Fréttablaðið - 22.04.2009, Blaðsíða 29
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447
„Sú ferð sem er í ferskustu minni
er sú nýjasta, ganga á Mælifells-
hnjúk og brun á bretti niður,“ segir
Skagfirðingurinn og ævintýra-
maðurinn Jón Þór Bjarnason. Síð-
astliðinn sunnudag vakti vekjara-
klukkan hann um fimmleytið og
eftir kjarngóðan morgunmat lá leið
hans frá Sauðárkróki inn Skaga-
fjörð í fylgd þriggja félaga. „Um
sjöleytið vorum við orðnir græj-
aðir og gönguklárir, vel nestaðir
með skíði og snjóbretti á baki,“
lýsir hann brosandi.
Mælifellshnjúkur er eitt helsta
kennileiti Skagafjarðar, 1.138
metrar að hæð. Þangað upp er stik-
uð og greið gönguleið og sagt er að
í góðu skyggni sjáist af toppnum
um allt land, eða til ellefu sýslna.
„Sólin skein skært þennan morg-
un en þeir sem enn voru syfjað-
ir vöknuðu fljótt þegar suðaustan
vindsperringurinn klappaði okkur
hressilega á vangann,“ segir Jón
kátur í bragði. „Ferðin upp tók
rúman klukkutíma, en í um það
bil þúsund metra hæð ákvað ég að
doka við meðan félagarnir gengu
upp í skýjahuluna á toppnum í von
um að útsýni opnaðist stundarkorn
til allra átta. Þó fátt sé skemmti-
legra en óbyggðaferð með góðum
félögum er ekkert sem jafnast á
við að eiga stund með sjálfum sér
í fögrum fjallasal. Ég sat dágóða
stund þarna einn, horfði yfir og
leyfði kyrrðinni að streyma inn í
sálina. Ég spennti svo sæll á mig
snjóbrettið og náði að renna mér
nokkrar ferðir áður en hópurinn
sameinaðist að nýju.“
Niðurleiðin var engu lík að sögn
Jóns Þórs. „Mjöllin beið okkar
ósnortin og við náðum að renna
okkur nánast alla leið niður að bíl.
Alsælir lágum við svo í vegkant-
inum, teygðum lúna leggi og maul-
uðum harðfisk og annað íslenskt
eðalnasl. Enn skein sól í heiði og
vermdi rjóða vanga, en eins og oft
áður eftir vel heppnaðar fjallaferð-
ir skynjaði maður sterkast sólina í
sálinni.“ gun@frettabladid.is
Á snjóbretti niður Mæli-
fellshnjúk í Skagafirði
Jón Þór Bjarnason ferðamálafræðingur hefur úr mörgu eftirminnilegu að velja þegar hann er beðinn um
ferðasögu, meðal annars Kínaheimsókn, brettabruni í Austurríki og veiði og eggjatöku í Drangey.
„Mjöllin beið okkar ósnortin og við náðum að renna okkur nánast alla leið niður að bíl,“ segir Jón Þór, sem hér sést kampakátur í
skagfirsku fjalllendi. MYND/JÓN ÞÓR BJARNASON
FERÐANEFND ÍFHK stendur fyrir ferð á
Nesjavelli 16. til 17. maí. Boðið verður upp á trúss
og hver kemur með sitt nesti á grillið. Sjá www.fjalla-
hjolaklubburinn.is.
20
ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236
BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR
• Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli
• Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir