Morgunblaðið - 16.09.2008, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Skapta Hallgrímsson
skapti@mbl.is
ARNGRÍMUR Jóhannsson og Hafþór Haf-
steinsson, eigendur Avion Aircraft Trading, hafa
keypt gamla CL-44 flugvél (Monsa) í Englandi
og stefna að því að hún verði varðveitt í Flug-
safni Íslands á Akureyri.
Loftleiðir notuðu CL-44 vélar um árabil á sjö-
unda áratugnum, til farþegaflugs milli Banda-
ríkjanna og Lúxemborgar, áður en félagið fór að
nota DC-8 vélar.
Arngrímur og Hafþór keyptu fyrir nokkrum
misserum Gullfaxa, fyrstu þotu Íslendinga, í
sama tilgangi og er stjórnklefi hennar kominn í
safnið.
CL-44 er mun stærri en Boeing-vélin og mikið
notuð til fraktflugs. Stjórnklefinn er hins vegar
svipaður að stærð og klefi Boeing-vélarinnar í
safninu.
Ekki er enn fullfrágengið að Monsa-klefinn
verði fluttur til Akureyrar en það skýrist á allra
næstu dögum. Tvímenningarnir hafa þó gengið
frá kaupum á vélinni og stefna að því að selja
skrokkinn í brotajárn.
Flugsafn Íslands verður tíu ára á næsta ári.
Hlutverk þess er að safna, varðveita og sýna
muni sem tengjast flugi á Íslandi, sögu þess og
þróun og þar eru glæsilegir munir til sýnis. Safn-
ið er í nýju 2.100 m² húsi á Akureyrarflugvelli.
Stjórnklefi CL-44 líklega á Flugsafnið
Arngrímur og Hafþór hafa keypt gamla Monsu og stefna að því að hún verði varðveitt á
Akureyri Flugsafn Íslands er í nýju húsnæði á flugvellinum og fagnar tíu ára afmæli á næsta ári
Í HNOTSKURN
»Stjórnklefinn af fyrstuþotu Íslendinga, Gullfaxa,
Boeing 727, var fluttur frá
Bandaríkjunum til Akureyr-
ar í sumar og er nú í Flug-
safni Íslands.
»Arngrímur Jóhannssonog Hafþór Hafsteinsson
keyptu Boeing-vélina og af-
hentu safninu til varðveislu.
»Verið er að mála Gullfax-aklefann sem verður til
sýnis þegar Sjónlistaverð-
launin verða afhent í safninu
í beinni útsendingu Sjón-
varpsins á föstudagskvöldið.
Morgunblaðið/Hjálmar S. Brynjólfsson
Safngripur Stjórnklefi Gullfaxa, fyrstu þotu Íslendinga, fyrir utan Flugsafn Íslands í sumar.
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
Grindavík | Stefnt er að því að nýr
framhaldsskóli verði settur í fyrsta
skipti í Grindavík haustið 2009.
Bæjaryfirvöld kanna möguleika
þess að byggja yfir skólann og
menningarstarfsemi í bænum. Þá
vinnur Fjölbrautaskóli Suðurnesja
að undirbúningi Fisktækniskóla Ís-
lands í Grindavík.
„Við höfum áhuga á að hækka
menntunarstigið. Framhaldsskóli
er brýnt hagsmunamál fyrir vax-
andi sveitarfélag,“ segir Jóna
Kristín Þorvaldsdóttir bæjarstjóri.
Lengi hafa verið uppi hugmyndir
um að bjóða nám á framhalds-
skólastigi í Grindavík en bæjaryf-
irvöld talið sig eiga á brattann að
sækja gagnvart yfirvöldum
menntamála. Í framhaldi af fundi
með menntamálaráðherra var
ákveðið að skipa sérstaka nefnd til
að undirbúa málið og Eyjólfur
Bragason var í sumar ráðinn verk-
efnisstjóri. Hann er að móta stefn-
una og gera drög að námskrá sem
lögð verður fyrir ráðuneytið í
næsta mánuði. Hugmyndin er að
setja á fót þriggja ára mennta-
skóla, eins og nú starfar í Borg-
arnesi sem þó yrði lagaður að að-
stæðum í Grindavík.
Eyjólfur segir að Grindavík sé
vaxandi staður sem eigi mörg tæki-
færi í framtíðinni. Þar sé að finna
allt það sem eitt samfélag þurfi –
nema framhaldsskóla. Þá valdi það
nemendum og foreldrum erf-
iðleikum að sækja skóla annað.
Fyrirhugað er að framhaldsskól-
inn hefji starf í bráðabirgða-
húsnæði næsta haust, ef nauðsyn-
leg leyfi yfirvalda fást, en jafnframt
er á vegum bæjarstjórnar hafin at-
hugun á möguleikum þess að
byggja mennta- og menningarhús.
Þar á skólinn að fá aðstöðu ásamt
tónlistarskóla, bókasafni og menn-
ingarstarfsemi.
Fisktækniskóli Íslands
Fjölbrautaskóli Suðurnesja og
Miðstöð símenntunar á Suð-
urnesjum hafa í samvinnu við út-
gerðarfyrirtæki, verkalýðsfélög,
Grindavíkurbæ og fleiri unnið að
verkefninu „Fisktækniskóli Íslands
í Grindavík“. Tilgangur þess er að
efla grunn- og tæknimenntun í
veiðum og vinnslu sjávarafla og
endurmenntun á sama sviði. Að
sögn Ólafs Jóns Arnbjörnssonar,
skólameistara FS, er ætlunin að
bjóða ófaglærðu fólki í fiskvinnslu
og á sjó að sækja sér menntun sem
það gæti nýtt til áfanga í fram-
haldsskóla.
Veiðarfæradeild FS verður
stofninn að Fisktækniskóla Íslands
í Grindavík. Þar verður námsefni
samið og haldið utan um námið en
samið við framhaldsskóla og vottuð
fyrirtæki um land allt að annast
kennslu og þjálfun.
Atvinnufyrirtæki og stofnanir á
Suðurnesjum hafa boðist til að
leggja fram 20 milljónir kr. á ári
næstu þrjú árin, á móti ríkisfram-
lagi, til að koma náminu af stað.
Gert er ráð fyrir að rekstrar-
framlög fáist eftir fjölda nemenda.
Ólafur Jón segir að málið sé til at-
hugunar í menntamála- og sjávar-
útvegsráðuneyti og vonast til að
niðurstaða fáist sem fyrst.
Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson
Sjávarþorp Samdráttur í sjávarútvegi kemur illa við Grindavík. Aukin menntun er liður í mótvægisaðgerðum sem bæjaryfirvöld vinna að.
Menntaskóli undirbúinn
Áhugi er fyrir stofnun menntaskóla í Grindavík Bærinn vill byggja mennta-
og menningarhús Samhliða er unnið að Fisktækniskóla Íslands á staðnum
VEÐURSTOFAN varar fólk við
miklu vatnsviðri sem brestur á
seint í kvöld og stendur til fyrra-
máls. Er fólk hvatt til að huga að
niðurföllum og hreinsa vel frá þeim
til að forðast flóð. Um er að ræða
djúpa haustlægð, 960 hp, sunnan 20
m/sek sem snýr sér í SV-hvassviðri
á morgun, miðvikudag, með ört
minnkandi rigningu. Út vikuna er
síðan spáð SV-roki með nokkurri
vætu.
Nýtt tungl var í gær og er því
stórstreymt um þessar mundir.
Skv. upplýsingum frá Almanna-
varnadeild ríkislögreglustjóra er
fylgst náið með framvindu mála
með það fyrir augum að gefa út við-
varanir á suðvesturhorninu vegna
ágangs sjávar ef þurfa þykir.
Gífurlegt
vatnsveður
á leiðinni
FYRIRTÆKIÐ N4 á Akureyri var
tekið til gjaldþrotaskipta á dögunum
en félag stærsta hluthafans, Extra,
heldur áfram úti bæjarsjónvarpinu
a.m.k. fyrst í stað, og gefur út Sjón-
varpsdagskrá Norðurlands.
Öllum átta starfsmönnum N4 var
sagt upp en sex endurrráðnir hjá
Extra. Þorvaldur Jónsson fram-
kvæmdastjóri segir rekstur bæj-
arsjónvarpsins hafa verið erfiðan.
„Við vonumst til að geta haldið út-
sendingum áfram en tíminn verður
að leiða í ljós hvort það tekst.“
Bæjarsjónvarpið er ókeypis og
hefur ekki notið styrkja þannig að
tekjur eru einungis af auglýsingum.
Þorvaldur segir fyrirtækið hafa leit-
að eftir opinberum styrkjum en ekki
fengið hingað til. Hann kveðst hins
vegar enn lifa í voninni því starfsem-
in sé menningarlega mikilvæg.
N4 var stofnað 1. maí 2006 þegar
Samver, Extra dagskráin, Smit kvik-
myndagerð og Traustmynd samein-
uðust. skapti@mbl.is
N4 send út á
vegum Extra
ÖSSUR Pétur Össurarson, sem
fannst alvarlega slasaður af
ókunnum orsökum við gatnamót
Höfðatúns og Laugavegar að
morgni 6. september, liggur enn á
gjörgæsludeild Landspítalans og er
líðan hans óbreytt að sögn læknis.
Er hann er tengdur við öndunarvél.
Össur hafði hlotið lífshættulega
áverka á höfði þegar að honum var
komið og kannar lögreglan tildrög
atviksins.
Óbreytt líðan
Hvað búa margir í Grindavík?
Vel yfir 2.800 manns bjuggu í
Grindavík um mitt ár. Mikil uppbygg-
ing hefur verið í bænum og íbúum
fjölgað, hefur fjölgað um 680 á tíu
árum. Með sama áframhaldi fer
íbúatalan yfir 3.000 í lok næsta árs
eða byrjun árs 2010. Grindavík er
með stærstu sveitarfélögum lands-
ins þar sem ekki er starfandi fram-
haldsskóli.
Hvað eru margir á framhalds-
skólaaldri?
Um fjörutíu nemendur útskrifast úr
grunnskóla Grindavíkur á ári.
Hvaða framhaldsskóla sækja ung-
lingar úr Grindavík?
Flestir eru í Fjölbrautaskóla Suður-
nesja í Keflavík. Þangað eru um 30
kílómetrar. Aðrir sækja skóla á höf-
uðborgarsvæðinu og nokkrir fara til
Akureyrar.
S&S