Fréttablaðið - 22.04.2009, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 22.04.2009, Blaðsíða 43
MIÐVIKUDAGUR 22. apríl 2009 23 UMRÆÐAN Pétur Marteinsson skrifar um kosningar Þa ð r ey n -ist sjálfsagt mörgum snúið að gera upp hug sinn fyrir kom- andi kosningar. Okkur sem höfum hingað til kosið til hægri – kosið frelsi og frumkvæði einstaklings- ins fremur en aukin ríkisumsvif og skattheimtu – er líka vandi á hönd- um ef marka má skoðanakannanir. Það er margt sem villir okkur sýn. Í reiði okkar hættir okkur til að einfalda vandamálið og reyna að finna sökudólga. Sjálfstæðisflokkur- inn hefur verið sá boxpúði sem fjöl- miðlar, bloggarar og búsáhaldarar hafa hamast hvað mest á. Sumpart er þetta sanngjarnt en oftast ómál- efnalegt. Sjálfstæðisflokkurinn hefur skipt um formann og meiri- hluti ráðherra síðustu ríkistjórnar flokksins er búinn að skipta sér útaf. Flokkurinn hefur svarað kallinu um endurnýjun. Komið hefur fram hjá Sjálfstæðisflokknum að ekki var staðið vel að öllum málum síðustu árin. Við megum bara ekki gleyma því að stefna Sjálfstæðisflokksins stendur fyrir sínu þó að einstakl- ingar hafi brugðist. Nú eru kosningar handan við hornið og við þurfum að ákveða á hvaða forsendum við kjósum. Ætlum við að refsa einhverjum í reiðikast- inu eða horfum við til framtíðar og x-um við þann flokk sem fellur að sýn okkar um hið „nýja Ísland“. Þessar kosningar snúast nefnilega um framtíðina og draumalandið okkar. Þessar kosningar snúast ekki um Davíð Oddsson eða Geir H. Haarde. Þær snúast ekki heldur um Guðna Ágústsson eða Ingibjörgu Sólrúnu. Kosningarnar snúast um framtíð Íslands, ekki fortíð. Allir flokkar vilja það besta fyrir landið en nálgunin er ólík. Val- kostirnir eru skýrir og eru í ein- földu máli þessir: VG vill hvorki ESB né stóriðju. Þeir vilja hins vegar hækka skatta og lækka laun. Samfylkingin vill ganga í ESB og telur að aðild leysi öll okkar vanda- mál. Sjálfstæðisflokkurinn hafnar skattahækkunum og vill leggja undir dóm kjósenda hvort við förum í aðildarviðræður. Flokkurinn vill tryggja fólkinu atvinnu, gera því kleift að borga af lánunum sínum og skoða nýja möguleika í gjaldmiðils- málum. Ekkert stjórnarmynstur er full- komið og engin er töfralausnin. Við þurfum hins vegar að taka ákvörð- un. Að minnsta kosti er glatað að kjósa ekki og jafn slæmt að skila auðu. Við skulum ekki trúa því að það séu einhver skilaboð að vannýta atkvæði – þannig höfum við engin áhrif. Ég skora á alla að nýta atkvæðis- rétt sinn og taka afstöðu. Höfundur er á lista Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík norður. Tökum afstöðu! PÉTUR MARTEINSSON UMRÆÐAN Yngvi Eiríksson skrifar um frumkvöðlastarf Atvinnuhorfur stúd-enta fyrir komandi sumar eru dökkar. Þó er mikill hugur í stúdentum og hugmyndaauðgi. Þegar umsóknarfresti Nýsköp- unarsjóðs námsmanna lauk nýverið höfðu borist um 320 umsóknir. Þetta er meira en helm- ingsaukning miðað við árið áður. En því miður lítur út fyrir að meira en 70 prósent umsókna verði hafn- að á þessu ári. Við mat á umsóknunum hafa sem áður komið í ljós þeir hæfileikar og sú skapandi hugsun sem býr í stúdentum landsins. Umsækjendur eru fjöl- breyttur hópur og verk- efnin tengd fyrirtækjum, stofnunum og háskólum á höfuðborgarsvæðinu og af landsbyggðinni. Það er því þyngra en tárum taki að horfa upp á það að óumflýjanlegt sé að hafna fjölda frambærilegra umsókna. Aukning framlags ríkisins til nýsköpunarsjóðsins er því gull- rekið vopn í baráttunni gegn atvinnuleysi stúdenta. Ef ekkert verður að gert þarf stjórnvöldum ekki að koma á óvart að atvinnu- leysismælingar í júní og júlí sýni svíðandi tölur fyrir þennan hóp fólks, svíðandi því hér má lesa úrlausn á hluta vandans. Til þess að styrkja sama hlut- fall umsókna og hægt var í fyrra þyrfti ráðstöfunarfé Nýsköpunar- sjóðs námsmanna að aukast um 32 milljónir kr. Sú upphæð kann að hljóma há í eyrum fólks en efling sjóðsins er í raun ódýr ef hún er sett í það samhengi að hún skapar samanlagt hátt í 200 sumarstörf fyrir stúdenta sem færu líklega annars á atvinnuleysisbætur. Hún eflir þekkingarsköpun í landinu og undirbýr þannig jarðveginn fyrir vöxt nýrra fyrirtækja og styrkir þau sem fyrir eru. Að auki léttir þetta á greiðslum atvinnuleysis- bóta sem nýtast ekki með jafn jákvæðum og markvissum hætti. Einnig veita fyrirtæki og stofnanir í fjölmörgum tilfellum mótfram- lag fáist styrkur úr sjóðnum. Og í rauninni gætu stjórnvöld skap- að enn fleiri störf með því að auka styrkhlutfallið enn frekar. Að sjálfsögðu væri það mun ákjósanlegra að fyrirtæki og stofn- anir landsins hefðu nægjanlegt atvinnuframboð til að mæta þörf- inni, en þar sem ekki eru horfur á því næstu mánuðina finnst mér íhlutun stjórnvalda réttlætanleg með þessum hætti. Ákvörðun ríkis- stjórnarinnar um fjárveitingu til að greiða fyrir sumarnámi við HÍ, sem og framboð sumarnáms hjá öðrum háskólum, var í rauninni verulega heillavænlegt skref í baráttunni við atvinnuleysisvandann og því eiga þessir aðilar skilið eitt gott klapp. Það er þó miður ekki svo að sumar- nám leysi allan vandann. Þetta er tækifæri sem stjórnvöld verða að grípa á lofti og leggja lið. Að hluta til má ætla að hér sé ekki um að ræða aukaleg útgjöld fyrir ríkið, heldur tilfærslu í Nýsköpunar- sjóð námsmanna sem annars færi í atvinnuleysistryggingasjóð. Og þá er spurning: hvor leiðin er skyn- samlegri? Tíminn er knappur og stúdentar eru í startholunum fyrir sumarið, störfin eru útfærð og nú þarf að fara koma heyinu í hús. Höfundur er fulltrúi stúdenta- hreyfinganna í Nýsköpunarsjóði námsmanna. Þetta er tækifæri YNGVI EIRÍKSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.