semja við HA. Nú þurfi að ræða aftur við þessa aðila og kanna aðstæður hjá þeim, enda nokkuð um liðið síðan tilboðin voru lögð fram. Velferðarráði barst yfirlýsing frá HA þar sem m.a. kom fram að fyr- irtækið gæti ekki staðfest að fyr- irhugað húsnæði undir starfsemina yrði fyrir hendi. Um er að ræða rað- hús við Hólavað 1-11 í Norð- lingaholti í Reykjavík. Eigandi húsanna varð gjaldþrota og leysti Byr sparisjóður eignirnar til sín. Treystu aðstandendur HA sér ekki til þess að útvega húsnæðið innan þess tímaramma sem borgaryfirvöld gerðu kröfu um, eða fyrir 1. ágúst sl. Með annað húsnæði í sigtinu Gestur Pétursson, stjórn- arformaður HA, segir að óskað hafi verið eftir samningum við viðkom- andi banka. Það hafi ekki tekist og því sé húsnæðið ekki lengur til taks. Aðspurður telur Gestur eðlilegt að rætt verði við HA aftur þó að svona hafi farið, fyrirtækið hafi ekki gert neitt rangt. Það standi við alla aðra þætti í tilboðinu og sé komið með annað húsnæði í sigti. Málið hófst með með því að í nóv- ember á síðasta ári auglýsti velferð- arsvið, í samstarfi við félagsmála- ráðuneytið, eftir samstarfsaðilum til að reka búsetuúrræði með fé- lagslegum stuðningi fyrir allt að 20 einstaklinga. Um er að ræða fólk sem var áður m.a. hýst hjá Byrginu og hefur glímt við mikinn áfengis- og vímuefnavanda auk geð- sjúkdóma. Fjórir aðilar svöruðu auglýsingu um samstarf, sem fyrr segir. Rætt var við alla aðilana og þeir taldir uppfylla faglegar kröfur. Það var síðan á fundi velferðarráðs 9. apríl sl. að ákveðið var að ganga til sam- starfs við Heilsuverndarstöðina/ Alhjúkrun. Var tillagan samþykkt samhljóða af öllum fulltrúum ráðs- ins. Þótti útfærsla hugmynda fyr- irtækisins best mótuð á grundvelli faglegra forsendna sem fram komu í auglýsingunni, og húsnæðið þótti ennfremur hentugt. Fólkið á hrakhólum Þorleifur Gunnlaugsson, fulltrúi VG í minnihluta velferðarráðs, hefur hins vegar gagnrýnt málsmeðferð- ina eftir að upp komst um húsnæð- isvandræðin. Hann bendir á að dag- inn áður en tillaga um samstarf við HA var samþykkt í velferðarráði hafi eigandi húsanna í Hólavaði ver- ið tekinn til gjaldþrotaskipta. Þetta hafi komið í ljós síðar, þegar við- ræður við þessa aðila voru hafnar fyrir alvöru. Hann telur SÁÁ hafa verið með hagkvæmasta tilboðið og segir nú í samtali við Morgunblaðið að eðlilegast sé að velferðarsvið borgarinnar hefji viðræður við SÁÁ. Óeðlilegt sé að hefja aftur viðræður við HA. Þorleifur segir mikinn skaða hafa hlotist af málinu, engin úrræði hafi verið fyrir þetta fólk og það verið á hrakhólum síðustu mán- uði. Hann bindur vonir við að málið leysist á næstu tveimur vikum. Morgunblaðið/Frikki Húsnæði Raðhúsin við Hólavað 1-11 í Norðlingaholti voru ekki til reiðu í tæka tíð. Eigandinn varð gjaldþrota. Byrjað upp á nýtt  Heilsuverndarstöðin/Alhjúkrun gat ekki útvegað húsnæði með félagslegum stuðningi í tæka tíð  Viðræður hefjast á ný Í HNOTSKURN »Auglýst var fyrst eftir bú-setuúrræðum með fé- lagslegum stuðningi í nóv- ember sl. »Velferðarráð samþykkti íapríl sl. að ganga til við- ræðna við Heilsuverndarstöð- ina/Alhjúkrun. »Viðræðunum hefur veriðslitið og aftur verður rætt við alla tilboðsgjafa. OPINBER heimsókn Geirs H. Haarde forsætisráðherra til Grikk- lands hófst í gær með viðhöfn og átti hann langan fund með Kostas Kar- amanlis, forsætisráðherra Grikk- lands. Þeir ræddu samstarf og sam- skipti ríkjanna, m.a. leiðir til að auka gagnkvæm viðskipti og fjárfestingar. „Það er gaman að því að hér, rétt eins og í Albaníu, eru aðalgöturnar skreyttar með íslenska fánanum í til- efni heimsóknarinnar,“ segir Geir. Í lok fundarins var gríska forsætis- ráðherranum boðið að sækja Ísland heim og tók hann vel í það boð að sögn Geirs. unas@mbl.is Götur Aþenu voru prýddar íslenska fánanum við komu forsætisráðherra Ræddu samstarf ríkjanna Ljósmynd/Gréta Ingþórsdóttir Móttaka Geir H. Haarde fundaði með Kostas Karamanlis og ræddu þeir m.a. leiðir til að auka gagnkvæm viðskipti. TÓMAS H. Heiðar, þjóðréttarfræð- ingur hjá utanríkisráðuneytinu, seg- ir að það þjóni engum tilgangi fyrir einstök ríki að skila greinargerð til landgrunnsnefndar Sameinuðu þjóð- anna um landgrunn á umdeildum hafsvæðum á borð við Hatton Rockall-svæðið, líkt og Bretar hyggjast gera. Stefnt að viðræðufundi í Reykjavík innan skamms Bretar hafa farið fram á það við landgrunnsnefnd SÞ að þeir fái full yfirráð yfir Hatton-Rockall svæðinu. Breska dagblaðið Guardian hefur eftir breskum embættismönnum, að viðræður þeirra og Íra við Íslend- inga og Dani um skiptingu svæðisins hafi siglt í strand. Þessu vísar Tómas Heiðar á bug og segir, að stefnt sé að því að halda næsta viðræðufund í Reykjavík innan nokkurra vikna. Tómas segir að fyrir liggi að land- grunnsnefndin geti ekki og muni ekki fjalla um greinargerðir ríkja um kröfur nema öll ríki, sem geri tilkall til viðkomandi svæðis, samþykki það. „Ísland mun ekki fallast á að nefndin fjalli um greinargerðir ein- stakra deiluaðila að Hatton Rockall- málinu. Þar við bætist að almennir frestir til að skila greinargerðum til landgrunnsnefndarinnar gilda ekki um landgrunn á umdeildum haf- svæðum á borð við Hatton Rockall- svæðið,“ segir hann. Ísland mun á næsta ári skila greinargerð um landgrunn í syðri hluta Síldarsmugunnar og á Reykja- neshrygg en bíða með greinargerð um Hatton Rockall-svæðið, enda þjónar slík greinargerð engum til- gangi við núverandi aðstæður að sögn Tómasar. Ótvíræð afstaða Íslands Hann segir aðila Hatton Rockall- málsins, Ísland, Bretland, Írland og Danmörk, fyrir hönd Færeyinga, vera sammála um að halda áfram viðræðum um málið sem snúast m.a. um skiptingu svæðisins. „Afstaða Ís- lands er ótvírætt sú að rétt sé að stefna að því að aðilarnir fjórir nái fyrst samkomulagi sín á milli um skiptingu landgrunns á Hatton- Rockall-svæðinu en skili að því loknu sameiginlegri greinargerð til land- grunnsnefndarinnar um ytri mörk landgrunnsins.“ jonpetur@mbl.is Greinargerðin er tilgangslaus Tómas Heiðar segir að viðræður um Hatton-Rockall hafi ekki siglt í strand BJÖRGVIN G. Sigurðsson við- skiptaráðherra hefur óskað eftir upplýsingum um þróun verðlags frá Samkeppniseftirlitinu og Neyt- endastofu, sökum ábendinga frá samtökum neytenda og fleiri að- ilum. „Bent hefur verið á að smá- söluverð á bifreiða- og vélaelds- neyti hafi ekki fylgt að fullu nýleg- um lækkunum á heims- markaðsverði á hráolíu eða innflutningsverði á eldsneyti. Þar af leiðandi hafi álagning í olíu- verslun farið hækkandi síðustu mánuði,“ segir á vefsvæði ráðu- neytisins. Þar segir einnig að þar sem um er að ræða brýnt hagsmunamál fyrir almenning, og skoðanir séu mjög skiptar, telji ráðuneytið nauðsynlegt að varpa skýrara ljósi á staðreyndir málsins. andri@mbl.is Skoðanir mjög skiptar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.