Morgunblaðið - 16.09.2008, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 2008 13
FRÉTTIR
Greiðsluáskorun
Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur
eftirtalinna gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi
innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar:
Gjöldin eru: Staðgreiðsla tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds sem fallið hefur í eindaga til
og með 15. september 2008, virðisaukaskattur sem fallið hefur í eindaga til og með 5.
september 2008 og önnur gjaldfallin álögð gjöld og ógreiddar hækkanir er fallið hafa í
eindaga til og með 15. september 2008, á staðgreiðslu tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds,
virðisaukaskatti, virðisaukaskatti í tolli, vanskilum launagreiðenda á gjöldum í og utan
staðgreiðslu, fjármagnstekjuskatti á skilaskylda aðila, áfengisgjaldi, launaskatti,
bifreiðagjaldi, úrvinnslugjaldi, olíugjaldi, kílómetragjaldi, viðbótar- og aukaálagningu
söluskatts vegna fyrri tímabila, skráningargjaldi vegna lögskráningar sjómanna,
vinnueftirlitsgjaldi, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, vörugjaldi af ökutækjum,
eftirlitsgjöldum, aðflutningsgjöldum, skilagjaldi á umbúðir, fasteignagjöldum,
skipulagsgjaldi, skipagjöldum, fisksjúkdómagjaldi, jarðarafgjaldi, sektum
skattrannsóknarstjóra og álögðum þing- og sveitarsjóðsgjöldum, sem eru:
Tekjuskattur og útsvar ásamt verðbótum á ógreiddan tekjuskatt og útsvar, sérstakur
tekjuskattur manna, eignarskattur, sérstakur eignarskattur, fjármagnstekjuskattur,
slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, tryggingagjald, búnaðargjald, iðnlánasjóðs-
og iðnaðarmálagjald, markaðsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra og skattur af
verslunar- og skrifstofuhúsnæði, ofgreiddar barnabætur og ofgreiddar vaxtabætur.
Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir vangoldnum
eftirstöðvum gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu
skuldarinnar kann að leiða, á kostnað gjaldenda.
Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnám í för með sér verulegan kostnað fyrir
gjaldanda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að 12.700 kr. fyrir hvert fjárnám.
Þinglýsingargjald er 1.350 kr. og stimpilgjald 1,5% af heildarskuldinni, auk útlagðs kostnaðar
eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og
kostnað.
Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, staðgreiðslu tryggingagjalds, vörugjald,
afdreginn fjármagnstekjuskatt, áfengisgjald og virðisaukaskatt, búast við því að starfsemi
þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara, þeir gjaldendur er skulda bifreiðagjöld og
þungaskatt mega eiga von á að skráningarnúmer verði tekin af ökutækjum þeirra án frekari
fyrirvara og þeir gjaldendur sem skulda gjöld þar sem lögveð fylgir mega búast við að send
verði út sérstök greiðsluáskorun fyrir gjaldföllnum kröfum. Greiðsluáskorunin hefur ekki
áhrif á þessi innheimtuúrræði þannig að fyrrgreindur 15 daga frestur frá dagsetningu
áskorunar þessarar gildir ekki í þessum tilvikum.
Reykjavík, 16. september 2008.
Tollstjórinn í Reykjavík
Sýslumaðurinn í Kópavogi
Sýslumaðurinn í Hafnarfirði
Sýslumaðurinn í Keflavík
Sýslumaðurinn á
Keflavíkurflugvelli
Sýslumaðurinn á Akranesi
Sýslumaðurinn í Borgarnesi
Sýslumaðurinn í Stykkishólmi
Sýslumaðurinn í Búðardal
Sýslumaðurinn á Ísafirði
Sýslumaðurinn í Bolungarvík
Sýslumaðurinn á Patreksfirði
Sýslumaðurinn á Hólmavík
Sýslumaðurinn á Siglufirði
Sýslumaðurinn á Sauðárkróki
Sýslumaðurinn á Blönduósi
Sýslumaðurinn á Akureyri
Sýslumaðurinn á Húsavík
Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
Sýslumaðurinn á Eskifirði
Sýslumaðurinn á Höfn
Sýslumaðurinn í
Vestmannaeyjum
Sýslumaðurinn á Selfossi
Sýslumaðurinn í Vík
Sýslumaðurinn á Hvolsvelli
Á SÓLHEIMUM í Grímsnesi er nú
hópur háskólanema frá Bandaríkj-
unum sem munu dvelja þar næstu
þrjá mánuði við nám og störf.
Þetta er annar hópurinn á veg-
um menntasamtakanna CELL sem
kemur til að mennta sig á Sól-
heimum í Grímsnesi, en þetta
sama nám var í boði síðastliðið
haust. Það námskeið þótti heppn-
ast mjög vel.
Námið ber yfirskriftina „Sjálf-
bær þróun í sjálfbæru samfélagi“
og byggist á námskeiðum, vett-
vangsferðum um landið, sjálfboða-
vinnu og verkefnum sem miða öll
að því að gera umbætur í um-
hverfismálum á Sólheimum.
Háskólanám á Sólheimum
HINN 16. september 1936 fórst
franski leiðangursstjórinn og
landkönnuðurinn Jean-Baptiste
Charcot með allri áhöfn utan eins á
rannsóknaskipinu Pourquoi Pas? út
af Mýrum í Borgarfirði og átti þá
að baki langt og merkilegt rann-
sóknarstarf á suður- og norð-
urheimskautinu ásamt mönnum
sínum.
Til að minnast þessa merka vís-
indamanns, landkönnuðar og Ís-
landsvinar standa Alliance Franc-
aise, Franska sendiráðið og Háskóli
Íslands að fyrirlestri um for-
vitnilegar rann-
sóknir sem unnar
eru í anda
Charcot.
Í dag heldur
Daniel Desbruy-
ères fyrirlestur
til minningar um
Charcot sem
hann nefnir
„Hveralífríki í
djúphöfunum,“
Fyrirlesturinn verður í sal N-132 í
Öskju – Náttúrufræðahúsi, Sturlu-
götu 7, í dag kl. 17.15.
Charcot-fyrirlestur um
hveralífríki í djúphöfunum
Jean-Baptiste
Charcot
ALÞJÓÐLEGI skólamjólkurdagurinn
verður haldinn hátíðlegur í níunda
sinn 24. september nk. Í tilefni dagsins
býður Mjólkursamsalan öllum grunn-
skólabörnum landsins upp á mjólk í
skólunum og má reikna með að þar
verði drukknir 12.000 lítrar af mjólk.
Alþjóðlegi skólamjólkurdagurinn er
haldinn hátíðlegur víða um heim en
það er Matvælastofnun Sameinuðu
þjóðanna sem hvetur til að haldið sé
upp á daginn. Á Íslandi er haldið upp á
hann undir kjörorðunum „Holl mjólk
og heilbrigðir krakkar“. Góð Mjólkin er góður drykkur.
Morgunblaðið/Frikki
Gefa börnum 12.000 l af mjólk
Á FIMMTUDAG nk. kl. 20 verður
annað fræðslukvöld haustsins
haldið í Hafnarfjarðarkirkju, og
verður þar fjallað um meint hjóna-
band Jesú Krists og Maríu Magda-
lenu.
Fræðslukvöldið er í umsjón sr.
Þórhalls Heimissonar en hann hef-
ur tekið saman bók um Maríu
Magdalenu sem væntanleg er í
haust. Aðgangur er ókeypis og öll-
um opinn.
Ástin í lífi Jesú
ÁKVEÐIÐ hefur
verið að gera
minnisvarða um
hjónin í Vorsa-
bæ, Guðfinnu
Guðmundsdóttur
og Stefán Jas-
onarson, í skóg-
ræktarreit Umf.
Samhygðar við
Timburhóla í
Gaulverjabæjarhreppi hinum
forna. Þau hjón voru bændur í
Vorsabæ í hálfa öld og Stefán var
frumherji í störfum fyrir samtök
sunnlenskra bænda, ungmenna-
félagshreyfinguna, umferðarör-
yggi og varðveislu þjóðlegra verð-
mæta. Minnisvarðinn verður
afhjúpaður nk. sunnudag kl. 15.
Eftir athöfnina verður boðið til
kaffisamsætis í Félagslundi.
Minnisvarði
um hjónin
Stefán Jasonarson
Í DAG, þriðjudag, mun Björn
Bjarnason dómsmálaráðherra opna
haustdagskrá Sagnfræðingafélags
Íslands með erindi sitt „Kalda stríð-
ið – dómur sögunnar,“ þar sem
beint verður sjónum að hernaðar-
legu gildi Íslands í kalda stríðinu.
Erindið verður haldið í fyrir-
lestrasal Þjóðminjasafnsins kl.
12.05-13.00.
Björn á fundi
ALÞJÓÐLEGI geðheilbrigðisdagurinn verður þann 10. október nk. og
verður af því tilefni haldin hátíðardagskrá og kynning í Perlunni. Í ár verð-
ur dagurinn sérstaklega helgaður málefnum barna og ungmenna. Forseti
Íslands Ólafur Ragnar Grímsson verður sérstakur verndari dagsins.
Óskað er eftir þátttakendum í dagskránni og geta þeir sem vilja tekið
þátt í henni með því að setja upp kynningarstand og hafa þeir frjálsar
hendur um hvernig það er gert. Aðstoð verður veitt við uppsetningu á
kynningarstandinum og verður aðstaðan alveg að kostnaðarlausu. Æski-
legt að fólk tilkynni þátttöku sína sem fyrst svo hægt sé að taka frá pláss.
Skoða geðheilbrigðismál barna
STUTT
ÞAÐ lá vel á Jóni Guðmundsyni, hafnarverði á Rifi.
Nóg var að gera við að vigta aflann sem upp úr bát-
unum kom en þegar löggildingarmenn frá Frumherja
komu á hafnarvogina til þess að athuga hvort vigtin
stæðist kröfur um löggildingu kom rólegur tími hjá
Jóni.
Jón birtist í glugganum á vigtarskúrnum brosandi til
þess að fylgjast hvernig verkinu liði.
Morgunblaðið/Alfons
Jón er á útkikki