Fréttablaðið - 22.04.2009, Side 10

Fréttablaðið - 22.04.2009, Side 10
 22. apríl 2009 MIÐVIKUDAGUR Dásemdardýrð Lifðu núna Fáðu þér flottan tónlistarsíma í næstu verslun Vodafone Nokia 5800 XpressMusic • 12.000 kr. inneign* • 5 lög í tónlistarverslun Vodafone • Idol hringitónn 5.500 kr. á mán. í 12 mán. Nokia 5310 XpressMusic • 12.000 kr. inneign* • 5 lög í tónlistarverslun Vodafone • Idol hringitónn 3.000 kr. á mán. í 12 mán. *1.000 kr. á mán í 12 mán. *1.000 kr. á mán í 12 mán. KENÍA, AP Sómalskir sjóræningjar slepptu í gær úr vörslu sinni tankskipi sem þeir rændu fyrir fimm mánuðum. Þar með varð 23 manna filippseysk áhöfn skipsins líka laus úr langri prísund. Óljóst var hvort lausnargjald var greitt fyrir lausn skipsins og áhafnarinnar. Aðstandendur áhafnarmeðlima upplýstu að upprunalega settu sjó- ræningjarnir upp fimm milljón dala lausnargjald, en í síðustu viku hefðu þeir verið búnir að lækka kröfuna í 2,2 milljónir dala. Að minnsta kosti sextán önnur skip og hátt í 300 manns sem mönnuðu þau eru enn talin í höndum sómalskra sjóræningja. Stjórnmálaskýrendur segja nærri tveggja áratuga stjórn- og lögleysisástand í Sómalíu rótina að hinum mikla uppgangi sjóráns- útgerðar frá landinu. Árásir sjóræningja hafa verið mjög tíðar á síðustu vikum. Áhöfn líbansks flutn- ingaskips tókst með naumindum að komast undan einni slíkri undan Jemenströnd á mánudag. Í fyrra- dag létu sjóræningjar aftur laust flutningaskip sem þeir höfðu tekið viku fyrr, eftir að þeir komust að því að það var á leið að sækja matvælaaðstoð fyrir hungrandi landa þeirra. - aa HALDA ENN HÁTT Í TUTTUGU SKIPUM Gríska flutningaskipið Irene E.M. sem sómalskir sjóræningjar tóku 14. apríl sl. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Sómalskir sjóræningjar sleppa tankskipi og áhöfn þess nær hálfu ári eftir rán: Óljóst um lausnargjaldsgreiðslu NEYTENDAMÁL Verð á skiptingu, umfelgun og jafnvægisstillingu á dekkjum reyndist vera lægst í flest- um tilfellum hjá Hjólbarðaverkstæði Vöku í Eldshöfða. Þetta kemur fram í verðkönnun sem Alþýðusamband Íslands hefur látið gera nú þegar bíl- eigendur eru að koma bílum sínum á sumardekkin. Munur á lægsta og hæsta verði er mestur þegar kemur að þessari þjónustu fyrir meðalstóra jeppa en þar er hann 5.560 krónur. Þegar kemur að fólksbílum er þessi munur um tvö þúsund, fer það þó eftir því hvort bílarnir eru á stál- eða álfelg- um. Þjónusta hjólbarðaverkstæða við fólksbíla hefur hækkað að meðaltali um 10 prósent frá því í október 2007. Þegar kemur að stórum jeppum er þessi munur um 16 prósent. - jse Alþýðusambands Íslands kannar verð á þjónustu dekkjaverkstæða: Dekkjaskiptin stöðugt dýrari VERÐKÖNNUN ASÍ UM SKIPTINGU, UMFELGUN OG JAFNVÆGISSTILLINGU Á DEKKJUM Lægsta verð Hæsta verð Fólksbíll á stálfelgum Hjólbarðaverkstæði Vöku 5.200 Höldur hjólbarðaverkstæði 7.136 Fólksbíll á álfengum Hjólbarðaverkstæði Vöku 5.200 Hjólbarðaverkstæði Heklu 7.690 Lítill jeppi á stálfelgum Bílvogur (Hekla) 6.100 Dekkjaverkstæði Reykjavíkur 9.892 Lítill jeppi á álfelgum Bílvogur (Hekla) 6.100 Dekkjaverkstæði Reykjavíkur 10.419 Meðal jeppi Hjólbarðaverkstæði Vöku 7.700 Sólning 13.260 Stór jeppi Hjólbarðaverkstæði Vöku 8.800 Hjólbarðaverkstæði Heklu 13.600 AF MEÐ NAGLADEKKIN Það verður sífellt dýrara að koma þessum af á vorin.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.