Fréttablaðið - 22.04.2009, Blaðsíða 2
2 22. apríl 2009 MIÐVIKUDAGUR
STJÓRNMÁL Samfylkingin hefur enn
ekki birt upplýsingar um fjárfram-
lög til aðildarfélaga og fulltrúaráða
flokksins vegna ársins 2006, þrátt
fyrir yfirlýsingu frá því um páska
um að upplýsingarnar verði gerðar
opinberar.
Magnús M. Norðdahl, gjaldkeri
Samfylkingarinnar, segir að enn sé
unnið að því að safna upplýsingum
frá um fjörutíu aðildarfélögum,
auk fulltrúaráða og kjördæmis-
ráða. Aðspurður sagðist Magnús
ekki geta lofað því að upplýsingarn-
ar yrðu birtar fyrir kosningar þar
sem tíma tæki að afla þeirra.
„Við höfum ekkert að fela,“ segir
Magnús. Hann segir ekki óheppilegt
fyrir Samfylkinguna að fara í kosn-
ingar án þess að upplýsa um styrk-
ina. Samfylkingin gangi mun lengra
en aðrir flokkar. Sjálfstæðisflokk-
ur og Framsóknarflokkur hafi sér
vitanlega hvorki lofað að birta slík-
ar upplýsingar, né gert ráðstafanir
til að afla þeirra. Spurningin sé því
frekar hvort það sé óheppilegt fyrir
þá flokka að fara í kosningabaráttu
án þess að lýsa því yfir að þeir séu
tilbúnir að upplýsa um sín fjármál.
„Ég myndi gjarnan vilja sjá að
aðrir stjórnmálaflokkar hefðu
kjark til að gera það sem við erum
að gera,“ segir Magnús.
„Sjálfstæðisflokkurinn er með
átján hverfafélög í Reykjavík. Þessi
átján hverfafélög og fulltrúaráð
sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík,
Vörður, söfnuðu peningum grimmt
árið 2006,“ segir Magnús.
Hann bendir enn fremur á að
hvorki Sjálfstæðisflokkur né Fram-
sóknarflokkur hafi birt upplýsing-
ar um heildarstyrki til flokkanna
á árinu 2006. Þeir hafi aðeins birt
styrki sem náðu einni milljón króna.
Samfylkingin hafi gefið upp heildar-
upphæðina.
Fréttablaðið hefur upplýsingar
um fyrirtæki sem gáfu eina milljón
króna eða meira til Samfylkingar-
innar árið 2006 en voru ekki á lista
yfir þá sem styrktu flokkinn um
hálfa milljón króna eða meira. Skýr-
ingin á því mun vera sú að styrkir
þeirra runnu til aðildarfélaga eða
fulltrúaráða, ekki landsflokksins.
Jóhanna Sigurðardóttir, formaður
Samfylkingarinnar, sagði í þættin-
um Zetunni á mbl.is á mánudag að
hún vildi að Ríkisendurskoðun yfir-
færi fjármál stjórnmálaflokkanna
frá árinu 2000 til ársins 2007. For-
menn annarra flokka hafa tekið
undir það.
brjann@frettabladid.is
Georg, fundu menn ekkert
babb í bátnum?
„Jú, það kom babb í bátinn hjá
bátsverjum þegar þeir voru hand-
teknir af Gæslunni.“
Hópur manna flutti 109 kíló af fíkni-
efnum til landsins með skútu. Land-
helgisgæslan elti þá síðan uppi og
handsamaði. Georg Lárusson er forstjóri
Landhelgisgæslunnar.
Lofa ekki birtingu
fyrir kosningar
Samfylkingin hefur enn ekki birt upplýsingar um fjárframlög til aðildarfélaga
flokksins vegna ársins 2006. Gjaldkeri flokksins getur ekki lofað birtingu fyrir
kosningar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki skilað 55 milljóna króna styrkjum.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur
enn ekki endurgreitt þrjátíu
milljóna króna styrk frá FL
Group og 25 milljóna króna
styrk frá Landsbankanum
sem flokkurinn fékk árið
2006.
Samkvæmt upplýsingum
frá Grétu Ingþórsdóttur,
framkvæmdastjóra Sjálf-
stæðisflokksins, verður féð
endurgreitt fljótlega. Ekki
sé búið að ákveða nákvæmlega
hvenær endurgreiðslan fari fram. Í
samtali við Ástþór Magnús-
son í Lýðvarpi Lýðræðis-
hreyfingarinnar sagði Gréta
að nægt fé væri til á reikn-
ingum Sjálfstæðisflokksins
til að endurgreiða styrkina,
samtals 55 milljónir króna.
Bjarni Benediktsson,
formaður Sjálfstæðisflokks-
ins, lýsti því yfir um páska,
eftir að fréttastofa Stöðvar
2 hafði greint frá upphæð
styrkja FL Group og Landsbankans,
að styrkirnir yrðu endurgreiddir.
OFURSTYRKIR ENN EKKI ENDURGREIDDIR
GRÉTA
INGÞÓRSDÓTTIR
VINNUR ÚTTEKT
Jóhanna Sigurðar-
dóttir, formaður
Samfylkingarinnar,
vill að Ríkis endur-
skoðun yfirfari
fjár mál stjórnmála-
flokkanna á tíma-
bilinu 2000 til 2007.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Nýsköpun og sprotastarf
Styðjum við nýsköpun og bætum starfsumhverfi sprotafyrirtækja líkt
og best gerist annars staðar. Blásum til sóknar í grænni og
menningartengdri atvinnuuppbyggingu.
ÞJÓFNAÐUR Macintosh-tölvu,
myndavél og námsgögnum var
stolið úr bíl við Frakkastíg á
sunnudaginn.
Í tölvunni voru skólaverkefni
eigandans, Fríðu Torfadóttur,
sem hún hafði unnið að síðan í
janúar. Hún á að skila þeim til
kennara í næstu viku.
Jóhann Þór Stefánsson, unn-
usti Fríðu, vill kaupa tölvuna
aftur af þjófnum. Annars gæti
Fríða verið fallin í Tækniskól-
anum. „Ef ég væri kennari tæki
ég ekki svona afsökun gilda,“
segir hann. Þau hafi gætt sín að
taka afrit af gögnunum, en því
miður hafi afritið einnig verið í
bílnum.
- kóþ
Tölvu stolið við Frakkastíg:
Þjófurinn gæti
fellt stúlkuna
STJÓRNMÁL Aðstandendur nafn-
lausra auglýsinga þar sem fjallað
er um skattastefnu Vinstri
grænna og
Samfylkingar
hafa enn ekki
gefið sig fram.
Þór Jónsson
almannateng-
ill, sem hafði
milligöngu um
birtingu aug-
lýsinganna,
segir málið úr
sínum höndum.
Það sé undir aðstandendum aug-
lýsinganna sjálfum komið að
stíga fram.
Auglýsingarnar birtust í
Morgunblaðinu á sunnudag og
Fréttablaðinu á mánudag. For-
svarsmenn Vinstri grænna og
Samfylkingar hafa gagnrýnt þær
harðlega, og segja þær fullar af
rangfærslum.
- bj
Nafnlausar auglýsingar:
Aðstandendur
ekki stigið fram
ÞÓR JÓNSSON
EFNAHAGSMÁL Nýskráningar öku-
tækja eru enn í sögulegu lág-
marki samkvæmt upplýsingum
frá Umferðarstofu.
Fyrstu 107 daga ársins voru
952 ökutæki nýskráð, tæplega níu
á dag að meðaltali. Á sama tíma-
bili í fyrra voru nýskráningar sjö
sinnum fleiri, eða 7.121 talsins,
tæplega 67 á dag að meðaltali.
Samdrátturinn er ekki jafn
mikill þegar kemur að eigenda-
skiptum. Alls skiptu 20.797 öku-
tæki um eigendur fyrstu 107
daga ársins. Á sama tímabili í
fyrra voru eigendaskiptin 27.553
talsins. Hlutfallsleg fækkun er
24,5 prósent. - bj
Nýjar tölur Umferðarstofu:
Nýskráningar
enn í lágmarki
BRUNI Stórbruni varð um kvöld-
matarleytið í gær í gömlu fisk-
vinnsluhúsi að Básvegi 11 í
Keflavík.
Allur tiltækur mannskapur
slökkviliðs Suðurnesja tók þátt í
slökkvistarfinu, sem gekk fljótt
fyrir sig að þeirra sögn. Húsið
var autt og þar var ekkert raf-
magn í því. Það stóð ólæst og
gat því hver sem er farið þangað
inn. Því leiðir lögreglan að því
líkur að um íkveikju hafi verið
að ræða og er málið rannsakað
sem slíkt.
Ekki stóð hætta af eldinum að
sögn Slökkviliðsins þar sem reyk
lagði út á haf og eldurinn ógnaði
engu í grenndinni. Þar fengust
enn fremur þær upplýsingar að
húsið væri í eigu verktaka og til
hefði staðið að rífa það.
- jse
Gamalt fiskvinnsluhús brann til kaldra kola í Reykjanesbæ í gær:
Talið að kveikt hafi verið í
BRUNI Í KEFLAVÍK Allur tiltækur mannskapur slökkviliðsins glímdi við eldinn í gær.
MYND/VÍKURFRÉTTIR
ATVINNA Tölvufyrirtækið CCP
auglýsir nú eftir starfsfólki og
er ætlunin að ráða 100 manns á
árinu. Störfin eru ekki bundin
staðsetningu og standa fólki um
allan heim til boða.
Hilmar Veigar Pétursson fram-
kvæmdastjóri segir fyrirtækið
ganga vel, þrátt fyrir gjaldeyris-
höft sem hamli starfseminni.
Nýverið var samið við starfsfólk
um að greiða því í evrum og segir
Hilmar að með því hafi tekist að
verja sig gegn gengisáhættunni.
„Það er mikill misskilningur hjá
stjórnvöldum að veikt gengi sé
gott fyrir útflutningsfyrirtæki.
Veikt gengi býr til veik fyrir-
tæki,“ segir Hilmar. - kóp
Gengur vel hjá CCP:
Ráða 100
manns á árinu
EVRÓPUMÁL „Ef Samfylkingin ekki
situr við sinn keip, ef hún selur
þetta baráttumál sitt fyrir kosn-
ingar fyrir völd eftir kosningar þá
er aðild sú, sem ég átti að stofnun
hennar, ein mestu mistök sem ég
hef gert á mínum stjórnmálaferli,“
skrifar Sighvatur Björgvinsson,
fyrrverandi for-
maður Alþýðu-
flokksins, í
grein í Frétta-
blaðinu. Sig-
hvatur á þar við
Evrópustefnu
Samfylkingar-
innar. Hann
skrifar að orðið
sé lífsspursmál
fyrir þjóðina
að láta reyna
á hvaða skilmála hún geti fengið
verði sótt um aðild að ESB. Sam-
fylkingin hafi nú fengið liðsinni
atvinnulífsins og samtaka launa-
fólks til að leita eftir viðræðum.
Málið þoli enga bið. - bs / sjá síðu 22
Sighvatur Björgvinsson:
Aðildarviðræð-
ur lífsspursmál
SIGHVATUR
BJÖRGVINSSON
STJÓRNMÁL Stórfyrirtæki á borð við Baug og FL
Group styrktu frambjóðendur í prófkjörum stjórn-
málaflokkanna árið 2006 um milljónir króna. Þetta
kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Þar sagði
að einstakir frambjóðendur hefðu þegið allt að tvær
milljónir í styrk.
Fréttablaðið gerði í vetur úttekt á slíkum styrkj-
um til þingmanna og þar gaf innan við helmingur
þeirra upp hverjir styrktu þá. Einungis Helgi Hjörv-
ar, þingmaður Samfylkingarinnar, gaf þar upp að
hann hefði fengið styrki frá bönkum, fjármálafyrir-
tækjum, eignarhaldsfélögum og fjárfestum í slíkum
fyrirtækjum. Kostnaður við prófkjör hans var fimm
milljónir.
Heimildir fréttastofu Stöðvar 2 herma að Sjálf-
stæðisþingmennirnir Guðlaugur Þór Þórðarson,
Illugi Gunnarsson og Guðfinna Bjarnadóttir, Sam-
fylkingarfólkið Helgi Hjörvar og Steinunn Valdís
Óskarsdóttir og framsóknarmaðurinn fyrrverandi
Björn Ingi Hrafnsson séu á meðal þeirra sem hlutu
styrk frá áðurnefndum fyrirtækjum. Enginn hefur
þó viljað staðfesta að hafa þegið slíkan styrk. Lög
voru sett um hámark framlaga í ársbyrjun 2007.
- jse
Stórfyrirtæki styrktu þingmenn í prófkjörsbaráttu um milljónir árið 2006:
Þingmenn þáðu milljónir
FL GROUP OG BAUGUR Styrktu frambjóðendur í prófkjörum
um milljónir, að því er fram kom í fréttum Stöðvar 2.
SPURNING DAGSINS