Fréttablaðið - 22.04.2009, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 22.04.2009, Qupperneq 4
4 22. apríl 2009 MIÐVIKUDAGUR Diddy is. Diddy.is dy.is Diddy.is iddy.is Diddy.i ddy is s is Diddy.is Did Didd Did Útsala Útsala Bætum við enn meira af vörum, allt á að seljast, verslunin hættir. Tilvalið tækifæri að eignast fl ott föt á frábæru verði. Enn meiri afsláttur, lygilegt verð! Buxur, leggings, toppar, kjólar, mussur, peysur og margt fl eira í boði. Allt topp vörur. Stærðir frá 38 til 50. Opið frá 13 - 18 virka daga og 13 - 16 laugardag Diddy.is Faxafeni 14 (við hliðina á Bónus) • s: 588 8400 Stelpur, látið þetta ekki framhjá ykkur fara! VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Osló París Róm Stokkhólmur 22° 17° 21° 22° 13° 18° 20° 21° 15° 14° 22° 20° 16° 28° 12° 20° 21° 10° 2 5 5 3 4 6 8 8 5 4 4 13 13 6 6 6 10 10 23 13 16 16 1 4 8 8 3 6 10SUMARDAGURINN FYRSTI 8-15 m/s, hvassast sunnan og vestan til. FÖSTUDAGUR 8-15 m/s -2 1 10 SUMARDAGURINN FYRSTI Á MORGUN Jæja, þá kemur sumarið á morgun. Allavega samkvæmt almanakinu. Gott þyk- ir ef saman frýs vetur og sumar og er helst að sjá að það geti gerst norðanlands og á Vestfjörðum og þá einkum til landsins. Það mætti því segja mér að þar yrði gott sumar nú í sumar allavega ef marka má þjóðtrúna. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur NOREGUR Norski krónprinsinn Hákon og Mette-Marit krónprins- essa ætla að breyta rekstrinum á bóndabýli sínu, Skaugum við Asker í Noregi, þannig að fram- leiðsla þess verði vottunar- hæf sem líf- ræn. Breytingin á sér stað í tengslum við ráðningu nýs bústjóra eftir að núverandi bústjóri sest í helgan stein. Skaugum er nú þegar stórt býli á norskan mælikvarða. Þar er framleitt korn, fóður, mjólk og kjöt og fær reksturinn 500 þús- und norskar krónur í opinberan stuðning á hverju ári. Þegar breytingin hefur átt sér stað verður býlið eitt af stærstu líf- rænu býlum í Noregi, að sögn Jyllandsposten. Um 2.500 vist- væn býli eru í Noregi. - ghs Norska krónprinsparið: Skipta í lífræna framleiðslu HÁKON KRÓNPRINS DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur höfðað mál á hendur manni á fertugsaldri fyrir hótanir og ærumeiðingar gagnvart kven- kyns starfsmanni Barnaverndar Reykjavíkur, eiginmanni hennar og syni. Maðurinn sendi tæplega tví- tugum syni konunnar fjölda sím- skilaboða þar sem hann vænir móður hans um að stela ókunn- ugum börnum og ýmist selja þau eða drepa og elda fyrir eigin fjölskldu. Hann sendi eiginmanni hennar jafnframt skilaboð þar sem hann segir hana halda fram- hjá honum. Maðurinn neitaði sök við þingfestingu ákærunnar. - sh Ákærður fyrir ærumeiðingar: Sakaði konu um mannát LÖGREGLUMÁL Mennirnir þrír sem handteknir voru í tveimur jeppa- bifreiðum á Austurlandi um helg- ina í tengslum við stóra skútu- smyglmálið segjast hafa talið sig vera að sækja einhver kíló af sterum, en ekki yfir hundrað kíló af fíkniefnum samkvæmt upplýs- ingum Fréttablaðsins. Sex menn sæta nú gæsluvarð- haldi og einangrun á Litla-Hrauni vegna rannsóknar lögreglu á þessu gríðarmikla smyglmáli sem upp kom um síðustu helgi. Vinnuheiti aðgerðar löggæslunn- ar í málinu er Neptúnus, að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar yfirlögregluþjóns. Þrír mannanna voru í Héraðs- dómi Austurlands í gær úrskurð- aðir í gæsluvarðhald til 12. maí, að undangengnum yfirheyrslum. Þeir voru handteknir af sérsveit- armönnum Ríkislögreglustjóra um borð í skútunni SIRTAKI OR 2387 á sunnudagskvöld. Þá höfðu aðrir þrír verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 11. maí vegna rannsóknar á smyglmálinu, þar sem reynt var að smygla um 109 kílóum af amfetamíni, hassi, e- töflum og maríjúana til landsins með skútunni. Um helmingur efn- anna var amfetamín. Síðarnefndu mennirnir sóttu efnin um borð í skútuna í gúm- bát og gómaði lögregla einn þeirra með þau í ferðatöskum í farþegarými jeppa sem hann ók í nágrenni Hafnar á Hornafirði. Fimm mannanna eru íslenskir en sá sjötti er hollenskur. Það var sá síðastnefndi sem tók skútuna á leigu hjá bátaleigufyrirtæki í Belgíu og reiddi fram hálfa millj- ón króna í evrum, að því er fram kom á Stöð 2. Hollendingurinn hefur komið áður til landsins en ekki komið við sögu lögreglu hér. Skútumennirnir voru fluttir flugleiðis með flugvél Flugmála- stjórnar á Selfoss í gærdag eftir gæsluvarðhaldsúrskurðinn fyrir austan. Mennirnir voru fluttir frá Selfossi á Litla-Hraun. Leit var að mestu lokið í smygl- skútunni, samkvæmt upplýsing- um Fréttablaðsins og höfðu engin efni til viðbótar fundist í henni. Fyrirhugað er að færa hana til Fáskrúðsfjarðar þar sem betra skipalægi er fyrir hana vegna þess hve stór hún er. jss@frettabladid.is Smyglararnir segjast hafa talið sig vera að sækja stera Þrír menn sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna stóra skútusmyglmálsins á Austfjörðum segjast aðeins hafa talið sig vera að sækja nokkur kíló af sterum. Yfir hundrað kíló af fíkniefnum voru flutt til landsins með skútunni. SMYGLSKÚTAN Það voru sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra og starfsmenn Land- helgisgæslunnar sem stöðvuðu för smygl- skútunnar á hafi úti. Sérsveitarmenn fóru um borð í myrkri og haugabrimi, meðan skútan var á fullri ferð. Hún var færð til hafnar á Eskifirði, þar sem myndin var tekin í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR RÚNAR ÞÓR RÓBERTSSON Leiddur fyrir Héraðsdóm. HOLLENDINGURINN Leiddur fyrir Héraðsdóm. ÁRNI HRAFN ÁSBJÖRNSSON Leiddur fyrir Héraðsdóm. LÖGREGLUMÁL „Furðu vekur að slíkri hörku hafi verið beitt gagn- vart aðgerðum hóps sem hafði það eitt að markmiði að benda á leiðir til að bæta umhverfi og samfélag í miðbænum,“ segir í tilkynningu Torfusamtakanna. Þar er vísað til aðgerða lög- reglu gegn hústökufólki við Vatnsstíg, hinn 15. apríl. Sam- tökin segja að lögreglan verði að huga að því hverra hagsmuna hún gæti í tilvikum sem þessum; sjónar mið um varðveislu og efl- ingu mannlífs fari ekki alltaf saman við hagsmuni eigenda. Víða í nálægum löndum sé refsi- vert að láta hús grotna. - kóþ Torfusamtökin um hústöku: Harka lögreglu vekur furðu SUÐUR-AFRÍKA, AP Allt bendir til þess að Afríska þjóðaráðið vinni yfirburðasigur í þingkosningunum í Suður-Afríku í dag. Eina spurn- ingin er hvort flokkurinn nær svo stórum meirihluta á þingi að hann geti breytt stjórnarskrá landsins að vild, óháð stuðningi annarra flokka. Þegar nýkjörið þing kemur svo saman mun það kjósa nýjan for- seta landsins, og þykir fullvíst að fyrir valinu verði Jacob Zuma, sem er leiðtogi Afríska þjóðar- ráðsins. Zuma er tvímælalaust vinsæl- asti stjórnmálamaður landsins, þrátt fyrir ásakanir um spillingu og nauðgunarákæru, sem hann var þó sýknaður af árið 2006. Suður-Afríska þjóðaráðið hefur unnið yfirburðasigur í öllum þing- kosningum sem haldnar hafa verið síðan aðskilnaðarstefna hvíta minnihlutans leið undir lok á síð- asta áratug. Zuma tók við af Thabo Mbeki sem leiðtogi flokksins síðla árs 2007 eftir valdabaráttu þeirra innan flokksins. Vinstrivængur flokksins, undir forystu Zuma, náði því síðan fram að Mbeki sagði af sér sem forseti strax nokkrum mánuðum síðar. Stuðningsmenn Mbekis klufu sig hins vegar úr flokknum seint á síðasta ári og stofnuðu nýjan flokk, sem hefur þó ekki náð miklu flugi. - gb Þingkosningarnar í Suður-Afríku í dag snúast um Jacob Zuma: Afríska þjóðaráðinu spáð sigri JACOB ZUMA Fátt getur komið í veg fyrir að hann verði forseti Suður-Afríku innan skamms. FRÉTTABLAÐIÐ/AP GENGIÐ 21.04.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 218,564 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 129,17 129,79 187,93 188,85 167,15 168,09 22,436 22,568 18,996 19,108 14,99 15,078 1,3143 1,3219 191,25 192,39 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.