Fréttablaðið - 15.04.2009, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 15.04.2009, Blaðsíða 40
32 15. apríl 2009 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabladid.is Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari íslenska knattspyrnulandsliðsins, var um helgina í Svíþjóð og sá leik Kristianstad og Djurg- ården, í þarlendu úrvalsdeildinni, sem síðarnefnda liðið vann, 3-2. Í þessum leik voru fimm Íslendingar í byrjunarliðum liðanna. Þær Erla Steina Arnardóttir, Hólm- fríður Magnúsdóttir og Guðný Björk Óðinsdóttir hjá Kristianstad og þær Guðbjörg Gunnarsdóttir markvörður og Guðrún Sóley Gunnarsdóttir hjá Djurgården. Erla Steina skoraði fyrra mark Kristianstad í leiknum eftir sendingu Hólmfríðar. Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari Kristian- stad. „Þetta var hörku- leikur tveggja hörkuliða,“ sagði Sigurður Ragnar. „Ég átti svo fund með leikmönn- unum og Elísabetu eftir leik sem var mjög jákvætt. Þetta var góð ferð fyrir mig.“ Hann segir að það sé nokkur munur á íslensku deildinni og þeirri sænsku, sérstaklega eftir að fjöldi íslenskra lands- liðskvenna fór til Svíþjóðar að loknu síðasta tímabili. „En ef við miðum við bestu lið Landsbankadeildarinnar á síðasta tímabili þá held ég að þau lið gætu spjarað sig vel í þeirri sænsku í dag,“ sagði Sigurður Ragnar. „En stærsti munurinn er að í Svíþjóð virðast öll lið geta unnið hvert annað – deildin er mjög jöfn og margir góðir leikmenn í henni. Það var líka áberandi hve góð liðin eru að halda boltanum innan liðsins. Það er eitthvað sem íslensku liðin þurfa að bæta.“ Kristianstad hefur nú tapað öllum þremur leikjum sínum til þessa í deildinni en Sigurð- ur Ragnar hefur trú á að Elísabet og hennar leikmenn nái að rífa sig upp. „Þær eru með betra lið en ég bjóst við og sköpuðu sér mikið af færum í leiknum. Það er þeim líka til vorkunnar að liðið missti út alla varnarlínuna frá síðasta tímabili og er með 5-6 nýja leikmenn í liðinu. Í vörninni nú er til að mynda leikmaður sem aldrei áður hefur spilað vörn. En í þessum leik voru þær að spila gegn sterkum andstæðingi og spjöruðu sig ágætlega.“ Hann segir að Elísabet þurfi einfaldlega tíma til að fínpússa liðið. „Það eru margir virkilega góðir leikmenn í liðinu. Ég tel að liðið fari fljótlega að hala inn stig.“ SIGURÐUR RAGNAR EYJÓLFSSON: SÁ FIMM ÍSLENDINGA Í EINUM LEIK Í SVÍÞJÓÐ Bestu lið síðasta árs myndu spjara sig í Svíþjóð > Rakel hætt hjá Bröndby Rakel Hönnudóttir hefur ákveðið að hætta fyrr en áætlað var hjá danska liðinu Bröndby þar sem hún var í láni nú í vetur. Rakel átti að vera með liðinu fram í byrjun maí. Hún hins vegar meiddist á hné og vildi komast undir íslenskar læknishendur. „Ég veit ekki hvað er nákvæmlega að í hnénu. Ég var oft sprautuð til að geta spilað en mun á morgun hitta lækni landsliðsins sem telur meiðslin þó ekki of alvarleg,“ sagði hún á heimasíðu Þórs í gær. Rakel mun leika með Þór/KA í efstu deild kvenna í sumar eins og undanfarin ár. Meistaradeild Evrópu Chelsea - Liverpool 4-4 (7-5 samal.) 0-1 Fabio Aurelio (19.), 0-2 Xabi Alonso, víti (28.), 1-2 Didier Drogba (51.), 2-2 Alex (57.), 3-2 Frank Lampard (76.), 3-3 Lucas (81.), 3-4 Dirk Kuyt (82.), 4-4 Frank Lampard (89.). Bayern München - Barcelona 1-1 (1-5) 1-0 Frank Ribery (47.), 1-1 Seydou Keita (73.). Fyrsti leikur Barcelona og Chelsea fer fram á Nou Camp í Barcelona 28. apríl næstkomandi. Danska úrvalsdeildin Esbjerg - Nordsjælland 1-2 Gunnar Heiðar Þorvaldsson kom inn á sem varamaður á 75. mínútu. Kári Árnason er frá vegna meiðsla. Norska úrvalsdeildin Fredrikstad - Stabæk 0-1 Garðar Jóhannsson sat allan tímann á bekknum - Pálmi Rafn Pálmason lék allan leikinn í framlínu Stabæk. Þetta var fyrstu sigur Stabæk í deildinni en liðið hafði gert jafntefli í fyrstu þremur leikjum sínum á tímabilinu. ÚRSLIT KÖRFUBOLTI Það er útlit fyrir því að bæði Íslandsmeistaraliðin í körfunni skipti um þjálfara fyrir næsta tímabil. Benedikt Guðmundsson, þjálf- ari karlaliðs KR, telur það sjálf- ur best fyrir KR að hann stígi til hliðar eins og kemur fram í við- tali við hann í næstu opnu og þá var það ákveðið í gær að Yngvi Gunnlaugsson yrði ekki áfram með kvennalið Hauka. „Ég er búinn að vera lengi hjá Haukunum og það var kom- inn ágætis tímapunktur núna að reyna fyrir sér á öðrum víg- stöðvum. Það er léttara að fara frá Haukum í þessari stöðu þegar maður er búinn að vinna síðasta leikinn hjá félaginu og tryggja því Íslandsmeistaratitil- inn,“ sagði Yngvi. Hann er búinn að þjálfa hjá Haukum í átta ár og hefur á þeim tíma unnið níu Íslandsmeistaratitla og fimm bik- armeistaratitla með félaginu. Yngvi Gunnlaugsson tók við meistaraflokki kvenna hjá Hauk- um af Ágústi Björgvinssyni eftir að liðið hafði orðið Íslandsmeist- ari tvö ár í röð en síðan misst marga lykilmenn. Undir hans stjórn varð liðið deildarmeist- ari og tryggði sér síðan Íslands- meistaratitilinn með sigri á KR í oddaleik. „Ég er opinn fyrir öllu. Það væri gaman að fara í karla- boltann en ég ætla að skoða það sem er í boði hvort sem það er yngri flokkur eða meistaraflokk- ur. Maður er bara 31 árs og er ekki að fara á eftirlaun. Ég er rólegur yfir þessu en ef eitthvað spennandi kemur upp þá að sjálf- sögðu skoða ég það,“ sagði Yngvi að lokum. Haukarnir hafa ekki fund- ið eftirmann Yngva en von er á yfirlýsingu frá Haukum á næstu dögum um hver muni taka við lið- inu. - óój Íslandsmeistaralið körfunnar skipta um þjálfara: Yngvi er hættur með Haukaliðið SÍÐASTI LEIKURINN Yngvi Gunnlaugs- son gerði Hauka að Íslandsmeisturum í sínum síðasta leik. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI skipta um dekk hjá Max1 Umfelgun og ný dekk á góðu verði Umfelgun og jafnvægisstilling á 4 fólksbíladekkjum á 12–16 tommu stálfelgum 6.458 kr. Kauptu sumardekkin hjá Max1 á góðu verði. Spyrðu okkur hvað við getum gert meira fyrir þig. Við erum góðir í að gera hlutina fljótt og vel og ódýrt – skoðaðu: www.max1.is Reykjavík, sími 515 7190: Bíldshöfða 5a, Bíldshöfða 8, Jafnaseli 6, Knarrarvogi 2. Akureyri, sími 462 2700: Tryggvabraut 5. Skoðaðu www.max1.is Sparaðu, láttu Ný sumardekk Dekkjaskipti Aðalfundur Knattspyrnudeildar Fylkis 2008 Aðalfundur Knattspyrnudeildar Fylkis verður haldinn í Fylkishöll fi mmtudaginn 19. mars 2009 kl. 20.30. Dagskrá; 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Önnur mál Stjórn Íþróttafélagsins Fylkis. HANDBOLTI Rhein-Neckar Löwen vann mikilvægan 34-33 sigur á HSV Hamburg í baráttunni um silfrið í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í gær. Eftir leikinn munar aðeins einu stigi á liðunum en Kiel er í sér- flokki í deildinni og á meistara- titilinn vísan. HSV Hamburg er í 2. sætinu með 41 stig en Rhein- Neckar Löwen komst upp fyrir Lemgo í 3. sætið. Guðjón Valur Sigurðsson spil- ar mjög vel þessa dagana og hann var markahæsti leikmað- ur Rhein-Neckar Löwen ásamt Mariusz Jurasik en þeir skoruðu báðir átta mörk í leiknum. Jackson Richardson lék sinn fyrsta leik með Rhein-Neck- ar Löwen í þessum leik en hann leysir af Pólverjann Grzegorz Tkaczyk sem meiddist illa á dög- unum. - óój Þýski handboltinn í gær: Guðjón Valur með átta mörk GUÐJÓN VALUR FAGNAR Rhein-Neckar Löwen vann mikilvægan sigur í gær. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Einn besti leikur í Meist- aradeildinni frá upphafi fór fram á Brúnni í gær þegar Chelsea og Liverpool gerðu 4-4 jafntefli í seinni leik liðanna í átta liða úrslit- um. Chelsea náði að vinna upp tveggja marka forustu Liverpool og tryggja sér sæti í undanúrslit- um á móti Barcelona. Þetta var kannski ekki besti leik- urinn þegar kemur að fagurfræði fótboltans en hvað varðar mörk, marktækifæri og mistök þá bauð þessi leikur nánast upp á allt. Liverpool átti nánast ómögu- legt verkefni fyrir höndum fyrir leikinn en eftir að Liverpool-menn komust í 2-0 í fyrri hálfleik var allt í einu allt galopið. Fabio Aur- elio skoraði þá lúmskt mark beint úr aukaspyrnu og Xabi Alonso kom Liverpool í 2-0 með marki úr vítaspyrnu eftir tæpan hálftíma leik. Guus Hiddink, stjóri Chelsea, ákvað að breyta liði Chelsea strax og bæta við sóknina. Hiddink tók Salomon Kalou útaf eftir 35 mín- útur og setti inn Nicolas Anelka. Þessi breyting átti eftir að borga sig því Anelka og Didier Drogba áttu eftir að stríða Liverpool-vörn- inni það sem eftir var leiks. Didier Drogba minnkaði muninn í upphafi seinni hálfleiks áður en Alex jafnaði í 2-2 með stórkostlegu marki beint úr aukaspyrnu. Frank Lampard kom síðan Chelsea í 3-2 eftir undirbúning Drogba og aftur var eins og vonir Liverpool væru að engu orðnar. Liverpool gafst hins vegar ekki upp og komst yfir með mörkum frá Lucas Leiva og Dirk Kuyt með mínútu millibili. Þá þurfti Liver- pool bara eitt mark til viðbótar en það var hins vegar Frank Lampard sem skaut sínum mönnum í undan- úrslitin með því að jafna metin í 4- 4 mínútu fyrir leikslok. „Þetta var frábær fótboltaleik- ur. Við gerðum okkur erfitt fyrir í fyrri hálfleik með því að spila mjög illa. Við sýndum okkar sterka karakter með því að snúa þessu við og ná að jafna leikinn,“ sagði Frank Lampard sem bar fyrirliða- band Chelsea þar sem John Terry var í leikbanni. „Við erum vonsviknir með að fjögur mörk á útivelli hafa ekki dugað til að vinna leikinn,“ sagði Rafael Benitez, stjóri Liverpool, eftir leikinn. Barcelona hafði fjögur mörk í veganesti frá því í fyrri leikn- um á móti Bayern á Nou Camp og því var sætið í undanúrslitun- um ekki í mikilli hættu. Frank Ribery kom þó Bayern yfir sem sýndi allt annan og betri leik en á Spáni. Barcelona-menn tryggði sér síðan jafntefli með sannkall- aðari meistarasókn sem endaði með að Xavi gaf á Seydou Keita sem skoraði. Eiður Smári Guð- johnsen sat á bekknum allan tím- ann og hefur ekki komið við sögu í Meistaradeildinni á þessu ári. Ashley Cole, vinstri bakvörð- ur Chelsea, fékk gula spjaldið í leiknum og verður því í banni í fyrri leiknum sem eru ekki góðar fréttir fyrir Guus Hiddink enda þarf hann að finna nýjan vinstri bakvörð sem fær það erfiða verk- efni að eiga við Lionel Messi hjá Barcelona og það á hinum risa- stóra Nou Camp. Fyrsti leikur Barcelona og Chelsea fer fram 28. apríl. ooj@frettabladid.is Átta marka klassík á Brúnni í gær Chelsea og Barcelona tryggðu sér sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í gær. Sæti Barcelona var aldrei í hættu. Hetjuleg barátta Liverpool kom heimamönnum í Chelsea í opna skjöldu en dugði ekki til. ÓVÆNT Didier Drogba sést hér skora markið sitt og minnka muninn í 2-1. NORDICPHOTOS/AFP MIKILVÆG MÖRK Frank Lampard gerði út um vonir Liverpool með tveimur mörkum í lok leiksins. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.