Fréttablaðið - 22.04.2009, Side 44

Fréttablaðið - 22.04.2009, Side 44
 22. apríl 2009 MIÐVIKUDAGUR Prestsbakkakirkja á Síðu hefur þjónað íbúum Kirkjubæjar- klausturs og sveitanna í kring allt frá því á skírdag hinn 21. apríl árið 1859. Þá vígði kirkjuna Páll Pálsson, sóknarprestur og prófastur í Hörgsdal. Síðan eru liðin 150 ár. Í tilefni af því fer þar fram hátíðar- og afmælismessa á morgun, sumardaginn fyrsta. „Ég vona að sem flestir komi úr sveitunum og helst af land- inu öllu,“ segir séra Ingólfur Hartvigsson sóknarprestur. „En þetta er eins og með allar góðar veislur. Maður veit ekki fyrir víst hversu margir koma. Kirkjan tekur tvö hundruð manns, svo það er nóg pláss.“ Margir kirkjunnar menn og konur taka þátt í messunni. Herra Karl Sigurbjörnsson biskup prédikar. Til altaris þjóna, lesa ritningarorð og leiða bænir, auk Ing- ólfs, þau séra Sigurður Sigurðsson vígslubiskup, séra Har- aldur M. Kristjánsson prófastur, séra Þorvaldur Karl Helga- son biskupsritari og séra Bryndís Malla Elídóttir, fyrrver- andi sóknarprestur í Prestsbakkasókn. Prestsbakkakirkju er nokkra kílómetra austan við Kirkju- bæjarklaustur. Á staðnum stóð bænahús fram yfir miðja 18. öld og þar var síðar prestsbústaður. Sóknarkirkjan var hins vegar á Kirkjubæjarklaustri. Eftir Skaftárelda árið 1783 magnaðist svo sandfok á Kirkjubæjarklaustri að byggingar í þorpinu voru illa barðar af sandi og vindum. Kirkjan var loks svo illa leikin að nauðsynlegt þótti að færa hana eða byggja nýja. Eftir skoðanakönnun meðal sóknarbarna var ákveðið að flytja hana að Prestsbakka. Trésmíðameistari úr Reykjavík, Jóhannes Jónsson byggði Prestsbakkakirkju ásamt heimamönnum með Sigurð Sigurðsson á Breiðabóls- stað fremstan í flokki. Hún er ólík öðrum íslenskum kirkjum að því leyti að prédikunarstóllinn er í miðjum kórnum, beint fyrir framan altarið. Það mun vera afar fátítt hér á landi, ef ekki einsdæmi. „Hún er líka sérstaklega fallega máluð að innan,“ segir Ingólfur. „Einar Jónsson frá Fossi í Mýrdal málaði hana árið 1910 í tilefni af fimmtíu ára afmæli henn- ar. Á aldarafmæli kirkjunnar máluðu hjónin Jón og Gréta Björnsson aftur og létu veggskreytingar Einars halda sér.“ Eftir hátíðarmessuna er öllum gestum boðið í kirkjukaffi á Hótel Klaustri. „Nú biður maður og vonar að það verði gott veður á sumardaginn fyrsta,“ segir sóknarpresturinn Ingólfur. holmfridur@frettabladid.is PRESTSBAKKAKIRKJA Á SÍÐU: HEFUR ÞJÓNAÐ SÓKNARBÖRNUNUM Í 150 ÁR Messa og kaffi SÓKNARPRESTURINN OG KÓRINN Ingólfur Hartvigsson sóknarprestur ásamt kirkjukór Prestsbakkakirkju á Síðu. MYND/ÚR EINKASAFNI KAKÁ ER 27 ÁRA Í DAG. „Ég hef lært að það hvort eitt- hvað muni gerast eða ekki veltur á trúnni.“ Brasilíski knattspyrnumaðurinn Kaká, sem heitir fullu nafni Ricardo Izecson dos Santos Leite, er fyrir löngu orðinn goðsögn í lifandi lífi. Hann er einn af lykilmönnum ítalska meistaraliðsins AC Milan, á fast sæti í brasilíska knattspyrnu- landsliðinu og er meðal launahæstu knattspyrnumanna heims. Kaká er heittrúaður, hans eftirlætistónlist er gospel og hann les biblíuna í frí- stundum sínum. timamot@frettabladid.is Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Tonny Margrethe Muller Hrafnistu í Hafnarfirði, áður Tjarnarbraut 17, Hafnarfirði, sem lést mánudaginn 20. apríl, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn 28. apríl kl. 13.00. Kristinn Guðjónsson Tryggvi Anton Kristinsson Snorri Lorentz Kristinsson Anna Gréta Arngrímsdóttir Reynir Kristinsson Lilja Guðmundsdóttir Ingvi Kristinsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðmunda Guðmundsdóttir Egilsbraut 9, Þorlákshöfn, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands mánudaginn 13. apríl. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 24. apríl kl.13.00. Helga Stefánsdóttir Júlíus Roy Arinbjarnarson Guðni Pétursson Íris Sif Orangan Víðir Lárusson Áslaug Traustadóttir barnabörn og fjölskyldur þeirra. Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug, samúð, kærleika og vin- áttu við andlát og útför ástkærra foreldra okkar, tengdaforeldra, ömmu og afa, lang- ömmu og langafa, Sigurðar Ágústs Magnússonar og Guðmundu Bjarnýjar Ólafsdóttur Jóngeir A. E. Sigurðsson Una Árnadóttir Benedikt Gabríel Sigurðsson Ólafía Kristný Ólafsdóttir Magnús Sigurðsson Dagbjört Lára Garðarsdóttir Sigurður Ágúst Sigurðsson Kelly Lane Margrét Sigurðardóttir Guðmundur Sv. Guðmundsson Jóhanna S. Martin Jay Alex Martin barnabörn og barnabarnabarn. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, Ellerts Erlendssonar Höfðabraut 3, Akranesi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hjartadeildar Landspítalans við Hringbraut fyrir hlýhug og góða umönnun. Áslaug Valdimarsdóttir Lilja Ellertsdóttir Gunnar Þór Garðarsson Jón Ellert Guðnason Arnþrúður Kristjánsdóttir Áslaug Kristín Guðnadóttir Gunnar Þór Gunnarsson Eva Lind Matthíasdóttir og langafabörn. Ástkær fósturbróðir minn og frændi okkar, Hjálmar Rögnvaldur Bárðarson skipaverkfræðingur, fyrrverandi siglingamálastjóri, lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi þriðju- daginn 7. apríl. Útförin fer fram frá Garðakirkju á Álftanesi miðvikudaginn 22. apríl kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Kristín Bárðardóttir Guðrún Kristjana Hafsteinsdóttir Bárður Hafsteinsson Okkar ástkæra eiginkona og móðir, Alda Berglind Þorvarðardóttir verður jarðsungin frá Hafnarkirkju föstudaginn 24. apríl kl. 14.00 og jarðsett í Bjarnaneskirkjugarði. Lárus Óskarsson Dagbjört Rós Lárusdóttir Guðmunda Ingibjörg Lárusdóttir Berglind Sara Lárusdóttir Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Úlfar Stígur Hreiðarsson Grísará 2, Eyjafjarðarsveit, lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 17. apríl. Hildur Gísladóttir Ragnheiður María Pétursdóttir Katrín Úlfarsdóttir Jóhann Ólafur Halldórsson Hjördís Úlfarsdóttir Fjóla Björk Jónsdóttir Gísli Brjánn Úlfarsson Þorgerður Hauksdóttir Úlfhildur Úlfarsdóttir Baldvin Ingi Símonarson afa- og langafabörn. Elskulegi eiginmaður, faðir, sonur, bróðir, tengdasonur og mágur, Gísli Þór Reynisson Haukanesi 14, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju, miðviku- daginn 22. apríl kl. 15.00. Anna Margrét Kristinsdóttir Gabríel Þór Gíslason Anna Fríða Gísladóttir Benjamín Ágúst Gíslason Katrín Rósa Gísladóttir Reynir Þorgrímsson Rósa Guðbjörg Gísladóttir Einar Örn Reynisson Ingibjörg Reynisdóttir Ólafur Tryggvason Ragnar Már Reynisson Elín Oddsdóttir Margrét Helgadóttir frá Fellsenda í Þingvallasveit, sem andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurlands þriðjudaginn 14. apríl, verður jarðsungin frá Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu föstudaginn 24. apríl kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeir sem vilja minnast hennar eru beðnir að láta Samhjálp njóta þess. Fyrir hönd aðstandenda, Gunnar M. Þórisson MOSAIK Eiginkonan mín, móðir, stjúpmóðir og dóttir, Björg Ólöf Bjarnadóttir Hafnargötu 28, Vogum, Vatnsleysuströnd verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju miðvikudaginn 22. apríl kl. 15.00. Ragnar Óskarsson Bjarni Birgir Fáfnisson Þormar Elí Ragnarsson Hafsteinn Veigar Ragnarsson Ragna Sól Ragnarsdóttir Halldór Leví Ragnarsson Ester Hurle

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.