Fréttablaðið - 15.04.2009, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 15.04.2009, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 15. apríl 2009 3 Framsóknarfl okkurinn Stjórnmál Í trúnaði Kjörnir fulltrúar hafa mikil-vægt hlutverk með höndum. Þeim er trúað fyrir almannahags- munum og eignum og er ætlað að fara með þetta af trúmennsku og heiðarleika. Á þessa staðreynd eru þeir minntir reglulega og þurfa að endurnýja umboð sitt í kosningum. Þeir taka við valdi frá almenningi sem á þessar eignir, þessa hags- muni og þetta samfélag. Fyrir kemur að kjörnir fulltrúar, þingmenn og sveitarstjórnarfólk missi sjónar af þessu trúnaðar- sambandi við sína kjósendur. Slíkt er ekki bara vaktað af almenningi sjálfum, heldur ekki síður af pólit- ískum keppinautum og svo auðvit- af fjölmiðlum sem hafa gríðarlega mikilvægu hlutverki að gegna í því að halda þessari ábyrgð til haga. Þegar flokkur hefur ríkt lengi er hætt við því að hann hreiðri um sig í valdakerfinu öllu, knýi undir sig framkvæmdarvaldið og jafn- vel dómsvaldið, fyrirtækin og við- skiptalífið. Hann missir tengslin við sína kjósendur og skilninginn á framsali valdsins, fyllist vald- hroka og yfirgangi, og skilningur- inn á réttu og röngu verður óljós. Gagnrýnisröddum er vísað á bug, vissan um eigið ágæti og réttinn til að setja siðferðisleg viðmið verð- ur algjör. Umboðið frá almenningi verður aukaatriði og stjórnmála- mennirnir sjálfir láta eins og vald- ið sé þeirra eigið, hagsmunirnir þeirra og eignir almennings leik- munir í pólitísku sjónarspili. Þegar rétt og rangt er orðið heimasmíðað og siðferðið á floti er auðvelt að kaupa og selja ákvarðan- ir áform og vilja. Peningar skipta um hendur og liðkað er til fyrir niðurstöðum, kaupréttir verða til, vinabönd myndast milli þeirra sem með völdin fara í viðskiptum og stjórnmálum, gjaldmiðillinn er eignir almennings. Stjórnmálaflokkar sem missa sjónar á grundvallaratriðunum, trúmennsku, og trúnaðarsambandi við kjósendur þurfa að endurskoða sitt hlutverk og erindi í stjórnmál- um. Eftir hrunið, á nýjum byrjun- arreit samfélagins, þarf að byggja á heilindum. Við vinstri græn viljum varð- veita samfélagið í samstarfi við allan almenning, gæta eigna og hagsmuna hans og taka ákvarðanir í þágu aukins jöfnuðar, félagslegs réttlætis og gagnsæis. Þessi sjón- armið eiga ríkt erindi við Ísland á þessum örlagatímum við endur- mótun og uppbyggingu samfélags- ins. Í þágu almennings. SVANDÍS SVAVARSDÓTTIR skipar fyrsta sæti á lista VG í Reykjavík- urkjördæmi suður Reykjavík er nú skipt í tvö kjördæmi, Reykjavík norður og Reykjavík suður. Framsóknarflokkurinn býður fram ungt og kraftmikið fólk í báðum kjördæmum höfuð- borgarinnar. Sigmundur Daðvíð Gunn- laugsson umhverfishagfræð- ingur, nýkjörinn formaður Framsóknarflokksins, er í efsta sæti listans í norður- kjördæmi Reykjavíkur. Vig- dís Hauksdóttir lögfræðing- ur skipar efsta sæti flokksins í suðurkjördæmi borgarinn- ar. Ekki verður því leynt að Framsóknarflokkurinn hefur átt við mótbyr að stríða í Reykjavík undanfarin ár. En nú hefur orðið alger upp- stokkun á forustu flokksins. Hann gengur endurnýjaður til kosninga. Framsóknar- flokkurinn er gróið stjórn- málaafl. Hann er elsti starf- andi flokkur landsins og hefur verið mótandi kraftur íslensks þjóðfélags í meira en 90 ár og á sér farsæla sögu, þrátt fyrir mótbyr síðustu ára. Þess er að minnast að Framsóknarflokkurinn átti um áratugaskeið tvo þing- menn í Reykjavík og þrjá borgarfulltrúa. Flokkurinn ætti að geta hresst upp á bak- land sitt í borginni og endur- heimt kjörfylgið. Sigmundur Davíð og Vigdís Hauksdótt- ir eru glæsilegir fulltrúar framsækins fólks í Reykja- vík og ágætlega búin undir að takast á við vanda líð- andi stundar og sókn til far- sællar framtíðar. Þau hafa m.a. aflað sér góðrar mennt- unar, sem nýtist þeim vel og styrkir áhuga þeirra og vilja til þess að verða landi og lýð til heilla. Ég, sem þessar línur rita, hef verið gagnrýninn á þjóð- félagsþróunina á undanförn- um árum. Ég hef ekki legið á því að Framsóknarflokk- inn bar af leið í löngu og ein- hliða samstarfi við Sjálfstæð- isflokkinn. Forusta flokksins missteig sig í mörgu og vann í mótsögn við þau gildi félagshyggjunnar, sem eru og áttu að vera leiðarljós for- ustumanna flokksins þá og ævinlega. Ég trúi því að ný flokksforusta bæti úr því sem aflaga fór. Umskiptin í for- ustunni lofa góðu um fram- haldið. Ný forusta í Reykjavík INGVAR GÍSLASON fyrrverandi ráðherra

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.