Morgunblaðið - 29.08.2008, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 29.08.2008, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ Þú færð 5 % endurgreitt í Háskólabíó Þú færð 5 % endurgreitt í BorgarbíóSími 462 3500 Sveitabrúðkaup kl. 6 - 8 - 10 LEYFÐ Rocker kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 7 ára Skrapp út kl. 6 - 8 - 10 B.i. 12 ára Mamma Mia kl. 5:30 - 8 - 10:30 LEYFÐ Mamma Mia kl. 8 sing-a-long LEYFÐ Tropic Thunder kl. 6 - 8 - 10:10 B.i.16ára Mamma Mia kl. 6 - 8 LEYFÐ The Rocker kl. 10:10 B.i.7ára Sími 551 9000Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum 650 KR. - ALLAR MYNDIR - ALLAR SÝNINGAR - Í ALLT SUMAR Make it happen kl. 5:40 - 8 - 10:20 LEYFÐ X - Files kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 16 ára Mamma Mia kl. 5:30 - 8 - 10:30 LEYFÐ The Strangers kl. 6 - 8 - 10 B.i. 16 ára 650kr. “Svona á að gera hrollvekjur!” - Stephen King „Duchovny og Anderson sýna gamla takta” -Þ.Þ. - DV 650k r. FULLT AF FLOTTUM LÖGUM Í MYNDINNI M.A. HIÐ VINSÆLA LAG “JUST DANCE” eeee - Ó.H.T, Rás 2 eee - L.I.B, Topp5.is/FBL Stærsta mynd ársins 2008 84.000 manns. 650k r. SÝND SMÁRABÍÓI Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borga Stærsta mynd ársins 2008 - 84.000 manns. eee - L.I.B, Topp5.is/FBL eeee - Ó.H.T, Rás 2 eee “Hressir leikarar, skem- mtilegur fílingur og meiriháttar tónlist!” - T.V. - Kvikmyndir.is SÝND SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI ÞÓTT LÍFIÐ BREYTIST... ÞURFA DRAUMARNIR EKKI AÐ BREYTAST HÖRKU-DANSMYND MEÐ HINNI SJÓÐHEITU MARY ELIZABETH WINSTEAD FRÁBÆR MYND Í ANDA SO YOU THINK YOU CAN DANCE ÞÁTTANNA FULLT AF FLOTTUM LÖGUM Í MYNDINNI M.A. HIÐ VINSÆLA LAG “JUST DANCE” ÞÓTT LÍFIÐ BREYTIST... ÞURFA DRAUMARNIR EKKI AÐ BREYTAST HÖRKU-DANSMYND MEÐ HINNI SJÓÐHEITU MARY ELIZABETH WINSTEAD FRÁBÆR MYND Í ANDA SO YOU THINK YOU CAN DANCE ÞÁTTANNA 650k r. ÓDÝRT Í BÍÓ Í REGNBO GANUM SÝND HÁSKÓLABÍÓI ÞAÐ geisar óvenjulegt stríð í gaman- myndinni Tropic Thunder. Í fyrsta lagi er það drepfyndið, í öðru lagi er Hollywood að gera sjaldséð og vel lukkað grín að sjálfri sér, í þriðja lagi er myndin ferlega fyndin á sinn kol- geggjaða hátt og leikararnir unun á að horfa. Skiptir ekki máli hvort það eru aðal- eða aukaleikarar, hvergi er veikan blett að finna. Fyrst og fremst er myndin sigur fyrir leikstjórann og aðalleikarann Stiller, sem hittir reyndar líka naglann á höfuðið sem framleiðandi, því myndin slær í gegn út um allar jarðir. Stiller leikur Tugg, stórstjörnu harðhausamyndanna, sem hefur misstigið sig í hlutverka- vali (langaði í Óskarinn) þegar honum býðst aðalhlutverkið í dýrustu stríðs- mynd sögunnar – enn einni hetju- óperunni úr frumskógum Austur- Asíu. Handritið er byggt á met- sölubók John „Four Leaf“ Tyback (Nolte), þar sem hann lýsir hug- dirfsku sinni og hetjudáðum í Víet- nam. Það kemur síðar á daginn að þar steig hann aldrei niður fæti en var sorptæknir í strandgæslunni, hins vegar nokkuð pennafær með vænt hassmagn í hausnum. Kvik- myndatakan hefst á hefðbundinn hátt, en það stendur ekki lengi. Les (Cruise), bandbrjáluðum framleið- anda myndarinnar líst vel á þá hug- mynd brellumeistarans (sem hefur bresku leikstjórablókina í vasanum) að nota alvörukúlur, sömuleiðis sprengiefni fyrir tugmilljónir og taka herlegheitin upp á tökuvélar sem eru faldar víðs vegar í frumskóginum. Hitt vita þeir ekki að skammt undan eru alvopnaðir og illvígir heróín- bændur með bækistöðvar sínar, en myndin er tekin í Gullna þríhyrn- ingnum. Eins og hendi væri veifað eru leikararnir komnir í ósvikið stríð. Stiller gerir dásamlegt grín að Rambó og þeim körlum öllum. Tugg er hasarmyndahetja sem hefur gert endalausar myndir í anda Stallone, fyrir utan eina, Simple Jack, þar sem hann lék vangefinn, stamandi sveita- dreng sem talaði við dýrin. Í stað þess að fá Óskarinn varð myndin honum nánast að falli. En Simple Jack er uppáhaldsmynd heróínframleiðend- anna og heldur líftórunni í Tugg í einu fyndnasta atriði myndarinnar. Downey Jr., hefur sjaldan eða aldrei verið betri en ástralskur leikari og stórstjarna, sem leikur þeldökkan hermann og lifir sig svo fullkomlega inn í hlutverkið að Óskarsverðlauna- tilnefning er ekki ólíkleg. Annar úr herdeildinni er leikinn af svívirðilega fínu skopskyni af rapparanum Brandon T. Jackson, og ljóst að hann á eftir að feta í fótspor Wills Smith. Þá er ógetið Blacks sem er óborg- anlegur sem fallin prumpmynda- stjarna og forfallinn dópfíkill. Þetta er magnaður leikhópur í fyndnustu mynd ársins, en sjálfsagt finnst einhverjum nóg um aulabrandarana þar sem handritshöfundunum er ekk- ert heilagt. Tropic Thunder er vel þegin og dálítið yfirdrifin háðsádeila, en óskandi að ekki verði hreyft mót- mælum á borð við þau sem snilling- urinn Michael Palin mátti þola fyrir stamið í A Fish Called Wanda á sín- um tíma. Þá er útlit myndarinnar ein- staklega fagmannlegt, en það er eng- inn annar en Óskarsverðlaunatökustjórinn John Toll sem er að verki. Og svo er það Cruise. Þrumustuð í skóginum Frábær mynd „Þetta er magnaður leikhópur í fyndnustu mynd ársins,“ segir meðal annars í dómi. Sæbjörn Valdimarsson KVIKMYND Laugarásbíó, Smárabíó, SAM-Álfabakka, SAM-Keflavík og Borgarbíó. Leikstjóri: Ben Stiller. Aðalleikarar: Ben Stiller, Jack Black, Robert Downey Jr., Nick Nolte (og Tom Cruise). 105 mín. Bandaríkin 2008. Tropic Thunder bbbb

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.