Fréttablaðið - 22.04.2009, Qupperneq 56

Fréttablaðið - 22.04.2009, Qupperneq 56
36 22. apríl 2009 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabladid.is Kynntu þér málið hjá sölumönnum Eirvíkur Íslenskt stjórnborð - Stórt hurðarop Íslenskar leiðbeiningar - 20 ára ending Miele þvottavélar hafa verið framleiddar í yfir hundrað ár. Miele þvottavélar eru framleiddar til að endast. Þvottavélar - Verð frá kr. 154.995 Þurrkarar - Verð frá kr. 129.995 TILBOÐ Sparaðu með Miele Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is Ekkert verður af því að landsliðsmaðurinn Sverre Andreas Jakobsson gangi í raðir þýska félagsins Fuchse Berlin. Félagið hefur í langan tíma haft áhuga á Sverre en nú er endanlega útséð með að ekkert verði af því að hann fylgi Rúnari Kárasyni og Degi Sigurðssyni til félagsins. „Ég get víst kysst það bless. Dagur er búinn að staðfesta það við mig. Það þarf eitthvað mjög óvænt að gerast ef ég á að fara þangað, sem er miður enda afar spennandi dæmi,“ sagði Sverre. Ástæðan sem Sverre var gefin upp er sú að félagið ætlaði að kaupa færri leikmenn en upphaflega stóð til. Kreppan bítur í Berlín rétt eins og í Reykjavík. Sverre var einnig undir smásjánni hjá danska félaginu GOG en ekkert verður af því að hann fari þangað enda fjárhagsstaða félagsins slæm. Leikmenn þurftu að taka á sig launalækkun og engar danskar krónur í bauknum fyrir nýjum leikmönnum. „Það voru smá þreifingar með GOG og fór ekkert á alvar- legt stig. Þurfti heldur ekki að koma á óvart enda fjárhagurinn þar enn verri en hjá mörgum,“ sagði Sverre. Það er þó ekki loku skotið fyrir að Sverre Andreas fari til Þýskalands eftir allt saman en tvö þýsk úrvalsdeildarlið eru í viðræðum við varnartröllið ljúfa þessa dagana. „Ég er með tilboð frá Magdeburg en það má eiginlega segja að það sé hálfgert krepputilboð. Þetta er allt í lagi tilboð en það þarf meira til að maður flytji úr landi,“ sagði Sverre sem er í góðri vinnu hjá Landsvirkjun og ánægður á Íslandi. „Maður segir ekki upp góðri vinnu fyrir þetta tilboð. Svo hef ég aðeins verið að heyra frá Grosswallstadt en þeir vilja samt líklegast ekki fá mig fyrr en sumarið 2010,“ sagði Sverre en með Grosswallstadt leikur félagi hans í landsliðinu, Einar Hólmgeirsson. „Það er smá óvissa með hvað þeir nákvæmlega vilja gera en það skýrist von- andi á næstu dögum. Svo gæti þetta breyst allt fljótlega. Maður veit aldrei þessa dagana,“ sagði landsliðsmaðurinn Sverre Andreas Jakobsson. SVERRE ANDREAS JAKOBSSON: FER EKKI TIL BERLÍNAR EN GÆTI SAMT VERIÐ Á LEIÐ TIL ÞÝSKALANDS Áhugi hjá bæði Magdeburg og Grosswallstadt > Snæfell vill fá Inga Þór Körfuknattleiksdeild Snæfells hefur boðið Inga Þór Steinþórssyni að taka við karla- og kvennaliði félagsins. Ingi Þór staðfesti við Fréttablaðið í gær að það væri búið að bjóða honum starfið og hann sagðist bíða eftir samningstilboði úr Hólminum. Ingi Þór er fyrrverandi þjálfari KR og gerði liðið að Íslandsmeistara á sínum tíma. Hann var síðan aðstoðarmaður Benedikts Guð- mundssonar í vetur og þeir félagarnir skiluðu stóra titlinum í hús. Ingi Þór neitaði því ekki að hann hefði áhuga á starfinu hjá KR sem er laust eftir að Benedikt hætti en sagði KR-inga ekkert hafa rætt við sig. N1-deild kvenna Fram-Haukar 34-32 (29-29/14-19) Mörk Fram: Stella Sigurðardóttir 10/6 (18/7), Karen Knútsdóttir 7 (8), Ásta Birna Gunnarsdóttir 5 (7), Þórey Rósa Stefánsdóttir 4 (7), Hildur Knútsdóttir 3 (3), Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 2 (2), Anett Köbli 2 (8/1), Marthe Sördal 1 (3) Varin skot: Sunneva Einarsdóttir 21/2 (52/4 40,4%), Brynja Þorsteinsdóttir (1/1 0%) Hraðaupphlaup: 7 (Karen 2, Þórey, Hildur, Mart- he, Stella, Ásta) Fiskuð víti: 8 (Karen 4, Hildur 2, Marthe, Ásta) Mörk Hauka: Hanna Guðrún Stefánsdóttir 13/3 (16/5), Ramune Pekarskyte 8 (20), Nína Kristín Björnsdóttir 4 (10/1), Nína Arnfinnsdóttir 3 (3), Ester Óskarsdóttir 3 (6), Erna Þráinsdóttir 1 (1), FÓTBOLTI Liverpool sá á bak tveim- ur mikilvægum stigum í gærkvöld þegar liðið fékk Arsenal í heim- sókn á Anfield. Leikurinn hreint stórkostleg skemmtum, miklar sveiflur, átta mörk og lokatölur 4- 4. Sömu tölur og í Meistaradeildar- leik Liverpool og Chelsea í síðustu viku. Ekki hægt að kvarta yfir skemmtanagildinu í leikjum Liver- pool þessa dagana. Liverpool var betra liðið í fyrri hálfleik en Arshavin skoraði eina mark hálfleiksins. Sá átti síðar eftir að minna á sig í leiknum. Liverpool mætti enn grimmara til leiks í síðari hálfleik og Fernando Torres jafnaði leikinn fyrir heima- menn á 49. mínútu. Yossi Benayoun kom Liver- pool yfir á 56. mínútu og héldu þá margir að Liverpool væri komið á beinu brautina. Andrey Arshavin var ekki þeirra á meðal. Hann jafnaði leikinn fyrir Arsenal á 67. mínútu og kom liðinu yfir þrem mínútum síðar. Liverpool bugaðist ekki frekar en oft áður og Fernando Torres jafnaði leikinn fyrir Liverpool aðeins tveim mínútum síðar, 3-3. Arshavin fullkomnaði fernuna á 90. mínútu en Benayoun bjargaði stigi fyrir Liverpool er hann jafn- aði á ný þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leik- tíma, Liverpool er nú komið á toppinn með jafnmörg stig og Man. Utd en með betri markatölu. Liðið hefur aftur á móti leikið tveimur leikjum meira en meistararnir, sem spila gegn Portsmouth í kvöld. „Þetta var gæðaleikur af beggja hálfu í kvöld,“ sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal, eftir leik- inn. „Bæði lið gáfu allt sem þau áttu. Maður er náttúrlega ekki full- komlega sáttur er liðið manns fær á sig fjögur mörk. Frammistaða Andrey Arshavin var stórkostleg. Hann er alltaf hættulegur, mikill karakter og sigurvegari.“ Rafael Benitez, stjóri Liverpool, var eðlilega svekktur enda veit hann sem er að vonin um titilinn minnkaði mikið með þessu jafn- tefli. „Við gerðum of mörg mistök í þessum leik. Það er að sama skapi jákvætt að liði sýndi karakter allt fram á síðustu mínútu. Við náðum í stig gegn góðu liði og erum á toppnum. United er vissulega í ökumannssætinu en við munum halda áfram að þjarma að þeim. Það getur allt gerst í fótbolta,“ sagði Benitez. henry@frettabladid.is Ferna Arshavin dugði ekki Rússinn Andrey Arshavin fór á kostum á Anfield í gær og skoraði fjögur mörk gegn Liverpool. Það dugði ekki til sigurs fyrir Arsenal því Liverpool skoraði einnig fjögur mörk. Liverpool missti af tveimur dýrmætum stigum. LYGILEG FRAMMISTAÐA Andrey Arshavin heldur hér fjórum puttum á lofti eftir að hafa skorað sitt fjórða mark fyrir Arsenal í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES HANDBOLTI Fram er komið í úrslit í N1-deild kvenna eftir að liðið sló út deildarmeistara Hauka í fram- lengdum leik í gær, 34-32. Odda- leik þarf til hjá Val og Stjörnunni en Valur vann fimm marka sigur í gær, 28-23. Fram lék frábærlega í síðari hálfleik venjulegs leiktíma og knúði fram framlengingu með marki Guðrúnar Hálfdánardóttur 40 sekúndum fyrir leikslok. Haukar voru einu marki yfir að lokinni fyrir hálfleiks framleng- ingarinnar, 30-31, en Fram skor- aði fjögur síðustu mörk leiksins og tryggði sér sigur, 34-32. „Ég hugsa að margir hafa búist við að Haukar myndu klára þetta. Þær spiluðu frábærlega í vetur og við spiluðum ekki eins vel og á síðustu leiktíð í deildarkeppninni en við vorum alltaf með í þessari keppni og ég vissi hvað þetta lið getur. Þetta eru sigurvegarar úr yngri flokkum,“ sagði Einar Jóns- son þjálfari Fram, í leikslok. „Sunneva varði frábærlega í seinni hálfleik og framlengingu og tekur gríðarlega mikilvæga bolta. Átján ára tappi að spila eins og ég veit ekki hvað. Hún var léleg í fyrri hálfleik en rífur sig svo upp og klárar þennan leik. Við vorum með lausnir við öllu sem þær gerðu. Við keyrðum á gríðarlega háu tempói báða þessa leiki, algjörlega með- vitað. Við erum í miklu betra formi en þetta Haukalið og þær sprungu bara, ég er sannfærður um það. Hanna er þindarlaus og gerði okkur lífið leitt en aðrar sprungu,“ sagði Einar. „Það voru allir með það á hreinu að við myndum vinna þennan leik,“ sagði kampakátur þjálfari Fram sem vonast eftir einvígi Reykja- víkurliða Vals og Fram í úrslitum, bæði í karla- og kvennaflokki. - gmi Fram komið í úrslit en oddaleik þarf til hjá Val og Stjörnunni: Taugar og úthald Fram var betra HARKA Ramune Pekarskyte fer hér í háls Ástu Birnu Gunnarsdóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Varin skot:Bryndís Jónsdóttir 4/1 (15/5 26,7%), Heiða Ingólfsdóttir 11(34/2 32,4%) Hraðaupphlaup: 5 (Hanna 3, Nína A., Nína K.) Fiskuð víti: 7 (Nína A. 2, Ester 2, Nína K. 2, Hanna) Valur-Stjarnan 28-23 (13-10) Mörk Vals: Hrafnhildur Skúladóttir 9, Eva Barna 8, Hildigunnur Einarsdóttir 3, Íris Ásta Pétursdóttir 3, Guðrún Drífa Hólmgeirsdóttir 2, Berglind Íris Hansdóttir 1, Dagný Skúladóttir 1, Ágústa Edda Björnsdóttir 1. Mörk Stjörnunnar: Alina Petrache 11, Elísabet Gunnarsdóttir 5, Kristín Jóhanna Clausen 3, Harpa Sif Eyjólfsdóttir 2, Sólveig Lára Kjærnested 1, Þorgerður Atladóttir 1.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.