Morgunblaðið - 29.08.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.08.2008, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, ben@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is „ÞAÐ mun draga úr framkvæmdum hjá okkur,“ segir Loftur Árnason, forstjóri Ístaks. Fyrirtækið til- kynnti um uppsagnir 300 starfs- manna til Vinnumálastofnunar í gær, en starfsmenn fyrirtækisins eru tæplega 1.000 talsins. Á sama tíma tilkynnti Pósthúsið, sem dreifir m.a. Fréttablaðinu, um uppsagnir 129 blaðbera hjá fyrirtækinu. „Þetta er með stærstu uppsögnum sem við sjáum,“ segir Gissur Pét- ursson, forstjóri Vinnumálastofn- unar. Varrúðarráðstöfun „Það verður ekkert unnið við Hraunaveituvirkjun í vetur. Við er- um einnig með verkefni á Græn- landi og það verður ekkert unnið þar eftir áramót. Þessi verkefni eru árstíðarbundin. Við erum líka með verkefni í Kárahnjúkum sem er að ljúka tímabundið en þar verður aft- ur unnið í vor,“ segir Loftur. Ístak mun ekki daga úr framkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu. Að sögn Lofts er tilkynningin til Vinnumálastofn- unar varúðarráðstöfun, til uppsagna þurfi ekki að koma ef fyrirtækið fái stór verkefni á næstunni. Ístak er með marga erlenda starfsmenn á sínum snærum en ekkert liggur fyrir um hverjum verður sagt upp. Aðspurður sagði Loftur að ef til þess kæmi að erlend- um starfsmönnum yrði sagt upp myndi félagið standa við skuldbind- ingar sínar gagnvart þeim og greiða fyrir ferð þeirra til síns heima. Uppsagnirnar Ístaks taka gildi 31. október nk. en starfsmenn fá uppsagnarbréf fyrir 1. október. Flestir starfsmenn fyrirtækisins eru á eins mánaðar uppsagnarfresti. Fréttablaðið ekki heim í hús 85 blaðberum Pósthússins hefur þegar verið sagt upp, verða þeir 129 í heildina. Í kjölfarið mun blaðburð- ur Fréttablaðsins í heimahús að mestu leggjast af á landsbyggðinni og verða settir upp sérstakir stand- ar þar sem fólk getur nálgast blöð. Áfram verður dreift í hús á Ak- ureyri og á höfuðborgarsvæðinu. „Með stærstu uppsögnum“  300 starfsmönnum Ístaks verður sagt upp  129 starfsmenn Pósthússins missa vinnuna  Svartsýni hjá stéttarfélögum  Ístak mun greiða fyrir fargjöld heim ef erlendu starfsfólki verður sagt upp Morgunblaðið/Kristinn Viðgerðir Ístak sér um viðhald Hallgrímskirkju. Fyrirtækið mun draga úr framkvæmdum í kjölfar uppsagna, en klárar sín verkefni í höfuðborginni. „ÞEIR sem eru með þriggja mánaða upp- sagnarfrest fá uppsagnarbréf núna 1. sept- ember,“ segir Hannes Hann- esson, fram- kvæmdastjóri Pósthússins. Aðrir eru með styttri frest og 85 hafa þegar fengið bréf. Það er mis- jafnt eftir svæðum hvar útburð- urinn breytist, er það háð uppsagn- arfresti. „Við erum að bregðast við breytingum á dreifingarfyrir- komulagi viðskiptavina okkar,“ segir Hannes, á hann þar við 365 ljósvakamiðla, móðurfélag Frétta- blaðsins. Í kjölfar uppsagna blaðbera Póst- hússins mun Íslandspóstur verða eina fyrirtækið í dreifingu mark- pósts á landsbyggðinni, utan Ak- ureyrar. „Íslandspóstur mun sitja einn að kökunni,“ segir Hannes. Samkeppnin hverfur Hannes Hannesson „ÞAÐ ER vissu- lega áfall þegar svona stórt fyr- irtæki eins og Ís- tak er að segja upp í þetta mikl- um mæli,“ segir Sigurður Bessa- son, formaður stéttarfélagsins Eflingar. Sig- urður segist fyrst hafa heyrt af uppsögnum í gær. „Þetta mun hafa mikil áhrif á byggingamarkaðinn,“ segir Sigurður. „Ef það er engin hreyfing á þessum markaði og hann frystir svona niður þá leiðir það til algjörrar stöðnunar.“ Sig- urður segist búast við fleiri upp- sögnum frá öðrum smærri fyr- irtækjum sérstaklega þegar svona stórt fyrirtæki er að segja upp í jafn stórum stíl. Hann segist jafnframt vonast til þess að Ístak finni leið til þess ráða til baka einhvern hluta af þeim mannskap sem verður sagt upp. Stéttarfélagið svartsýnt Sigurður Bessason Eftir Þorbjörn Þórðarson og Halldór Armand Ásgeirsson „ÞETTA snýst um að verið er að auka nýt- ingu lóða og byggja hærra en deiliskipulag gerir ráð fyrir,“ segir Sigurður Þór Sigurðs- son, íbúi í Lindahverfi í Kópavogi. Íbúar í Lindahverfi eru óánægðir með bæj- aryfirvöld vegna fyrirhugaðra framkvæmda í hverfinu. Búið er að samþykkja að reisa 10 hæða háhýsi í Bæjarlind 8-10 með aðkomu að Fífuhvammsvegi og til stendur að reisa annað 8-9 hæða hús við verslunina Elko í Skógar- lind. Samkvæmt tillögu að aðalskipulagi Gust- svæðisins mun þar rísa 130.000 ferm. skrif- stofuhúsnæði. „Það er verið að auka umferð inn í Linda- hverfið og þegar umferðin verður svona mikil þá eykst mengun og öryggi skólabarna við Lindaskóla er ógnað. Við höfum áhyggjur af öryggi barna okkar,“ segir Sigurður. Um 300 manns mættu á íbúafund í Linda- skóla í gærkvöldi vegna framkvæmdanna. Íbúarnir eru ósáttir með hversu illa breyt- ingar á deiliskipulagi eru kynntar og hversu lítið samráð er haft við íbúa. Atvinnuhúsnæði á kostnað lífsgæða „Auglýsingunum [er] lætt að fólki þegar það eru mestar líkur á að það sjái þær ekki, yfirleitt í byrjun sumars,“ segir Pétur Valdi- marsson, annar íbúi í Lindahverfi. „Kópavogs- bær fórnar grænum svæðum inni í grónum hverfum fyrir atvinnuhúsnæði og umferðar- mannvirki,“ segir Sigurður. Ætlunin er að turninn, sem rísa á við Bæjarlind, og sá sem ætlunin er að reisa við Skógarlind, muni hýsa um 25.000 fermetra skrifstofuhúsnæði. „Það er verið að byggja meira atvinnuhúsnæði og umferðaræðar á kostnað lífsgæða íbúanna,“ segir Sigurður. „Það byggingamagn sem nú þegar hefur verið samþykkt á svæðinu hefur í för með sér gífurlega aukningu á umferð, með tilheyrandi mengun og rýrnun á lífsgæðum íbúa Lindahverfis. Teljum við, íbúar í Linda- hverfi, að nóg sé komið. Við mótmælum harð- lega og skorum á bæjaryfirvöld að láta staðar numið við uppbyggingu á svæðinu umfram það sem kveðið er á um í þegar samþykktu deiliskipulagi svæðisins,“ segir í einni af mörgum ályktunum íbúafundarins frá því í gærkvöldi. „Höfum áhyggjur af öryggi barna okkar“  Mikil óánægja meðal íbúa í Lindahverfi vegna framkvæmda  „Fórna grænum svæðum“ Turn Óánægja íbúa snýr meðal annars að þessum turni sem mun rísa í Skógarlind. „VIÐ vorum búin að reikna með þessu. Stóru fyr- irtækin eru að taka til í sínum rekstri. Það er eðli verktakafyr- irtækja að þenj- ast út og dragast saman enda háð stórum verkum,“ segir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar. Tilkynningar sem háðar eru lögum um hóp- uppsagnir eru sendar til Vinnu- málastofnunar. „Framundan er aukið atvinnu- leysi og ástæðulaust að draga úr því. Góðu heilli hefur það samt gerst hægar en við reiknuðum með,“ segir Gissur. Flugleiðir voru með fjöldauppsagnir fyrr á árinu. Margir misstu vinnuna um síðustu mánaðamót þegar Just 4 Kids og Mest lögðust á aðra hliðina. Ræsir hefur jafnframt sagt upp öllum starfsmönnum og hætt rekstri. Atvinnuleysi fer vaxandi Gissur Pétursson „ÞAÐ ER ákveð- inn samdráttur í þjóðfélaginu og við höfum ekkert farið varhluta af honum. […] Menn hafa [líka] hikað í stór- iðjufram- kvæmdum,“ seg- ir Loftur Árna- son, forstjóri Ístaks. Loftur bendir á að umhverfis- ráðherra hafi ákveðið að bæði álver og virkjun við Bakka fari í sameig- inlegt umhverfismat, sem tefur framkvæmdir um eitt ár. Ákveðið hafi verið að fara ekki í prufubor- anir í Gjástykki. Hann vísar líka til þess að stækkun við Straumsvík hafi verið felld í íbúakosningu. Verklok við Kárahnjúka og árs- tíðabundin verkefni sem tekið er hlé í yfir veturinn eru þó aðal- ástæður fyrirhugaðra uppsagna. „Hafa hikað í stóriðjufram- kvæmdum“ Loftur Árnason Upplýsingar Samtaka atvinnulífs- ins og Samtaka iðnaðarins frá að- ilum á byggingamarkaði bentu til þess árið 2006 að verktakar myndu draga úr framkvæmdum á árinu 2007. Fyrirhugaðar uppsagnir Ístaks núna snúa þó aðallega að stórum framkvæmdum en helmingur af veltu fyrirtækisins er vegna stór- iðjuframkvæmda. Minna af smærri verkefnum helst þó í hendur við versnandi stöðu fyrirtækja á þess- um markaði, en spáð er miklum þrengslum með haustinu. Upplýsingar frá bygging- arfulltrúum sveitarfélaga stað- festu hvert stefndi. Þeir greindu minni spennu á markaðnum árið 2006 en á árinu 2005. Strax á árinu 2006 var algengt að lóð- arhafar hæfu ekki framkvæmdir þrátt fyrir að vera með bygg- ingaleyfi. Fyrirséður samdráttur á byggingamarkaði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.