Fréttablaðið - 22.04.2009, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 22.04.2009, Blaðsíða 54
34 22. apríl 2009 MIÐVIKUDAGURNÝTT Í BÍÓ! SÍMI 462 3500 SÍMI 564 0000 16 16 L 12 L L 12 L L L CRANK 2: HIGH VOLTAGE kl. 5.50 - 8 - 10 17 AGAIN kl. 5.50 - 8 FAST AND FURIOUS kl. 10 16 L 12 CRANK 2: HIGH VOLTAGE kl. 5.50 - 8 - 10.10 CRANK 2: HIGH VOLTAGE LÚXUS kl. 5.50 - 8 - 10.10 17 AGAIN kl. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.20 I LOVE YOU MAN kl. 8 - 10.10 DRAUMALANDIÐ kl. 5.50 - 8 FRANKLÍN & FJARSJÓÐURINN kl.3.50 FAST AND FURIOUS kl. 5.45 - 10.15 MALL COP kl.3.40 BLÁI FÍLLINN kl.3.50 5% FÆRÐ 5% ENDURGREITT EF ÞÚ BORGAR BÍÓMIÐANN MEÐ KREDITKORTI 5% L 12 12 14 L 12 12 14 L DRAUMALANDIÐ kl. 6 - 8 - 10 STATE OF PLAY kl. 8 - 10.30 BÍÓDAGAR GRÆNA LJÓSSINS 17. APRÍL - 4. MAÍ TWO LOVERS kl. 8 ísl. texti BOY A kl. 6 ísl. texti ME AND BOBBY FISHER kl. 6 ísl. texti DIE WELLE kl. 6 enskur texti BIGGER STRONGER FASTER kl. 8 ísl. texti HUNGER kl. 10 ótextuð GARBAGE WARRIOR kl. 10 ísl. texti SÍMI 530 1919 SÍMI 551 9000 12 12 L 7 L I LOVE YOU MAN kl. 5.50 - 8 - 10.10 FAST AND FURIOUS kl. 5.50 - 8 - 10.10 MALL COP kl. 5.50 - 8 - 10.10 DRAGONBALL kl. 6 MARLEY AND ME kl. 8 - 10.20 300 kr. UNCUT Eftir Friðrik Guðmundsson kl. 3.50 300 kr. OBSERVE AND REPORT kl. 6 - 8D - 10:10D 16 OBSERVE AND REPORT kl. 4 - 8 - 10:10 VIP THE UNBORN kl. 8 - 10:10 16 THE UNBORN kl. 6 VIP 17 AGAIN kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:20 L I LOVE YOU MAN kl. 8 - 10:20 12 PUSH ekki sýning í dag sýnd á morgun kl.5:50 12 MONSTERS VS... m/ísl. tali kl. 3:40(3D) - 5:50(3D) L MONSTERS ALIENS m/ísl. tali kl. 3:40 - 5:50 L KNOWING kl. 8 - 10:20 12 CHIHUAHUA m/ísl. tali kl. 3:40 L BOLT m/ísl. tali kl. 3:40 L THE UNBORN kl. 6:10 - 8:20 - 10:20 16 OBSERVE AND REPORT kl. 6:10D - 8:20D - 10:20D 16 MONSTERS VS ALIENS m/ísl. tali kl. 6:10(3D) L LET THE RIGHT ONE IN kl. 8 16 BAADER MEINHOF COMPLEX kl. 10:20 16 I LOVE YOU MAN kl. 8 - 10:20 12 FAST & FURIOUS kl. 8 - 10:20 12 17 AGAIN kl. 8 - 10:10 L FAST AND FURIOUS kl. 8 12 KNOWING kl. 10:10 12 PUSH kl. 6 12 STATE OF PLAY kl. 8 - 10:20 12 OBSERVE AND REPORT kl. 8 - 10:20 16 MONSTERS VS ALIENS kl. 6 L Magnaður spennutryllir frá framleiðandanum Michael Bay. - bara lúxus Sími: 553 2075 CRANK 2 HIGH VOLTAGE kl. 8 og 10 - POWER 16 STATE OF PLAY kl. 5.30, 8 og 10.30 12 FRANKLÍN - Ísl. tal kl. 6 L MONSTERS VS. ALIENS 3D kl. 6 Ísl tal L VILLTU VINNA MILLJARÐ kl. 8 og 10.15 12 MIÐVIKUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR 500 KR Á A L L A R M Y N D I R NEMA ÍSLENSKAR OG 3D MYNDIR POWERSÝNING KL. 10.00 SÝND Í 3D 500 kr. 500 kr. 500 kr. 500 kr. Kvikmyndin Slumdog Milli- onaire sló í gegn á þessu ári og fékk nánast öll verðlaun sem í boði voru. Svo virðist sem líf barnanna í kvik- myndinni sé ekki ósvipað því sem gengur og gerist í raunveruleikanum. Í raun má segja að börnin tvö, þau Rubiana Ali og Ayush Mahesh Khe- dekar, hafi stolið senunni eftir að kvikmyndin var frumsýnd því fjöl- miðlar hafa með reglulegu millibili greint frá hörmulegum aðstæðum þeirra í Mumbai. Mannréttinda- samtök hafa gagnrýnt bæði fram- leiðendur myndarinnar og leik- stjórann, Danny Boyle, fyrir að láta ekki nóg af hendi rakna til stjarnanna sinna tveggja. Í byrjun ársins var greint frá því að börnin tvö byggju enn í hreysum sínum í Mumbai en þá gripu indversk stjórnvöld í taumana og fluttu fjöl- skyldurnar tvær í betra húsnæði. News of the World mætir Blaðran sprakk hins vegar endan- lega þegar breska sunnudagsblað- ið News of the World greindi frá því að faðir Rubiönu, smiðurinn Rafiq Qureshi, hefði verið reiðubú- inn til að selja dóttur sína til arab- ísks olíufursta fyrir 200 þúsund pund eða 39 milljónir íslenskra króna. Umræddur auðjöfur var blaðamaður á vegum News of the World í dulargervi. Fréttin hefur farið eins og eldur í sinu um netið og hafa aðstandendur myndarinn- ar þurft að svara harðri gagnrýni; hvers vegna eru aðstæður þess- arar stúlku, sem heillaði heims- byggðina upp úr skónum á hvíta tjaldinu, ennþá jafn bagalegar og raun ber vitni? Rafiq birtist síðan í viðtali við BBC og sagði það aldrei hafa komið til greina að selja dótt- ur sína, slíkt væri fjarstæða. Hann bætti því við að News of the World hefði með þessu lymskufulla bragði sínu haft fátækt að háði og spotti. Nágrannar Rafiq tóku jafnframt upp hanskann fyrir hann, sögðu Rafiq vera góðan mann sem elsk- aði dóttur sína meira en allt annað. Jafnframt hafa barnaverndaryfir- völd á Indlandi gagnrýnt þennan fréttaflutning News of the World harðlega og hafa lýst því yfir að það hafi verið siðferðilega rangt að blanda hinni ungu Rubiana í málið og tala við hana. Sagan fékk á sig óvænta mynd í gær þegar fjölmiðlar birtu fréttir af því að líffræðileg móðir Rubiönu og stjúpmóðir hefðu slegist úti á götu. Móðir Rubiönu ku hafa orðið æf þegar hún frétti af sölu dóttur sinnar en stjúpmóðirin heldur því fram að hún sé bara á höttunum eftir peningum. Danny Boyle svarar fyrir sig Framleiðendur Slumdog og leik- stjóri hafa lýst því yfir að þetta sé allt hið sorglegasta mál. Þessir aðilar hafa mátt þola mikla gagn- rýni og sumir hafa bent á að Slumdog hafi ekki kostað mikið í framleiðslu, samkvæmt IMDB. com var framleiðslukostnaður- inn rétt rúmlega fimmtán millj- ónir dollara eða tæpir tveir millj- arðar. Hún hefur hins vegar halað inn í miðasölu 23 milljarða bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum. Mannréttindafrömuðir hafa bent á þessar stjarnfræðilegu tölur og spurt af hverju hluta af þeim sé ekki varið til að bjarga bæði Ali og Khedekar. Danny Boyle hefur reynt að svara fyrir sig í fjölmiðlum og í verki. Nýverið gaf hann, ásamt framleiðendum myndarinnar, 500 þúsund pund til góðgerðasamtak- anna Plan sem vinna að því að bæta lífsviðurværi fátækra barna í Mumbai. Við þá gjöf sagði einn forkólfur samtakanna að Slumdog hefði sýnt hvernig einn sjötti hluti mannkyns hefði það. Boyle hefur jafnframt greint frá því að fjöl- skyldur leikaranna ungu hefðu kosið að fá peninga í staðinn fyrir góðan húsakost, þeir peningar séu hins vegar uppurnir. Rafiq sagði hins vegar í frétt News of the World að þær upphæðir sem fjöl- skylda Rubiönu hefði fengið væru smáaurar og í engu samræmi við vinsældir myndarinnar. Boyle hefur hins vegar margoft lýst því yfir að bæði Rubiana og Khedeker hafi verið send í skóla í fyrsta skipti á ævinni og að þeirra bíði laun erfiðisins á reikningi merkt- um þeim. Hrikalega sorgleg örlög Slumdog-stjörnu í Mumbai SAMHENT MÆÐGIN Rubiana Ali ásamt föður sínum, Rafiq Qureshi. Hann vísar því á bug að hafa reynt að selja dóttur sína til arabísks olíufursta sem reyndist vera blaða- maður News of the World í dulargervi. NORDICPHOTOS/GETTY „Eftir það sem hefur gerst á Gasa- svæðinu undanfarin ár og með auknum fréttaflutningi er almennt meiri samstaða meðal fólks,“ segir Eva Einarsdóttir í félaginu Ísland- Palestína sem auglýsir hönnunar- samkeppni um plötuumslag nýrr- ar safnplötu til stuðnings Gasa. „Samkeppnin er haldin í sam- starfi við Félag íslenskra teikn- ara og hafa einungis félagar FÍT þátttökurétt, en mynd Ragnars Freys Rúnarsson- ar af umslagi síðustu safnplötu, Frjáls Pal- estína, hefur verið tilnefnd til FÍT- verðlauna og verið notuð í fjáröflunar- listasýningu í Syd- ney fyrir Palest- ínu,“ útskýrir Eva. Fimm ár eru síðan platan Frjáls Palestína kom út og safnaðist þá tæp milljón sem rann til æsku- lýðsstarfs í Balata-flóttamanna- búðunum. Að sögn Evu verður allur ágóðinn af væntan legri safnplötu eyrnamerktur börnum á Gasa, en platan sem kemur út í júní hefur hlotið heitið Inshalla og að henni koma tón- listarmenn á borð við Mugison, FM Belfast, Sin fa ng bous , Reykjavík!, Múm, Lay Low, Skáta, Borko, Agent Fresco og Hjaltalín. „Undir- tektirnar frá tónlistar- mönnum og öllum sem að disknum koma h a fa ver ið vonum fram- ar og það sögðu nánast allir já sam- stundis. Það er öðruvísi en fyrir fimm árum þegar maður þurfti að tala fólk inn á þetta, en eftir þær hörmungar sem hafa átt sér stað er fólk ekki hrætt við að bendla sig við Gasa,“ segir Eva. Skilafrestur á hugmyndum að plötuumslagi er til mánudagsins 11. maí en ítarleg- ar upplýsingar um keppnina er að finna á www.teiknarar.is. - ag Samkeppni um plötuumslag FRJÁLS PALESTÍNA Mynd Ragnars Freys Rúnarssonar af umslagi plötunnar Frjáls Palestína hefur vakið mikla athygli og verið notuð í auglýsingaherferð fyrir Palestínu í Ástralíu. MIKIL SAMSTAÐA Eva Einarsdóttir í félaginu Ísland-Palestína segist finna mikinn samhug meðal fólks eftir þær hörmungar sem áttu sér stað á Gasasvæðinu í kring- um síðustu áramót.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.