Fréttablaðið - 15.04.2009, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 15.04.2009, Blaðsíða 21
EFNI BLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 15. apríl 2009 Stóriðja Sjö stórverkefni Árni Sigfússon Í Reykjanesbæ eru sjö stórverk- efni í atvinnusköpun langt komin, skrifar Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ. Störfin séu ólík en eiga það öll sameiginlegt að geta skapað þúsundir vel launaðra starfa. Verkefni séu fjölbreytt en byggi samt á sérstöðu svæðisins, ýmist í auðlindum náttúrunnar, sem okkur þykir vænt um, aðstöðu eða menningu fólksins. Þau þurfi öll stuðning næstu ríkisstjórnar. Í trúnaði Svandís Svavarsdóttir Kjörnum fulltrúum er trúað fyrir almannahagsmunum og eignum og er ætlað að fara með þetta af trúmennsku og heiðarleika, skrifar Svandís Svavarsdóttir. Stjórn- málaflokkar sem missa sjónar á grundvallaratriðunum og trúnaðar- sambandi við kjósendur þurfa að endurskoða sitt hlutverk og erindi í stjórnmálum. Eftir hrunið, á nýjum byrjunarreit samfélagsins, þarf að byggja á heilindum. Á „trúnó“ Einar K. Guðfinnsson Það hefur verið nokkuð fróðlegt að fylgjast með því hvernig ástir Steingríms J. Sigfússonar fjármála- ráðherra og Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins hafa þróast, að mati Einars K. Guðfinnssonar. Hann minnir á hvernig Steingrímur galt varhug við AGS og kallaði kjörin sem hann bauð upp á ógnarskilmála. Nú sé komið annað hljóð í strokkinn. Sök bítur sekan Ellert B. Schram Það þarf enginn að láta eins og fréttir af siðlausum og himinháum styrkveitingum til Sjálfstæðisflokks- ins komi sér á óvart, skrifar Ellert B. Scram. Þetta sé afsprengi þess valds, sem þjóðin hefur fært einum stórum stjórnmálaflokki og þess hugsunarháttar að sá sem ræður komist upp með allt. Nú stendur yfir kynning á kvikmyndinni Drauma- landinu og fara aðstandendur hennar mikinn í umfjöllun sinni um málið. Sjálfsagt er eðlilegt að aðilar sem hafa lagt mikla fjármuni undir í framleiðslu á kvikmynd leggi hart að sér við að koma henni á framfæri en menn verða að gæta hófs í mál- flutningi og fara með rétt mál. Í nýlegu viðtali við Sigurð Gísla Pálmason, framleiðanda mynd- arinnar, kemur ýmislegt fram sem ástæða er að gera athuga- semdir við. Fjárhagsstaða Landsvirkjunar Sigurður segir m.a. „… og Landsvirkjun er tæknilega gjaldþrota“. Hvað á hann við með því? Almennt er talað um gjaldþrot þegar skuldir fyrir- tækis eru hærri en eignir og það getur þar með ekki staðið við skuldbindingar sínar. Lítum á nokkrar staðreyndir úr reikn- ingum Landsvirkjunar fyrir síð- asta ár. Landsvirkjun gerir upp í USD (Bandaríkjadollar) og yfirfærslur í íslenskar krónur í greininni eru á meðalgengi árs- ins 2008. 1. Í lok síðasta árs var eigið fé Landsvirkjunar tæplega 1,4 millj- arðar dollara eða um 119 millj- arðar í íslenskum krónum sem gerir 30% af efnahag fyrirtæk- isins. Eiginfjárstaða fyrirtækis- ins hefur ekki lækkað við Kára- hnjúkavirkjun en það segir mikið um mat á framkvæmdinni sam- kvæmt ströngum alþjóðlegum uppgjörsstuðlum. 2. Skuldir fyrirtækisins höfðu lækkað á síðasta ári um tæp- lega 300 milljónir dollara eða um rúma 26 milljarða íslenskra króna sem sýnir mikla getu til að greiða niður skuldir. 3. Fyrirtækið ræður yfir handbæru fé og eigin aflafé til að borga af öllum sínum lánum út árið 2010 og getur því sam- kvæmt því staðið við allar sínar skuldbindingar mun lengra fram í tímann en almennt er um fyr- irtæki 4. Skuldir Landsvirkjunar voru um 3,2 milljarðar dollara í lok síðasta árs eða 285 milljarð- ar í íslenskum krónum. Miðað við það sem við höfum séð af skuld- setningu íslenskra fyrirtækja að undanförnu (þúsundir millj- arða) er þá ekki dálítið mikið í lagt að segja að þessi skuldsetn- ing hafi „átt stóran þátt í að setja íslenskt efnahagslíf á hliðina“ eða „… skuldsetja okkur upp í rjáfur til að geta þjónað þessum erlendu fyrirtækjum um rafmagn“ eins og Sigurður Pálmi segir! 5. Þá verður einnig að taka til- lit til getu fyrirtækisins til að greiða niður skuldir með eigin aflafé en með því getur efna- hagur fyrirtækisins verið í góðu jafnvægi innan fárra ára og fyr- irtækið, í eigu þjóðarinnar, gæti við þær aðstæður ráðstafað háum fjárhæðum í þágu eigenda sinna á hverju ári. Það er vissulega hægt að reikna hlutina út frá þeirri stöðu að aðstæður íslenska ríkisins, og þar með lánshæfismat, og horf- ur á alþjóðlegum lánamörkuðum verði eins á árinu 2011 og þær eru í dag; en mér sýnist að álykt- anir Sigurðar Pálma séu fengn- ar á þann hátt. Á hitt ber að líta að við þær aðstæður væri lítið eftir af íslensku atvinnulífi og miðað við efnahagslegan styrk og greiðslugetu þá væri Landsvirkj- un eitt það síðasta sem félli. Við þessi skilyrði væri hvorki verið að auka við rafmagnsframleiðslu eða framleiða nýjar kvikmyndir. Enda er það svo að engir sérfræð- ingar, innlendir eða erlendir, spá þessari stöðu í efnahagsmálum. Gott verð fyrir raforkuna Sigurður Pálmi segir: „[Þ]að er verið að selja orkuna á miklu lægra verði en til dæmis í Suður- Ameríku.“ Hvernig getur hann komist að þessari niðurstöðu þegar hann segir í næstu setn- ingu að verðið sé viðskiptaleynd- armál? 1. Það eina sem undirritaður veit um orkuverð til orkufreks iðnaðar í Suður-Ameríku er að forstjóri ALCOA sagði fyrir tveim árum að fyrirtækið væri að borga um 25 USD mills/kWst fyrir orku í Brasilíu. 2. Það þarf ekki mikla sérfræði- kunnáttu í íslenskum orkumálum til þess að nálgast opinberar tölur m.a. úr ársreikningi og heima- síðu Landsvirkjunar um orkusölu og verð á innanlandsmarkaði til að finna út að á árinu 2008 var orkufreki iðnaðurinn á Íslandi að borga að meðaltali ekki undir 30 mills/kWst fyrir orkuna. 3. Þetta verð, að frádregnum flutningi, er sambærilegt eða hærra en það verð sem íslensk orkufyrirtæki hafa verið að selja grunnorku á heildsölustigi á til almennra nota hér innanlands (grunnorka er orka sem keypt er í sama magni allt árið), en það stefnir í að slík orka verði seld á sambærilegu verði til orkufreka iðnaðarins og á almenna innlenda markaðinn enda á svo að vera. Um 30 prósenta lækkun á raf- orkuverði til almennings Að lokum örfá orð um verð á raforku til almennra nota á Íslandi. Það er staðreynd að frá árinu 1997, eða á sama tíma og sala á orku til orkufreks iðnað- ar hefur aukist mikið, þá hefur verð á heimilisraforku á föstu verði lækkað um nálægt 30 pró- sent að meðaltali hér á landi og er nú með því lægsta sem gerist í Evrópu. Fyrir þessu eru marg- víslegar ástæður m.a. samnýt- ing á afltoppum fyrir almenna markaðinn og umframorku sem er til staðar vegna sölu til orku- freka iðnaðarins, vegna sam- nýtingar á gufuafli til húshit- unar og rafmagnsframleiðslu og vegna stærðarhagkvæmni fyrir tilverknað stærra raforku- kerfis. Það er efni í nýja grein að fjalla frekar um þetta mál- efni og vonandi gefst tækifæri til þess síðar. Draumalandið, Landsvirkjun og orkuverð JÓHANNES GEIR SIGURGEIRSSON stjórnarformaður Landsvirkjunar 1997-2007 Í nýlegu viðtali við Sigurð Gísla Pálmason, framleiðanda mynd- arinnar, kemur ýmislegt fram sem ástæða er að gera athuga- semdir við. Kannaðu rétt þinn til bóta Reykjavík ı Akranes ı Borgarnes ı Ísafjörður ı Blönduós ı Sauðárkrókur ı Akureyri ı Egilsstaðir ı Vestmannaeyjar ı www.pacta.is Eldhúsdagur er nýtt vikulegt fylgirit Fréttablaðsins sem leggur áherslu á umræðu og skoðanaskipti um stjórnmál og þjóðmál. Leitast verð- ur við að birta vandaðar og upp- lýsandi greinar um ýmis álitamál. Leitað verður eftir sjónarmiðum valinkunnra einstaklinga auk þess sem senda má gagnorðar greinar á netfangið greinar@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.