Fréttablaðið - 22.04.2009, Síða 26
MARKAÐURINN 22. APRÍL 2009 MIÐVIKUDAGUR4
F R É T T A S K Ý R I N G
H
amfarir alþjóðlegu
fjármálakreppunnar,
gjaldeyriskreppa Ís-
lands og fall fjármála-
kerfisins endurspegl-
ast í reikningum Seðlabankans
fyrir síðasta ár sem lagðir voru
fram á ársfundi bankans fyrir
helgi. Lára V. Júlíusdóttir, for-
maður bankaráðs Seðlabankans,
hóf enda erindi sitt á ársfundinum
á því að benda á að síðasta ár hefði
verið Seðlabanka Íslands þungt í
skauti eins og öðrum stofnunum,
fyrirtækjum og einstaklingum.
Góðmennt var að venju á árs-
fundi Seðlabankans og saman
komin á honum mörg helstu
fyrirmenni íslensks viðskipta-
og stjórnmálalífs. Þeir sem mætt
hafa síðustu ár gátu þó merkt að
heldur var rýmra um mannskap-
inn en oft áður, og fleiri sæti laus
þegar formaður bankaráðsins,
seðlabankastjórinn og forsætis-
ráðherra fluttu ræður sínar.
Eigið fé Seðlabankans rýrnaði
um einn tíunda, fór úr 91 milljarði
króna í árslok 2007 í 82 milljarða í
lok síðasta árs. Samkvæmt rekstrar-
reikningi tapaði Seðlabankinn 8,6
milljörðum króna, samanborið við
1,2 milljarða árið áður. „Aukið
tap verður þrátt fyrir að hreinar
vaxtatekjur bankans hafi aukist,
en þær námu um tuttugu milljörð-
um króna á árinu 2008 samanbor-
ið við sex milljarða árið á undan.
Skýringin liggur fyrst og fremst
í því að stöðustærðir sem vext-
ir reiknast af hafa hækkað tals-
vert að meðaltali milli ára. Þannig
námu heildar eignir í árslok 2007
tæplega 500 milljörðum króna en
voru ári síðar orðnar um 1.200
milljarðar,“ bendir Lára á.
Sömuleiðis hafði gengisþró-
un krónunnar mikil áhrif. Árið
2007 styrktist krónan og bank-
inn varð fyrir gengistapi upp á
tæpa sex milljarða króna. Geng-
islækkun krónunnar í fyrra gat
hins vegar af sér gengishagn-
að upp á um 44 milljarða króna.
„Enda voru gengis bundnar eignir
bankans nokkru hærri en gengis-
bundnar skuldir eins og jafnan er.
Breytingin á milli ára nam því um
fimmtíu milljörðum króna,“ segir
Lára og bendir á að mest af þess-
um gengishagnaði hafði komið
fram við hrun viðskiptabankanna
í byrjun október.
Þá liggur fyrir að staða Seðla-
bankans hefði ekki verið féleg
án aðstoðar ríkisins því bankinn
varð sjálfur fyrir miklu tapi við
fall bankakerfisins. „Í sumum til-
fellum var lánað gagnvart veðum
sem reyndust ótrygg þegar íslensk
fjármálafyrirtæki féllu í valinn
hvert á fætur öðru. Nauðsynlegt
reyndist að afskrifa útlán og nam
gjaldfærslan 75 milljörðum króna,
en slíkur gjaldaliður hefur verið
fátíður í bókum bankans,“ bendir
formaður bankaráðsins á. „Sam-
komulag varð um að ríkissjóður
keypti tiltekin veðlán og daglán
gagnvart smærri fjármálastofn-
unum þar sem undirliggjandi veð
voru í skuldabréfum útgefnum
af viðskiptabönkunum þremur.
Að auki keypti ríkissjóður nokk-
ur veðlán með traustum veðum.
Samtals nam bókfært verð þess-
ara eigna, sem ríkissjóður keypti,
345 milljörðum króna en kaup-
verðið var 270 milljarðar og var
greitt með verðtryggðu skulda-
bréfi. Mismunurinn, 75 milljarð-
ar króna, var gjaldfærður í bókum
bankans,“ segir hún og bendir á að
ríkið verði sennilega að afskrifa
Í ÁRSFUNDARSAMSÆTI SEÐLABANKANS Sjóna
á föstudaginn, en einhverjir kunna að hafa helst úr le
Hér taka stöðuna Ragnar Arnalds bankaráðsmaður, G
Íbúðalánasjóðs, og Ágúst Einarsson, sem einnig situr
Örn Kristinsson, einn umsækjenda um stöðu seðlab
AÐ FUNDAHÖLDUM LOKNUM Hér ræða málin Edda Rós Karlsdóttir hagfræðingur sem nú starfar á skrifs
Rozwadowski, sendifulltrúi AGS með aðsetur hér, Svein Harald Øygard seðlabankastjóri og Finnur Sveinb
Hamfarir síðasta árs v
Seðlabankanu
2007 2008 Breyting
Eigið fé 91 82 9
Erlendar skuldir 2 242 240
Erlendar eignir
í gjaldeyrisforða 164 429 265
Gengismunur -5,9 44 49,9
Hreinar vaxtatekjur 6 19,7 13,7
Rekstrargjöld 1,6 3 1,5
Tap ársins 1,2 8,6 7,4
Tölur eru í milljörðum króna
T Ö L U R Ú R
Á R S U P P G J Ö R I
S E Ð L A B A N K A Í S L A N D S
Fjármálaóróleiki og hamfarir íslensks efnahagslífs endur-
speglast glögglega í reikningum Seðlabanka Íslands.
Óli Kristján Ármannsson sat ársfund bankans fyrir
helgi. Miklar sveiflur eru í afkomutölum bankans og
fátíðar færslur, svo sem um myndarlegt innlegg ríkisins
vegna tapaðra veðlána. Ársfundur bankans var með
hefðbundnu sniði þótt heldur færri hafi sótt fundinn en
gert hafa síðustu ár.
„Ég skil ekki hvernig fyrirtæki geta farið í gegnum vottun án þess að vera með svona frábært
kerfi eins og mannauðskerfið í Dynamics AX. Kerfið veitir okkur nauðsynlega yfirsýn yfir
starfsmannahópinn og allar upplýsingar um starfsmenn eru mjög aðgengilegar. Við notum
kerfið meðal annars við greiningar og til þess að halda utan um réttindi, menntun og
þróunaráætlanir starfsmanna.“
Ragnhildur Vigfúsdóttir, deildarstjóri starfsþróunar hjá Landsvirkjun.
Mannauðskerfi Microsoft Dynamics AX veitir þér
nauðsynlega yfirsýn yfir mannauð fyrirtækisins
Guðríðarstíg 2-4 / 113 Reykjavík / Sími 545 1000 / www.hugurax.is