Fréttablaðið - 15.04.2009, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 15.04.2009, Blaðsíða 8
8 15. apríl 2009 MIÐVIKUDAGUR 1. Hvað heitir þjálfari ný- krýndra Íslandsmeistara KR í körfubolta? 2. Hvað heitir hundur dætra Bandaríkjaforseta? 3.Hverjir öfluðu ofurstyrkja fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir atbeina Guðlaugs Þórs Þórðar- sonar? SVÖR Á SÍÐU 38 ALÞINGI Ríkisstjórninni hefur mis- tekist algjörlega að styrkja gengi krónunnar sem hefur fallið um sextán prósent frá því hún tók við völdum 1. febrúar. Þetta sagði Bjarni Benedikts- son, formaður Sjálfstæðisflokks- ins, á Alþingi í gær. Gagnrýndi hann aðgerðaleysi stjórnvalda í efnahagsmálum og taldi hættu á að verðbólgubylgja skylli á sem gæti komið í veg fyrir vaxtalækk- anir Seðlabankans. Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra blés á þennan mál- flutning Bjarna og sagði rík- isstjórnina stunda ábyrga og yfirvegaða hagstjórn. Hann spurði hvort Sjálfstæðisflokkurinn vildi að verulegur hluti gjaldeyrisforð- ans yrði nýttur til að lyfta upp gengi krónunnar tímabundið og svaraði því til um leið að slíkt væri óráð. Ekki mætti nota gjaldeyris- forðann til að kaupa upp gengi krónunnar upp á von og óvon. Bjarni sagði rangt að nota þyrfti gjaldeyrisforðann að marki, Seðla- bankinn hefði áður haft áhrif á gengið með litlum inngripum. Nú væru á hinn bóginn aðrir siðir í bankanum og krónan fengi að falla frjálsu falli. Síðar á þingfundi gærdagsins ræddi Steingrímur um sextán pró- senta gengisfallið síðan núverandi ríkisstjórn tók við völdum. Benti hann á að á heilu ári hefði það fallið um hundrað prósent. Ætti núverandi stjórn sextán prósent í því kæmu 84 prósent í hlut fyrri stjórnar. - bþs Formaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir lausatök ríkisstjórnarinnar í hagstjórninni: Óráð að kaupa upp gengi krónunnar BJARNI BENEDIKTSSON STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON STJÓRNMÁL Flest hlutafélög sem alþingismenn tengjast beint starfa í fasteignaviðskiptum, fjármála- þjónustu eða fiskeldi og fiskveið- um samkvæmt svokallaðri ÍSAT- skráningu. Þetta kemur fram í skýrslu sem Creditinfo gerði fyrir Fréttablaðið um þátttöku þing- manna í atvinnulífinu og vitnað var til í blaðinu í gær. Samkvæmt hlutafélagaskrá tengjast alþingismenn nú 55 félög- um sem stjórnarmenn, prókúru- hafar eða slíkt. Í árslok 2007 tengd- ust hins vegar fimmtán þingmenn félögum með eignarhaldi sam- kvæmt upplýsingum sem Creditin- fo vann upp úr ársreikningaskrá. Af félögunum 55 sem alþingis- menn tengjast starfa ellefu á sviði fasteignaviðskipta, tíu í fjármála- þjónustu annarri en starfsemi tryggingarfélaga og lífeyrissjóða og níu félög starfa í fiskeldi og fiskveiðum. Á eftir þessum teg- undum félaga koma sjö fyrirtæki í fræðslustarfsemi og fimm í heild- verslun. Persónuvernd hefur neitað Cred- itinfo um leyfi til að miðla per- sónugreinanlegum upplýsingum sem fá má úr ársreikningaskrá. Af þeim ástæðum hefur Fréttablaðið nú óskað eftir því við þá flokka sem nú eiga fulltrúa á Alþingi að gera grein fyrir tengslum sinna þingmanna við atvinnulífið. Hjá sumum flokkanna eru talsverð- ar upplýsingar um þessi atriði á heimasíðum flokkanna. Þetta á við um Vinstri græna og Fram- sóknarflokkinn sem vísa á heima- síður sínar. Í svari frá Vinstri grænum kemur fram að skýrsla Creditin- fo hafi verið unnin upp úr úrelt- um gögnum og þingmenn flokksins þannig sagðir tengjast fleiri félög- um en efni standa til. „Hið rétta er að Álfheiður Inga- dóttir er varamaður í stjórn Pláss- ins ehf. og Árni Þór Sigurðsson er stjórnarmaður Sjóminjasafnins í Reykjavík þar sem hann gegnir stöðu varaformanns. Sjóminjasafn- ið er sjálfseignarstofnun. Enginn annar þingmaður gegnir störf- um í stjórnum fyrirtækja,“ segir í svari VG þar sem því er bætt við til nánari skýringar að Atli Gísla- on sé ekki lengur endurskoðandi Friðriks A. Jónssonar ehf. og sitji ekki lengur í stjórn Friðarhúss hf. Einnig að Álfheiður Ingadóttir sé ekki lengur varamaður í stjórn Sjóminjasafnsins. gar@frettabladid.is Tengdir fasteignum, fiski og fjármálum Af 55 félögum sem Creditinfo segir alþingismenn tengjast eru 29 í fjármála- starfsemi, fasteignaviðskiptum, fiskeldi eða fiskveiðum. Skorður eru við vinnslu slíkra gagna um einstaklinga. Fréttablaðið óskar upplýsinga frá þeim sjálfum. Auglýsingastarfsemi og markaðsrannsóknir Bygging húsnæðis; þróun byggingarverkefna Fasteignaviðskipti Fiskveiðar og fiskeldi Fjármálaþjónusta, þó ekki starfsemi vátryggingafélaga og … Framleiðsla á kvikmyndum, myndböndum og sjónvarpsefni; … Fræðslustarfsemi Heildverslun, að undanskildum vélknúnum ökutækjum Lögfræðiþjónusta og reikningshald Rafmagns-, gas- og hitaveitur; kæli- og loftræstiveitur Rekstur gististaða Sérhæfð byggingarstarfsemi Smásöluverslun, að undanskildum vélknúnum ökutækjum Starfsemi alþjóðlegra stofnana og samtaka með úrlendisrétt Starfsemi félagasamtaka Starfsemi höfuðstöðva, starfsemi við rekstrarráðgjöf Starfsemi safna og önnur menningarstarfsemi Útgáfustarfsemi Vörugeymsla og stoðstarfsemi fyrir flutninga Önnur sérfræðileg, vísindaleg og tæknileg starfsemi 3 3 2 3 1 1 2 1 1 1 2 4 5 7 1 10 9 11 1 2 Sundurliðun á starfsemi fyrirtækja sem þingmenn eru þátttakendur í, sundurliðað eftir ÍSAT. 3. apríl 2009. Önnur starfsemi 5 Lögfræðiþj.- reikningshald 2 Útgáfustarfsemi 2 Sundurliðun á starfsemi fyrirtækja sem þingmenn eru þátttakendur í. Önnur starfsemi 15 Fjármálaþjónusta 6 Fasteignaviðskipti 7 Tækifærin búa hér www.asbru.is MENNTUN | NÝSKÖPUN | HEILSA | ORKA | LÍFSGÆÐI | SAMGÖNGUR Ásbrú er heilt samfélag sem rís á gamla varnarsvæðinu í Reykjanesbæ. Ásbrú snýst um hreina orku, þekkingu og nýsköpun, alþjóðlega samkeppnishæfni, nálægð við alþjóðasamgöngur, mannauð, húsnæðiskost, æðri menntun, rannsóknir og heilsu. Ásbrú er tækifæri – þar býr framtíðin. Auglýsingasími VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.