Morgunblaðið - 16.09.2008, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.09.2008, Blaðsíða 21
Að fara í leikhús þar semmaður skilur ekki orð enskemmtir sér hrikalegavel er eitt það undarleg- asta sem ég hef lent í. Þetta var ein- hvers konar hryllingssöngleikur og við áhorfendur fengum vænar blóð- gusur yfir okkur í lokin,“ segir Jó- hann Karl Hermannsson rétt eftir umrædda sýningu þegar slegið var á þráðinn til hans á föstudagskvöldið. Jóhann er staddur í Seoul, þar sem hann og vinur hans Páll Eiríkur Kristinsson ætla að dvelja næstu sex mánuði. Þeir eru báðir í meistaranámi í lögfræði og vildu freista gæfunnar með því að fara í skiptinám í skóla í Seoul. „Það var reyndar þó nokkur fyrirhöfn og við fáum til dæmis ekki styrk til námsins eins og þeir sem fara til Evrópu, en við sjáum ekki eftir neinu. Þessi borg er engu lík og okkur fannst fyrst eins og við værum lentir á tunglinu.“ Hann segir vestræna nema of- dekraða. „Aðbúnaður okkar er ótrú- lega góður og við njótum mikillar virðingar. Allir hneigja sig og beygja fyrir okkur og við fengum túlk, kór- eskan nema sem greiðir leið okkar í skólanum. Hann er líka frábær félagi og sér um öll mál fyrir okkur, því hér tala mjög fáir ensku. Kennslan fer aftur á móti fram á ensku en hún ein- kennist af brjáluðum aga og miklum metnaði. Í skólanum er krafist mik- illar vinnu af okkur og stundvísi.“ Úthrópaður dóni og villimaður Jóhann Karl hafði ekki verið lengi í borginni þegar hann lenti í óvæntu ævintýri. „Fyrsta daginn okkar í skólanum komu menn frá sjónvarps- stöðinni KBS og fengu nokkra er- lenda nýnema í viðtal vegna þátttöku í sjónvarpsþætti. Þátturinn átti að sýna hvernig okkur gengur að fóta okkur hér úti. Ég var sá eini frá mín- um skóla sem var valinn. Þegar kom að upptökum, sem bar upp á afmæl- isdaginn minn, sá ég fljótt að þetta var ótrúlega súrrealískt. Ég mátti til dæmis aðeins tala íslensku og Kór- eubúum fannst það óendanlega fynd- ið. Ég átti að reyna að panta mér gistingu hjá eldri hjónum og flaskaði á alls konar siðum, eins og því að maður hneigir sig fyrir þeim sem eldri eru og þegar maður fer úr skónum á maður að ganga frá þeim þannig að þeir snúi í átt að Guði. Mér tókst heldur ekki að borða ákveðinn mat á réttan hátt. Ég var því hálf- partinn úthrópaður dóni og villimað- ur.“ Jóhann Karl skildi lítið af því sem fram fór. „Allt fór fram með handa- pati og allir hlógu, líka tökuliðið á bak við myndavélarnar. Þetta gekk sem sagt mest út á það að gera góð- látlegt grín að okkur útlendingunum en ég tók til minna ráða og reyndi að stjórna settinu eftir nokkrar mín- útur með því að fíflast rétt eins og þau og fá þau til þess að syngja ís- lenska þjóðsönginn.“ Í lok þáttarins var spurninga- keppni þar sem frægir kóreskir leik- arar komu við sögu. „Við útlending- arnir áttum að velja úr nokkrum auðveldum svörum sem við þó skild- um ekki enda spurningar og svör á kóresku. Leikararnir reyndu líka að bera fram spurningarnar á íslensku en það bætti ekki úr skák. Af ein- hverjum undarlegum ástæðum tókst mér að sigra í þeirrikeppni og stóð uppi sem sigurvegari með eina millj- ón won eða rúmar hundrað þúsund íslenskar krónur í verðlaun.“ Heill dagur fór í uppátækið en Jó- hann segir honum hafa verið vel var- ið. „Við Palli fengum einkabíl, einka- bílstjóra og aðstoðarmann til að dekra við okkur milli atriða. Eftir að tökum lauk fögnuðum við með fé- lögum okkar og sungum karókí langt fram á nótt.“ Mjúkar sem barnsrass Þeim Jóhanni og Páli finnst gam- an að tileinka sér siði innfæddra og segja að það eitt að borða kóreskan mat sé eins og hver önnur sýning fyrir þá. „Við borðum hverja einustu máltíð með prjónum og sitjandi á gólfinu en gafflar eru einfaldlega ekki í boði. Við borðum líka allan fjandann og höfum komist að því að hundakjöt og lifandi kolkrabbar eru herramannsmatur.“ Þeir fara allra sinna ferða fót- gangandi og eru iðulega mjög sveitt- ir í hitanum og rakanum. „Við höfum því lagt það í vana okkar eftir erfiðan göngudag að fara á stað sem við köll- um Dr.Fish en þar fáum við okkur kaffibolla og setjum sveittar lapp- irnar ofan í þar til gerð fiskabúr. Of- an í fiskabúrunum eru hundruð lítilla fiska sem keppast við að sjúga og bíta skítinn og líkþornin af fótum okkar. Þetta er mjög einkennileg til- finning en lappirnar eru mjúkar sem barnsrass á eftir og maður svífur um göturnar sem nýr maður.“ Þeir eru staðráðnir í að nýta frí- tíma sinn sem best og upplifa sem flest. „Um helgina fórum við á vest- urströndina, í lítið fiskiþorp þar sem glápt var á okkur þegar við reyndum að bera okkur við að éta hálfsprikl- andi fiska að hætti heimamanna. Í október förum við til Busan á stærstu kvikmyndahátíð í Asíu og í desember ætlum við að fara á snjó- bretti í grennd við Seoul. Við stefnum á að heimsækja nágranna- löndin Kína og Japan. Reyndar er ferðahugurinn orðinn slíkur að við erum að spá í að taka Austurlanda- hraðlestina aftur heim til Íslands í stað þess að fljúga. Við sjáum þó til hvort af því verður.“ khk@mbl.is Sigurvegari Kátur Jóhann með ávísun upp á eina milljón won og 110 stig. Slökun Félagarnir í einkabílnum milli atriða. Með tásurnar ofan í fiskabúri Hann var sjanghæjaður í stórundarlega keppni á sjónvarpsstöð í Seoul þeg- ar hann var nýlentur en tókst samt að sigra. Krist- ín Heiða Kristinsdóttir heyrði í íslenskum laga- nema í Suður-Kóreu. Gleði Jóhann fagnar sigri ásamt kóreskum grínleikurum og keppinautum sínum í hinum undarlega sjónvarpsþætti. Blóðugur Jóhann var útataður eftir leikritið á föstudag. Ég mátti til dæmis aðeins tala íslensku og Kóreubúum fannst það óend- anlega fyndið. námsmannalíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 2008 21 Nú er farið að hausta eftir einstaklega þurrt og gott sumar. Bændur eru komnir með góðan heyfeng í rúllur eða stórbagga, sem bíða eftir að verða gefnir búfénaði í vetur, og ferðamönnum á svæðinu fækkar með hverjum degi. Ferða- þjónustuaðilar láta þó almennt vel af sér eftir sumarið. Og nú eru hauststörfin tekin við, skól- arnir byrjaðir, smalanir og sláturtíð í fullum gangi og fyrir sauðfjárbændur er alltaf gaman að sjá hvernig lömbin hafa spjarað sig yfir sum- arið og hvort allar ærnar skila sér af fjalli. Í Mýrdalnum eins og víða annars staðar á landinu gengur sífellt verr að fá menn í smalamennsku og eftir því sem sauðfjárbændum fækkar lendir hún æ meir á sömu mönnum. Fer því oft ansi drjúgur hluti haustsins hjá bændum í að smala hér og þar.    Fyrirhugað er að stofna Kötlusetur í Vík í Mýr- dal laugardaginn 4. október en tilgangur þess er að byggja upp og reka atvinnustarfsemi á sviði náttúruvísinda, land- og ferðamálafræða og menningarmála í Vík. Þá er tilgangur félagsins að vinna að rannsóknum á ofangreindum svið- um og að almenningur geti nálgast afraksturinn á auðveldan hátt.    Nýtt fyrirtæki, Mýrdalssandur ehf., hóf starf- semi í Mýrdalshreppi í sumar en það hefur að aðalstarfsemi að þurrka sand til sandblásturs. Sandurinn er tekinn úr námu rétt austan þorps- ins í Vík og þurrkaður með 500 kw steinolíublás- ara og síðan settur í stórsekki sem hægt er að flytja hvert á land sem er. Stofnendur og eig- endur fyrirtækisins eru þeir Jóhann Vignir Hróbjartsson og Páll Tómasson.    Regnboginn – list í fögru umhverfi er heitið á menningarveislu Mýrdælinga sem halda á 3.–5. október næstkomandi. Undirbúningur er í full- um gangi og er þemað að þessu sinni 90 ára gos- afmæli Kötlu, en boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá og listviðburði. Þetta er annað árið í röð sem Mýrdælingar bjóða til menningarveislu.    Kötluhlaup er orðið árviss viðburður í Mýrdaln- um og var það haldið í byrjun mánaðarins. Er þetta fjórða árið sem það er haldið en ung- mennafélagið Katla ásamt Mýrdalshrepp sáu um framkvæmd hlaupsins. Sveinn Pálsson sveitarstjóri ræsti hlaupið og var fjöldi þátttak- enda á öllum aldri mættur, sem ýmist hjóluðu, hlupu eða gengu þær vegalengdir sem í boði voru. Hægt var að velja um 10 km, 21 km eða 42 km (maraþon) en aðalmarkmið hlaupsins er að koma saman í góðra félaga hópi og hreyfa sig í fallegu umhverfi.    Hundahald í þéttbýli eykst stöðugt. Yfir sum- artímann tekur fólk hundana með sér í göngu- ferðir um heiðar landsins en þessir hundar vita varla hvað sauðkind er og fara að leika sér og tætast í kindunum ef ekki er litið eftir þeim. Í Mýrdalnum voru töluverð brögð að því síðast- liðið sumar að bændur sáu til hunda sem fengu að ganga lausir og leika sér í sauðfé án þess að eigendur hundanna kölluðu þá til sín og settu í band. Fyrir sauðfjárbóndann er hvert lamb sem villist undan ánum tekjutap því ef þau eru mjög ung þegar þau flæmast frá ánum drepast þau úr hungri eða verða of lítil til að hægt sé að slátra þeim. Einnig er viss hætta í brattlendi að hund- arnir setji féð fram af hömrum og í teppur. FAGRIDALUR Eftir Jónas Erlendsson Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Sauðfjárfjöld Réttað var í Grafarrétt í Skaftártungu um síðustu helgi líkt og víðar. úr bæjarlífinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.