Morgunblaðið - 06.10.2008, Síða 12
12 MÁNUDAGUR 6. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
CARLOS Martinez, dómari hjá
Heimsmetabók Guinness, var bros-
mildur þegar fjölmiðlar mynduðu
nýjasta háhýsið í Vínarborg í bak og
fyrir gær, en spíran, sem er samsett
úr legókubbum, gnæfir 29,48 metra í
loft upp. Fyrra metið fyrir legóturn
var 29,3 metrar og eiga íbúar Vínar
nú þetta sérkennilega heimsmet,
sem skráð er í heimsmetabókinni.
Á stóru myndinni má sjá hverja
fimm metra merkta með borðum, en
á þeirri smærri hvernig turninn
slagar upp í spírurnar á ráðhúsinu í
Vínarborg. Áætlað er að turninn,
sem verður rifinn, sé um 1,5 tonn. Reuters
Heimsmet
í Vínarborg
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
LÍKLEGT er, að margir Þjóðverjar
hafi andað léttara eftir að Angela
Merkel Þýskalandskanslari lýsti því
yfir í gær að þýska ríkið myndi
ábyrgjast sparifé landsmanna. Það
er þó skref sem hún hafði áður litið
tortryggum augum. Nemur ábyrgð-
in 500 milljörðum evra, ríflega 78.000
milljörðum króna.
Þýskaland er stærsta hagkerfi
Evrópu og leiðandi ríki í Evrópu-
samstarfinu. Yfirlýsing Merkel er
því talin munu kunna að hafa mikil
áhrif og eiga þátt í því að aðrar evr-
ópskar ríkisstjórnir, svo sem stjórn
Gordons Browns í Bretlandi, muni
fylgja í kjölfarið með sambærilegum
yfirlýsingum á næstu dögum.
Skjálfti er í Belgum eftir vandræði
bankans Fortis NV en í gærkvöldi
tilkynnti Yves Leterme, forsætisráð-
herra landsins, að franski bankaris-
inn BNP Paribas myndi eignast
meirihluta eða 75% í Fortis.
Höfðu stjórnvöld í Hollandi þá
þjóðnýtt hinn hollenska arm bank-
ans eftir misheppnaða björgunartil-
raun yfirvalda í Belgíu og Lúxem-
borg.
Mikill órói hefur verið á þýskum
mörkuðum eftir vandræði Hypo
Real Estate, næststærsta lánafyrir-
tækis á sviði fasteigna í Þýskalandi.
Bankinn gegnir því mjög mikil-
vægu hlutverki í þýsku efnahagslífi
og sagði Merkel að allt kapp væri
lagt á að bjarga bankanum, svo
koma mætti í fyrir að fall hans hefði
víðtækari afleiðingar í hagkerfinu.
Björgunarleiðangur í uppnámi
Sá björgunarleiðangur er nú í
uppnámi, en þröng staða bankans er
öðrum þræði afleiðing þess að lokast
hefur fyrir lánalínur að undanförnu.
Til stóð að rétta bankanum hjálp-
arhönd með 35 milljarða evra láni
þýska ríkisins og fjármálastofnana,
upphæð sem svarar til hátt í 5.500
milljarða króna á núverandi gengi.
Samkvæmt samkomulaginu hugðist
ríkið leggja til bróðurpartinn en hóp-
ur fjármálastofnana um 10 milljarða
evra. Minnihlutaframlagið hefur
hins vegar verið dregið til baka eftir
að viðræður fór út um þúfur.
Vandi Hypo Real Estate er til
marks um landamæraleysi lánsfjár-
kreppunnar. Hypo Real Estate
komst þannig í veruleg vandræði
þegar skrúfaðist fyrir aðgang dótt-
urbankans Depfa Bank í Dyflinni á
Írlandi að lánsfé.
Írska hagkerfið, eða „keltneski
tígurinn“ eins og það hefur verið
nefnt, hyggst þó ekki hlaupa undir
bagga með bankanum. Írar eiga fullt
í fangi með eigin efnahagsdýfu og
eftir mesta fall í sögu þarlends hluta-
bréfamarkaðar skýrði stjórnin frá
því á þriðjudag að hún myndi ganga í
ábyrgðir fyrir sex þarlenda banka.
Bresk stjórnvöld á varðbergi
Eins og fyrr segir eru taldar líkur
á að bresk stjórnvöld fari að fordæmi
Þjóðverja og ábyrgist sparifé.
Jafnframt lýsti Alistair Darling,
fjármálaráðherra landsins, því yfir í
gær að stjórnin væri tilbúin að bjóða
fram frekari aðstoð til breskra
banka andspænis þeirri kreppu sem
markaðir stæðu frammi fyrir.
Til frekari tíðinda dró um helgina
þegar Nicolas Sarkozy Frakklands-
forseti bauð Merkel, Brown og Silvio
Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu,
til fundar í París um stöðuna.
Sammæltust leiðtogar þessara
fjögurra stærstu hagkerfa Evrópu
um að boða til alþjóðlegs samráðs-
þings um lausn vandans. Þá komu
þeir sér saman um að verja 12 millj-
örðum punda, 2.400 milljörðum kr.,
til stuðnings smærri fyrirtækjum.
Merkel ábyrgist
sparifé Þjóðverja
Kanslari Þýskalands bregst við bankakreppunni heimafyrir
AP
Brúnaþung Merkel og Peer Steinbrück fjármálaráðherra eftir yfirlýsingu
um ábyrgð þýska ríkisins í gær. Þýska þinghúsið í Berlín er í bakgrunni.
Í HNOTSKURN
»Um 2.000 manns starfa hjáHypo Real Estate.
»Meðal dótturfélaga HypoReal Estate Group er
Depfa Bank á Írlandi.
»Fjöldi evrópskra banka ánú í miklum vandræðum.
»Búist er við að G8-ríkintaki þátt í þinginu sem
boðað var til í París um
helgina, ásamt Indlandi, Kína,
S-Afríku, Brasilíu og Mexíkó.
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
EFTIR öfluga gagnsókn í kjölfar
vals Söru Palin sem varaforsetaefn-
is flokks síns í ágústlok hefur fylgi
John McCains dalað í mörgum lyk-
ilríkjum að undanförnu og ef fram
heldur sem horfir stefnir í öruggan
sigur demókratans Baracks Obama
sem tekist hefur að færa sér í nyt
fall bankarisanna í september.
Ráðgjafar McCains eru uggandi
yfir þessari sveiflu og hefur breska
dagblaðið The Daily Telegraph eftir
þeim að nú sé litið svo á að fram-
bjóðandinn eigi ekki lengur mögu-
leika á sigri með heiðvirðri kosn-
ingabaráttu, heldur verði hann nú
að leggja allt sitt traust á árang-
urinn af ófræðingarherferð gegn
persónu Obama.
Eða eins og fyrrverandi ráðgjafi
McCains orðar það í samtali við
blaðið, þá er kominn tími til að
draga fram „kjarnorkukostinn“,
þann hluta vopnabúrsins sem aðeins
er gripið til þegar aðrir kostir
þrjóta.
Forsmekkurinn að þessari
aðgerðaáætlun var gefinn í ræðu
Palin á fjáröflunarfundi í Colorado
um helgina, þar sem reyndi að út-
mála Obama sem menntamann sem
væri úr tengslum við almenning.
Ekki einn af okkur
„Þetta er ekki maður sem sér
Bandaríkin sömu augum og ég og
þú sjáum Bandaríkin. Andstæðing-
ur okkar sér Bandaríkin, að því er
virðist, sem svo ófullkomið ríki að
hann blandar geði við hryðjuverka-
menn sem myndu gera árásir á fóst-
urjörðina. Bandaríkjamenn verða að
hafa vitneskju um þetta,“ sagði Pal-
in, með vísun til kunningsskapar
Obama við Bill Ayres, háskólapró-
fessors sem áður var viðriðinn
Weather Underground, samtök rót-
tækra vinstrimanna sem gripu til
hryðjuverka í mótmælum sínum,
meðal annars gegn Víetnamstríðinu.
Vitnaði Palin til greinar í New
York Times þar sem sagði að
Obama hefði gert lítið úr tengslum
sínum við Ayres, þótt ekkert bendi
til að þeir hafi verið nánir vinir.
Vöruðu stuðningsmenn Obama
við því í gær að í aðsigi kynni að
vera grófur pólitískur leðjuslagur.
Örvænting í liði McCains
Ráðgjafar forsetaefnisins draga fram „kjarnorkukostinn“
Palin ríður á vaðið með harkalegum árásum á Obama
AP
Vinsæl Palin hafði í nógu að snúast
á kjörfundi í Kaliforníu um helgina.
Hver er staðan?
Samkvæmt kosningakorti New
York Times er Obama næsta
öruggur með 260 kjörmenn mið-
að við núverandi fylgi í könn-
unum.
Að sama skapi telur blaðið McCa-
in öruggan um 200 kjörmenn, 78
geti fallið báðum megin.
Hvað þarf marga kjörmenn?
Alls þarf 270 kjörmenn til að sigra
í forsetakosningum vestanhafs en
kosið verður 4. nóvember nk.
S&S
SUMIR láta sér nægja að grípa
stöku sinnum í reyfara. Aðrir lifa
fyrir heim hins ritaða máls.
Bandaríkjamaðurinn Ammon
Shea telst ugglaust í hópi þeirra
síðarnefndu en hinn einkar bók-
hneigði maður gerði sér lítið fyrir
og varði ári af lífi sínu í að lesa öll
20 bindi orðabókarinnar Oxford
English Dictionary, ígildi þess að
lesa eina skáldsögu eftir reyf-
arahöfundinn John Grisham á dag,
samfleytt í ár.
Alls er orðabókin um 22.000 síð-
ur og eftir að hafa stautað sig í
gegnum orðahafið var Shea að
bresta þolinmæðin þegar hann sá
fram á 400 síður af orðum sem byrj-
uðu á forskeytinu „un“.
Vart þarf að taka fram að hann
er unnandi orðabóka, en einkasafn
hans telur alls um þúsund slíkar.
Hann er einstaklega vel máli farinn
svo sem vænta má eftir að hafa haft
glósupennann á lofti við lestur
bresku orðabókarinnar, alls 59
milljón orð.
Meðal orðanna sem hann getur
gripið til er „deipnophobia“, orð-
skrípi sem lýsir ótta við að taka þátt
í matarsamkvæmum.
Lúsiðinn lestrarhestur
Þráhyggja? Shea við iðju sína.
ÓRAUNHÆFT er að ætla að afger-
andi sigur vinnist í stríðinu í Afgan-
istan. Stilla ber væntingum í hóf og
þess í stað setja markið á að koma
ástandinu í það horf að afganskar
hersveitir geti tekist á við það.
Þetta er mat Mark Carleton-
Smith, æðsta yfirmanns breska
hersins í Afganistan.
„Við munum ekki sigra í þessu
stríði,“ sagði Carleton-Smith í viðtali
við Sunday Times, en að sögn breska
útvarpsins, BBC, endurspegla um-
mælin vaxandi óþreyju í röðum emb-
ættismanna og herforingja í Kabúl,
höfuðborg Afganistan.
Aðeins eru fjórir mánuðir liðnir
frá því Carleton-Smith lýsti því yfir
að tímamót hefðu orðið í baráttu
breskra hersveita og að úrslita-
stundin nálgaðist eftir mannfall í
röðum hátt settra talibana.
„Munum ekki sigra“