Morgunblaðið - 29.08.2008, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.08.2008, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR E N N E M M /S ÍA /N M 35 17 2 Í Núllinu þarf fjölskyldan ekki að borga krónu þegar hún hringir úllSkráðu fjöl-skylduna í síma800 7000eða ásiminn.isán tafar! FRÉTTASKÝRING Eftir Unu Sighvatsdóttur unas@mbl.is SÁ Íslendingur er varla til sem ekki hefur hrifist með handboltabylgjunni síðustu vikur. Handbolti hefur enda gjarnan verið kallaður þjóðaríþrótt Íslendinga þótt hann sé að vísu aðeins fjórða fjölmennasta íþróttagreinin samkvæmt tölfræði ÍSÍ frá 2006. Fá- ar íþróttir hafa hins vegar jafnoft hrundið af stað viðlíka æði og þjóðin er haldin þessa dagana og má gera ráð fyrir að áhuginn skili sér í fleiri iðkendum. Liðum hefur fækkað á landsvísu „Þegar við stöndum okkur vel á svona stórmótum þá er alltaf mikil bylgja af ungu fólki sem kemur inn og nú er bara vonandi að það verði aftur og sem flest af því unga fólki verði áfram,“ segir Guðmundur Ágúst Ingvarsson, formaður HSÍ. Handboltinn hefur átt undir högg að sækja síðustu ár rétt eins og aðrar íþróttagreinar og ef litið er til baka um tvo áratugi má sjá að á landsvísu hafa 17 handboltalið hætt starfsemi frá leiktímabilinu 1985-1986. Það er sérstaklega á landsbyggðinni sem ástundunin virðist hafa dalað og eru nú þónokkur bæjarfélög sem áður voru virk þar sem handbolti er nú ekki stundaður að neinu ráði. Að sögn Guðmundar er þó stöðugt unnið að því innan HSÍ að viðhalda áhuganum. Þar er starfrækt fræðslu- og útbreiðslunefnd sem hefur unnið að útbreiðslu íþróttarinnar en auk þess var í mars síðastliðnum stofnuð ný staða hjá sambandinu þegar Krist- ján Halldórsson var ráðinn íþrótta- stjóri og er hlutverk hans m.a. að efla námskeiðahald og fræðslu um hand- boltann. Sigurganga handboltaliðsins nú ætti að gefa því starfi byr undir báða vængi. „Ég hef fulla trú á því að þessi árangur eigi eftir að skila sér. Við vonum að sem flest ungt fólk skelli sér á æfingu hjá félögunum og sjái gildi þess og ánægjuna sem fylgir því að vera virkur í íþróttum.“ Handboltahreyfingin styrkt Eins og fram hefur komið hefur HSÍ hlotið umtalsverða styrki í kjöl- far ólympíusilfursins. Ríkisstjórnin ákvað að veita 50 milljónir til starfs- ins. Þá hefur Reykjavíkurborg stofn- að sjóð sem styrkja á kynni ung- menna af íþróttinni næstu fjögur ár. Það stefnir því ekki í annað en að handbolti verði þjóðaríþrótt með rentu. Handboltajárnið hamrað Handboltaiðkun gengur í bylgjum og nú má enn eiga von á aukningu Morgunblaðið/Kristinn Grunnurinn Margir íþróttamenn taka sín fyrstu skref á sumarnámskeiðum eins og því sem þessir krakkar sóttu í ágúst hjá meistaradeild Vals í handbolta. Mörg íþróttafélög héldu handboltanámskeið í sumar við góðar undirtektir. Í HNOTSKURN »Íslenska handboltaliðiðhefur oft náð undraverð- um árangri á stórmótum sem virkar jafnan eins og vítamín- sprauta fyrir íþróttaiðkun ungmenna í landinu. »Síðasta vetur voru allstuttugu og fimm meist- araflokkslið í deildarkeppni karla og kvenna í handknatt- leik, en tímabilið 1985-1986 voru þau 42. ÍÞRÓTTAKENNURUM ber al- mennt saman um að handbolta- áhuginn hjá krökkunum hafi verið mikill þessa fyrstu skóladaga. Þórunn Erlingsdóttir, íþrótta- kennari hjá Grunnskóla Grindavík- ur, segir að undanfarin ár hafi allt- af verið vaxandi áhugi í kringum stórmót og þá kvikni alltaf einhver vilji til að æfa. Í íþróttakennslunni sé reynt að koma til móts við það, enda ekki annar vettvangur fyrir krakkana því undanfarin ár hefur ekki verið handboltalið á Suð- urnesjum. Það stendur þó vonandi til bóta því áhugamenn í Reykja- nesbæ stefna nú að stofnun nýrrar handboltadeildar fyrir yngstu flokkana eins og fréttir bárust af fyrr í vikunni. Grunnskólamót í Grafarvogi Í Rimaskóla er handboltinn líka stundaður af kappi þessa dagana. Eyrún Ragnarsdóttir íþróttakenn- ari ætlar að leggja kennslu næstu viku alfarið undir handboltann, m.a. til að búa krakkana undir ár- legt skólamót í handbolta sem hald- ið verður í september. Það er handknattleiksdeild Fjölnis sem stendur fyrir mótinu meðal grunnskóla í Grafarvogi og er þetta þriðja árið sem það er haldið. Nú í lok sumars var líka endurvakinn handboltaskóli Fjölnis í fyrsta skipti í mörg ár og segir Ragnheiður Þórarinsdóttir að að- sóknin hafi farið fram úr vonum. Eins er meistaraflokkur Fjölnis ný- vaknaður úr sex ára dvala og mun því keppa í fyrstu deildinni í fyrsta skipti síðan árið 2002. unas@mbl.is Vinsæll lið- ur í leikfimi- kennslunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.