Morgunblaðið - 16.09.2008, Page 22

Morgunblaðið - 16.09.2008, Page 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Ótíðindin afbandarísk-um fjár- málafyrirtækjum eru áfall fyrir fjármálamark- aðinn um allan heim, líka á Íslandi. Og var þó nógur vandi fyrir. Þótt íslenzkir bankar eða önnur fyrirtæki hafi ekki verið í miklum viðskiptum við Lehman Brothers eða Merrill Lynch, eru áhrif skellsins vestra þau að enn erfiðara verður fyrir íslenzk fjármálafyrirtæki að fá lánsfé. Hin alþjóðlega láns- fjárkreppa dýpkar enn. Samt er staðan ekki alveg kolsvört. Þannig hækkaði skuldatryggingaálag ís- lenzku bankanna í gær minna en margra al- þjóðlegra stórfyrirtækja. Sömuleiðis liggur fyrir að eiginfjárhlutfall stóru ís- lenzku bankanna er vel við- unandi og lítil hætta á að þeir komist í þrot. Í hinni alþjóðlegu láns- fjárkreppu að undanförnu er það ekki sízt starfsemi hreinræktaðra fjárfesting- arbanka, sem hefur orðið fyrir áfalli. Bear Sterns og Lehman Brothers eru úr sögunni, Merrill Lynch rann í gær inn í Bank of America, stóran viðskiptabanka. Þá eru aðeins tveir eftir af stóru fjárfestingarbönk- unum á Wall Street, Gold- man Sachs og Morgan Stanley. Sú umræða sem var áberandi fyrir nokkrum misserum, um aðskilnað fjárfesting- arbanka og viðskiptabanka- starfsemi, hefur snúizt við. Vestan hafs ræða menn nú um nauðsyn þess að fjár- festingarbankastarfsemin hafi stuðning af hefðbund- inni viðskiptabanka- starfsemi sem er fjár- mögnuð með innlánum, til að dreifa áhættunni. Stærstu íslenzku bank- arnir eru blandaðir bankar af þessu tagi og hafa að undanförnu styrkt innlána- starfsemi sína verulega til að þurfa í minna mæli að reiða sig á alþjóðlega heild- sölumarkaðinn, sem hefur orðið æ erfiðari. Það er ekki ósennilegt að hér á landi verði frekari samruni við- skipta- og fjárfestingar- banka á næstunni. Þannig verða áhrifin af atburðum á fjármálamark- aðnum vestan hafs áreið- anlega til þess að lengja í erfiðleikunum á fjár- málamarkaði hér eins og annars staðar. Ljósi punkt- urinn í málinu er að miðað við það sem gengur og ger- ist í hinu alþjóðlega um- hverfi virðast íslenzku bankarnir vera að gera það rétta. Íslenzku bankarnir hafa að undanförnu styrkt innlán sín.} Lán í óláni? Kynbundinnlaunamunur er þrálátt vanda- mál. Allir taka undir að það sé óboðlegt að launa- munur byggist á kyninu einu saman, en það dugir ekki til. Augljóst er að launamun- urinn hverfur ekki af sjálfu sér og hvað er þá til ráða? Lagasetning er ekki geðfelld leið, en ætla mætti að at- vinnurekendur og stjórn- endur stofnana og fyrirtækja væru með tregðu sinni bein- línis að biðja löggjafann að skerast í leikinn. En það má einnig velta fyrir sér öðrum leiðum til að veita aðhald. Í Morg- unblaðinu á sunnudag birtist fréttaskýring eftir Egil Ólafsson fréttastjóra um jafnlaunavottun. Slík vottun myndi fela í sér viðurkenn- ingu á því að starfsfólki fyr- irtækis sé ekki mismunað í launum á grundvelli kynferð- is. Þetta þýddi að viðkomandi fyrirtæki myndi sjálfviljugt opna bækur sínar og veita upplýsingar um laun starfs- manna. Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmda- stýra Jafnrétt- isstofu, segir í Morgunblaðinu að rætt hafi verið um að skil- greina staðla til að miða við. Með slíkri vottun gætu fyr- irtæki slegið sér upp á því að jafnrétti ríki milli kynjanna í launamálum starfsmanna þeirra Fyrirtæki án slíkrar vottunar sætu þá uppi með skömmina. Nú eru þrjár nefndir að störfum, sem skipaðar voru til að framfylgja kaflanum um að jafna launamismun kynjanna í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Þar koma vonandi fram fleiri hug- myndir um aðgerðir. Jafnrétti á launamarkaði er hluti af því að skapa sam- félag þar sem verðleikar ráða för. Það er engu þjóðfélagi hollt að búa við innbyggt misrétti. Jafnlaunavottun gæti verið ein leið til þess, en meira þarf til að knýja fram breytingar og vinna bug á tregðunni. Fyrirtæki fái stimpil fyrir að mismuna ekki kynjunum.} Vottun gegn misrétti Þ að var þegar pabbi var fjárbóndi í slagtogi með Pétri frænda í Siglu- firði að hann átti mórauða á sem auðvitað hét Móra eins og megnið af hennar litsystrum. Móra var svosem ekki mikil fyrir kind að sjá, en það var engu að síður hún sem olli eiganda sínum meiri höfuðverk en öll önnur fjáreign hans. Móra var ótrúlega lunkin að komast inn í garða fólks og gera sér gott af gróðrinum þar. Það var auðvitað ekki vanzalaust að aðal- garðarolla Siglufjarðar væri í eigu skóg- ræktarmannsins Jóhanns Þorvaldssonar. Mikið vorkenndi ég pabba þegar hann fór og sótti þessa brotakind og kom þeim saman; henni og afkvæmunum sem mældu göturnar í bænum af því að þau gátu ekki fylgt móður sinni yfir girðingarnar og inn í garðana. Svo var labbað af stað; Móra fremst, svo lömbin, síðan pabbi og aftastir vorum við bræður; Indriði og ég, stundum bara annar okkar en oftar báðir. Móra var ekki með neina útúrdúra. Hún vissi að fyrst eigandinn væri búinn að ná henni, þá var eins gott að láta það yfir sig ganga. Hún spurði bara að leikslokum. Hers- ingin hélt svo sem Dalaleið liggur yfir í Úlfsdali og þar niður í sumarhagana. Þá var bara Skarðið og hvorki veg- ur út Almenning né Mánárskriður og engin Strákagöng. Þegar við vorum komin niður Skagafjarðarmegin fór Móra að bíta hin rólegasta og leit ekki við okkur feðg- unum. Við settumst á steina og fylgdumst með fénu, en héldum svo af stað heim á leið. En það var segin saga að við vorum ekki komnir langt upp fyrir miðja hlíð, þegar Móra fór að færa sig fjær sjónum. En alltaf þegar við stopp- uðum nam hún staðar og ef við stöldruðum lengi við þá get ég svarið að hún færði sig spölkorn neðar, kæruleysið uppmálað og virt- ist ekki hafa sinnu á neinu öðru en að bíta gras. Hún fylgdist hins vegar vel með okkur og var sjaldan mikið seinni til að halda áfram á brattann. Einu sinni spurði ég pabba hvers vegna í ósköpunum hann losaði sig ekki við þessa rollu, sem væri okkur bara til ergelsis og ama. Ég gleymi aldrei augnsvipnum sem hann sendi mér með svarinu: Það hefur ekk- ert upp á sig að fleygja erfiðleikunum frá sér. Þú sigrast á þeim, hvað sem það kostar. Ég spurði ekki aftur, en í huganum bölvaði ég Móru í sand og ösku fyrir þrákelknina. Þannig gekk þetta, en þó er ég ekki frá því að lengra og lengra hafi liðið milli bæjar- ferða Móru. Hún vann marga orrustuna, en í huga mín- um vann pabbi stríðið. Við eigum öll okkar Móru að glíma við á misjöfnum tímum. En það stoðar lítt að sitja með hendur í skauti og horfa á rolluna labba í bæinn. Við stöndum upp og snúum henni við; fjórum sinnum, sjö sinnum, tíu sinnum. Hvað sem það kostar að sigrast á henni, svo hún sé ekki komin aftur á brún, áður en við erum komin niður Siglufjarðar- megin. freysteinn@mbl.is Freysteinn Jóhannsson Pistill Að sigra sína Móru Vill Mugabe í raun afsala sér völdum? FRÉTTASKÝRING Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is ROBERT Mugabe, forseti Simb- abve, slakaði loksins á klónni í gær eftir að hafa verið einráður í nær þrjá áratugi og stjórnað landinu með harðri hendi. Hann hét því að beita sér fyrir þjóðareiningu en fátt benti til þess að hann vildi í raun og veru stjórna landinu í samstarfi við erkióvin sinn, Morgan Tsvangirai, sem hann hafði látið fangelsa, pynta, berja og ákæra fyrir landráð. Leiðtogarnir undirrituðu í gær samkomulag um að þeir stjórnuðu landinu saman, Mugabe sem forseti og Tsvangirai sem forsætisráðherra. Margir landsmenn óttast þó að sam- komulagið fari út um þúfur vegna gagnkvæmrar tortryggni fylking- anna og ýmsar blikur eru á lofti. Til átaka kom milli stuðnings- manna og andstæðinga Mugabe fyr- ir utan ráðstefnumiðstöð í Harare þar sem samkomulagið var und- irritað. Lögreglan hleypti af byssum upp í loftið og sigaði hundum á hóp- ana sem róuðust að lokum og fögn- uðu þegar leiðtogarnir fóru út úr húsinu. Varfærnisleg viðbrögð Ráðamenn vestrænna ríkja, sem vonast er til að komi Simbabve til hjálpar, brugðust varfærnislega við samkomulaginu. Evrópusambandið, Bandaríkin, Bretland og fleiri lönd hafa samþykkt að veita Simbabve aðstoð að andvirði alls um 160 millj- arða króna á einu ári til að blása lífi í efnahag landsins eftir allar hörm- ungarnar sem Mugabe hefur leitt yfir þjóðina. Nú er svo komið að verðbólgan í Simbabve er að minnsta kosti 11,2 milljónir pró- senta, um 80% vinnufærra lands- manna eru án reglulegrar atvinnu og fjórar milljónir hafa flúið landið í atvinnuleit. Landbúnaðurinn hefur hrunið og mikill skortur er á mat- vælum. Leiðtogar Vesturlanda eru þó tregir til að veita Simbabve aðstoð nema Mugabe sýni í verki að hann vilji í raun og veru vinna með stjórn- arandstöðunni að því að endurreisa efnahaginn. Embættismenn Evrópusam- bandsins fögnuðu samkomulaginu en sögðu að of snemmt væri að af- létta refsiaðgerðum gegn Mugabe og bandamönnum hans. Viðbrögð Bandaríkjastjórnar voru einnig var- færnisleg en hún kvaðst vona að staðið yrði við samkomulagið. Mugabe, sem er orðinn 84 ára, hefur hingað til aldrei léð máls á því að vinna með Tsvangirai en neyddist til að semja við stjórnarandstöðuna eftir að flokkur einræðisherrans, ZANU-PF, missti meirihluta sinn á þinginu í fyrsta skipti frá því að landið fékk sjálfstæði árið 1980. Fátt benti til þess í gær að Mug- abe vildi í raun og veru afsala sér völdum til Tsvangirai og hann gat ekki stillt sig um að sneiða að stjórn- arandstöðunni sem hann sagði vilja „meira en hún á skilið“. Mugabe sýndi engin merki um að hann viðurkenndi eigin mistök og hann kenndi gömlu nýlenduherr- unum, Bretum, um allar hörmung- arnar sem hann hefur leitt yfir þjóð sína. Samkomulagið um valdaskipt- inguna er flókið og Mugabe hefur mikið svigrúm til að tefja fyrir um- bótum og skjóta Tsvangirai ref fyrir rass. Enginn efast um hugrekki Tsvangirai en því fer fjarri að hann sé eins slyngur og slóttugur og gamli harðstjórinn. Mugabe kann að líta á sam- komulagið sem tækifæri til að halda völdunum í nokkur ár til viðbótar. Ef svo er geta afleiðingarnar orðið skelfilegar fyrir sársoltna íbúa Simbabve. Reuters Helst sáttin? Robert Mugabe (t.v.) og Morgan Tsvangirai, gamall erki- fjandi hans, takast í hendur eftir að hafa undirritað samstarfssamning. Samkvæmt samkomulaginu sem undirritað var í gær verður Robert Mugabe áfram forseti Simbabve. Hann á að stjórna formlegum fund- um ríkisstjórnarinnar sem „for- maður“ hennar. Tsvangirai verður forsætisráð- herra og formaður ráðherraráðs sem á að móta stefnu stjórnarinnar. Hann verður einnig titlaður vara- formaður stjórnarinnar. Mugabe á að skipa tvo varafor- seta. Stjórnarandstaðan skipar tvo aðstoðarforsætisráðherra. Mugabe getur leyst þingið upp, í samráði við Tsvangirai. Mugabe velur 15 ráðherra af 31 en stjórnarandstaðan 16. Samin verður ný stjórnarskrá með þátttöku borgaralegra hreyf- inga. Viðræðurnar hefjast innan mánaðar og stjórnarskrárdrögin verða borin undir þjóðaratkvæði innan tveggja ára. Stofnanir á borð við lögreglu og her „eiga ekki að tilheyra neinum stjórnmálaflokki“. DRÖG AÐ ÞJÓÐ- STJÓRN ››

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.