Fréttablaðið - 15.04.2009, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 15.04.2009, Blaðsíða 23
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 GÖNGUFERÐ í Póllandi er meðal þess sem verður í boði hjá ÍT- ferðum í sumar. Ferðin stendur frá 17. til 25. júní og gengið í Babia Gora-þjóðgarðinum, Tatrafjöllunum, Pieneny-fjöllunum og farið á hæsta tind Póllands, Rysy, sem er 2.499 metra hár. Einhver stærsti ratleikur sem nokkurn tímann hefur farið fram á Íslandi er á næsta leiti. Hann er hluti af dagskrá Ferðafagnaðar, hátíðar ferðaþjónustunnar, sem fer fram á laugardag. „Ég eyddi páskafríinu mínu í að búa til eina 34 pósta en þeim verður komið fyrir við strandlengjuna frá Korp- úlfsstaðagolfvelli að Ása torgi í Hafnarfirði,“ segir Sesselja Traustadóttir grunnskólakennari, varaformaður fjallahjólaklúbbs- ins og höfundur ratleiksins. Leikurinn, sem hentar sérstak- lega hjólreiðafólki, spannar tæp- lega 50 kílómetra leið og eru frá 0,6 til 2 kílómetrar á milli pósta. „Einungis er gert ráð fyrir því að þátttakendur finni fimm pósta á innan við tíu kílómetra leið og er því ekki nauðsynlegt að þeir fari leikinn endana á milli,“ segir Sess- elja og heldur áfram að útskýra leikreglurnar: „Á hverjum pósti má finna lýsingu á því hvar þann næsta er að finna. Þátttakendur hafa meðferðis þátttökuseðil sem má finna á slóðinni www.ferda- fagnadur.is en á hann þurfa þeir að safna fimm lykilnúmerum, sem er að finna á póstunum, og fimm stimplum frá fyrirtækjum sem kynna starfsemi sína á Ferðafagn- aði. Á hverjum pósti eru upplýs- ingar um fyrirtæki í grenndinni. Þátttökuseðlum má síðan skila inn á alla þá staði sem stimpla í leikn- um eða til Höfuðborgarstofu til og með síðasta vetrardegi en dregið verður úr innsendum lausnum á Rás 2 og eru glæsilegir vinning- ar í boði.“ Sesselja telur það ekki eftir sér að hafa varið páskafríinu í það að undirbúa leikinn enda mikil hjól- reiðakona. „Ég hef fengið viður- nefnið hjóladrottningin þó ég fari nú ekki hátt með það,“ segir hún og hlær. Hún segir leikinn kjör- ið tækifæri fyrir þá sem vilja kynna sér ferðamöguleika sem í boði eru á höfuðborgarsvæðinu og víðar auk þess sem hann býður upp á góða útivist, hreyfingu og spennu. vera@frettabladid.is Risaratleikur á hjólum Sesselja Traustadóttir varði páskunum í að undirbúa umfangsmikinn hjólaratleik sem mun ná frá Korpúlfsstaðagolfvelli að Ásatorgi í Hafnarfirði. Leikurinn er einn af dagskrárliðum á Ferðafögnuði. Sesselja, sem er höfundur leiksins, er mikil hjólreiðakona og hefur fengið viðurnefnið hjóladrottningin. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR AÐALFUNDUR Aðalfundur Verkalýðsfélagsins Hlífar verður haldinn miðvikudaginn 15. apríl 2009 kl: 20:00, í Skútunni, Hólshrauni 3. Hafnarfi rði. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning í kjörstjórn. 3. Önnur mál. Kaffi veitingar. Stjórnin. Reykjavíkurvegi 64 - 220 - Hafnarfjörður Sími 5550944 - Fax 5654055 - Netfang: hlif@hlif.is 20

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.