Fréttablaðið - 15.04.2009, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 15.04.2009, Blaðsíða 28
 15. apríl 2009 MIÐVIKUDAGUR4 Ríkisstjórnin og AGS Vinnubrögð á Alþingi Sök bítur sekan Í því málþófi sem Sjálfstæðis-flokkurinn hefur haldið uppi síðustu dagana, vegna laga um breytingar á stjórnarskrá, flutti undirritaður hugleiðingar um það hvers vegna nauðsyn væri á að auðvelda almenningi aðkomu að ákvarðanatöku á æðstu stöðum, eins og frumvarpið gerir ráð fyrir. Rök mín voru meðal annars þessi: Yfirlæti, kæruleysi og valda- hroki flokks og fólks, sem hefur tögl og hagldir í ríkisstjórn, forystu atvinnulífs, stjórnsýslu, bönkum, fjölmiðlum, dómstólum og þingi, til margra ára, í krafti atkvæða og annarra hagsmuna, áttu þátt í því að aðhald dvínaði. Í skjóli mik- ils valds ríkir hollusta, þjónkun og meðvirkni. Andóf er kæft í fæð- ingu, bitlingum er úthlutað, sér- hagsmunir varðir, kunningjakap- ítalismi stundaður fyrir opnum tjöldum. Valdhafarnir geta stjórn- að af geðþótta og vanrækt að setja sér skýrar reglur Ég minnti á að þegar fyrrver- andi formaður Sjálfstæðisflokks- ins kastaði smjörklípum í allt og alla á landsfundi flokksins, klapp- aði þingheimur og hló. Sá hlátur var bergmál hugsunarháttar, sem því miður hefur ríkt, að allir hinir sem ekki standa í þessari sömu halarófu séu annaðhvort með Alzheimer eða álfar út úr hól. Raunar tók ég fram að í Sjálf- stæðisflokknum væri ekki verra fólk en hjá okkur hinum. Valdið eitt og sér og langvarandi völd eru orsök þessarar ógæfu. Ég tók líka fram að aðrir flokkar, Alþýðuflokk- urinn gamli, Framsókn og nú síð- ast Samfylkingin, hefðu tekið þátt í þessari hraðlest og mátt sín lít- ils gagnvart valdastéttinni. Menn yrðu hins vegar að horfast í augu við þann veruleika að valdið leið- ir til þess hugsunarháttar að „ég komist upp með þetta, af því að ég ræð“. Þessu vildi ég koma í Þing- tíðindi áður en ég læt af störfum. Fyrir þessa ræðu mína fékk ég fjögur andsvör frá reiðum þing- mönnum Sjálfstæðisflokksins. Skilaboðin voru þau að ég ætti að skammast mín fyrir slíkan mál- flutning. Nú, þegar upplýsingar leka út um siðlausar og himinháar styrk- veitingar til Sjálfstæðisflokksins, leyfi ég mér að benda á, að það þarf enginn að láta eins og þetta komi á óvart. Þetta er afsprengi þess valds, sem þjóðin hefur fært einum stórum stjórnmálaflokki og þess hugsunarháttar „að ég kemst upp með þetta af því ég ræð“. Og þetta er barasta pínulítið dæmi um allt það sem afleiðing- ar valds og hroka hafa í för með sér. Ekki vegna þess að menn séu óheiðarlegir, heldur af hinu að þeir sofna á verðinum, af því þeir þurfa ekki að verjast neinu nema sjálf- um sér. ELLERT B. SCHRAM alþingismaður Á „trúnó“ Það hefur verið fróðlegt að fylgjast með því hvernig ástir Steingríms J. Sigfússonar fjár- málaráðherra og AGS hafa þró- ast. Allt byrjað þetta með miklum látum; jafnvel offorsi. Steingrím- ur hreytti ónotum í AGS þegar ákveðið var að leita eftir lána- fyrirgreiðslu frá sjóðnum. Hann sagði í nefndaráliti þegar lánið var afgreitt: „Skilmálarnir sem hengdir eru í lánið eru jafnvel enn verri og meira eyðileggj- andi fyrir íslenskt velferðar- samfélag til framtíðar. Það hefur margsannað sig víða erlendis að skilmálar sem þeir sem Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn boðar nú á Íslandi hafa dýpkað fjármála- kreppur og gert þær verri í stað þess að leysa úr þeim.“ Og síðar segir hann: „Með samkomulagi þessu er skrifað undir þá stað- reynd að það sé í raun Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn sem stjórni efnahagsáherslum Íslendinga á komandi árum.“ Það er því ekki að furða að hann hafi kallað þetta ógnarskilmála. Smám saman upphófst nýr kapítuli í ástarsögunni. Í árdaga fjármálaráðherratíðar Stein- gríms greindi hann frá því að starfsmenn sjóðsins væru við- ræðuhæfir og jafnvel bæði gott, gagnlegt og ánægjulegt við þá að tala. Og þetta samband hefur þróast. Steingrímur lætur nú senda margvíslegar upplýsing- ar um stöðu íslenska þjóðarbús- ins og áform stjórnvalda vestur um haf og beint til stofnunar sem hann forðum sagði að gerði aðal- lega illt verra. Þar vestra í sitja embættis- menn og lesa sér til um hugrenn- ingar Steingríms J. og Jóhönnu um hvernig málum skuli skip- að í efnahagsmálum hér á landi. Hversu háa skatta almenning- ur skuli borga, hve mikið skuli skorið niður í velferðarmálum og vegamálum og öllum þeim mála- flokkum sem fyrir niðurskurðar- hnífnum verða. Alþingi, sem að lokum samþykkir fjárlög næsta árs, fær fátt að vita. Meðvitað er þess gætt að íslenskur almenn- ingur frétti ekkert. Allt er unnið í reykfylltum bakherbergjum þar sem viðstaddir eru útvaldir ráðherrar og fulltrúar þeirrar stofnunar sem forðum var sagt að setti okkur ógnarskilmála. Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir kunna þessu verklagi vel. Þau eru í svo miklu trúnaðarsambandi við AGS. Þau eru sem sé komin á trúnó ! EINAR K. GUÐFINNSSON alþingismaður

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.