Fréttablaðið - 15.04.2009, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 15.04.2009, Blaðsíða 2
2 15. apríl 2009 MIÐVIKUDAGUR Björgvin, hefur þú gefið gó á þetta? „Að sjálfsögðu gefur Bó gó á Bo hans Obama.“ Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur fengið sér hund en sá hefur fengið nafn- ið Bo. Björgvin Halldórsson hefur lengi gengið undir viðurnefninu Bó. SKOÐANAKÖNNUN Fylgi Samfylk- ingar er nú 34,3 prósent og fengi flokkurinn fjóra kjördæmakjörna þingmenn í Reykjavíkurkjördæmi norður, samkvæmt nýrri könn- un Capacent Gallup fyrir RÚV og Morgunblaðið. 29,1 prósent styður Vinstri græn og fengi flokkurinn þrjá þingmenn. Fylgi Sjálfstæð- isflokksins fer úr 36,4 prósenta kjörfylgi í 22,0 prósenta fylgi nú og fengi flokkurinn tvo þingmenn. Aðrir flokkar ná ekki inn manni. 8,1 prósent styður Borgarahreyf- inguna, 5,3 prósent styðja Fram- sóknarflokkinn, 1,1 prósent styður Frjálslynda flokkinn og 0,2 prósent Lýðræðishreyfinguna. Svarhlutfall var 60,5 prósent. - ss Könnun í Reykjavík norður: Fylgi Sjálfstæð- isflokks hrynur Opin og heiðarleg stjórnsýsla Vinnum gegn spillingu með því að styrkja upplýsinga- og stjórnsýslu- lög, efla eftirlitsstofnanir og styðja við frjáls félaga- og neytenda- samtök. Aukum gagnsæi í starfsemi ríkisstjórnar og Alþingis og sjáum til þess að stjórnsýslunni verði settar siðareglur. FÓLK Íbúar á Kjalarnesi segja bæði mengun og ógn stafa af skotsvæði á Álfsnesi og vilja það burt. Skotvæðið á Álfsnesi var tekið í notkun sumarið 2005. Hjónun- um Eiríki Hans Sigurðssyni og Sigrúnu Árnadóttur, sem fluttu á Skriðu undir Esju tveimur árum áður til að njóta kyrrðarinnar, var illa brugðið þegar þau komu heim úr ferðalagi síðdegis einn júlídag og settust út á verönd með kaffi- bolla. Skothvellir glumdu við: „Við sáum okkur þann kost vænstan að flytja okkur í hús með kaffið og þannig hefur það verið síðan,“ segja hjónin í bréfi sem sent var í janúar 2007 til Björns Inga Hrafnssonar, þáverandi for- manns borgarráðs. Skotsvæðið sem um ræðir er á vegum Skotfélags Reykjavíkur og Skotveiðifélags Reykjavíkur sam- kvæmt samningi við borgina sem gildir til 2020. Bæði einstakling- ar á Kjalarnesi og íbúasamtökin í heild hafa barist gegn starfseminni á þessum stað. Ástandið magnist upp vegna endurvarps skothvell- anna af klettum í nágrenninu. Fuglalíf sé ekkert. Í nýju bréfi íbúasamtakanna er þess enn krafist að skotsvæðinu verði lokað. Hávaðinn trufli íbúa í allt að fimm kílómetra fjarlægð og sé svo mikill um kvöld og helg- ar að einstaka íbúar hafi hreinlega flutt á brott vegna hans. Að auki brjóti skotmenn reglur með æfing- um utan opnunartíma. „Okkur óar við þessari starfsemi – svo nálægt byggð hjá okkur og útivistarsvæði – ein kúla á rangri leið getur kostað mannslíf,“ segir í bréfi íbúasamtakanna til Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgar- stjóra. Málið var einnig rætt við Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson, þáver- andi borgarstjóra, í ágúst 2006. Áðurnefnd hjón segja í nýju bréfi að þótt borgin hafi gengist fyrir hljóðmælingum við skot- svæðið hafi þær verið tilviljana- kenndar og ekki náð að skrá hávað- ann eins og hann getur orðið. Gera þurfi faglegar hljóðmælingar. „Það þarf að fá fleiri en einn ein- stakling með öflugar haglabyssur til að skjóta á leirdúfur sem kast- að er upp frá kösturum sem snúa í skotátt hingað. Á meðan skulum við bjóða viðkomandi hlustendum í kaffi hér úti á pallinum,“ skrifa Eiríkur og Sigrún. Í samtali við Fréttablaðið segja Sigrún og Eiríkur að jafnvel þótt hús þeirra hjóna sé þrjá kílómetra frá skotsvæðinu sé hávaðinn óþol- andi. „Þegar menn eru með öfl- ugar haglabyssur og skotáttin er hingað að okkur þá magnast hvert einasta skot upp og bergmálar hér margfalt í klettunum fyrir aftan húsið.“ - gar Kjalnesingar vilja lát á skothríð á Álfsnesi „Ein kúla á rangri leið getur kostað mannslíf“ segir í ályktun íbúasamtaka Kjal- arness sem krefjast þess að skotsvæði á Álfsnesi verði lokað. Hjón sem fluttu í sveitakyrrðina segjast ekki hafa drukkið kaffi á veröndinni síðan í júlí 2005. KOSNINGAR Formenn yfirkjör- stjórna hafa gert athugasemdir við framboðslista Borgarahreyf- ingarinnar og Lýðræðishreyfing- arinnar. Listarnir uppfylla ekki 32. grein kosningalaga þar sem kveðið er á um að hverjum fram- boðslista fylgi yfirlýsing frá öllum frambjóðendum um að þeir hafi gefið leyfi fyrir að nöfn þeirra séu sett á lista í tilteknu kjördæmi. Þetta er samkvæmt túlkun kjör- stjórnanna á lagagreininni. Málið verður til umfjöllunar hjá yfirkjörstjórnum í dag. Verði það niðurstaðan að framboðslistarnir standist ekki kröfur, gefst fram- boðunum kostur á að laga það sem kjörstjórnum þykir upp á vanta til þess að listarnir standist lög. Komi til ógildingar framboðs- listanna á vettvangi yfirkjör- stjórna hafa framboðin rétt á að skjóta þeim úrskurði til landskjör- stjórnar, sem hefur lokaorðið. - shá Framboð til alþingiskosninga: Framboðslistar ófullnægjandi EIRÍKUR H. SIGURÐSSON OG SIGRÚN ÁRNADÓTTIR Hjónin fluttu úr Mosfells- bænum í sveitasæluna undir Esju en segjast búa við óþolandi hávaða frá byssumönnum á Álfsnesi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Össur á aðalfundi Félagið Ísland-Palestína heldur aðal- fund sinn í Norræna húsinu í kvöld klukkan átta. Kosið verður í stjórn en í upphafi fundarins flytur Össur Skarp- héðinsson utanríkisráðherra erindi. ÍSLAND-PALESTÍNA STJÓRNMÁL Þrír fyrrverandi for- menn Framsóknarflokksins voru á Kanaríeyjum um páskana. Allir mættu þeir á laugardaginn á opinn fund á Íslendingastaðn- um Klörubar í verslunarmiðstöð- inn Yumbo á Ensku ströndinni á laugardaginn. Fréttablaðið hefur ekki náð í þau Halldór Ásgríms- son, Guðna Ágústsson og Val- gerði Sverrisdóttur en einn fund- argesta sem rætt var við segir að létt hafi verið yfir framsóknar- leiðtogunum fyrrverandi. Hall- dór mun meðal annars hafa rætt um upphaf stjórnmálaferils síns. Guðni hélt upp á sextugsafmæli sitt ytra á skírdag. - gar Framsóknarmenn á Klörubar: Þrír formenn á páskafundi ATVINNUMÁL Starfsmenn Lang- holtsskóla hafa sent Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgarstjóra bréf og krafist svara um hvernig á að verja störf í skugga niðurskurðar hjá borginni. Skólastjóri Langholts- skóla telur óumflýjanlegt að fækka stöðugildum. Bréfið er sent í kjölfar starfs- mannafundar í skólanum þar sem Hreiðar Sigtryggsson skóla- stjóri kynnti fyrirhugaðar aðgerð- ir sem grípa þarf til vegna nýsam- þykktrar fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar. Skólum verð- ur gert að skera niður. Í Langholts- skóla lítur út fyrir að hópur fast- ráðinna starfsmanna, sérstaklega kennara, missi störf sín frá og með næsta hausti. Sæmundur Helgason, trúnaðar- maður í Langholtsskóla, telur lík- legt að stöðugildum verði fækkað um sex til sjö. „Við höfum heyrt að þetta sé raunin í öðrum skólum einnig. Það þýðir því ekki að slá sér á brjóst og segja að störfin í borg- inni hafi verið varin.“ Hér vísar Sæmundur til fréttar frá borgarstjórn þar sem segir: „… Markmið við endurskoðun fjár- hagsáætlunar var að hagræða um rúma 2,3 milljarða í samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun og með því að standa vörð um grunnþjón- ustu við íbúa borgarinnar, störf borgarstarfsmanna og gjaldskrár. Þessi markmið hafa nú náðst …“ Ekki náðist í borgarstjóra við vinnslu fréttarinnar. - shá Starfsmenn Langholtsskóla segja borgaryfirvöld ekki verja störf, þvert á loforð: Krefjast svara um atvinnumál FRÁ LANGHOLTSSKÓLA Starfsfólk Lang- holtsskóla krefst svara frá borgarstjóra um með hvaða hætti á að verja störf í borginni. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGURÐUR JÖKULL NORÐUR-KÓREA, AP Stjórnvöld í Norður-Kóreu segjast hætt allri þátttöku í viðræðum um kjarn- orkuafvopnun og segjast einnig ætla að gangsetja eina kjarnaofn sinn á næstunni. Þetta segja þau viðbrögð sín við ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, sem fordæmdi harðlega geimskot Norður-Kóreu í síðustu viku. Norður-Kóreumenn segj- ast aðeins hafa sent gervihnött út í geiminn, og tilgangurinn sé friðsamlegur. Önnur ríki fullyrða hins vegar að um tilraun með langdrægt flugskeyti hafi verið að ræða, sem hægt væri að beina gegn Bandaríkjunum. Samkvæmt ályktun öryggisráðs SÞ frá árinu 2006 er Norður-Kór- eumönnum óheimilt að gera til- raunir með flugskeyti. - gb Norður-Kóreustjórn: Hætt að ræða kjarnorkumál VIÐSKIPTI Búist er við því að kaup MP Banka á úti- búaneti SPRON og Netbankanum gangi í gegn á allra næstu dögum, jafnvel í dag. Þetta segir Marg- eir Pétursson, stjórnarformaður MP. MP Banki hefur beðið samþykkis Fjármálaeft- irlitsins fyrir kaupunum síðan skilanefnd SPRON gekk að 800 milljóna tilboði í útibúanetið. Að sögn Mar geirs bíður Fjármálaeftirlitið þess nú að Seðla- bankinn veiti umsögn sína um samkomulag MP Banka og Nýja Kaupþings. Samkomulagið felur í sér að MP Banki mun lána Kaupþingi fyrir þeim innstæðum sem gamlir við- skiptavinir SPRON kunna að flytja með sér yfir í nýja SPRON hjá MP Banka. Innlánsreikningar SPRON fluttust allir yfir til Kaupþings við hrun SPRON og óttuðust fulltrúar Kaupþings að eins konar áhlaup yrði gert á bankann þegar gamlir við- skiptavinir SPRON flykktust með fé sitt yfir í MP Banka. Það gæti Kaupþing illa staðist. Margeir segir að MP Banki stefni að því að opna þrjú útibú á ný undir merkjum SPRON „eins fljótt og því verði tæknilega komið við“. Ólíklegt sé að það verði í vikunni en hann vonar að það geti gerst strax eftir helgi. Margeir segir að betra hefði verið að ljúka mál- inu fyrr. „En ég held að fólk átti sig á því að þetta er kannski eini valkosturinn við ríkisbankakerfið í framtíðinni.“ - sh FME bíður umsagnar Seðlabankans um kaup MP Banka á útibúaneti SPRON: Stefnt að opnun SPRON eftir helgi SPRON MP Banki hyggst opna þrjú útibú undir merkjum SPRON. FRÉTTABLAÐIÐ / VALLI BANDARÍKIN, AP Fidel Kastró, fyrr- verandi Kúbuleiðtogi, segir til slak- anir Bandaríkjanna á ferðum og fjártilfærslum til Kúbu vissulega jákvætt skref, en þó frekar lítið. Hann skorar á Barack Obama Bandaríkjaforseta að samþykkja frekari tilslakanir. Bandaríkin hafa undanfarna áratugi lagt strangar hömlur á ferðalög til Kúbu og viðskipti við Kúbu, með þeim afleiðingum að efnahagur Kúbu hefur átt erfiðara með að ná sér á strik en ella. Obama hafði lofað því í kosn- ingabaráttunni að gera breytingar á þessu. Á mánudag aflétti hann svo að hluta til hömlum. - gb Kastró skorar á Obama: Vill fá frekari tilslakanir SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.