Morgunblaðið

Dato
  • forrige månedaugust 2008næste måned
    mationtofr
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 29.08.2008, Side 38

Morgunblaðið - 29.08.2008, Side 38
38 FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ Þú færð 5 % endurgreitt í Háskólabíó Þú færð 5 % endurgreitt í BorgarbíóSími 462 3500 Sveitabrúðkaup kl. 6 - 8 - 10 LEYFÐ Rocker kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 7 ára Skrapp út kl. 6 - 8 - 10 B.i. 12 ára Mamma Mia kl. 5:30 - 8 - 10:30 LEYFÐ Mamma Mia kl. 8 sing-a-long LEYFÐ Tropic Thunder kl. 6 - 8 - 10:10 B.i.16ára Mamma Mia kl. 6 - 8 LEYFÐ The Rocker kl. 10:10 B.i.7ára Sími 551 9000Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum 650 KR. - ALLAR MYNDIR - ALLAR SÝNINGAR - Í ALLT SUMAR Make it happen kl. 5:40 - 8 - 10:20 LEYFÐ X - Files kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 16 ára Mamma Mia kl. 5:30 - 8 - 10:30 LEYFÐ The Strangers kl. 6 - 8 - 10 B.i. 16 ára 650kr. “Svona á að gera hrollvekjur!” - Stephen King „Duchovny og Anderson sýna gamla takta” -Þ.Þ. - DV 650k r. FULLT AF FLOTTUM LÖGUM Í MYNDINNI M.A. HIÐ VINSÆLA LAG “JUST DANCE” eeee - Ó.H.T, Rás 2 eee - L.I.B, Topp5.is/FBL Stærsta mynd ársins 2008 84.000 manns. 650k r. SÝND SMÁRABÍÓI Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borga Stærsta mynd ársins 2008 - 84.000 manns. eee - L.I.B, Topp5.is/FBL eeee - Ó.H.T, Rás 2 eee “Hressir leikarar, skem- mtilegur fílingur og meiriháttar tónlist!” - T.V. - Kvikmyndir.is SÝND SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI ÞÓTT LÍFIÐ BREYTIST... ÞURFA DRAUMARNIR EKKI AÐ BREYTAST HÖRKU-DANSMYND MEÐ HINNI SJÓÐHEITU MARY ELIZABETH WINSTEAD FRÁBÆR MYND Í ANDA SO YOU THINK YOU CAN DANCE ÞÁTTANNA FULLT AF FLOTTUM LÖGUM Í MYNDINNI M.A. HIÐ VINSÆLA LAG “JUST DANCE” ÞÓTT LÍFIÐ BREYTIST... ÞURFA DRAUMARNIR EKKI AÐ BREYTAST HÖRKU-DANSMYND MEÐ HINNI SJÓÐHEITU MARY ELIZABETH WINSTEAD FRÁBÆR MYND Í ANDA SO YOU THINK YOU CAN DANCE ÞÁTTANNA 650k r. ÓDÝRT Í BÍÓ Í REGNBO GANUM SÝND HÁSKÓLABÍÓI ÞAÐ geisar óvenjulegt stríð í gaman- myndinni Tropic Thunder. Í fyrsta lagi er það drepfyndið, í öðru lagi er Hollywood að gera sjaldséð og vel lukkað grín að sjálfri sér, í þriðja lagi er myndin ferlega fyndin á sinn kol- geggjaða hátt og leikararnir unun á að horfa. Skiptir ekki máli hvort það eru aðal- eða aukaleikarar, hvergi er veikan blett að finna. Fyrst og fremst er myndin sigur fyrir leikstjórann og aðalleikarann Stiller, sem hittir reyndar líka naglann á höfuðið sem framleiðandi, því myndin slær í gegn út um allar jarðir. Stiller leikur Tugg, stórstjörnu harðhausamyndanna, sem hefur misstigið sig í hlutverka- vali (langaði í Óskarinn) þegar honum býðst aðalhlutverkið í dýrustu stríðs- mynd sögunnar – enn einni hetju- óperunni úr frumskógum Austur- Asíu. Handritið er byggt á met- sölubók John „Four Leaf“ Tyback (Nolte), þar sem hann lýsir hug- dirfsku sinni og hetjudáðum í Víet- nam. Það kemur síðar á daginn að þar steig hann aldrei niður fæti en var sorptæknir í strandgæslunni, hins vegar nokkuð pennafær með vænt hassmagn í hausnum. Kvik- myndatakan hefst á hefðbundinn hátt, en það stendur ekki lengi. Les (Cruise), bandbrjáluðum framleið- anda myndarinnar líst vel á þá hug- mynd brellumeistarans (sem hefur bresku leikstjórablókina í vasanum) að nota alvörukúlur, sömuleiðis sprengiefni fyrir tugmilljónir og taka herlegheitin upp á tökuvélar sem eru faldar víðs vegar í frumskóginum. Hitt vita þeir ekki að skammt undan eru alvopnaðir og illvígir heróín- bændur með bækistöðvar sínar, en myndin er tekin í Gullna þríhyrn- ingnum. Eins og hendi væri veifað eru leikararnir komnir í ósvikið stríð. Stiller gerir dásamlegt grín að Rambó og þeim körlum öllum. Tugg er hasarmyndahetja sem hefur gert endalausar myndir í anda Stallone, fyrir utan eina, Simple Jack, þar sem hann lék vangefinn, stamandi sveita- dreng sem talaði við dýrin. Í stað þess að fá Óskarinn varð myndin honum nánast að falli. En Simple Jack er uppáhaldsmynd heróínframleiðend- anna og heldur líftórunni í Tugg í einu fyndnasta atriði myndarinnar. Downey Jr., hefur sjaldan eða aldrei verið betri en ástralskur leikari og stórstjarna, sem leikur þeldökkan hermann og lifir sig svo fullkomlega inn í hlutverkið að Óskarsverðlauna- tilnefning er ekki ólíkleg. Annar úr herdeildinni er leikinn af svívirðilega fínu skopskyni af rapparanum Brandon T. Jackson, og ljóst að hann á eftir að feta í fótspor Wills Smith. Þá er ógetið Blacks sem er óborg- anlegur sem fallin prumpmynda- stjarna og forfallinn dópfíkill. Þetta er magnaður leikhópur í fyndnustu mynd ársins, en sjálfsagt finnst einhverjum nóg um aulabrandarana þar sem handritshöfundunum er ekk- ert heilagt. Tropic Thunder er vel þegin og dálítið yfirdrifin háðsádeila, en óskandi að ekki verði hreyft mót- mælum á borð við þau sem snilling- urinn Michael Palin mátti þola fyrir stamið í A Fish Called Wanda á sín- um tíma. Þá er útlit myndarinnar ein- staklega fagmannlegt, en það er eng- inn annar en Óskarsverðlaunatökustjórinn John Toll sem er að verki. Og svo er það Cruise. Þrumustuð í skóginum Frábær mynd „Þetta er magnaður leikhópur í fyndnustu mynd ársins,“ segir meðal annars í dómi. Sæbjörn Valdimarsson KVIKMYND Laugarásbíó, Smárabíó, SAM-Álfabakka, SAM-Keflavík og Borgarbíó. Leikstjóri: Ben Stiller. Aðalleikarar: Ben Stiller, Jack Black, Robert Downey Jr., Nick Nolte (og Tom Cruise). 105 mín. Bandaríkin 2008. Tropic Thunder bbbb

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar: 235. tölublað (29.08.2008)
https://timarit.is/issue/286907

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

235. tölublað (29.08.2008)

Handlinger: