Fréttablaðið - 15.04.2009, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 15.04.2009, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 15. apríl 2009 15 STJÓRNSÝSLA Skýrsla Ríkisend- urskoðunar um einkavæðingu helstu ríkisfyrirtækja frá árinu 2003 þykir enn forvitnilegt les- efni. Í ársskýrslu Ríkisendurskoð- unar fyrir síðasta ár er listi yfir mest opnuðu skýrslurnar á vef stofnunarinnar. Var skýrsla um framkvæmd fjárlaga ársins 2007 oftast opnuð á síðasta ári, skýrsla um Lögreglustjórann á Suðurnesjum frá 2008 var í öðru sæti og í þriðja til fjórða sæti voru skýrsla um samgöngu- framkvæmdir 2008 og einka- væðingu ríkisfyrirtækja frá 2003. - bþs Skýrslur Ríkisendurskoðunar: Einkavæðingar- skýrslan vinsæl HARMLEIKUR 96 létu lífið á Hillsbor- ough-leikvanginum í Sheffield hinn 15. apríl 1989. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP ENGLAND Almenningssamgöng- ur í Liverpool á Englandi verða stöðvaðar í tvær mínútur í dag til að minnast þeirra sem létu lífið í harmleiknum á Hillsbor- ough-vellinum, versta íþróttaslysi í sögu Bretlands. Í dag eru tveir áratugir liðnir frá atburðinum. Níutíu og sex aðdáendur Liver- pool-liðsins létu lífið í miklum troðningi á Hillsborough-vellin- um í Sheffield þegar Liverpool og Nottingham Forest léku til undanúrslita í ensku bikarkeppn- inni árið 1989. Allar lestir, ferjur og strætisvagnar í Liverpool og nágrenni verða stöðvaðar klukk- an 15.06, sem er sami tími og var þegar undanúrslitaleikurinn var flautaður af fyrir tuttugu árum. Einnig verður öll umferð um Mersey-göngin stöðvuð. - kg Tuttugu ár frá Hillsborough: Umferð stöðv- uð í Liverpool Upplýsi um keypta ráðgjöf Fulltrúar minnihluta Sjálfstæðisflokks- ins í bæjarráði Hafnarfjarðar hafa óskað eftir upplýsingum um greiddan kostnað vegna aðkeyptra ráðgjaf- arverkefna árin 2004 til 2008. Þeir spyrja um öll verk sem verkfræðistof- ur, ráðgjafarfyrirtæki eða einstaklingar hafa innt af hendi. HAFNARFJÖRÐUR DÓMSMÁL Þrír menn um tvítugt hafa verið dæmdir í fangelsi fyrir hrottalega líkamsárás. Sá sem þyngstan dóm fékk á að sitja átta mánuði inni. Hinir tveir voru dæmdir í þriggja og fjögurra mánaða fangelsi, hvoru tveggja skilorðsbundið. Mönnunum var gefið að sök að hafa í sameiningu ráðist á mann við skemmtistað á Selfossi. Þeir börðu hann ítrekað og spörkuðu í hann eftir að hann hafði fallið í jörðina. Maðurinn slasaðist veru- lega við árásina, einkum í andliti. Mennirnir voru dæmdir til að greiða fórnarlambinu rúmlega 800 þúsund krónur í skaðabætur. - jss Fangelsi og skaðabætur: Þrír stórslösuðu fórnarlambið Ritið er aðgengilegt á vef Samfylkingarinnar | www.xs.is Skal gert Leiðir jafnaðarmanna í efnahags-, atvinnu- og velferðarmálum Opinn morgunfundur á Grand hótel fi mmtudaginn 16. apríl kl. 8:30 Samfylkingin hefur skýra og ábyrga stefnu í efnahagsmálum. Hún er rakin og rökstudd ítarlega í nýju riti, Skal gert, leiðir jafnaðarmanna í efnahags-, atvinnu- og velferðarmálum. Ritið, sem verður kynnt á morgun, gefur vandað og greinargott yfi rlit yfi r helstu áskoranir stjórnmálanna; ríkisfj ármálin, endurreisn fj ármála- kerfi sins, brýnustu aðgerðir fyrir heimilin og baráttuna gegn atvinnuleysinu. Einnig er rökstutt að samning- ur við ESB er lykill að kraftmikilli uppbyggingu atvinnulífs og bættum lífskjörum á Íslandi. Höfundar eru sérfræðingar úr atvinnulífi nu, háskólum og verkalýðshreyfi ngunni auk fulltrúa Samfylkingarinnar. Dagskrá Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra – Inngangsorð Jón Sigurðsson, hagfræðingur – Endurreisn fj ármálakerfi sins og peningamálastefna framtíðarinnar Katrín Ólafsdóttir, lektor – Fjármál hins opinbera, bráðaaðgerðir gegn atvinnu- leysi og efl ing atvinnulífs til framtíðar Stefán Ólafsson, prófessor – Varðstaða um velferð heimilanna Aðalsteinn Leifsson, forstöðumaður – Evrópumál eru fj ölskyldu og atvinnumál Framtíðarsýn – pallborðsumræður Kristín Pétursdóttir, forstjóri Auðar Capital Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ Össur Skarphéðinsson, utanríkis- og iðnaðarráðherra Margrét Kristmannsdóttir, forstjóri Pfaff , formaður SVÞ og Félags kvenna í atvinnurekstri Vilhjálmur Þorsteinsson, stjórnarformaður CCP o.fl . nýsköpunarfyrirtækja Fundarstjórar: Jón Þór Sturluson, hagfræðingur Katrín Júlíusdóttir, formaður iðnaðarnefndar Alþingis Húsið opnar kl. 8:00. Allir velkomnir! Skal gert Vinna og velf erð KIRKJAN „Við vonumst til þess að hann taki skynsamlega ákvörð- un í þessu máli sjálfur svo það verði ekkert meira havarí,“ segir Eysteinn Ó. Jónasson, formað- ur sóknarnefndar Selfosskirkju. Biskupsstofa hefur ákveðið að séra Gunnar Björnsson fái að snúa aftur til starfa í kirkjunni 1. júní. Upphaflega stóð til að Gunnar sneri aftur 1. maí. Það undraðist sóknarnefndin enda hafði verið farið fram á að presturinn sem nú gegnir starfinu fengi að ljúka fermingum, en fermt er fram í maí. Raunar sendi sóknarnefnd- in þegar í desember bréf til bisk- ups þar sem farið var fram á að séra Gunnar fengi alls ekki að snúa aftur til starfa við kirkjuna. Þótt hann hefði ekki verið fund- inn sekur um kynferðisbrot gegn sóknarbörnum sínum nyti hann samt ekki tilskilins trausts. Eysteinn segir að ákvörð- un Biskupsstofu nú þýði ekki að afstaða hafi verið tekin til þeirr- ar beiðni sóknarnefndarinnar. Hann telur að enn sé unnið í því máli og verið sé að reyna að semja við séra Gunnar og lögmann hans um lyktir málsins. Við þetta má bæta að séra Gunnar hefur ákveðið að fara fram á skaða- og miskabætur frá Biskupsstofu vegna þess að hann var settur í tímabundið leyfi frá störfum þegar mál hans kom upp á sínum tíma. - sh Biskupsstofa hefur ákveðið að séra Gunnar Björnsson snúi aftur til starfa 1. júní: Vona enn að séra Gunnar komi ekki EKKI VELKOMINN Sóknarnefnd Selfoss- kirkju telur að enn sé unnið að því að fá séra Gunnar ofan af því að mæta til starfa að nýju. DÓMSTÓLAR Karlmaður af erlendu bergi brotinn hefur verið dæmdur í Hæstarétti til að sæta gæsluvarðhaldi meðan mál hans er fyrir þeim dómi eða til 19. júní. Maðurinn var nýverið dæmdur í Héraðsdómi Reykja- víkur í tveggja ára fangelsi fyrir að ráðast á og ræna aldraðan mann í Reykjavík. Þeim dómi áfrýjaði hann til Hæstaréttar. Hann var í farbanni en reyndi að komast af landi brott með flugi til Noregs fyrr í mánuðinum. Var hann stöðvaður við vopnaleitarhlið í Leifsstöð. - jss Settur í gæsluvarðhald: Reyndi að fara af landi brott

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.