Morgunblaðið - 06.10.2008, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.10.2008, Blaðsíða 23
Kæra Ragnheiður, takk fyrir hlýja viðkynningu, minningin um góða konu lifir í huga mínum. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Sigurður tengdasonur. HINSTA KVEÐJA MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. OKTÓBER 2008 23 MINNINGAR ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, stjúpfaðir, afi og langafi, ÁSGEIR SVERRISSON hljómlistarmaður, Prestastíg 11, Reykjavík, andaðist á líknardeild Landspítalans Landakoti, laugardaginn 27. september. Útförin fer fram frá Langholtskirkju þriðjudaginn 7. október kl. 13.00. Sigríður Maggý Magnúsdóttir, Margrét Ásgeirsdóttir, Marteinn Másson, Ásgeir Ásgeirsson, Vilborg Lofts, Guðmundur Baldvinsson, Helga Haraldsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Ragnheiður K.Þorkelsdóttir fæddist í Reykjavík 5. ágúst 1926. Hún andaðist á krabba- meinsdeild Land- spítalans við Hring- braut 26. september síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Þor- kell V. Þórðarson, f. í Reykjavík 4. september 1897, d. 10. febrúar 1983 og Guðrún Kristjáns- dóttir, f. á Akranesi 11. sept- ember 1900, d. 6.apríl 1989. Ragnheiður átti 2 bræður, Þórð, f. 20. febrúar 1925, d. 21. apríl 2008 og Óskar, f. 7. desember maki Björg R. Sigurðardóttir. Börn: Sigurður Ragnar, Ragn- heiður Kristín og Arnar Kristinn. Barnabörnin eru 5. 3) Hrafnhild- ur, f. 31.júlí 1953, maki Sigurður Geirmundarson. Börn: Sigmundur Páll, Helga Guðrún og Haraldur Ási Lárusarbörn, barnabörnin eru 5. 4) Sigfús Jón, f. 30. apríl 1958, maki Sólrún Sigurðuardótt- ir. Synir: Sindri og Sævar, fyrir á Sigfús soninn Hilmar Helga, móð- ir hans er Bjarney. Barnabarnið er eitt. 5) Helga, f. 29. desember 1965, maki Júlíus Jónasson, sonur Alexander Örn. Ragnheiður ólst upp í Reykja- vík. Fyrstu hjúskaparárin voru Ragnheiður og Helgi hjá for- eldrum hennar, fluttu þaðan í Barðavog 26, síðan í Hörgshlíð 6, bjuggu þar í fimmtíu ár. Síðast- liðið eitt og hálft ár bjó Ragnheið- ur á Sléttuvegi 19. Útför Ragnheiðar fer fram frá Háteigskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. 1923, d. 22 mars 1990. Ragnheiður giftist 10. ágúst 1946 Helga Sigfússyni, f. á Háfi í Djúp- árhreppi 19. sept- ember 1922, d. 20. júní 2002. Foreldrar hans voru Sigfús Á.Guðnason frá Skarði í Landsveit, f. 1. ágúst 1895, d. 9. desember 1965 og Jóna S. Jónsdóttir frá Þverlæk í Holta- hreppi, f. 21. ágúst 1897, d. 3. apríl 1998. Ragnheiður og Helgi eignuðust fimm börn, þau eru: 1) Drengur, f. 20. febr- úar 1947, d. 20. febrúar 1947. 2) Þorkell, f. 11. desember 1950, Elskuleg tengdamóðir mín og góð vinkona Ragnheiður Kristín Þorkels- dóttir lést á Landspítalanum hinn 26. september eftir stutta en erfiða legu. Það eru rúm tuttugu ár síðan ég kom inn á heimili Ragnheiðar og Helga í Hörgshlíðina í fyrsta skipti, heimili þar sem hlýja og vinsemd var alltaf til staðar frá fyrsta degi. Með tímanum urðu heimsóknirnar fleiri þar sem ég giftist yngstu dótt- urinni á heimilinu. Alltaf bjuggum við þar í heimsóknum okkar til Íslands þau 10 ár sem við áttum heima í út- löndum og Hörgshlíðin var eins og mitt annað heimili, og Ragnheiður mér sem móðir, stjanaði við mig í hví- vetna og skipaðir öðrum að gera það sama ef ekki vildi betur til. Uppá- haldsfiskrétturinn minn var á borðum reglulega, og rækjusalatið í stórri skál, já, það var vel hugsaði um mig. Hana munaði ekki um að taka Al- exander Örn í sömu þjónustu og reyndist honum ávallt vel. Þau voru vægast sagt bestu vinir. Það skemmtilegasta sem hún tengdamóð- ir mín gerði var að spila og sá hún til þess að sá stutti væri fljótur að læra að spila og eyddu þau löngum stund- um saman við þá iðju. Það á eftir að fylgja drengnum um ókomna tíð að hafa fengið að alast upp meira og minna í Hörgshlíðinni með ömmu Ragnheiði og afa Helga, missir Alexanders er mikill. Eftir 50 ár í Hörgshlíðinni flutti hún á Sléttuveginn í glæsilega íbúð og sá hún ekki eftir því en saknaði bróð- ur síns og mákonu sem búið höfðu með henni og Helga þessi ár í Hörgs- hlíðinni. Ótrúlega stutt var á milli hennar og Dodda, bróður hennar, að kveðja þetta líf, það er óhætt að segja að þau hafi verið samstiga frá upphafi til enda. Ég minnist þess þegar hún heim- sótti okkur út, þá Alexander nýfædd- ur, hún reyndist mér betri en enginn þegar setja átti saman húsgögnin í herbergi drengsins þar sem ég var puttabrotinn og í gipsi og hef svo sem aldrei verið svakalega laginn með hamarinn. Ég minnist ferða okkar saman austur, hún sá um að dæla brjóstsykri í bílstjórann. Ég minnist þess þegar hún reyndi að beita sér í því að ég keypti rétta bílinn á sínum tíma, já, hún gat stjórnað eins og ljóni er líkt, ég kannast vel við það enda ljón sjálfur. Það er ekki langur tími síðan hún klofaðir yfir allar girðingar í sveitinni, hljóp um allt eins og unglingur. Hún var hress og glaðlynd fram á síðasta dag og alls ekki tilbúin í þetta ferða- lag þó að henni hafi þótt gaman að ferðast. Ógleymanleg verður síðasta ferð okkar saman í Dóminíska lýð- veldið um síðustu jól og áramót og efast ég ekki um að ferðin með Helgu og Alexander til Svíþjóðar í júní sl. hafi verið góð. Klárlega er hún það í minningu þeirra. Samheldni mæðgn- anna, Ragnheiðar, Habbýjar og Helgu var sérstök vil ég meina, stundum er ég ekki viss hverri ég gift- ist. Ég veit að léttleiki þinn á eftir að blómstra hinum megin og Helgi á eft- ir að fagna því að hitta þig. Samheldni ykkar var alla tíð til fyrirmyndar. Elsku Ragnheiður, á mínu heimili verður þín saknað meira en tárum taki. Takk fyrir allar góðu stundirnar, takk fyrir frábæran tíma á tanganum, takk fyrir hversu góð þú varst alltaf við mig og ég tala nú ekki um Alex- ander Örn. Þinn tengdasonur, Júlíus. Elsku amma. Það er svo sárt að hugsa til þess að þú sért farin. Ég á yndislegar minningar um þig og mér þykir ótrúlega vænt um þig. Er ég hugsa til baka koma í hugann margar stundir með þér og afa síðan ég var lítil stelpa. Ég hlakkaði alltaf til þegar við vorum að fara til ykkar í Hörgs- hlíðina. Þú tókst mér alltaf opnum örmum, tilbúin að spila rommí eða spjalla um daginn og veginn og alltaf með fullt borð af veitingum. Þegar ég fékk að gista þá fór afi og svaf í stofunni svo ég gæti kúrt hjá þér. Iðulega fór ég með ykkur í sveit- ina og á leiðinni var alltaf hægt að plata þig til að syngja „Guttavísur“ aftur og aftur. Mér fannst yndislegt að hlusta á þig og þú þreyttist aldrei á að syngja fyrir mig. Eftir því sem ég varð eldri urðum við góðar vinkonur og það er ómetanlegt. Ómetanlegt að hafa fengið að kynnast þér sem vini. Við gátum rætt um alla skapaða hluti. Hvað sem það var, alltaf varstu tilbú- in til að hlusta og gefa ráð. Við ferð- uðumst saman og þessar ferðir munu lifa með mér. Við fórum öll fjölskyld- an til Dóminíska lýðveldisins síðustu jól og þar áttum við yndislegar stund- ir í sólinni. Síðan fórum við tvær í ferð til Ragnheiðar frænku í Svíþjóð í byrjun árs og lentum í ýmsu sem við hlógum að meðan á því stóð og eftir á. Við áttum yndislega daga í Svíþjóð þar sem við spiluðum frameftir og sváfum til hádegis. Þessi ferð mun ávallt lifa með mér í minningunni. Þarna áttum við nánar stundir sem gáfu mér mikið. Ég veit að þú ert komin á góðan stað þar sem þú situr og spilar við afa ásamt lömbunum tveimur. Ég elska þig amma, takk fyrir allar þessar yndislegu stundir. Helga Guðrún. Elsku amma mín. Einhvers staðar las ég að dauðinn væri eitt fegursta ævintýri lífsins og því trúi ég. Í þínu ævintýri ertu komin til afa og síðar meir þegar tími okkar hinna kemur hittumst við öll á ný. Þar sem ég sit hér og skrifa mín hinstu orð til þín streyma fram allar góðu og fallegu minningarnar sem ég á um þig. Þessar minningar mun ég varðveita og ylja mér við um ókomna tíð. Minnisstæðar eru stundirnar sem við áttum saman í Hörgshlíðinni. Þú og afi á efstu hæðinni með útsýni yfir Perluna og Öskjuhlíðina, við í kjall- aranum hennar langömmu þar sem hennar góði andi umlukti okkur. Við tvær í eldhúsinu á efstu hæðinni að sötra kaffi úr rósóttu kaffibollunum á meðan afi snerist í kringum börnin með ljónið á lofti. Yfir kaffinu rædd- um við um lífið og tilveruna. Þú sagðir mér frá atburðum sem höfðu sett mark á líf þitt og ég trúði þér fyrir áhyggjum mínum, vonum og vænt- ingum. Þegar afi dó ræddum við til- gang lífsins og vorum sammála um endurfundi að þessu lífi loknu. Þegar við fluttum til Svíþjóðar fann ég fyrir tómleikatilfinningu og óskaði mér oft að ég gæti skotist upp í kaffi til þín eins og áður. Þó svo að ég væri erlendis hindraði það þig ekki í því að koma og heimsækja okkur. Fjórum sinnum lagðir þú land undir fót og komst í heimsókn. Þá drukkum við meira kaffi, spiluðum, ræddum málin og kveiktum á kerti fyrir afa í dóm- kirkjunni. Nú förum við fjölskyldan í kirkjuna og kveikjum á kerti fyrir ykkur tvö. Elsku amma, ég, Rafn, Ronja, Birkir og Sara þökkum þér fyrir allar þær gleðistundir sem við höfum átt saman. Ég er þakklát fyrir að þú skyldir bíða eftir mér og leyfa mér að kveðja þig eins og ég óskaði mér. Megir þú hvíla vel í faðmi afa. Þín Ragnheiður Kristín. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Héðan skal halda heimili sitt kveður heimilisprýðin í hinsta sinn. Síðasta sinni sárt er að skilja, en heimvon góð í himininn. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Vald. Briem.) Ég kveð þig, kæra vinkona og mág- kona, með innilegu þakklæti fyrir samveruna alla tíð. Svana. Okkur langar að minnast mágkonu okkar Ragnheiðar með örfáum orðum og innilegu þakklæti fyrir allar þær góðu og yndislegu stundir sem við höfum átt saman, bæði heima og á Tanganum. Ragnheiður var sérlega gestrisin kona og hafði mjög gott lundarfar, og alltaf var jafn yndislegt að koma til hennar og þeirra hjóna meðan hans naut við. Ekki megum við gleyma öllum spil- astundunum með henni, þær voru ófáar og ekki er nema rúmur mán- uður síðan hún Ragnheiður kom hlaupandi yfir flötina til okkar með spilastokkinn í hendi og við tókum einn manna saman. Það er sárt til þess að hugsa að þetta hafi verið síð- asta spilastundin með henni. Fjöl- skyldu hennar biðjum við blessunar Guðs. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Guð blessi minningu þína. Ólöf, Kristinn og fjölskylda. Elsku vinkona og mágkona. Ég var ný í hverfinu, var fyrripart- inn í skólanum og þú seinnipartinn. Ég sat við gluggann heima að læra og sá þá litla telpu berjast áfram í stormi og kulda á leið heim til sín úr skól- anum. „Æ, ég ætti nú að fara og leiða hana heim, ég er jú eldri,“ hugsaði ég, en þegar ég var komin fyrir hornið sá ég einhvern koma á móti henni og fylgja henni heim. Eftir þetta fór ég að taka eftir henni og hún fór að kynnast systrum mínum sem voru á hennar aldri. Árin liðu og smám saman mynd- aðist stór vinahópur þar sem margt var brallað. Oftast var farið út á tún í alls konar leiki, t.d. feluleik, fallna spýtu, kýlubolta, handbolta og fót- bolta, frjálsar íþróttir, tusk, glímu og róður. Og svo þegar við eltumst, kom- in vel yfir fermingu og að tvítugu, var farið í ferðalög, safnað í boddíbíl og keyrt út í bláinn. Þegar fullorðinsárin nálguðust tók rómantíkin völdin og felldu þau hugi saman Helgi bróðir minn og Ragn- heiður. Þar með var hún ekki aðeins vinkona mín heldur einnig mágkona. Þá mynduðust enn sterkari tengsl sem aldrei hefur borið skugga á. Enn liðu árin og við fórum að taka þátt í sumarbústaðalífi foreldra okkar í litla kotinu þeirra. Þar safnaðist stórfjölskyldan saman og átti góðar stundir. Þar var sofið í hverju skoti og þegar það dugði ekki til var legið í tjaldi. Sumar bestu minningar dóttur minnar eru frá þessum tíma enda urð- um við oft að draga dætur okkar skælandi heim úr sveitinni. Síðustu áratugi höfum við systkinin og makar átt unaðsreit í sveitinni okk- ar, hver fjölskylda í sínu húsi. Þar hafa allir unað sér vel og samtaka- mátturinn og samheldnin verið mikil. Karlarnir sinntu útivinnunni af rögg- semi og snyrtimennsku og við kon- urnar gleymdum ekki að hella á könn- una. Þegar eiginmenn okkar beggja lét- ust með ekki mjög löngu millibili studdum við hvor aðra og lærðum í sameiningu að vera án þeirra í bú- stöðunum. Einnig það reyndist vera okkur dýrmætt innlegg í vináttuna. Allt er breytingum háð og nú er næsta kynslóð smátt og smátt að taka við. Ég á eftir að sakna góðrar vin- konu mikið en er jafnframt þakklát fyrir öll 74 árin okkar saman. Kær- leikurinn hverfur aldrei. Sterk og góð kona er fallin frá og ég bið góðan guð að taka vel á móti henni. Aðstandendum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Gerður. Ragnheiður K. Þorkelsdóttir Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birt- ing dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hve- nær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um for- eldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætl- ast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletr- aður, en ekki í minningargrein- unum. Undirskrift | | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Ef mynd hefur birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.