Morgunblaðið - 16.09.2008, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 2008 25
VINNUVÉLAR
Glæsilegt sérblað um vinnuvélar,
jeppa, atvinnubíla, fjölskyldubíla o.fl.
fylgir Morgunblaðinu föstudaginn
3. október.
Meðal efnis er:
• Vinnuvélar, það nýjasta á markaðnum.
• Atvinnubílar.
• Fjölskyldubílar.
• Pallbílar.
• Jeppar.
• Fjórhjól.
• Verkstæði fyrir vinnuvélar.
• Varahlutir.
• Græjur í bílana.
• Vinnulyftur og fleira.
• Dekk.
• Vinnufatnaður fyrir veturinn.
• Hreyfing og slökun gegn daglegu álagi
og áreiti.
Allar nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir
í síma 569 1105 eða kata@mbl.is.
Ásamt fullt af öðru spennandi efni
og fróðleiksmolum.
Auglýsendur!
Pantið fyrir klukkan 16,
mánudaginn 27. september.
MORGUNBLAÐIÐ
birti grein eftir mig 2.
september sl. undir
fyrirsögninni
„Reykjavíkurflug-
völlur – ósvaraðar
spurningar“ en þar er
varpað fram þremur
spurningum, sem ég
tel mikilvægt að svarað verði áður
en tekin er ákvörðun um framtíð
Reykjavíkurflugvallar. Einar Ei-
ríksson, kaupmaður og stjórn-
armaður í samtökunum Betri
byggð, brást svo vel við að koma
með svör í grein sinni „Reykjavík-
urflugvöllur – Spurningum svarað“
í Morgunblaðinu 9. september sl.
Einar setur fram spurningarnar
þrjár og segir það vera þær, sem
ég spurði. Því miður á það aðeins
við um aðra spurninguna en er
rangt hvað þá fyrstu og þriðju
varðar. Þannig var fyrsta spurn-
ingin í grein minni: „1. Hefur
Reykjavíkurborg látið kanna
hversu miklar tekjur umferð um
Reykjavíkurflugvöll til og frá
landsbyggðinni, þ.m.t. vöruflutn-
ingar, færir atvinnulífi í borginni?“
Einar segir hins vegar
spurninguna vera: „1.
Hvað verður um allar
þær tekjur sem koma
frá Reykjavík-
urflugvelli, bæði bein-
ar tekjur og margfeld-
isáhrif þeirra ef
flugvöllurinn verður
fluttur úr Vatnsmýr-
inni?“ Þetta er allt
önnur spurning.
Þriðja spurning mín
var: „3. Borgin virðist
þegar farin að vinna
að skipulagi Vatnsmýrarinnar sam-
kvæmt vinningstillögu skosku arki-
tektanna. Þarf ekki fyrst að fara
eftir lögbundnu skipulagsferli þar
sem m.a. fyrra skipulag er op-
inberlega fellt úr gildi og nýtt
skipulag staðfest?“ Einar segir
hins vegar spurninguna vera: „3.
Þarf ekki nýtt aðalskipulag að taka
gildi áður en tekin er ákvörðun um
flutning flugvallarins?“ Þetta er
ekki það sem spurt var um. Auk
þess lengir Einar spurninguna með
eftirfarandi: „Beðið er veðurathug-
ana sem nú fara fram á Hólmsheiði
og er á þriðja ár eftir af því ferli.
Nærri 40% landsins undir flugvell-
inum eru í eigu ríkisins, og nálægt
tveir þriðju hlutar landsmanna búa
utan Reykjavíkur. Er ekki eðlilegt
að þeirra vilji komi fram? Alþingi
og samgönguráðherra láti í ljós
skoðun sína á málinu.“ Þessi viðbót
sem snúið er í spurningu sem er
ranglega eignuð mér er sett saman
úr slitrum úr texta í grein minni,
sem var settur fram sem hugleið-
ingar en alls ekki sem spurningar.
Grein Einars stendur því ekki und-
ir nafni og er það eðlilegt þar sem
hann er ekki í þeirri aðstöðu að
geta svarað spurningunum. Það
væri frekar borgaryfirvalda eða
talsmanna þeirra. Það er hins veg-
ar réttur Einars að koma
ákveðnum sjónarmiðum fram. En
það er rangt, svo ekki sé sterkara
að orði kveðið, að gera það á þann
máta að breyta spurningum mínum
til að hann geti gert það undir því
yfirskyni að hann sé að svara mér.
Slík aðferðafræði dæmir höfund-
inn.
Gunnar Finnsson
segir spurningar
sínar um Reykja-
víkurflugvöll
rangfærðar
» Spurningum
mínum er breytt
og þær síðan eignaðar
mér til að höfundur
geti komið sjónarmiðum
sínum fram.
Gunnar Finnsson
Höfundur er rekstrarhagfræðingur
og starfaði í 33 ár
hjá Alþjóðaflugmálastofnuninni.
Reykjavíkurflugvöllur –
Spurningum ósvarað
UNDANFARNAR
vikur hefur hugtakið
„einkavæðing“ verið
þér hjartans mál. Svo
er ekki nóg með að
þú líkir saklausu fólki
við sjálfan Gaddafí
heldur reynir þú að
hindra eina mestu
framför sem orðið
hefur í heilbrigð-
ismálum landsmanna
á undanförnum ára-
tugum. Af hverju, Ög-
mundur?
Gæti verið að þú
gerir þig sekan um
einmitt það sem þú
kveður Guðlaug Þór
og Gaddafí eiga sam-
eiginlegt, að „þurfa
ekki að færa djúp rök
fyrir afstöðu sinni
þegar ráðist er í grundvallarbreyt-
ingar á samfélaginu“? Þér var svo
mikið í mun að koma boðskap þín-
um á framfæri að þú bauðst últra-
vinstrisinnanum Allyson M. Pol-
lock, prófessor við Háskólann í
Edinborg til landsins, að vísu á
kostnað BSRB, til að styðja mál
þitt einmitt þegar verið var að taka
frumvarpið til umræðu og sam-
þykktar á þingi – og segir það „vel
til fundið af fréttastofu Sjónvarps
að sýna viðtalið (við Pollock) nú
þegar það kemur til umræðu á
þingi.“
Þér verður tíðrætt um Thatcher
og hennar verk í Bretlandi forðum
daga en gleymir að nefna að auk-
inn einkarekstur á NHS kerfinu í
Bretlandi er runninn undan rifjum
þíns eigin systurflokks í Bretlandi,
Verkamannaflokksins, undir stjórn
Tony Blair. Einnig gleymist sá
hluti gagnrýni Allyson, þar sem
hún ræðst harkalega á aukið skrif-
finnskubákn innan heilbrigðiskerf-
isins breska, þar sem stjórnendur
hafa í æ ríkari mæli verið við-
skiptalærðir markaðsfræðingar í
stað stjórnenda innan
úr heilbrigðiskerfinu.
Það er sérstaklega
áhugavert í ljósi þess
að þetta var orðinn
höfuðvandi Landspít-
alans á síðustu árum.
Völd heilbrigðisstétta
við spítalann höfðu
farið dvínandi, en við
stjórnvölinn stóð skip-
stjóri sem meðal ann-
ars gaf það álit sitt að
ekki væri sjálfsagt að
Landspítali þjónaði
þeim einstaklingum
sem yrðu fyrir því
óláni að hljóta sýkingu
eftir læknisverk, sem
unnin væru utan spít-
alans. Sem betur fer
hefur Guðlaugur Þór
nú ráðið afar hæfan
einstakling, Huldu
Gunnlaugsdóttur, í
þessa ábyrgðarmikla
stöðu – einstakling
sem hefur þekkingu á
heilbrigðissviði og mun
hún án efa stýra Landspítalanum í
farsælli átt. Hefur hún m.a. gefið
til kynna að hún hyggist starfa
með einkareknum fyrirtækjum í
heilbrigðisþjónustu í stað þess að
berjast á móti þeim. Við erum að
tala um einkarekstur, Ögmundur,
ekki einkavæðingu. Það er enginn
að tala um einkavæðingu nema þið
Vinstri grænir.
Ég mun nú víkja að augnlækn-
ingunum, þar sem ég þekki þá sér-
grein best. Augnlæknar hafa
einkarekið augnlæknastofur frá
aldaöðli. Ástæða þess er sú að all-
stór hluti þeirra lækninga er betur
kominn utan spítala en innan hans.
Sá hluti fer stækkandi. Á und-
anförnum áratugum hafa orðið
miklar framfarir í öllum sér-
greinum, þar á meðal augnlækn-
ingum. Svokallaðar augasteinsað-
gerðir kröfðust þriggja daga
innlagnar á árunum í kringum
1990. Aðgerðirnar sjálfar tóku upp-
undir klukkutíma og voru afar
vandasamar. Nú tekur aðgerðin
aðeins tíu mínútur og sjúklingur
getur farið heim strax að henni
lokinni. Allar vestrænar þjóðir
nema Ísland ákváðu fyrir mörgum
árum að færa verkin út fyrir hina
dýru spítalaveggi og er nú um eða
yfir helmingur þessara aðgerða
framkvæmdur á einkareknum stof-
um. Ástæðan er einföld: Það er
ódýrara fyrir alla. Af hverju var
Ísland eina landið þar sem þetta
gerðist ekki? Enginn veit skýr-
inguna að fullu, en hugsanlega er
hennar að leita annars vegar í
þeirri stefnu Landspítalans að
halda dauðahaldi í það fjármagn
sem spítalinn fær frá ríkinu með
því að sleppa engum verkum út af
spítalanum og hins vegar vegna
ykkar Vinstri grænna sem kallið
það ýmist að einkaaðilar séu að
„fleyta rjómann“, eða „stela feit-
ustu bitunum“ ef verk eru færð út
af sjúkrahúsunum.
Undirritaður vinnur á augn-
læknastöðinni Sjónlagi, en þar höf-
um við í mörg ár barist fyrir því að
augasteinsaðgerðir yrðu færðar út
af spítalanum. Ástæðan var sú að
Landspítalinn réð ekki við síauk-
inn fjölda aðgerða, biðlistar lengd-
ust upp í 1–2 ár, og ódýrasti kost-
ur fyrir ríkið var einfaldlega sá að
færa hluta þeirra út af spítalanum.
Buðum við upp á fullkomna að-
stöðu til að framkvæma aðgerð-
irnar og þar með stytta biðlistana.
Því miður reyndust ráðherrar
Framsóknarflokksins ekki nægi-
lega framsýnir til að leysa úr
þessu máli. Þegar við ræddum við
Guðlaug Þór kvað hins vegar loks
við annan tón. Samningur var
gerður til tveggja ára um fram-
kvæmd 800 aðgerða og er fyr-
irsjáanlegt að þetta nauðsynlega
inngrip Guðlaugs Þórs muni stytta
biðlista og spara skattgreiðendum
(þar á meðal félögum í BSRB)
peninga. Varla getur þú verið á
móti því, Ögmundur, að ríkið þurfi
að greiða aðeins þriðjung fyrir
hverja aðgerð sem framkvæmd er
í Sjónlagi miðað við það sem að-
gerðin kostar á Landspítala sam-
kvæmt DRG reiknilíkani?
Þótt þú sért býsna glúrinn með
Photoshopforritið þá legg ég til að
þú leggir því augnablik og hugsir
málið. Einkarekstur í heilbrigð-
iskerfinu er nauðsynlegur í nútíma
þjóðfélagi, ekki síður en opinber
rekstur.
Stalín hefði sjálfsagt verið á
öðru máli, en við vitum betur, Ög-
mundur. Er það ekki?
Væðingarsýki
í Vinstri grænum
Jóhannes Kári
Kristinsson
skrifar opið bréf
til Ögmundar
Jónassonar
Jóhannes Kári
Kristinsson
»Einkarekst-
ur í heil-
brigðiskerfinu
er nauðsynlegur
í nútíma þjóð-
félagi, ekki
síður en opinber
rekstur.
Höfundur er augnlæknir.