Fréttablaðið - 22.04.2009, Side 30

Fréttablaðið - 22.04.2009, Side 30
 22. apríl 2009 MIÐVIKUDAGUR2 „Við önnum varla eftirspurn og þó er hjólatímabilið rétt að byrja fyrir alvöru,“ segir Heiðar Ingi Ágústsson, eigandi ferða- og úti- vistarverslunarinnar Everest í Skeifunni. Nýlega var þar tekið upp á þeirri nýjung að taka við vel með förnum gömlum hjólum sem greiðslu upp í ný. Gömlu hjólin eru yfirfarin á verkstæði verslunar- innar og þau svo seld aftur. „Við gerðum þetta með skíðin í vetur. Það mæltist mjög vel fyrir svo við ákváðum að prófa þetta með hjólin líka,“ segir Heiðar. Hann leggur áherslu á að ekki sé tekið við hvaða görmum sem er. Hjólin verði að vera vel með farin og í þokkalegu ástandi. Þau séu svo ekki seld áfram fyrr en gírarnir hafi verið yfirfarnir, glit séu að framan og aftan og séð til þess að bremsurnar virki sem skyldi. Eftirspurnin er langmest eftir barnahjólum, enda eru börn yfir- leitt ekki nema tvö ár að vaxa upp úr hjólunum sínum. „Það er til óendanlega mikið af lítið notuð- um barnahjólum í bílskúrum um allan bæ. Þessi hjól standa bara og safna ryki. Það er um að gera að fá stærra hjól fyrir barnið og setja gamla hjólið upp í,“ segir Heiðar. Kaup- og söluverð gömlu hjól- anna fer eftir því hvort eitthvað vantar á þau og hversu vel með farin þau eru. „Við erum með verð- skrá sem við miðum við. En aðal- reglan er að við seljum hjólin á margfalt lægra verði en það kostar að kaupa ný. Það getur munað heilmiklu fyrir budduna.“ Hann tekur dæmi um 24 tommu barnahjól sem kostar nýtt 39.900 krónur. Hægt sé að fá sambærilegt hjól notað á átján til tuttugu þús- und á markaðnum. „Í fyrra jókst hjólasala mikið almennt, enda var bensínverð að fara upp úr öllu valdi á þeim tíma. Þá myndaðist stemning fyrir því að leggja bílnum og hjóla í staðinn. Þá seldist mikið af dýrari hjólum. Í dag eru breyttir tímar og færri hafa efni á að kaupa sér nýtt hjól. En áhuginn er jafn mikill eftir sem áður. Þess vegna var þetta ráð í tíma tekið hjá okkur. Það hefur nefnilega sárvantað markað fyrir notuð hjól.“ holmfridur@frettabladid.is Taka notuð hjól upp í ný Þeir sem hafa hug á að eignast hjól fyrir sumarið ættu að kíkja í útivistarverslunina Everest. Þar má fá vel með farið notað hjól á góðu verði eða láta gamla hjólið sem safnar ryki í bílskúrnum upp í nýtt. Heiðar Ingi Ágústsson, framkvæmdastjóri Everest, segir löngu hafa verið tímabært að virkja markaðinn með notuð hjól. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLLI Ferðafélag Íslands hefur staðið fyrir öfl- ugu starfi síðan það var stofnað 27. nóv- ember árið 1927. Innan vébanda félags- ins starfa ýmsar deild- ir sem eiga og reka skála og halda úti ferðum allan ársins hring. Auk ferða af ýmsum toga er marg- víslegt félagslíf innan félagsins. www.fi.is ATORKA skipuleggur á sumardaginn fyrsta ferð frá Gljúfrasteini að Gróttu, eftir göngustígum meðfram ströndinni norðan megin og í gegnum Elliðaárdalinn og áfram með ströndinni sunnan megin. Sjá www.man.is. Morgungöngur Ferðafélags Íslands: Við fyrsta hanagal Mánudaginn 4. maí hefjast árlegar morgungöngur Ferðafélags Íslands. Þá er farið í fjallgön- gur í nágrenni Reykjavíkur klukkan 6 alla morgna 5 daga í röð. Stjórnendur morgunganga eru Páll Ásgeir Ásgeirsson og Rósa Sigrún Jónsdóttir Fjöllin sem gengið verður á eru þessi. Mánudagur 4. maí: Helgafell við Hafnarfjörð. Brottför frá Mörkinni kl. 06.00 en ganga hefst við Kaldársel. Þriðjudagur 5. maí: Keilir á Reykjanesi. Brottför frá Mörkinni kl. 06.00 ganga hefst á bílastæðinu við Keili. Beygt af Reykjanesbraut við undirgöng rétt sunnan við Kúagerði við skilti sem vísar á Keili. Miðvikudagur 6. maí: Vífi lsfell. Brottför frá Mörkinni kl. 06.00 og beygt til hægri efst á Sandskeiði og stefnt að fjallinu. Ganga hefst í malarnámi við rætur fjallsins. Fimmtudagur 7 maí: Helgafell í Mosfellssveit. Brottför frá Mörkinni kl. 06.00 en ganga hefst á bílastæði norðvestan við fjallið. Beygt af veginum upp Mosfellsdal rétt eftir að Vesturlandsvegi sleppir. Föstudagur 8 maí: Úlfarsfell. Brottför frá Mörkinni kl. 06.00 en ganga hefst við bílastæði sunnan við fjallið. Beygt af Vesturlandsvegi við Bauhaus og akið gegnum hverfi ð uns komið er að bílaslóð sem liggur áleiðis upp fjallið. Þátttaka er ókeypis, allir velkomnir. Skráðu þig inn – drífðu þig út Ferðafélag Íslands Sæludagar í Hlöðuvik 14. – 21. júlí Hin sívinsæla fjölskylduferð þar sem dvalið er á Búðum, nú í tveim skálum. Skipulagðar göngu- ferðir um nágrennið og kvöldvökur með söng og glensi. Fararstjóri: Guðmundur Hallvarðsson, hornstrandajarl, leiðtogi hornstrandafara. Sjá nánar á www.fi .is Skráðu þig inn – drífðu þig út Ferðafélag Íslands Vandaðar dömumokkasíur úr mjúku leðri, skinnfóðraðir og með mjúkum gúmmísóla. Sannkallaðir sjö mílna skór. Margar gerðir og litir, td: Stærðir: 36 - 41 Verð: 9.985.- Gallabuxur háar í mittið st. 36-46 5990,- Gallapils S-XL 4990,- Laugaveg 54, sími: 552 5201 Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.